Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. marz 1966 TÍMINN *■? : .V-'. ; •'■■- . • &cwr í'* 24 forsetans hefur einnig á sinni könnu baráttuna gegn peninga- fölsurum. Til dæmis um þá náunga, sem þessir lögreglumenn eiga í höggi við, má taka bófaflokkinn, sem stal miklu magni ferðaávisana frá First National City Bank í New York árið 1961. Vitað var að ávísunum hafði verið stolið á leiðinni frá New York til Montevideo í Uruguay. Allar voru ávísanirnar óútfylltar og nafnverð þeirra samanlagt 700.000 dollarar. Baughman, þáverandi yfirmaður leynilögreglunnar, sendi Alþjóðalögreglunni skeyti og lýsingu á ávísununum, og núm- eraröðinni var dreift til allra lögreglustjórna, sem stofnunin hefur samskipti við. Eftir fáa daga tóku fréttir að berast. Ávísunum hafði verið framvísað í Diisseldorf, Köln, Bonn og Wiesbaden. og þar var að verki maður, sem kallaði sig Robert Castille, vegabréf hans var gefið út í E1 Salvador. Aðrar ávísanir komu í ljós í Monaco, þeim framvísaði Isaac Gutlieb, sem gekk með argentínskt vegabréf. Svo vék sög- unni til Ítalíu, því í Mílanó hljópst maður að nafni Helmuth Kender á brott og skildi eftir þýzka vegabréfið sitt, þegar hann varð þess var að bankagjaldkeri ætlaði að láta athuga ávísanir hans. Annar, sem kallaði sig Joseph Decker og reyndi að selja nokkrar stolnu ávísananna í París, flýði einnig, þegar hann var beðinn að gera nánari grein fyrir sér, og lét eftir argentínskt vegabré.f Þegar vegabréfin, sem þeir Kender og Decker höfðu skilið eftir í Mílanó og París voru borin saman, sást á ljósmyndun- um í þeim að sami maður hafði notað bæði. Þvi var lýst eftii honum undir báðum nöfnum. Mánuði síðar var náungi, sem kallaði sig Fischer handtek- inn í Bad Nauheim, þegar hann reyndi að selja eina stolnu ávísunina. Hann reyndist vera sami maður og áður hafði gengið undir nöfnunum Kender og Decker. Þrem vikum síðar var annar maður handtekinn í Buenos Aires. Hann reyndist heita Joseph Shabert og var einnig aö reyna að koma stolnum ávísunum í peninga. Gengið var úr skugga um að þar var kominn sami maður og notað hafði vegabréf með nafninu Isaac Gutlieb. Þegar argentínska lögreglan bar fingraför hans saman við skrár sínar og F.B.I., reyndist TOM TULLETT hann heita réttu nafni Salem Karngalder, og Alþjóðalögregl- an hafði lýst eftir honum 1948. Ekki er um mörg reglulega voldug glæpafélög að ræða í heiminum, þó vitað sé að stórglæpamenn í ýmsum löndum hafi samband sín á milli og vinni saman þegar þeim þykir henta. Öðru hvoru verður Alþjóðalögreglan vör við slík milli- ríkjasambönd og skráir þau ef að gagni mætti koma síðar meir. En um langan aldur hefur verið við lýði glæpafélag sem staðizt hefur allar atlögur löggæzlustofnana heimsins, Mafían, einstakt bræðrafélag sikileyskra fjölskyldna, sem teygt hefur illverkaarma sína um mestallan hnöttinn. Hvar sem glæpir gefa eitthvað af sér má finna félaga úr Mafíunni. Ekkert er svo andstyggilegt að þá klígi við þvi. Þeir hafa yfirráð yfir mestum hluta kerfisins, sem dreifir eiturlyfjum, og þeir hafa hundruð milljóna króna udp úr fjái kúgun af ýmsu tagi. Mafíumenn eru gersamlega samvizku- lausir. Þeir myrða, ræna og fremja hvers konar ofbeldisverk Frá blautu barnsbeini eru þeir þjálfaðir í glæpum og allir eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Sumir þessara glæpamanna hafa hlotið heimsfrægð, og má þar nefni Lucky Luciano, Frank Costello, Albert Aanastasia og Vitone Geno- vese. Þeir og hundruð þeirra líka hafa náð yfirráðum yfir ólöglegri eiturlyfjasölu. Frönsku bófaflokkarnir hafa einok- un á framleiðslu heróíns í Evrópu, og um eitt skeið reyndu þeir að smygla eiturlyfjunum til Bandaríkjanna á eigin spýt- ur. Mafían lét á sér skilja að henni væri ekkert um slíkt gefið, og var þá gert samkomulag sem enn er í gildi, sem tryggir Frökkunum öruggan markað en Mafían situr ein að sölunni vestan hafs. Auk algers miskunnarleysis er