Tíminn - 16.03.1966, Side 11
MIBVIKUDAGUR 16. marz 1966
TÍMJLNN
VERÐIR LAGANNA
TOM TULLETT
16
slátrað. í Austur-Asíu er ópíiun oft falið í fiski eða sl&ngu-
belgjum. Fyrir kemur að litlar flugvélar eru látnar sækja
ópíumsekki beint á akrana og þeim síðan varpað niður í
fallhlífum nálægt vinnslustöðvunum.
Hugkvæmni smyglaranna við að fela unnin eiturlyf á sér
engin takmörk. Þeir nota koppa og kimur með tvöföldum
botni, leynihólf í hirzlum, bækur sem eru halar undir spjöld-
unum, glös og baukar undan salti eru fylltir með heróíni
eða kókaíni. Eiturlyf hafa fundizt falin í reiðhjólaslöngum,
barnaleikföngum, tannkremsumbúðum, fest við líkamann og
falin undir brjóstahöldurum og mjaðmabeltum. Fyrir kemur
að þau eru falin í getnaðarverjum.
Smyglhringarnir hafa komið upp helztu vinnslustöðvum
sínum á Ítalíu og Frakklandi, og Alþjóðalögreglan og Eitur-
lyfjaskrifstofa Bandaríkjanna einbeita sér því að þessum
tveim löndum. Á síðustu árum hafa sjö vinnslustöðvar fund-
izt, en ný sprettur upp í stað hverrar sem lokað er. í aðal-
stöðvunum í París er haldin nákvæm skrá um smyglið. Á
árinu 1961 komu upp á annað þúsund eiturlyfjasmyglmál.
Á árinu 1957 voru fjögur tonn af ópíum, 2246 kfló af ind-
verskum hampi, 97.288 kíló af morfíni og 39.477 kíló af
heróíni gerð upptæk. Tvö hundruð fjörutíu og þrír smygl-
arar voru handteknir, þar af sextíu og níu skipverjar á
þrjátíu og átta skipum.
Margar vinnslustöðvar starfa í Hongkong, einkum frammi
á árbakkanum, því yfir vatni eyðist þefurinn af eiturlyfj-
unum fljótar en á þurru landi. Frá þessum stað er varan
síðan send tfl Mexíkó eða Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna.
Fátítt er að þeir sem smygla eiturlyfjum og verzla með
þau séu sjálfir eiturlyfjaneytendur. Þeim er ekki trúað fyrir
svo dýrmætum varningi, því þeir væru til alls vísir, ef þeir
yrðu uppiskroppa með eiturlyf til eigin þarfa.
Reynslan sýnir að algengast er að eiturlyf séu send sjó-
leiðis í vörzlu ófyrirleitinna sjómanna, sem veitist auðvelt
að finna felustaði um borð í skipunum. Sýnt er að þeim
veitist tiltölulega auðvelt að lauma eiturlyfjuniun í land, og
þótt athæfi þeirra verði uppvist tekst sjaldan að rekja fer-
ilinn frá þeim til höfuðpauranna, sem skýla sér með fjölda
mflliliða.
Framkvæmdir í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli mæða að
líkindum mest á Eiturlyfjaskrifstofu Bandaríkjanna, sem til
skamms tíma var undir stjórn Harry Anslingers. Hann tók
við stjórn stofnunarinnar 1930 og þjálfaði menn sína í sér-
stökum skóla í Washington. Þaðan hafa útskrifazt nokkrir
frábærir leynUögreglumenn, sem orðið hafa eiturlyfjasmygl-
urum skeinuhættir.
Meðal þeirra er John Cusaek, ljós yfirlitum, nú kominn
með skalla og farinn að safna holdum .Eitt sinn tók hann
þátt í leit í húsi í New York, eftir að grunur kom upp
um að þar væri verzlað með eiturlyf-. Leitarmenn höfðu liend-
ur í hári nokkurra prangara. Þeir rákust einnig á nýskrifað
bréf, stílað til Antoine nokkurs Bergerets í París.
