Tíminn - 16.03.1966, Qupperneq 9

Tíminn - 16.03.1966, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 16. marz 1966 TÍMINN Tryggvi Helgason, flugmaður Dettifoss og dreifbýlið Um þessar mundir er mikið rætt og skrifað um fyrirhugaða byggingu alúmínverksmiðju og raf orkuvers er framleiddi rafmagn fyrir sömu verksmiðju. Fyrir alllöngu varð sú skoðun yfirsterkari meðal ráðamanna syðra, að alúmínverksmiðja væri bezt staðsett í Reykjavík eða næsta nágrenni og stórt orkuver yrði því að reisa sem skemmst frá þeim stað, vegna þess hve há- spennulínur væru dýrar. Þá voru talin ýmis önnur rök sem öll mæltu með þessari skoðun. Þetta hljómar svo sem nógu vel í eyr- um almennings, eða var ekki sá tilgangurinn? En það er langt frá þvi, að allir landsmenn séu á sömu skoðun, og ber mjög mikið á milli. A3 vísu er ekkert mál svo ein- falt, að allir séu nákvæmlega sömu skoðunar. Menn deila mikið um það, hvort leyfa skuli erlendu fyrirtæki að koma upp iðnrekstri á fslandi. Þá hlið málsins mun ég ekki nefna í þessari grein heldur það, hvort réttmætt sé að reisa fyrir- hugaða alúmínbræðslu við Reykja- vík og hvergi annars staðar. Um marga áratugi hefur það verið almenn skoðun hér á landi, að Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum myndi verða langódýrasta stór- virkjun á íslandi, miðað við það afl, sem verið framleiddi. Þar næst kæmi svo sennilega virkjun í Þjórsá við Búrfell. Fyrir nokkrum árum komu fram á Alþingi tillögur um það, að hefja þá þegar undirbúning að virkjun Jökulsár á Fjöllum, og koma upp á Norðurlandi stóriðju, sem notaði meginhluta orkunnar. Undanfarin ár hafa margir virkj- unarstaðir verið kannaðir, m. a. með það fyrir augum, að fá úr því skorið með nokkurri vissu, hver virkjunin yrði hagkvæmust ásamt tilheyrandi iðjuveri. Skjótt fór að bera á því, að miklu meira fé var varið til rann- sókna á Þjórsá en til allra ann- arra staða, og það löngu áður en nokkuð var kveðið upp úr með það, að Þjórsá yrði valin. Vil ég því segja hér eina sögu sem lands- menn geta sjálfir dregið af sínar ályktanir. Fyrir nokkrum árum hitti ég mann, sem var að koma frá því að vinna við rannsóknir á Dettifosssvæðinu. Var þetta áð- ur en nokkuð hafði verið ákveð- ið um virkjunarstað. Tókum við tal saman og innti ég hann eftir því, hvað liði rannsóknum á Jök- ulsá og Þjórsá, og hvort ekki myndi koma í ljós, að Dettifoss- virkjunin hefði vinninginn, sem hagkvæmasta virkjunin, samkvæmt því, sem hefði verið álitið. Varð maðurinn ókvæða við og svaraði hvatskeytlega, að slíkur saman- burður væri óþarfur, aðeins væri um eiiin stað að ræða, þar sem virkjað yrði, og það væri við Búr- fell, annað kæmi ekki til greina, hvað svo sem öllum samanburði liði. Þótti mér hressilega svarað og spurði þá, hvers vegna í ósköp- unum það væri verið að eyða pen- ingum til rannsókna við Dettifoss. Svaraði hann eitthvað á þá leið að það væri eing(ingu til þess að þóknast vilja einhverra bjána. Þá veit maður það. Að vísu var hér ekki um yfirmann að ræða, en var hann e.t.v. að lýsa óskhyggju sinna yfirboðara? Eftir höfðinu dansa limirnir. Og hverjir skyldu það nú vera þessir bjánar sem vilja virkja Dettifoss? Kannski þingmenn Norður- og Austurlands sem hafa barizt fyrir því máli? Og þá senni- lega fólkið á norðurhelmingi lands ins, sem berst fyrir lífi sínu og tilveru og stefnir að bættum lífs- kjörum, og útrýmingu atvinnuleys is og eymdar