Tíminn - 25.03.1966, Síða 12

Tíminn - 25.03.1966, Síða 12
12 TÍMINN ÍÞRÓTTIR FOSTUUDAGUR 25 marz 1966 U1HYST A RQNGUM FORSM Undanfama daga hefor vinna legið niðri í íþrótta- höllinni í Laugardal og al- veg óvíst hvenær hún hefst aftur. Eftir upplýsingum, sem íþróttasíðan hefur afl- að sér, er það vegna fjár- skorts, sem framkvæmdir hafa stöðvazt, en láta mun nærri, að skuldir, sem hvíla á íþróttahöllinni vegna þeirra nemi nú um 5 millj. króna. Eins og kunnugt er, standa þrír aðilar að byggingu hallar- innar, Reykjavíkuriborg, f- þróttabandalag Reykjiavíkur og sýningarsamtök atvinnuveg- anna, Og er það einkum síðast taldi aðilinn, sem vanrækt hef ur að inna af hendi greiðslur til framkvæmda. Það vakti mikla gremju inn- an íþróttahreyfingarinnar, þeg ar það fréttist um áramótin, að ekki yrði hægt að halda neina mótaleiki í vetur í höll- inni, (aðeins leikir gegn er- lendum liðum), en menn sættu sig betur við þá ákvörðun, þeg ar fréttist, að kappkostað yrði að ljúka öllum framkvæmdum. En því miður hafa ekki orðið sjáanlega miklar breytingar á íþróttahöllinni frá áramotum þótt ýmislegt hafi verið unnið við 'hana, t.d. gólf salarins slíp að upp og tvílakkað, gólf í for dyri rybbundið og salerni lög uð. Hefur ekki verig eins mik- ill kraftur í framkvæmdum og vænta mátti og stafar það ein faldlega af fjárskorti. Út af fyrir sig þýðir lítið að kvarta yfir seinagangi við fram kvæmdir vegna fjárskorts, en það hlýtur að verða að líta á það sem alvarleg mistök, að ís landsmótum í handknattleik og körfuknattleik skuli hafa verið úthýst í vetur á röngum forsendum. íþróttamönnum var tjáð, að ef mótaleikir færu fram í vetur, myndi það tefja stórkostlega vinnu við höllina. Nú hefur það hins vegar skeð að lítið hefur verið unnið — og í svipinn allar framkvæmd- ir stöðvaðar. Og þess vegna hefðu mótaleikir hæglega get- að farið fracn. Það er kaldhæðni, að á sama tíma og íþróttahöllin stendur lokug dag eftir dag og ekkert unnið við hana vegna fjár- skorts, skuli tekjuliður — eins og mótaleikir, t.d. í handknatt- leik, — vera útilokaður. Hefði nú ekki verið nær að hýsa mótaleikina í vetur og hafa af þeim nokkrar tekjur er rynnu til framkvæmda? Eg er viss um, að borgaryfirvöldin eru þessu sammála ekki síður en íþróttahreyfingin, svo maður tali nú ,ekki um sýningarsam- tök atvinnuveganna, sem mið þessu gætu tryggt sér fjár- magn til að greiða hluta sinn í þeirri byggingu sem þau hafa átt svo stóran þátt í að risi upp. Hvað um það, það er orðið of seint að byrja á mótaleikj- um í íþrótta'höllinni í hálfnuð um mótum, en íþróttasamtökin ættu ekki að láta loka sig aft ur úti næsta keppnistímabil, nema hafa einhverja tryggingu fyrir því, að unnið verði kapp samlega að því að Ijúká fram- kvæmdum. Þá er betra að leika í höllinni eins og hún er í dag en að gista í Hálogalanas bragganum um ófyrirsjáanleg- an tíma, —aif. Nota hefðf mátt Laugardalshöllina betur