„Kæri Antioine!
Nú erum við reiðubúnir til að ræða sameiginlegt hags-
munamál okkar, sem gerð var grein fyrir í síðasta bréfi
þinu. Til þess að ekkert fari milli mála, höfom við sent
einn okkar fremsta mann til að ræða við þig. Harrn heitir
Hunter, og þar sem hann er þér ókunnugur fylgir mynd
hans hér með.“
Einn hinna handteknu hafði undirskrifað bréfið.
Ákveðið var að John Cusack skyldi gerast „Mr. Hunter,“
og mynd af honum var send með bréfinu til Parísar. Cusack
kom loftleiðis á eftir rétt eins og hver annar bandarískur
ferðamaður. Hann settist að í Hótel Georg fimmti, sem auð-
ugir Bandaríkjamenn hafa svo mikið dálæti á, sendi þaðan
monsjör Bergeret skeyti, skýrði frá heimilisfangi sínu og
lagði til að þeir hittust. Honum var ljóst að verið gæti
að sér væri veitt eftirför, og meðan hann beið eftir svari
skoðaði hann algengustu ferðamannastaðina, Sigurbogann,
Eiffelturninn og Champs Elysées. Eftir tvo daga kom svo svar.
Bergeret hafði bitið á agnið og lagði til að þeir hittust
í veitingahúsi á Montmartre. Gusack gekk vel að svara kæn-
legum spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Frakkinn
var grannvaxinn og smekklega klæddur, auðsjáanlega ná-
kunnugur undirheimum alþjóðlegrar glæpastarfsemi. í sam-
ræðum voru nefnd nöfn nokkurra þeirra manna sem nú
sátu í varðhaldi í New York og sömuleiðis gildandi verðlag
UNG STÚLKAIRIGNINGU
GEORGES SIMENON
10
— Að því er ég bezt man, kom
hún rétt fyrir áramótin.
— Hafði hún farangur meðferð-
is?
— Lítið, blátt koffort.
— Hvernig hafði hún komizt
í samband við frú Cremieux?
— Ég hefði mátt vita, að þetta
mundi enda með skelfingu. Það
er í fyrsta skipti, sem ég hef
látið múta mér, og ég get full-
vissað yður um, að hvernig sem
allt veltur, verður það líka í
síðasta skiptið. Frú Cremieux bjó
hér þegar maðurinn hennar lifði,
hann var skrifstofustjóri í banka.
Þau bjuggu hér, áður en ég kom.
— Hvenær dó hann?
— Fyrir fimm eða sex árum.
Þau áttu engin börn. Hún fór
að kvarta yfir því, hvað það væri
óttalegt að búa ein í svona stórri
íbúð. Svo talaði hún um peninga
og eftirlaunin sín, sem ekkert
hækkuðu, þótt verðlag og annað
hækkaði dag frá degi.
— Er hún efnuð?
— Hún hlýtur að hafa sæmi-
. leg auraráð. Dag einn sagði hún
mér, að hún ætti tvö hús í 20. (
hverfinu. f fyrsta skipti, sem hún j
tók leigjánda, sagði hún mér,
að það væri ættingi sinn utan
af landi, en ég komst fljótt að|
hinu sanna, þá tók ég hana tali.
Það var þá, sem hún bauð mér
fjórðung leigunnar og ég beit á
agnið. Það er rétt, að íbúðin henn
ar er of stór fyrir eina konu.
— Auglýsti hún í blöðunum?
— Já. En ekki heimilisfang
ið. Aðeins símanúmer.
— Af hvaða sauðahúsi voru
leigjendur hennar?
— Það er erfitt að segja Þeir
voru næstum alltaf af betra tag-
inu. Oftast vinnandi stúlkur, sem
hrósuðu happi yfir að fá stórt her
bergi fyrir sama verð og á ódýru
hóteli. Einu sinni hafði hún
stúlku, sem virtist siðsöm, en tók
upp á því að hleypa karlmönnum
til sín að næturlagi. Hún var látin
fara.