aðaleinkenni Mafíunnar reglan um fullkomna þagmælsku, sem nefnist „omerta“. Mafíumenn skýra aldrei frá neinu, sem regluna varðar. Þegar þeir eru handteknir, og það kemur morgoft fyrir, taka þeir örlögum sínum með jafnaðargeði, játa ekkert, neita að Ijóstra upp um félaga sína og ráða sér bezta verjanda, sem fáanlegur ur er. Þótt þeir leggi fyrir sig alla glæpi, sem nöfnum tjáir að nefna, er ekki annað að sjá á yfirborðinu en þeir séu fyr- irmyndir um borgaralegt velsæmi. Þeir búa í vel hirtum en íburðarlausum húsum með konu og börnum, sem þeir ______________________________n Rétt f þvf að Maieret ætlaðj að svara honum kom hann auga á Lognon f rökkrinu inni í íbúð- inni. — Þér verðið að fyrirgefa, Log non, ég hafði ekki hugmynd um, að þér væruð hér. Lurður lögregluþjónn horfði á hann fullur undirgefni. Ung- frú Poré muldraði: — Þekkizt þið þá? Hún ákvað að bjóða þeim inn. Það var matarlykt í vistlegri íbúðinni en þrengdist nú um, er þau voru orðin fjögur þvf ekki voru húsakynni mikil. — Er langt síðan þér komuð, Lognon? — Varla fimm minútur. Hér var hvorki staður né stund til að spyrja hvernig hann hefði komizt á snoðir um konuna. — Hafið þér fengið einhverj ar upplýsingar? Það var ungfrú Poré, sem varð fyrir svörum: — Ég var byrjuð að segja hon um, hvað ég veit, og var ekki nærri búin Ástæðan tii þess að ég fór ekki á fund lögregiunnar var sú. að ég var ekki viss um, að það væri hún. Fólk breytist á skemmri tíma og auk þess er mér illa við að blanda mér í það, sem mér kemur ekki við. — Jeanine Armenieu er frænka yðar? — Ég var að tala um á vin- konu hennar. ekk; hana Jeanine er dóttir hálfbróður míns, og ég get ekki beinlínis hrósað þvf, hvernig hann hefur alið hana upp. — Er hún frá Suður-Í< rakk- landi? — Já, ef þér kallið Lyon Suður Frakkland. Vesalings bróðir og hún hafði safnað saman vinn ingum sínum, að hún stóð upp. — Hvernig gerðist það? spurði hún. — Gangið þér með mér út. ___ Ég get það ekki núna. Ég verð að fylgjast með spilinu. Við getum vel talað saman hér. Hvar gerðist það? í París. — Dó hún á sjúkrahúsi? — Nei, hún var myrt. Hún fannst myrt á götunni. Hún virtist hissa, en hlustaði þó í fjarlægð á rödd spilastjórans og í eitt skipti greip hún frgm í afsakandi og lét nokkra spilapen inga á borðið. Það tók sinn tíma að fá eitthvað út úr henni, hún sagði í sífellu: — Hvers vegna bíðið þér ekki þangað til í kvöld, þegar ég fer heim til Nice. Þá skal ég segja yður allt, sem þér viljið vita. Ég hef ekkert að fela. — Og hún hafði á vissan hátt á réttu að standa, þegar hún sagðist ekki geta yfirgefið spilavítið, þetta er eiginlega hennar brauðstrit. Þetta fólk spilar eftir kerfi, sem er nokk urn veginn öruggt, en getur aldrei gefið nema lítið i aðra aönd og verður að hafa sig við. Mest eru þetta gamlar konur, einstaka kari maður innan um. Þegar spilavítið j fyllist, er þessu fólki ýtt til hlið ! ar en annars er það látið af- skiptalaust. — Býr hún ein? — Já. ég ætia til hennar, þegar hún kemur heim. Fötin hennar eru a. m. k. tiu ára gömul. Hún hefur aðeins eitt herbergi. Ég spurði hana, hvort hún hefði verið gift. — Það fer eftir því, hvað þér eigið við með gift — Hún sagði mér, að hún heíði komið fram á skemmtistöðum á yngri árum í Austur-Évrópu og Litlu-Asíu undir nafninu Lili France. Áður fyrr höfðu slíkar dans- meyjar átt góðu gengi að fagna. Það var nóg að kunna fáein dans spoi og nokkra söngva. Síðan voru þær sendar til Tyrklands, Egyptalands og Beirut, þar sem þær komu fram sem dansmeyjar í næturklúbbum. — Er dóttir hennar fædd þar? — Nei, hún er fædd i Frakk- landi, þegar móðirin var næstum fertug. — í Nice? — Já, mér skilst það. Það er ekki gott að yfirheyra gamla konu sem í sífellu starir á spilaborð. Að lokum spurði hún mig ákveð in, hvort hún hefði eitthvað gert af sér, bað mig að öðrum kosti að láta sig í friðl hún skyldi svara öllum spurningum mínum í kvöld. — Það er allt, sem þú