sem nú er víða á Norðurlanai. Það verður til dæm- is ánægjulegt fyrir fjármálaráð- herrann okkar, sem er einn af þingmönnum Norðlendinga, að hafa þetta í huga þegar verkfræð- ingar leggja fyrir hann til sam- þykktar áæilanir um byggingu orkuvers í Þjórsá. Nú hefur brugðið svo við að sum sunnanblöðin keppast við að ausa áróðri yfir þjóðina þar sem allt jákvætt í sambandi við bygg- ingu orkuvers í Þjórsá er lofað á hvert reipi, en gert sem minnst úr öllu því neikvæða, og helzt ekki á það minnzt. Þá er allt neikvætt í sambandi við Dettifossvirkjun, dregið óspart fram og málað dekkstu litum en hinu jákvæða að mestu sleppt. Ég hygg að flest- ir myndu líta slíkan málflutning sem auðvirðilega hlutdrægni, og jafnvel sem óbeina fölsun. En hvað segja þá þær tölur, sem hafa verið birtar. Á ráðstefnu verkfræðinga 1962 komu meðal annars fram áætlanir Eiríks Briem um verð á orkuverum í Jökulsá og Þjórsá. Þar er gert ráð fyrir að stofnkostnaður á hvert kíló- vatt í orkuveri við Búrfell verði 7800 krónur, en 8450 krónur í orkuveri við Dettifoss. Er það 8% óhagstæðara fyrir Dettifossvirkj- un, en reiknað er með 104.000 KW veri við Dettifoss en 150.000 KW veri við Búrfell. Þá er í sömu áætlun gert ráð fyrir að lögð verði tvöföld lína frá Dettifossi til Akureyrar að nokkru á stálmöstrum, en aðeins tvöföld tréstólpalína frá Búrfelli til Reykjavíkur. Þessi samanburð- ur er óhagstæður fyrir Dettifoss. En þegar betur er að gáð, fær þetta þá staðizt? Á Suðurlandi er úrkoma miklu meiri heldur en á Norðurlandi, og hitastig oftar rétt um eða undir frostmarki, en þá er mest hætta á ísingu. ísingar- hætta er því miklu meiri á Suð- urlandi en í hinu kaldara og þurr- ara Joftslagi á Norðurlandi Þá er einnig stormasamara á Suðurlandi og lægðir og skil sem langflest koma suðvestan úr hafi, skella með fullum þunga á suðurströnd landsins. Til samanburðar má benda á að rafmagnstruflanir í tevkjavík í óveðrunum i vetur. urðu á tréstólpalínunni frá Laxá, Soginu. Sömu óveður ganga norð ur yfir landið, en engar bilanir urðu á tréstólpalíunni frá Laxá, þótt hún liggi yfir Vaðlaheiði í 600 metra hæð. Með hliðsjón af þessu mætti með sama öryggi leggja tréstólpalínur alla leið frá Dettifossi til Akureyrar. Þar að auki hafa þeir verkfræðingar og rafveitustjórar, sem ég hefi spurt, fullyrt að í framkvæmd komi varla til mála að leggja tréstólpalínur frá Búrfelli tii Reykjavíkur, végná rekstraröryggis orkuvers og iðju- vers. Ef við tökum þetta með í reikninginn þá verður hlutur Dettifossvirkjunar aftur hagstæð- ari. Þann 28. febrúar 1965 birtir Steingrímur Hermannsson nýjar tölur og áætlanir í Tímanum. Þar er gert ráð fyrir 210.000 KW orku- veri í Þjórsá en það er 40% stærra orkuver en greint er hér á und- an. Það er nokkuð samhljóða álit allra að því stærri sem orkuver- in geti verið, því ódýrara geti orðið hvert uppsett kílóvatt. Þessi áætlun gerir ráð fyrir 40% stærra orkuveri og lækki það kostnað á hvert kílóvatt í 6700 krónur eða um 14%. Hins vegar bregður svo við að hann birtir áætlun um 133. 