— Segið mér eitthvað um þá
síðustu.
— Hvað viljið þér vita?
- Allt.
Húsvörðurinn leit ósjálfrait á
myndina í blaðinu
— Ég sá henni aðeins bregða
fyrir. Hún fór á hverjum morgni
milli níu og hálf tíu.
— Þér vitið ekki, hvar hún
vann'í '
- Nei.
— Kom hún heim í nádegis-'
mat?
—- Frúin bannaði þeim að mai
selda i herberginu. i
— Hvenær kom hún svo heim?
— Um kvöldið. Stundum
um sjöleytið, stundum ekki fyrr
en um ellefu.
— Fór hún mikið út? Var hún
aldrei sótt af vinum sínum eða
vinkonum?
— Nei, það sótti hana aldrei
neinn.
— Hafið þér nokkru sinni séð
hana í samkvæmiskjól?
— Hún hristi höfuðið.
— Skiðjið þér, þetta vár osköp
venjuleg stúlka, og ég veitti
henni enga sérstaka eftirtekt.
Einkum, þar sem mig grunaði, að
hún yrði ekki mosagróin hér.
— Því þá?
— Ég hef sagt það þegar.
Gamla konan vill leigja út her-
bergið, en vill ekkert ónæði.
Hún er vön að hátta kl. 11 og komi
leigjandinn seinna heim, þá er
fjandinn laus. í rauninni er hún
fremur að sækjast eftir félags-
skap en leigjanda, einhverjum til
að spila við sig á spil.
Hún skildi ekki bros Maigrets,
en honum varð hugsað til ung-
frúarinnar í Rue de Douai. Elisa-
beth Coumar skaut skiólshúsi
yfir ungar stúlkur, sem -> ergi
áttu athvarf, kannski ai > or-
kunnsemi, en ef til vill engu síð-
ur af ótta við einveruna.
Frú Crermeux tók ieigjendui
Það var ekki mikill munur á því.
Hvað skyldu vera margar konur
á ýmsum aldri í allri borginni,
sem þannig reyndu að tryggja
sér félagsskap, helzt ungra og
glaðlyndra stúlkna?
— Bara ég gæti borgað þessa
smáupphæð og fengið þannig að
halda stöðunni. . .
— f stuttu máli: Þér vitið
ekki, hver hún var, né hvar hún
vann, né hverjir voru vinir henn-
ar?
— Nei.
— Yður féll hún ekki í geð?
— Ég get ekki þolað fólk, sem
ekki hefur meiri auraráð en ég,
og sýnir mér þó fyrirlitningu.
— Haldið þér hún hafi verið
fátæk?
— Hún gekk alltaf í sömu föt
unum.
— Eru nokkrar vinnukonur í
húsinu?
— Því spyrjið þér? Þær eru
þrjár. Ein á fyrstu hæð, önnur
á þeirri næstu og svo . ..
— Er ein þeirra nýkomin utan
af landi?
— Það hlýtur að vera Rósa.
i — Og hver þeirra er það?
— Sú á annarri hæð. Frú Larch
er hefur þá stúlku, hún er ný-
komin af Fæðingardeildinni,
og þau hjónin fengu stúlku utan
af landi.
— Hafa þau síma?
— Já, maðurinn vinnur hjá
tryggingafélagi. Þau keyptu bíl í
vor.
— Já. Þakka yður fyrir.
— Ef þér getið séð svo um, að
húséigandinn fái ekkert að vita . . .
— Enn eitt. Þekktuð þér stúlk-
una á myndinni í gær?
Hún hugsaði sig um andartak,
laug síðan:
— Ég var ekki alveg viss.
Fyrsta myndin sko ...
______________________________n
— Kom frú Cremieux niður til
yðar?
Hún roðnaði upp í hársrætur.