í vetur en gert hefur verið. Enn einu sinni varpa Hauk- ar „sprengju“ á toppinum — sigruðu Fram í gærkvöldi í spennnandi leik með 20:18. Alf-Reykjavík. — Það er engu líkara en sprengju hafi verið varpað á stigatöfluna í 1. deildar keppninni í handknattleik siðustu dagana. Nú er svo komið, að Fram liðið, sem hafði forystu langt fram eftir móti, er komið í annað sæti, tveimur stigum á eftir FH, en í gær tapaði Fram í annað skipti í röð. Og enn voru það Haukar, sem vörpuðu sprengju. Þeir byrjuðu í mótinu á því að sigra FH, en gekk svo illa í næstu leikjum, en í gærkvöldi unnu þeir verðskuldaðan sigur gegn Fram 20-18. Þeir höfðu frá upphafi forustu — Fram komst aðeins einu sinni yfir, 17:16, en Haukar voru skjótir að jafna og unnu á góðum endaspretti. Staðan á Engiandi og landi í deildakeppninni: Skot- Fulham 32 8 5 19 48 69 21 Blackbum 31 7 4 20 50 68 18 Manch C Huddersf. Coventry Southampt Wolves Bristol City 33 Crystal Palace 33 deild 17 11 4 59 34 45 17 10 6 53 25 44 15 11 6 56 38 41 16 6 10 69 47 38 15 8 10 72 50 38 12 14 7 48 42 38 11 12 10 38 43 34 1. deild Derby C. 33 13 7 13 53 52 33 Liverpool 34 22 6 6 68 28 50 Rotherham 31 12 9 10 59 59 33 Leeds 31 17 9 6 61 29 42 Plymouth 33 11 10 12 47 51 32 Staðan í 1. deild í Skotlandi: Bumley 33 18 6 9 65 41 42 Birmingham 32 12 7 13 47 54 31 Celtic 27 21 2 4 91 29 44 Manch. U 32 15 11 6 63 43 41 Norwich 29 9 12 8 39 35 30 Rangers 27 18 5 4 74 25 41 Chelsea 31 17 6 8 48 38 40 Bolton 32 12 6 14 42 45 30 Kilmarn. 28 17 3 8 65 39 37 Tottenham 32 14 10 8 67 50 38 Preston 32 9 12 11 44 49 30 Dunferml. 26 15 5 6 72 42 35 Everton 35 14 9 12 53 50 37 Ipswich 32 11 7 14 40 47 29 Dundee Un 27 16 3 8 64 37 35 W. Bromw. 32 13 9 10 67 54 35 Cardiff 31 10 8 13 58 62 28 Hearts 26 12 9 5 46 34 33 Leicester 31 14 6 11 59 52 34 Carlisle 31 12 3 16 44 48 27 Hibernian 27 14 4 9 66 41 32 Stoke 32 11 11 10 55 52 33 Portsm. 33 10 7 16 54 69 27 Aberdeen 27 12 6 9 51 42 30 Shefíield U 32 11 11 10 42 48 33 Charlton 30 8 10 12 44 55 26 Dundee 25 11 4 10 48 48 26 Arsenal 32 10 10 12 51 55 30 Middlesbr. 32 7 12 13 45 60 26 Falkirk 25 11 1 13 37 54 23 West Ham 33 11 8 14 54 66 30 Bury 32 9 7 16 50 62 25 Clyde 26 9 4 13 48 50 22 Aston Villa 33 12 5 16 59 63 29 Leyton Morton 28 8 5 15 35 62 21 Nottm For. 32 11 7 14 44 55 29 Orient 31 4 9 18 26 60 17 St. Mirren 28 9 2 17 41 69 20 Sheffield W. 30 10 6 14 39 49 26 Motherw. 27 8 3 16 40 63 19 Newcastle 32 10 6 16 39 52 26 3. deild (Efstu og neðstu félög- Stirling Al. 27 7 5 15 29 56 19 Sunderland 33 10 6 1,7 39 64 26 in). Partick TH 25 6 7 12 36 47 19 Blackpool 31 8 8 15 40 51 24 Hull 34 22 6 6 82 48 50 St. Johnst. 24 6 5 13 38 63 17 Northampt. 