veizt? — Nei, dóttirin fór fyrir fjór- um árum og skildi eftir bréf, þar sem hún kvaðst ekki mundu snúa beim aftur. — Þá var hún sem sagt sextán ára? — Hún fór einmitt á afmælis- daginn sinn og hefur aldrei síð- an haft samband við móður sína. — Og móðirin hefur ekki snúið sér til lögreglunnar? — Nei, ég hugsa, að hún hafi ekki saknað dótturinnar svo mjög. — Og hún hefur aldrei fengið neinar fréttir af henni? — Nokkrum mánuðum seinna fékk hún bréf frá ungfrú að nafni Poré, sem býr í Rue Chemin Vert. Hún skrifaði og ráðlagði henni að hafa gát á dótturinni og láta hana ekki leika lausum hala i París. Ég veit ekki húsnúmer ungfrúarinnar en fæ að vita það í kvöld. — Ég veit, hvar hana er að finna. — Þá veiztu þetta allt? — JSitthvað af því. Nú komu sömu upplýsingarn- ar úr mörgum áttum samtímis. Maigret bað hann að hringja aftur um kvöldið og lagði síðan símtólið á. — Eftir því, sem Feret segir — hann hringdi frá Nice — sagði Maigret við Priollet, þá heitir þessi ungfrú, sem Jean ine Armeneu bjó hjá í Rue Chem- in-Vert kerling, sem heitir Poré. Og hún þekkti Louise Laboine. — Ætlarðu þangað? Maigret opnaði dyrnar. — Kemurðu með, Janvier? Þeir óku til Rue de Chemin- Vert og stönzuðu fyrir utan lyfja grasabúðina og hittu konu Lucien fyrir innan afgreiðsluborðið. — Þér þekkið víst Jeanine Arm eneu? — Maðurinn minn hefur víst sagt yður frá þvi. Ég sagði hon- um einmitt frá henni, þegar ég sá um brúðkaupið í blöðunum. Hún var undra fögur stúlka. — Er langt siðan þér sáuð hana? — Já. Þrjú ár, gæti ég trúað. Kannski lengra. Hún var mjög ung en kvenleg og þroskuð og all ir karlmenn sneru sér við á götu, hvar sem hún fór. — Bjó hún I húsinu hér við hlið ina á? — Já, hjá ungfrú Poré, sem er góður viðskiptavinur minn. Hún vinnur við símann og er frænka Jeanine. Ég held, að þær hafi ekki átt skap saman og unga stúlk an ásetti sér að búa ein. — Haldið þér, að ungfrú Poré sé heima? — Það er mjög sennilegt, að hún sé heima. Siðan gengu þeir Janvier á fund ungfrú Poré. Þeim var vísað upp á aðra hæð til vinstri, og hús- vörðurinn sagði þeim, að hjá henni væri gestur þessa stundina. Þeir hringdu bjöllu og dyrunum var lokið upp í sömu andrá. Hold skörp kona smáeyg og svarteyg opnaði og hvessti á þá augun. — Hvað viljið þið? Föstudagur 25 .riarz 7.00 Morgunútvarp 12.00 ríádegis útvarp 13.15 Lesin dasskrá næstu viku 13.25 Fræfislubátrur bænda vikunnar 14.25 vifi vnnnuna. ’4.40 Vifi sem [ beima sitjum 15 00 Mifidegis- útvarp 16.00 Sffidesfisútvaro '7 0® Fréttir 17.05 Tnnlis' á ifómriid 18.00 Sannar sögur fra lifinum ild um. 18.20 Veðurfregntr 18.30 Tán leikar, 19.30 Fréttlr. 20.00 'Jtvarp frá Alþingi: Umræfia um oings ályktunartillögu um vantraust á ríkisstiórnina. Hver þinaflokk ur hefur 55 min. ti1 utnráða i þremur umferðum. 25—30 mín., 15—20 min og 10 mín. Röð flokkanna: Framsóknarflokkur. Sjáifstæðisflokkur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur. Dagskrárlok Iaust fyrir miðnæftl (Áður ráðgert efni á þessurn time fellur niður). Laugardagur 26. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg- isútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristín Anna Þórarinsdóttir kynn ir lögin. 14.30 t vikulokin. bátt- ur undir stjórn Jónasar Jónasson ar. 16.00 Veðurfregnir UratorSs- mál 16.05 Þetta vil ég heyra Ragn ar Borg forstjóri velur sér nliów plötur. 17.00 Fréttir. Fónnims gengur Ragnheiður Heiðraksdótt ir kynnir nýjustu dægurtógin. 17.35 Tómstundaþáttur baroa og ungllnga. Jón Pálsson flytur. 18. 00 Útvarpssaga barnanna: „Tam ar og Tóta“ eftir Berit Brænne. Sigurður Gunnarsson kennnrí tes 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Sdngvar í léttum tón. 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir 20.00 Lelkrit Leík félags Akureyrar. Leikstjóri: Ragnhildur Steingrimsdóttir 32. 00 “ réttir og veðurfreenir Paceiu sálmar (40) 22.20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.