Tíminn - 16.03.1966, Side 14

Tíminn - 16.03.1966, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 16. marz 1966 14 TÍMINN FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7 td.- væri til afbrigði, sem gæfi mjög verðmæt skinn en væri orð ið nær blint. Benedikt Gröndal mælti fyrir áliti minnihlutans og kvað ekki fyrir hendi neina örugga vissu um mikinn gróða af þessari ræktun, og loðdýrarækt væri ekki ný á íslandi. Minkur mundi alltaf sleppa, og enn vantaði rökstuðn- ing til þess að hætta að láta sér fyrri reynslu af því að kenningu verða. Þetta nýja frumvarp væri ógleggra og óskýrara en áður, og í deilunum um þetta mál mættu menn ekki gleyma þeirri reynslu, sem þjóðin hefði orðið fyrir. Halldór Ásgrímsson sagði, að flestir ábyrgir aðilar, sem álits hefði verið leitað hjá, svo sem Náttúruverndarráð, að - einum manni undanskildum, væru á einu máli um að minkaeldi skyldi ekki leyfa. Þá átaldi Halldór þær breyt ingar, sem meirihluti landbúnaðár nefndar hefði gert á frumvarpinu ogmiðuðu þær enn að því að rýmka ákvæðin. Þá kvað Halldór það nýlundu, og kvaðst ekki vita um hliðstæðu þess, að Alþingi veitti heimild til innflutnings dýra af mörgum tegundum án frekari skilgreiningar en þeirrar, að þau 1 kölluðust loðdýr. í þeim hópi mundu teljast margs konar mein- dýr, sem vinna mundu náttúru landsins óbætanlegt tjón, ef hér yrðu villt, og væri þar um að ræða miklu fleiri dýr en mink. Nefndi Halldór dæmi um þetta, t.d. frá Bretlandi. Formælendur loðdýramanna vildu ekki segja ná kvæmlega hvaða dýr þeir ættu við. Þessir menn beittu hins vegar hvers konar gyllingum um stór- gróða og fuliyrtu, að ekki væri hætta á, að dýrin slyppu úr haldi. Jónas Rafnar kvað fyrir liggja ] upplýsingar um, að hér væri um mjög hagstæðan atvinnurekstur að ræða, og hér væru skilyrði mjög góð, svo sem mikill fiskúrgangur og loftslag svalt. Ingvar Gíslason kvað flutnings- menn ekki hafa gyllt þennan at- vinnuveg með fullyrðingum um stórgróða, heldur teldu þeir, að hér væri um framtíðaratvinnuveg að ræða, sem þróast ætti úr litlu í meira. Rétt væri að fara af stað með gætni en sækja á. Pétur Sigurðsson sagði, að ekki væri að marka reynsluna fyrir stríð. Þá hefðu menn dregið við sig kaup munaðarvöru eins og loð- skinna. Nú væri efnahagur betri um mörg lönd og markaður fyrir loðskinn miklu betri og öruggari. Við hefðum byrjað hér loðdýra- rækt um leið, og aðrir byrjendur og orðið fyrir slæmri reynsiu, sem aðrir og þeir hefðu lært af henni en ekki hætt, og það ættum við að gera líka. Birgir Finnsson gerði þá grein fyrir afstöðu sinni, að hann vildi vísa frumvarpinu til ríkisstjórnar- innar í því trausti, að fá þar end- urbætur á því, og þar með traust- ari grundvöll undir þennan at- vinnurekstur, sem hann vildi leyfa. Umræðunni lauk, en atkvæða- greiðslunni var frestað, og búizt er við, að hún verði með nafna- kalli. FRÁ ALÞINGI ur, einkum í viðlögum og gamal- gróinn. Væri venjulegt í alþjóð legum reglum um þessi efni að gera ráð fyrir sljkum undantekn- ingum. Hann las upp bréf sveitar stjómarmanna frá þessum stöð- um, þar sem mjög er mælzt til, að heimild þessi sé veitt og rök- studdi það, að þessi veiðiaðferð þyrfti ekki að vera ómannúðlegri en aðferðir við veiði margra ann arra dýra, sem leyfðar eru, og þetta væri Grímseyingum t.d. svo nauðsynlegt einkum þegar að herti, bæði til búbjargar og tekju aukningar, að ekki mætti af þeim taka, þar sem þeir gætu ekki bætt sér slíkan missi upp vegna