Tíminn - 20.03.1966, Side 11

Tíminn - 20.03.1966, Side 11
SUNNUDAGUR 20. marz 1966 TÍIVIINN VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 20 Tveir leynilögreglumatmanna kölluðu strax á leigubíl og óku upp að kirkjunni, en hinir tveir urðu að bíða þangað til maðurinn var kominn á að gizka hundrað þrep upp. Þeir voru svo heppnir að tvær iJandarískar stúlkur bar að í þessu, og allt í einu höfðu þeim bætzt fylgdarmenn, sem reyndu að útskýra ástæðuna til að þeir gerðu sér svo títt um þær. Til allrar hamingju fyrir leynilögreglumennina virt- ust stúlkurnar skiija hvað um var að vera og gengu eins og ekkert hefði í skorizt upp þrepin í áttina að kirkjunni. Maðurinn með töskuna var góðan spöl á undan og gekk hægt. Þegar hann var kominn upp á brúnina og horfinn úr augsýn, gátu leynilögreglumennirnir yfirgefið þessar ný- fundnu vinkonur sínar og sprett úr spori síðasta spölinn. Þar var engan Montainti að sjá, svo þeir fóru inn í kirkjuna. í hálfrökkrinu komu þeir auga á kunningja sinn, sem var að kveikja á vígðu kerti með guðrækilegum tilburðum. Hann gekk síðan að einum kirkjubekknum, kaup á kné til að gera bæn sína og lét töskuna standa við hlið sér. Lögreglu- mennirnir fóru inn í hliðarkapellu, keyptu líka kerti og tendruðu þau. Þeir völdu sér stað til bænahalds, þar sem þeir gátu fylgzt með Montainti gegnum greipar sér. Þeir urðu að bíða í tíu mínútur, því hinn grunaði eiturlyfjasali virtist sokkinn niður í guðræknishugleiðingar. Loks reis hann á fætur, tók upp töskuna og fór niður þrepin sömu leið og hann kom. Nú gengu leynilögreglumennirnir, sem farið höfðu í bflnum á undan honum og hinir tveir á eftir. Þeir eltu hann eftir götunum að brautarstöðinni, þar sem hann hitti Reppelin aftur. í fyrsta skipti misstu sporenglarnir nú af honum. Eftir um það bil tuttugu mínútur kom hann aftur í Ijós og hélt til Marsefllelestarinnar. Lögreglumennimir ákváðu að láta hann óáreittan. Gerðu þeir atlögu án þess að finna nokkur sönnunargögn, hefðu þeir gert allan hópinn varan við. í staðinn eltu þeir hann aftur til Marseille, og að loknum erfið- um degi vissu þeir að minnsta kosti að Montainti var mflli- göngumaður milli Louis Reppelin og Carcassonne-bræðranna. Næst kom það á daginn í París, að Reppelin fékk póst sendan í lítið veitingahús skammt frá Place St. Michael og var skrifaður herra Berdel á öllum bréfum. Einhver ráð varð að hafa til að festa hendur á póstinum til hans, en hann var vel geymdur og alltaf sóttur á sama tíma. Ekki bætti það úr skák, að eigandi veitingahússins hafði illan bifur á lögreglunni og ekkert þýddi að leita til hans. En einmitt þegar leynilögreglumennirnir stóðu uppi ráða- lausir, kom til jámbrautarverkfalls í París og póstflutningar stöðvuðust. Lögreglan notaði tækifærið tfl að klófesta póst- tfl Peppelins. Vegna verkfallsins gat hann ekkert grunað þó póstinum seinkaði. í einu bréfanna fannst ávísun frá Mexíkó ásamt bréfi, þar sem sendandi fullvissaði hann um að hann skyldi viðhafa alla varúð og að sendiboði að nafni Jose Hawayek-Nayer kæmi brátt til Parísar. Annað bréf frá Alexis Carcassonne í Marseille skýrði frá að þar hefðu komið upp vandamál, en hann þyrfti samt engar áhyggjur að hafa. Þeir, sem vora á verðinum í París, létu félaga sína í Marseille strax vita, hvers þeir hefðu orðið vísari og létu póstinn fara sína leið. Svo biðu þeir átekta. Tveim dögum síðar lagði Montainti aftur af stað frá Mar- seille með tösku sína og hitti Reppelin í París. Lögreglan fylgdist með en hafðist ekki að. Næsta dag fóru Casanova og Reppelin í bíl út á Orly-flugvöll. Þar hittu þeir Jose Hawayek-Nayer, sem kom tveim töskum fyrir í aftursætinu í bílnum. Þremenningarnir óku svo að litlu veitingahúsi skammt frá flugvellinum, og lögreglumennirnir, sem á eftir fylgdu sáu rétt aðeins á brúnina á töskunum gegnum aftur- gluggann. Mennirnir fóru með töskurnar inn í veitingahúsið en komu brátt út aftur og létu töskur, sem virtust alveg eins í aftur- sætið. En