34 7 10 17 45 80 24 Millwall 34 20 9 5 60 30 49 Hamilton 26 1 1 24 19 98 3 QJ’.R. 30 16 7 7 62 44 39 Swindon 32 15 7 10 58 36 37 Exeter 31 8 8 15 37 54 24 Brentford 31 7 8 16 37 41 22 Oldham 30 6 8 16 36 63 20 York 33 6 6 21 41 80 18 í fjórðu deild eru efst Colchester og Tranmere með 46 stig hvort. Doncaster og Torquay hafa 44 stig hvort og Chester 43. Leikurinn var allan tímann frek ar jafn og hörkuspennandi. Fram- liðið fór illa af stað og átti hvað eftir annað stangarskot, og það var mesta mildi fyrir Fram, að Haukar náðu ekki yfirburðastöðu, en Þorsteinn í markinu varði oft frábærlega vel. Haukar komust í 4:1 og 8:4, en Fram minnkaði bilið fyrir hié niður í eitt mark, 9:10. f síðari hálfleik mætti Fram ákveðnara til leiks og náði að jafna í fyrsta skipti á 10. mín, 12:12. En Haukar náðu aftur for- ustu. Fram jafnaði 16:16 og komst í 17:16. Og Framleikmennirnir höfðu upplagt tækifæri til að leika upp á 18. markið, en þá missti Gunnlaugur Hjálmarsson, bezti maður Fram, knöttinn í hendur Ásgeirs hjá Haukum, sem skoraði óhindrað 17:17. Og þetta var upp- hafið að góðum lokakafla Hafnar- fjarðarliðsins. Matthias skoraði 18 :17, en Sigurður E. jafnaði fyrir Fram, 18:18. Stefán skoraði lag- lega fyrir Hauka, 19:18, og þá voru 2% mín. eftir. Þegar hér var kóm ið, lék Fram illa af sér, tók að leika maður á mann, en sú leik- aðferð misheppnaðist algerlega enda var óðagotið mikið. Og upp úr því skora Haukar 20. og síðasta mark leiksins. Hauka-liðið var gott í þessum leik og hætti sér aldrei út á þann hála ís, að reyna tvíræð markskot. Línuspilið var afar gott og gekk Fram illa að verjast því. Beztir Hauka voru Ásgeir, Viðar og Matt hías, — og ekki má gleyiha stór- Ungllngamói á Akureyri HS-Akureyri, miðvikudag. Um næstu helgi verður háð hér á Akureyri skíðamót íslands fyrir unglinga, sem er hið fyrsta í röð- inni. Verða þátttakendur 49 að tölu frá sjö héraðssamböndum, þar af 21 frá Akureyri. Keppt verður í svigi, stórsvigi, göngu og .stökki. Keppni í alpa- greinum fer fram við Strompinn og sunnan hans í stökki við Ás- garð, en gangan fer fram við skíða hótelið. Hefst mótið kl. 2 á laugar dag með keppni í stórsvigi stúlkna. Síðan verður keppt í stórsvigi drengja og þá ganga, en á sunnu- dag verður keppt í svigi og stökki. Verðlaunaafhending fer fram á mótsstað að lokinni hverri grein. Veitingasala verður við Stromp- inn. Skíðaráð Akureyrar sér um mótið, en mótsstjóri er Guðmund- ur Tulinius. Körfubolti í kvöld f kvöld leika að Hálogalandi í 1. deild íslandsmótsins í körfu- knattleik KR—Ármann og ÍR— ÍKF. VALUR VANN KR 25-21 í gærkveldi léku Valur og KR í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. Leiknum Iauk 25-21 fyr- ir Val. I hálfleik var staðan 17-13 fyrir Val. Sigur Vals var verð- skuldaður. góðum leik Stefáns á línunni. Þá var Logi í markinu góður. Fram-liðið lék vægast sagt illa, og er kannski ekki óeðlilegt, þegar tillit er tekið til þess, að langt er síðan að landsliðsmenn þess hafa sézt á félagsæfingu. Þannig vill það oft verða, að það sj félagið sem flesta menn á í landsliði, geld Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.