Tíminn - 20.03.1966, Page 1

Tíminn - 20.03.1966, Page 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda Þessi mynd var tekin á Reykiavíkurflugvelli í gær við komu dönsku forsætisráðherrahjónanna. Jens Otto Krag er yzt til vinstri. Þá koma Páll Ásg. Tryggvason, Emil Björnsson og frú, Helie Virkner Krag, Atli Steinarsson og Elín Pálmadóttir. (Tímamynd BB). Danski forsætisráðherrann í ræðu á Pressuballinu í gærkvöldi: íslendingar og Danir standa hvor öirum nær en nokkru sinni fyrr IGÞ—Reykjavík, laugardag. Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur, og kona hans, frú Helle Virkner Krag, komu síðdegis í dag til Reykjavíkur í boði blaðamannafélags íslands. í kvöld sóttu forsætisráðherrahjón in PressubaUið, þar sem Krag flutti ræðu. Þau hjónin eru fyrstu gestirnir, sem koma hingað vegna Pressuballsins. Tíminn vill fyrir sitt leyti bjóða forsætisráðherrahjónin kærlega velkomin hingað til lands. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem for- sætisráðherrafrúin kemur hing- að og vonandi hefur hún ánægju af ferðinni. Þau hjónin eru sér staklega kærir gestir vegna gam alla og nýrra tengsla okkar við dönsku þjóðina. Eins og fyrr segir, þá voru þau hjónin gestir Blaðamannafélagsins á Pressuballinu í kvöld, þar sem Jens Otto Krag flutti ræðu. í ræðu sinni sagði hann meðal annars, að hann hyllti íslenzku þjóðina fyrir að hafa komið á móts við Dani og sýnt vilja á að draga fjöð ur yfir liðna atburði og einnig fyr ir það, hvernig íslenzku þjóðinni hefði tekizt að byggja upp nýtt þjóðfélag. Þá sagði Krag I ræðu sinni, að hann væri feginn því, að nú væri óhætt að trúa því að eitthvert viðkvæmasta vandamál, sem á- greiningi hefur valdið milli ís- lendinga og Dana, væri nú í þann veginn að leiðast til lykta, og átti hann þar við afhendingu handritanna. Hann minntist síðan á málaferlin, en sagði svo að bæði á íslandi og í Danmörku hefðu margir að sjáifsögðu kosið skjót ari úrlausn, en það kynni að reyn I aði ekki á minnsta efa um lagaleg ast vel, einnig fyrir sambúðina í ar hliðar þess. Þá ræddi Krag framtíðinni, að mál þetta væri um hin ýmsu samskipti Norður- þaulrannsakað ,þannig að þegar landa út á við og inn á við, en málið væri loks til lykta leitt örl' í lok máls sins sagði hann: Á um- brotatímum finna menn betur til ættartengsla. Ef til vill er sann leikurinn sá, að íslendingar og Danir standa hvor öðrum nær en Framhalri á 14 síðu Niðurstöður komnar í ís- vandamálinu EJ—Reykjavík, laugardag. í gær var lögð fyrir stjórn Landsvirkjunar ný skýrsla frá verkfræðilegum ráðunautum hennar, Harza Engineering Company International, um ísamál Búrfells. Með henni fylgja skýrslur frá tilrauna- stöðinni í Þrándheimi og dr. Gunnari Sigurðssyni. f þessum skýrslum er gerð grein fyrir þeim ísvandamálum, sem við er að glíma við virkjunina, þeirri leið, sem valin hefur ver ið til að mæta þessum vanda- málum og þeim rannsóknum, sem gerðar hafa ver ið til að sannreyna þá lausn, sem valin var — að því er seg ir í fréttatilkynningu frá Lands virkjun. í niðurstöðum ráðunautanna segir m.a., að fyrirhugaðar framkvæmdir til að minnka kæliflöt Þjórsár á fyrsta virkj unarstigi, muni draga úr is- magninu. Miðað við þær að- stæður, sem eru í ánni í dag, er hægt að fleyta öllum ís, sem berst niður ána yfir stifl ur og áfram niður í Þjórsá. Þá segir einnig, að