lögregluþjónarnir gerðu sér strax ljóst, að þetta voru aðrar töskur, því nú sást á að gizka spannarhæð af þeim í bakglugganum. Áður en klukkutími var liðinn hófst lögreglan handa á Orly-flugvelli og fann sjö kfló af heróíni falin í leynihólfum í töskunum. Allir náungarnir í bófaflokknum vom hand- teknir, en sannanir gegn Carcassonne-bræðrunum í Marseille voru ekki nógu sterkar svo þeir voru sýknaðir. Samt hlutu þeir hroðalega málagjöld tveim árum síðar. Þeir voru aftur farnir að vinna heróin á leyniverkstæði sínu í UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENOIM 14 — Nei, herra foringi. Maigret borgaði drykkinn, þurrkaði sér um munninn og steig inn í litla svarta vagninn ásamt Janvier. Á Quai des Orfevres kom hann strax auga á gráa mann veru í biðstofunni og sá, að það var Lognon, rauðnefjaðri en nokkru sinni fyrr. — Bíðið þér eftir mér, Lognon? — Ég hef beðið í klukkustund. — Þér virðist ekkert hafa sofið í nótt. — Það skiptir engu. — Komið þér inn á skrifstof- una mína. — Þeir, sem sáu Lognon til- sýndar, gátu tæpast ímyndað sér að hann væri lögreglumaður miklu fremur var hann líkari sak- borningi, sem kominn er til að gera játningu. Nú var hann orð- inn alvarlega kvefaður, hás og rámur, og var sífellt að snýta sér. Hann setti upp auðmýktar- svip. Maigret tróð í pípuna sína en Lognon tyllti sér á stólbrún og sagði ekki orð. — Þér hafið fréttir að færa? — Ég er kominn til að gefa skýrslu. — Lát oss heyra, gamli vin. Kumpánaskapur Maigrets hafði engin áhrif á Lognon. Sjálfsagt fannst honum, að Maigret væri að gera grín að sér. — Ég fór aftur sama hring og í fyrrinótt, en fór enn nákvæmar í það. Það bar bara engan árangur fyrr en klukkan að ganga fjögur. Hann dró blað upp úr vasan- um. — Þá hitti ég leigubílstjóra að nafni Léon Zirkt fyrir utan næt- urklúbb,sem heitir Le Grelot. Ég sýndi honum myndina eða réttar sagt myndirnar og hann þekkti hana aftur á myndinni þar sem hún er í samkvæmiskjólnum. Hann þagnaði við eins og leik- ari, hann vissi ekki, að Maigret var þegar kunnugt um nafn og heimilisfang hinnar myrtu. — Aðfaranótt þriðjudags stanz- aði Léon Zirkt skömmu fyrir mðinætti fyrir utan Rómeo, sem er nýr næturklúbbur í Rue Caum artin. í þetta sinn dró Lognon blaða úrklippu úr vasanum. — Þetta var einkasamkvæmi á Rómeo, nánar tiltekið brúð- kaupsveizla. Hann lagði úrklippuna á borðið fyrir framan Maigret. Eins og þér sjáið voru gefin saman í hjónaband maður að nafni Marco Santoni, sem er um boðsmaður stórs ítalsks ver-. mouth-fyrirtækis hér í Frakk-I landi, og ungfrú nokkur að nafni Jeanine Armenieu, búsett í París. Þar voru margir gestir því Marco Santoni er einkar vel þekktur í samkvæmislífinu. — Er það Zirkt, sem hefur gef ið yður þessar upplýsingar? — Nei, ég fór til Rómeo. Leigu bílstjórinn beið sem sagt fyrir ut- an ásamt nokkrum starfsbræðrum sínum. Það var regnúði. Um það bil kortér gengin í eitt kam ung stúlka í Ijósbláum samkvæmiskjól og gekk í áttina að götunni. Zirkt kallaði eins og venjulega: Taxi! En hún hristi höfuðið og hélt áfram. — Er hann viss um að það var hún? — Já. Það er ljósaskilti fyrir utan klúbbinn. Zirkt, sem var vanur að aka að næturlagi, tók eftir því, að kjóllinn hennar var velktur. Gaston Rouget, sem er ráðinn til að taka á móti gestum í nætur klúbbinn, þekkti hana líka aftur á myndinni. — Bílstjórinn veit sem sagt, ekki hvert hún fór? Lognon varð að snýta sér. Hann var hreint ekki sigri hrós- andi á svip, hann virtist öllu frem ur auðmjúkur og undirgefinn eins og hann bæði afsökunar á ■ þessum lítilmótlegu upplýsing I um. — f sömu andrá komu skötu- hjú þarna út og báðu um akstur til Etoile. Þegar Zirkt hafði ekið yfir Place Saint- Augustin, tók hann eftir, að unga stúlkan var á leið fyrir torgið, auðvitað gang- andi. Hún gekk hratt í átt til Boulevard Houssman og virtist stefna til Champs-Elysées. — Er þetta allt? — Hann skilaði af sér farþeg unum og varð hissa að sjá hana aftur horninu