ein- angrunar. Mætti ekki skerða með þeim hætti möguleika afskekktra byggða og taka af þeim aldagaml an bjargræðisveg, ef Alþingi vildi ekki beinlínis torvelda, að byggð- in héldist við. KOSTNAÐUR Framhald af 1. síðu. aðrar afurðir á þennan hátt í auknum mæli. Út frá þessu vaknar sú spurn- ing: Hver borgar? Eru það frysti- húsin eða framleiðendur, sem telja sig vera févana, sem borga þennan gífurlega millikostnað, eða er það Eimskip eða sö,lusam- tökin? Um þetta liggja (&ki.' fyr- ir hrein svör, en hér virðist vera leikið með fjármagnið um leið og hafnir á þessum stöðum, t.d. í Ólafsvík, seim framleiðir útflutn- ingsverðmæti fyrir 60—100 millj- ónir á ári, verða fyrir gífurlegu tjóni, sem ekki verður bætt. SÁU MALMÖHUS í vitnaleiðsluim, að Malmöhus hafði verið á töluverðri ferð. Bæði lögfræðingar Eknskipafé- lagsins og skipstjórarnir, sem sátu í dóminum, lögðu margar spurningar fyrir vitnin, og sama gerðu fulltrúar útgerðar Malmöhus. Skipstjórinn á Gull fossi og hin vitnin svöruðu öll- um spurningunum fullnægj- andi, að dómi réttarforsetans. ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim fjölmörgu, sem sendu mér heillaóskir og glöddu mig með höfðinglegum gjöfum og heimsókn- um á sextugsafmæli mínu þann 5. marz s.l. sendi ég mínar innilegústu þakkir og kærar kveðjur. Alexander Guðbjartsson, Stakkhamri. Hjartanlegustu þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ástkærs, eiginmanns mfns, föður, tengdaföður og afa, Jóns Pálssonar Þórunnarseli, Kristín Sigvaldadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginkona mín og móðir okkar, Lovisa Samúelsson, fædd Möller, andaðist í Landsspítalanum 14. marz s. I. Sigurður Samúelsson læknir og börn. BÚNAÐARÞIING Þá var f dag lagt fram erindi frá Ásgeiri Ó. Einarssyni, dýra- lækni, um rannsóknir á ormasýk ingu í sauðfé. Merkasta niðurstaðan er sú, að þegar fé er haldið í þröngum girð ingum á ræktuðu landi, þá vex ormasýkingin hröðum skrefum, þannig, að lömb, sem koma af slíkri hólfabeit, hafa 8—10 sinn- um fleiri orma en lömb af lireinum afrétti. Einnig ályktaði Búnaðarþing að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna að því við ríkisstjómina að komið verði á fót afkvæma- rannsóknar- og tamningastöð fyrir hross, með hliðsjón af 48. grein núgildandi Búfjárræktarlaga. Jafnfraimt framkvæmd þessa máls verði ráðinn ráðunautur í hrossarækt með fullum launum. ÓFÆRÐIN •bíll hafður hæst á dalnum, til þess að sjá um flutninga á milli. Á Vestfjörðum eru allir aðal- vegir lokaðir, en reynt hefur ver- ið að halda leiðinni frá Bolungar- vík um ísafjörð til Súðavíkur op- inni. EINAR BEN saman við rithönd Einars á Dóma bókum Rangárvallastslu, og það sýndi sig, að nokkur munur var á stafagerð handritanna tveggja. En það er ekki einasta það, sem veldur því, að menn efast um, að þarna sé um rithönd skáldsins að ræða heldur eru í handritinu ýms ar villur, bæði beyginga- og mál- villur og telja kunnugir það nægi- lega sönnun þess, að skáldið hafi ekki skrifað kvæðið. Hins vegar staðhæfa eigendur handritsins, Snæbjörn Jónsson og frú Lára Árnadóttir kona hans, að þetta sé ósvikið eiginhandrit Einars Benediktssonar. Auk fyrrgreinds handrits voru 117 Bækur á skrá hjá Sígurði Bene diktssyni og voru allar nema 13 úr bókasafni Snæbjarnar Jónsson- RUGGUSTÚLL Gamall ruggustóll óskast til kaups. Upplýsingar í síma 17339. ar. Svo til allar bækurnar seldust, sumar á mjög háu verði. Á hæsta verðb kr. 16.500 fór Ferðabók Egg erts Ólafssonar og Bjarna Pálsson ar, 1. og 2. hluti, gefið út í Sorö, 1772, Gestur Vestfirðingur, allur í viðhafnarbandi seldist á kr. 8.000 svo og íslenzk sagnablöð, War of the Gsedhill with the Gaill var slegin á kr. 9.000. 