000 KW orkuver við Dettifoss eða 28% stærra en í áætlun Eiríks Briem, en kostnaður þar á hvert kílóvatt hækkar í 8900 krónur, eða um meira en 5%. Forsendur þær sem lagðar eru þessu til grund- vallar eru hvergi birtar. Þá ber þess að geta að engin f HLJÓMLEIKASAL áætlun gerir ráð fyrir 210.000 KW virkjun við Búrfell í einum á- fanga, heldur aðeins 105.000 KW virkjun, en það mun vera miklu dýrari virkjun en Dettifossvirkj- un. Hvað svo um rekstraröryggi þessara orkuvera? Það virðist sam dóma álit allra, að ís- og krapa- myndun í Þjórsá sé gífurleg. Er gizkað á að orkuverið við /Búrfell stöðvist í 20—30 daga á ári hverju, vegna krapa. í einni áætlun er gert ráð fyrir 9 dögum á ári að meðaltali. Ein rökin fyrir því að ekki sé i hægt að setja upp alúmínbræðslu á Norðurlandi og virkja Jökulsá, eru þau, að ekkert varaafl sé til á Norðurlandi. Hins vegar sé nóg varaafl á Suðurlandi. Er þá spurn- ingin, hvar er það afl? Orkuverið við Sog er að mestu fullnýtt. Eru þá Reykvíkingar bún ir að samþykkja það að vera rafmagnslausir að meðaltali í 9 daga á ári. ti] þess að hægt verði að standa við gerða samninga um orkusölu til stóriðjuvers? Það er ákaflega ósennilegt. Áætlanir eru því á döfinni að gera varastöðvar með Búrfellsvirkj un, sem knúðar ~rðu með gastúr- bínum. Eru þær ■'aldar tiltölulega ódýrar í uppsetningu, eða 300 krónur á hvert kílóvatt, en dýrar : í rekstn Steinsrímur Hermanns- son telur að Swiss Aluminium i muni sætta sig við 50% af heild- arorku, frá varastöð. Fyrir 30 þús. i tonna alúmínver er 50% orkuþörf j 27.500 KW, en það þýðir vara- stöð fyrir 82,5 milljónir króna. Nú er hins vegar uppi raddir um það i sunnanblöðum, að iðjuverið verði þegar í upphafi 60 þús. tonna. Það myndi útheimta varastöð fyrir 165 milljónir króna. Þegar þessari upp hæð er bætt við kostnaðinn við Búrfellsvirkjun, þá hækkar hún urh meira en 10% og er þar með orðin mun óhagstæðari en Detti- fossvirkjun. Þá á enn eftir að reikna reksturskostnað varastöðv- arinnar, en hann verður sennilega nálægt 1 krónu á kílóvattstund. Á 9 dögum yrði kostnaðurinn því 11,9 milljónir. Og þar sem orkan yrði ekki seld nema á 10—12 aura kílóvattstundin, þá er hreint tap á þessum 9 dögum rúmar 10 millj. Hver á að borga þennan halla? Nú berast fréttir um það að sunnan að þetta sé ekki nóg. Það þurfi að gera ótal stíflur upp eft- ir allri Þjórsá til þess að reyna að sigrast á ísvandamálunum. Ef til vill kostar það mannvirki fyr- ir mörg hundruð milljónir til við- bótar því sem áður var áætlað. Er þá farið að halla verulega á Búrfellsvirkjun í samanburði við Dettifossvirkjun. Er Búrfellsvirkj unin þá ekki orðin svo dýr og óhagkvæm, að ekkert vit sé í því lengur að ráðast í hana, meðan völ er á öðru betra? Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur segir að ef það takist að sigrast til fullnustu á ísvandanum í Þjórsá, þá sé um tæknilegt af- rek að ræða. Og allir vita að tæknileg afrek eru ekki unnin fyr- ir ekki neitt. ísvandamál á borð við það sem er í Þjórsá, er ekki til í Jökulsá á Fjöllum. Nú í vetur er áin ísi lögð alla leið, frá upptökum nið- ur undir foss Og stormar og stórhríðar hafa engin áhrif á rennsli árinnar. Og nú á sama tíma og Þjórsá ryður fram ógrynni af ís og krapi, og stíflast alveg ! öðru hverju, þá streymir Jökulsá hrein og tær, undan ísskörinni rétt ofan við Dettifoss, og fossinn, stærsti og mesti foss á íslandi, þrumar sinn gamla söng af full- um mætti. Hefur ríkisstjórni skoðað með I eigin augum virkjunarstaðina við | Búrfell og Dettifoss? Ef ekki þá ! skora ég á hana að gera það með- ! an báðar árnar eru í sínum versta i vetrarham, og sjá með eigin aug- ! um samanburðinn. 