Boulevard Haus mann og Faubourg Saint Honoré. Enn gekk hún. Hann leit á klukk una, því hann vildi vita, hvað langan tíma það hefði tekið hana að ganga alla leiðina. En það var um tvöleytið, sem Luoise Laboine var myrt og kl. 3 sem lík hennar fannst á Vinti- mille-torginu. Lognon hafði látið hendur standa fram úr ermum, og enn lumaði hann á einhverju í poka- horninu. Hann sat sem fastast og dró þriðja blaðsnepilinn upp úr vasanum. — Marco Santoni á íbúð í Rue de Berri. — Hafið þér einnig átt tal við hann? — Nei, því eftir veizluna flugu hjónin til Flórenz þar sem þau dveljast nokkra daga. En ég talaði við þjón hans, Joseph Rucon. Lognon hafði ekki haft neinn bíl til umráða. Sennilega hafði hann ekki einu sinni tekið leigubfl, því að hann vissi, að reikningar hans yrðu endurskoð sem sagt arkað göturnar fram og sem hagt arkað göturnar fram og aítur um nóttina þar til strætis vagnarnir hófu ferðir. — Eg talaði llka við barþjón- inn í Fouquet á Champs Elysée og tvo aðra barþjóna. Ég hef ekki| _____________________________11 náð í barþjóninn I Maxim, hann býr utan við borgina. Hann hélt áfram: — Marco Santini er 45 ára að aldri. Hann er kvennagull, ei- lítið feitlaginn og sækir alla helztu skemmtistaði. Hann hefur átt margar ástkonur, einkum fyrir- sætur og dansmeyjar. Ég hygg, að það séu fjórir eða fimm mán uðir, síðan hann htiti Jeanine Armeniueu. — Var hún fyrirsæta? — Nei. Hann hefur aldrei lát ið uppskátt, hvar hann hitti hana. — Hvað er hún gömul? — 22 ára. Stuttu eftir hún kynntist Santoni flutti hún inn á Hótel Washington. Santoni heimsótti hana oft og oft var Jeanine nætursakir hjá honum. Er þetta hennar fyrsta hjóna band? — Já. — Sá þjónninn myndina af myrtu stúlkunni? — Já, en hann kvaðst ekki þekkja hana. Ég sýndi myndina líka barþjónunum þremur, sem allir svöruðu á sömu lund. — Var þjónninn í fbúðinni um rædda nótt? — Já, hann var önnum kaf- inn að ganga frá farangri brúð hjónanna. Enginn hringdi. San toni og kona hans komu heim um fimmleytið, glöð og kát og lögðu strax af stað út á flugvöll. Enn varð þögn, Maigret var viss um, að Lognon bjó • enn yfir ýmsu. — Þér vitið ekki, hvað stúlkan ÚTVARPIÐ í dag Sunnudagur 20. marz 8.30 Létt morgunlög: 8.55 í’réttir 9.10 Veðurfregnir. 9.25 Morgun hugleiðing og morguntónieikar. 112.15 Hádegis- útvarp. 13.15 I Jarðskjálftar og byggingarmannvirki Július Sólnes verkfr. flytur hádegis- erindi. 14.00 Vígsla Garðaklrkju á Álftanesi. 15.30 í kaffitímanum. 16.30 Endurtekið efni a. Haraldur Ólafsson fil. kand. flytur erindi um frumbyggja Eskimda á Græn landi. b. Grænl. útvarpskórinn syngur nokkur lög. c. íngimar Óskarsson spjallar um þorskinn 17.30 Barnatími: Helga og Hulda Valtýsdætur stjórna. 18.20 Veður fregnir. 18.30 íslenzk sönglóg: Magnús Jónsson syngur. 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20. 00 Jón biskup Vídalin — þriggja alda minning. 20.30 Úr tónleika sal. 21.00 Á góðri stund Hlust endur í útvarpssal með Svavari Gests. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 Danslög. 23.30 Dag skrárlok. Mánudagur 21. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Bændavikan hefst. 14.15 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum morgun 15.00 Mið- degisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp 17.20 Fram burðarkennsla f • frönsku og þýzku. 17.40 Þingfréttir 18.00 Úr myndabók náttúrunnar. Ingimar Óskarsson spjallar um fugla. 13. 20 veðurfregnir. 18.30 Tónlexkar 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn 20.20 „Eg skal vaka og vera góð“ Gömlu lögin sungln og leikin. 20.30 Jón biskuo — þriggja alda minning. 21.10 ís- lenzk tónlist: Tvö verk eftir Sig ursvein D. Kristinsson. 21.30 Út varpssagan: „Dagurinn og nóttin“ Hjörtur Pálsson les (12) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.30 H1 jómplötusafnið i umsjá Gunn ars Guðmundssonar. 23.10 Að tafli Sveinn Kristinsson flytur skákþátt. 23.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.