lítið rennsli í Þjórsá, samfara miklu ísmagni og þörf á vatni til útskolunar á ísnum leiðir óhjákvæmilega af sér, að draga verður stöku sinnum úr afköstum Búrfells virkjunar. Útreikningar sýna, að orkuskortur 105 MW Búr fellsvirkjunar með orkusölu til álbræðslu og án miðlunar eða Framhald á 14. síðu. Er komið að undirritun samninga um kísilgúr? IGÞ—Reykjavík, laugardag. Blaðamaður Tímans í Lon- don símaði í morgun að heyrzt hefði, að ríkisstjórnin hefði samþykkt s.l. fimmtudag að ganga að samningum um kísil- gúrvinnsluna við bandaríska aðilann Johns Manville. Jafn framt skýrði blaðamaðurinn frá því, að Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri Innkaupa- stofnunar ríkisins, væri nú í London, á leið til New York til viðræðna við fyrirtækið Johns Manville. Hefur Pétur fengið ársfrí frá störfum til að sinna þessu máli. í London hef- ur Pétur verið að kaupa hús og annað til verksmiðjunnar, en hann fer á miðvikudag til New York. Er álitið, að stutt sé í undirritun samninga við Johns Manville. í dag sneri Tíminn sér til Magnúsar Jónssonar, fjármála ráðherra, sem sagði, að samið mundi verða við Johns Man ville um eigin aðild að fyrir- tækinu og sölu á framleiðsl- unni. Eins og áður hefur kom- ið fram mun ríkið eiga 51% hlutafjár. Varðandi 49% hluta fjárins sagði Magnús, að sveit arfélögum á Norðurlandi væri gefinn kostur á að gerast hlut hafar ef þau vilja. Hlutafjár- upphæðin í heild verður 50— 60 milljónir. Magnús sagði, að einn hreppur hefði lýst sig fús an til að kaupa hlutabréf fyrir tíu þúsund krónur, og Húsavík urkaupstaður vildi kaupa 100 þús. króna hlut. Magnús sagði að hlutafjárupphæð Johns Man ville yrði bundin við 39% og með því mundi fást svigrúm til að ráðstafa 10% af hluta- fénu til sveitarfélaganna. Þá sagði Magnús, að við samningana yrði gengið svo frá, að sölufélagið, sem seldi kísilgúrinn, yrði staðsett í land inu. Johns Manville starfrækir þetta sölufélag, en líklega mun einn fulltrúi ríkisins sitja í stjórn þess. Magnús sagði að lokum, að höfuðatriðið fyrir okkur væri að fá markað fyrir kísilgúrinn. Það væri miklum erfiðleikum bundið, og kosta yrði sérfræð inga um alla Evrópu, sem segðu til um notkun hans, eins og þeir verða að gera, sem nú selja þetta efni. Þar er fyrir- tækið Johns Manville fremst í flokki og með virtustu fyrir- tækjum, sem selja á þessum markaði. Með því að sanna þeim, að hér er fáanlegur eins góður kísilgúr og þeir hafa yf- ir að ráða, hafa þeir léð máls á því að rýma til á þeim mark aði, sem þeir hafa, til að koma okkar efni á framfæri. Kísil- gúrinn er notaður sem síunar- efni, m.a. fyrir bjór og sykur. Það þekkist hvergi nema hér, að gúrinn sé unninn úr vatni, og hafa við það komið upp tæknileg vandamál, bæði hvað snertir að ná vatninu úr gúrn- um og eyða járni úr honum, og eru miklar líkur á því, að tekizt hafi að ráða til fulln- ustu fram úr þeim vanda. 31að ið spurði fjármálaráðherra ekki um ferðir Péturs Péturs- sonar. Áætlað er að reisa kísilgúr- verksmiðjuna í sumar, en í vetur hefur verið byggt skrif- stofuhúsnæði. Þá kemur það heim við húsa- og vélakaupin í London, að allar vélar verða innfluttar og einnig tilbúnar skemmur, þannig að bygging arframkvæmdir á staðnum verða að miklu leyti fólgnar : því að reisa þessar skemmur ---------

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.