— Hún leit aðeins inn, þegar
hún kom neðan úr bæ. Og lét
þau orð falla, að lögreglunni
væri ekki of gott að hafa dálítið
fyrir því að hafa uppi á, hver
stúlkan væri. Þetta skildi ég.
Seinna, þegar ég sá aðra mynd,
var ég að hugsa um að snúa mér
til yðar, og nú er þungu fargi af
mér létt, úr því þér eruð komnir.
Það var lyfta í húsinu og Mai-
gret og Janvier fóru upp á aðra
hæð. Innan úr íbúðinni hægra
megin barst rödd, sem Maigret
þekkti aftur, hún var að hasta
á börn.
Hann hringdi dyrabjöllunni
vinstra megin. Létt fótatak heyrð-
ist innandyra. Svo var spurt án
þess, að dyrnar væru opnaðar:
— Hver er þar?
— Er það frú Cremieux?
— Hvað viljið þér?
— Þetta er lögreglan.
Löng þögn og síðan tuldraði
röddin:
— Andartak . . .
ÚTVARPIÐ
í dag
Miðvikudagur 16. marz
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis
útvarp 13.00 Við vinnuna. 14.40
Við, sem heima sitjum 15.00 Mið-
Idegisútvarp.
116.00 Síðdegis-
lútvarp 17.20
Framburðarkennsla í esperanto
og spænsku. 17.40 Þingfréttir 18.
00 Útvarpssaga barnanna: „Flóft
inn” Rúna Gísladóttir les eigin
þýðingu; sögulok (10). 18.20 Veður
fregnir. 18.30 Tónleikar 19.30
Fréttir. 20.00 Daglegt mál A.rni
Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05
Efst á baugi. Björgvin Guðmunds
son og Björn Jóhannsson tala um
erlend málefni. 20.35 ftaddir
lækna Arinbjörn Kolbeinsson tal
um matareitranir. 21.00 Lög unga
fólksins Gerður Guðmundsdóttir
kynnir. 22.00 Fréttir og veður
fregnir. 22.20 „Burðarlaun”
smásaga eftir Guðmund Frímann
Jón Aðils leikari les. 22.50 Kamrn
ermúsik frá Bandaríkjunum: 23.
30 Dagskrárlok.
morgun
...... ii, marz.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis
lútvarp.
13.00 Á
' frívaktinni
Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óska
lagaþætti fyrir sjómenn. 14.40
Við, sem heima sitjum. Margrát
Bjarnason talar við Eyborgu Guð
mundsdóttur listmálara. 15.00
Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegisiit
varp. 17.40 Þingfréttir. 18.00
Segðu mér sögu. Bergþóra Gúst-
afsdóttir og Sigríður Gunnlaugs-
dóttir stjórna þætti fyrir yngstu
hlustendurna. 18.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál.
Árni Böðvarsson talar. 20.05 Gest
úr f útvarpssal: Fredell Lack fiðlu
leikari frá Bandaríkjunum og
Árni Kristjánsson píanóleibari
flytja Sónötu í c-moli op. 30 nr.
2 eftir Beethoven. 20.35 Umferð-
arhindranir og endurhæfing fatl
aðra. Ólöf Ríkharðsdóttir flytur
erindi að tilhlutan Sjálfsbjargar.
20.55 Kórsöngur: Norður-þýzld
kórinn syngur Mörike-söngva eft
ir Hugo Distler. 21.10 Bókaspjall.
21.45 „Cockaigne", forleikur op.
40 eftir Elgar. Fílharmoníusveit
Lundúna leikur undir stjórn Ed-
uards van Beinum. 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. Lestur Passíu-
sálma (33) 22.20 „Heljarslóðaror-
usta” eftir Benedikt Gröndal. Lár
us Pálsson leikari ies (2). 22.40
Djassþáttur: „Svo fögur þruma“
Jón Múli Árnason kynnir. 23.15
Bridgeþáttur HaU’ir Símonarson
flytur. 23.40 Dagskrarlok.