Tíminn - 20.03.1966, Side 16

Tíminn - 20.03.1966, Side 16
Wíwwm 66. tbl. —Sunnudagur 20. marz T9SS—ÆOtíAíj. £ Þykkvbæingar eru sjáfatsér fj nógir um kartöfluútsæði FUNDUR UMIÐNAÐARMÁL B|ðm Barry Kristján Framsóknarfélag Reykja- viknr beldnr almeiman fund um iðnaðarmál miðvikudag inn 23. þ.m. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu við F'rí kirkjuveg. . Framsöguerindi flytja: Björn Sveinbjörnsson, verk- fræðingur, Harry Frederik sen, forstjóri, og Kristján Friðriksson, forstjóri Allt Framsóknarfólk er velkomið á fundinn, meðan húsrúm leyfir. Margir eru uggandi um framtíð íslenzks iðnaðar í ört vaxandi samkeppni við erlendar iðnaðarvörur og sumir spyrja: Hvort er hag kvæmara frá þjóðhagslegu sjónarmiði að framleiða vör una hér innanlands eða flytja hana inn fullunna? Þessu munu framsögumenn fundarins svara, en þeir hafa allir um árabil stjóm- að umfangsmiklum iðnfyr- irtækjum. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjórnin SJ—Reykjavík, laugardag. Eins og skýrt var frá í Tíman um í gær, kynni að verða lítið um útsæðiskartöflur í vor, ef innflutn ingur á útsæðiskartöflum verður bannaður vegna gin- og klaufaveikinnar. Tíminn hafði í dag samband við Sigurbjart Guð jónsson í Þykkvabæ og sagði hann að það þyrfti ekki að koma sér illa fyrir kartöflubændur, þótt Grænmetisverzlunin hefði ekki nægar birgðir, þar sem þeir gætu verið sjálfum sér nógir í eitt ár a. m. k., en alltaf hefur þótt gefast vel að breyta til um tegundir og þess vegna hefur útsæðið verið keypt árlega frá Grænmetisverzlun Inni og frá Svalbarðsströnd. f Þykkvabæ eru nú til miklar kartöflubirgðir; a. m. k. 40% af sölukartöflum í ár eru enn geymd ar eystra. ÞÖRF k NÝJ- UM KIRKJU- GARÐI SJ—Reykjavík, laugardag. Brýn þörf er nú á að ákveða sem fyrst stað fyrir nýjan kirkju- garð í Rvík. Framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur hefur rit að borgarráði bréf varðandi málið og var því vísað til meðferðar fcorg arverkfræðings. Nokkur landsvæði hafa verið nefnd í þessu sambandi m. a. í grennd við Árbæ, en enn hefur ekki verið tekin nein ókvörð un um málið, enda er það að mörgu leyti erfitt úrlausnar. Keflvíkingar Framsóknarmenn, Keflavik, munið aðalfund Framsóknarfélags Keflavíkur í dag, sunnudag klukk an 2 í Tjarnarlundi. Fjölmennið. Stjórnin. Mosfellssveit Framsóknarfólk í Mosfellssveit! Áríðandi fundur um sveitar- stjórnarkosningarnar verður hald inn í Hlégarði miðvikudaginn 23. marz kl. 9 síðdegis. Akranes Framsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu í félagsheim ili sínu, Sunnubraut 21, sunnudags kvöldið 20. marz kl. 8.30. Til skemmtunar: framsóknarvist og kvikmyndasýning. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Þessi tvíburahús eru í Arnarnesi, en eigendur þeirra eru tviburarnir Haukur Clauscn tannlæknir og Orn Clausen lögfræðingur. Arnarnesið er eitt þeirra hverfa, þar sem lóðum er úthlutað eftir fyrirfram gerðu skipuiagi. (Tímamynd GE) TÍMINN RÆÐIR VIÐ SVEITARSTJQRA í NÁGRENNI REYKJAVÍKUR Mikil eftirspurn er eftir lóðum-f ramvegis byggt eftir ströngu skipulagi SJ;Reykjavík, laugardag. í sameiginlegri auglýsingu frá sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur voru menn var- aðir við að hefja byggingafram kvæmdir án leyfis viðkomandi yfirvalda, og voru þeir sérstak- lega aðvaraðir, sem hafa í huga að reisa sér sumarhús. f til- efni af þessu hafði Tíminn tal af Matthíasi