1 Steingrímur Hermannsson taldi upp það, sem hann taldi mæla gegn staðsetningu stóriðjuvers á Norðurlandi. Dettifossvirkjun væri óhagkvæmari en Búrfellsvirkjun og orkumarkaðurinn of lítill fyrir afgangsorkuna á Norðurlandi. . Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, þá er einmitt nú orðið margt sem bendir til þess að Dettifossvirkj- un sé miklu hagkvæmari. Og þar sem allt bendir til að almínverið fyrirhugaða verði 60 þús. tonna strax í upphafi, þá notar hún 110. i 000 KW af hinni 133.000 KW Detti fossvirkjun. Eftir er þá aðeins 23. 000 KW sem nota má til þess að leggja niður allar olíustöðvar á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði, Vopnafirði og öllum Austfjörðunum. og rafvæða allar sveitir á sama svæði. Þá sæi það einnig fyrir orkuþörf Akureyrar. Og ef þá væri enn eftir nokkur afgangsorka, hvað væri þá auð- veldara en að leggja strax hina fyrirhuguðu línu milli Norður- og Suðurlands og fullnýta þannig orkuverið, og auka jafnframt rekstraröryggi allra viðkomandi orkuvera, og hagnýta allt fáanlegt varaafl. Enn eitt sem mælti gegn því að reisa alúmínver við Eyjafjörð væri það að verksmiðjan yrði 100 milljón krónum dýrari, en fyrir sunnan, þar sem eyða þyrfti flúor- gasi frá verksmiðjunni. Hins veg- ar sé þess ekki þörf á Suðurnesj- um. Hefur þá Swiss Aluminium tekið á sig alla skaðabótaskyldu vegna slíks eiturgass, eða hefur íslenzka ríkisstjórnin tekið hana á sig? Hafa Hafnfirðingar samþykkt að slíkt eiturgas berist yfir Hafn- arfjörð? Og hvað um heilbrigðis- eftirlitið? Og hvers vegna er Stein grímur Hermannsson og fleiri, að hafa áhyggjur af þessum kostn- aðarlið verksmiðjunnar? Er það ekki hið svissneska fyrirtæki sem Framhald a bls. 12. Sinfóníutónleikar Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands þeir 12. í röð- inni fóru fram í Samkomusal Háskólans, undir stjórn Bodhan Wodiczko en einleikari á fiðlu með hljómsveitinni var Henrik Sachsenskjold. — Síðan frum- flutningur 9. sinfóníunnar varð að veruleika, er eins og efnis- val. Þeirra tónleika, sem á eft- ir hafa fylgt hafi orðið í létt- ara lagi og á síðustu tónleik- um var það í sérlegum létt- yigtarflokki. — Danski fiðlu- leikarinn Henrik Sachsen- skjold, sem hér flutti konsert Mendelsohns, fyrir einleiks- fiðlu, er traustur listamað- ur, sem ræður yfir hljómfall- egum tón og góðri tækni. Túlk un hans á verkinu reyndist samt nokkuð misjöfn og þá fyrst er líða tók á upphafs- kaflann birti yfir leik lista- mannsins og sýndi hann þar fallegan leik. Miðkaflinn var aftur í daufara lagi en um- skiptin yfir í 3ja. þátt sýndu lifandi og ekta línur, og ágæt- an skilning listamannsins á verkinu. Samleikur hljómsveit- ar og einleikara var mjög eðli- legur. — Hljómsveitarverkin á þessum tónleikum voru eftir Ravel, Prokofieff og Rossini. — Gæsamömmusvítan eftir Rav el býr yfir litum, en skilur samt lítið eftir enda þarf sér- stakt „Raffinement" í túlkun- ina ef vel á að vera, og var naumt um, að það væri fyrir hendi að þessu sinni. Dansar úr „Rómeo og Júl- ía“ eftir Prokofieff sýna marg- ar skemmtilegar hliðar höfund ar, var verkið vel útfært, með líflegum línum og ágætum sam Ieik. — Lokaverkið „La gazzo gadra“ eftir Rossini var leiftr- andi vel flutt enda féll það áheyrendum mjög vel í geð. Stjórn Bodhan Wodiczko var sem fyrr örugg og afgerandi, og er ánægjuiegt að heyra þá rækt er hann íeggur við það léttara ekki síður en hið mik- ilvægara efni. Unnur Arnórsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.