1. —4 .árgang ur Suðra, Gests Pálssonar fór á kr. 6.000 og einnig Tímarit Jóns Péturssonar 1. — 4. árgangur 1869—1872, BÆNDAHÖLL Framhald af bls. 1. selja þann hluta byggingarinn- ar, sem í upphafi var ætlaður sem bændaheimili en væri nú orðið hreint hótel. Nú mun skuld Bændahallar- innar vera um 87 milljónir, sem greiða skal á 13 árum, og þykja það óhagstæð lán í meira lagi. Þorsteinn Sigurðsson, forseti Búnaðarþings, tók það fram, að ekki hefði verið unnt á sínum tíma að fá nein hagstæð lán, og nú væri alls engin leið til þess að fá nein lán. Umræðunni um málið, sem var sú fyrri, var frestað til morguns, en þá verða reikning ar lagðir fram þingfulltrúum til glöggvunar. Búast má við að umræður á morgun verði ekki síður harðar en í dag. EFTA Framhald af bls. 2. lags ísl. stórkaupmanna, gera stutta gréin fyrir hagsmunum sjáv arútvegs, iðnaðar og verzlunar í sambandi við hugsanlega aðild. Loks verða fyrirspurnir * og um- ræður. Dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra hefur orðið við til- mælum félagsins um að flytja ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Stjórnandi ráðstefnunnar verður Jón Abraham Ólafsson, formaður VARÐBERGS. Þeir félagsmenn í VARÐBERGI. og samtökum um vestræna sam vinnu, sem óska að taka þátt í ráðstefnunni ef til vill með gest- um sínum, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það sem allra fyrst, og eigi síðar en miðviku- daginn 16. þ.m. í síma 10015. Rétt er að geta þess, að svo getur farið að takmarka verði þáttöku og ganga þá fyrir þeir, sem fyrst hafa tilkynnt þátttöku sína. SÆLUVIKA Framhald af bls. 2. Feykir undir stjórn Árna Jónsson ar. Kvikmyndasýningar verða haldnar daglega meðan á Sælu- vikunni stendur og dansað verður fimm kvöld vikunnar. Auk þess verður sitthvað annað til skemmt- unar. Sæluvikan hefst á sunnudag og verður að venju haldin á Sauð- árkróki. ÍÞRÓ1TIR Framhald af bls. 13. Þetta voru orð landsliðsþjálfar ans. Vissulega væri það slæmt, ef landsjiiðið fengi aðeins þrjár æf- ingar fyrir hinn þýðingarmikla leik gegn Dönum — og ekki bæt- ir úr skák, að Gunnlaugur fyrir liði skuli vera meiddur. Eins og kunnugt er, þurfum við að vinna Dani með 9 marka miun til að komast í lokakeppni HM f Svíþjóð og er það nógu erfitt takmark fyr ir landsliðið okkar, þó erfiðleikar með æfingatíma og meiðsli leik- manna bætist ekkj ofan á. 50 íslenzkir skemmtikraftar 1 Austurbæjarbíó fimmtudaginn 17. marz kl. 11.15. Aðgöngumiðar í Austurbæjarbíói frá kl. 4 í dag. íslenzkir skemmtikraftar. VESTUR-SKAFTFELLINGAR! STOFNFUNDUR Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn í Gistihúsi Kaupfélags Skaftfellinga, Vík í Mýrdal, laugardaginn 19. marz n.k. kl. 14.00. Á fund þennan, sem féll niður á s.l. hausti, eru hér með endurboðaSir all- ir þeir, er hlotið hafa viðurkenningu Samvinnutrygginga fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur. Sjá skriflegt fundarboð í nóvember s.l. Dagskrá fundarins: 1. Ávarp. 2. Afhending viðurkenningar fyrir öruggan akstur. 3 Umræður um umferðarmál og stofnun samtaka varðandi þau. 4. Kaffiveitingar. 5. Umferðarkvikmynd. Þess er vænzt, að sem flestir viðkomandi menn sæki fundinn! SAMVINNUTRYGGINGAR.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.