Sveinssyni, sveitarstjóra Mosfellshrepps, og spurði hann fyrst hvort mikil eftirspurn væri eftir lóðum undir sumarbústaði í Mosfells sveit. — Það er nokkuð mikil eftir spurn og okkur er kunnugt um ýmsa aðila, sem reisa sumarbú staði án þess að sækja um heim ild til þess. Það skiptir engu máli, hver er landeigandi eftir að svæðið innan marka sveitar félagsins hefur verið ákveðið skipulagsskylt, samkvæmt byggingarsamþykkt Mosfells hrepps sem er staðfest af ráðu neyti. Öll lönd falla undir þessa skipulagsskyldu, og er óheimilt að byggja, hvort sem það er á leigu- eða eignar- landi öðruvísi en að fenginni heimild byggingamefndar við- komandi sveitarfélags. Þetta þýðir í framkvæmd, að öll byggingarlönd innan marka Mosfellshrepps eru skipulags- skyld og þar af leiðandi er ekki heimilt að hefja bygging arframkvæmdir nema að fengnu leyfi viðkomandi bygg ingarnefndar og sveitarstjóm ar. Öðru máli gegnir um bygg- ingar, er tilheyra býlunum, það heyrir undir Teiknistofu land- búnaðarins og að sjálfsögðu verður að taka tillit til eðli- legrar uppbyggingar á sveita býlunum sjálfum og engin ástæða til að skipuleggja jarðirnar. — Hvað er framundan hjá ykkur í lóðaúthlutun og bygg ingarmálum? — Við eigum engar skipu lagðar lóðir eins og er. Við bíðum eftir að fá landsvæði skipulögð. Það hefur mikið ver ið spurt eftir lóðum og liggja nú hjá okkur um 100 umsókn- ir, sem við höfum ekki getað afgreitt. Það liggur mikil vinna á bak við skipulagn ingu lóða — það þarf að taka loftmyndir af landslaginu, ann ast kortagerð, skipulagningu og mælingar. Það veldur okkur miklum erfiðleikum, að það er ekkert kalt vatn á vegum sveitarfélagsins, en undan- farin ár hefur verið gerð leit" að köldu vatni, meðal annars með borunum, sem ekki báru árangur. f svonefndum Selja dal hefur nú fundizt vatns- ból og hafa verið gerðar þar vikulegar mælingar í vetur og munu verkfræðingar taka ákvörðun um, hvort hag- kvæmt verður að gera þarna virkjun. Vatnsbólið er eina 10—12 km frá aðalbyggða- kjarna sveitarinnar og ef af þessari framkvæmd verður, er sýnt, að hún mun taka nokkurn tíma, áður en hægt yrði að veita vatninu inn í hin. Þá sneri Tíminn sér til sveitarstjórans í Seltjarnar- neshreppi, Sigurgeirs Sig- urðssonar og sagði hann, að hreppurinn hefði engar lóð- ir sjálfur, til ráðstöfunar, þar sem eintóm eignarlönd eru innan . hreppsmarkanna, og ráðstafa eigendurnir lóðun- um sjálfir í samráði við stjórn endur hreppsins, er sjá um að gera lóðirnar byggingarhæfar, gegn ákveðnu gatnagerðar gjaldi. Þær lóðir, scm hafa undanfarið verið mældar út eru allar seldar, 12-14 einbýlis húsalóðir og 24 raðh. og er gert ráð fyrir meiri úthlutun í vor. — Hvað getið þið tekið á móti mörgu fólki á næstu ár- um? — Skipulagið segir, að hér eigi að búa 4500-5000 manns árið 1983, þannig að við reikn um með, að hrepppurinn verði nokkurn veginn fullbyggður um það leyti. — Verður hreppurinn þá ekki kominn undir yfirráð Reykjavíkur? — Það er nú ekki vist. Við höfum enga hagsmuni af því að sameinast á þessu stigi málsins, og ég held, að í því máli ríki gagnkvæmur skiln ingur. — Hvað kostar lóð hjá ykk- ur? — Það er dálítið misjafnt. Við síðustu úthlutun var verð- ið allt frá 180 þúsund upp í 350-60 þúsund, og þá er gatna gerðargjald innifalið. Verðið fer eftir stærð lóðanna og staðsetningu enda er mikil áherzla lögð á útsýnið. Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.