Tíminn - 25.03.1966, Síða 13

Tíminn - 25.03.1966, Síða 13
 ^TTi r1 FÖSTUDAGUR 25. raarz 1966 TÍMINN 13 VICON-L EL Y SPRINTMASTER £i OG ALLTAF ERUM VIÐ FYRSTIR MEÐ NÝ- UNGARNAR! Nú bjóðum við bændum nýja gerð af hey- vinnuvél frá VICON-verksmiðjunni, SPRINT MASTER hjólarakstrarvélina. Þetta er mjög afkastamikil vél, sem fæst með 4,5 eða 6 tindahjólum og hentar því flestum búum hér á landi. . • j-í ’ JÉJ Þessi vél þolir mjög mikinn aksturshraða, eða allt að 32 km/klst. Þessi vél getur ekki snúið heyinu, en með til- komu heytætlanna skapast nú ný heyverkun- araðferð , sem tryggir íslenzkum bændum fljótari og betri heyverkun. Að kvöldi er þessi vél notuð til að garða hey- ið, og að morgni breiðir svo heytætlan úr görðunum og snýr heyinu. 31 Þetta er aðferðin, sem koma skal. SPRINTMASTER vélin hreinrakar út á skurð bakka og skilur enga dreif eftir. Vegna mikillar eftirspurnar hjá verksmiðj- unni er nauðsynlegt, að bændur sendi pant- anir sínar sem fyrst. . - «N ARNI GESTSSON VATNSSTÍG 3 — SÍM 1 -15-55. HÚSMÆÐUR STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF frystum gæðavörum fá- ið þér í frystikistu næstu verzlunar. GRÆNMETI: Snittubaunir Grœnar baunir Bl. grœnmeti Blómkál Spergilkál Rósenkál Aspas TILBÚNIR KVÖLD- OG MIÐDEGISVERÐIR: Kalkúna pie Kjúklinga pie Nauta ple Franskar kartöflur TERTUR: Bláberja ole Epla pte Ferskju pie Banana pte Vöfflur ÁVEXTIR: Jarðarber Hindber Ásamt hinum ýmsu teg- undum af frystum ekta ávaxtasöfum. Reynið gæðin. Árni Ölafsson Co. Suðurlandsbraut Sími 37960. 12 KRISTINN EINARSSON, héraðsdómslögmaður. Hverfisgötu 50 (gengið inn frá Vatnsstíg) Viðtalstími 4—6.30 sími 10-2-60. Afgreiðslustúlka Viljum ráða stúlku til afgreiðslustarfa. Upplýs- ingar gefur verzlunarstjórinn. KJÖT & GRÆNMETI, sími 12853. ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 5. hagsbandalagsmálið eingöngu og sjái um væntamega samr,- inga um aðild Breta að banda- laginu. .Af hálfu íhaldsmanna er bent á, að Gordon Walker hafi verið sá leiðtogi flakks- ins, sem mest hafi verið mót- fallinn aðild að bandaiuginu. Aðrir telja þetta sýna klók indi Wilsons, því að vegna þessarar fyrri afstöðu sé Gord on Walker líklegri til að fá al mennari stuðning við málið en flestir aðrir, ef hann beitir sér fyrir þvi Báðir reyna þeir Wilson og Heath að þakka sér það, að Frakkar hafa falliö frá mói- stöðu sinni gegn þvi, að bafn ir verði á ný samniugar um aðild Breta að Efnahagsbanda laginu. Wilson telur þetta árangur þess, að stjórn hans hefur samið við Frakka um viss sameiginleg verkefni, eins og smíði nýrrar, dýrrar flug- vélategundar. Heath telur þetta hins vegar árangur af viðræðum, sem hann átti við de Gaulle á síðastliðnu hausti. Rhodesíumálið hefur einnig borið allmikið á góma. íhalds- menn telja stefnu Wilsons ranga ,en Wilson segir, að í- haldsmenn styrki uppreisnar- stjómina í Rhodesíu með mál- flutningi sínum. VEGNA ÞESS, að kosningarn ar snúast ekki um ákveðin, ein föld mál, sem marka skýrt af stöðu flokkanna, bendir margt til þess, að það verði álit kjós- j enda á þeim Wilson og Heath sem ráði miklu um úrshfin. • Þar stendur Wilson miklu sterkara að vígi, ef marka má skoðanakannanir samkvæmt sikoðanakönnun sem eitt helzta blaðið birti á sunnudaginn, töldu 54% þeirra, sem spurðir voru, að Wilson væri hæfari til að fara með stjórnarforust una en aðeins 30% földu Heath hæfari. í svipaðri skuð- anakönnun fyrir seinustu kosn ingar munaði aðeins 4% á þeim Wilson og Home, þeim fyrrnefnda í vil. Þá styrkir það einnig aðstöðu Verka- mannaflokksins, að ýmsir ráð herrar flokksins, sem voru iítið þekktir fyrir seinustu kosning ar, hafa unnið sér gott álit, en ýmsir af þeim ráðberrum í- haldsflokksins. sem nutu mest álits, hafa dregið sig í hlé Þ. Þ. AKSTUR í SNJÓ Framhald af bls. 9. sem einvörðungu er stýrt með heanlum. Ég gat þess að skíði væru sett undir dráttarvélar í stað fram- hjóla. Rétt er að athuga þetta nán- ar. Skíðin sem norsku skógrækt inni hafa reynzt bezt undir Fergu- sonvélar og aðrar dráttarvélar af líkri stærð, eru einn metri að lengd og 25 cm breið. Þunginn sem hvílir á þeim er nálægt 120 gr/cm2, en til samanburðar er rétt að athuga að gangandi maður stígur niður 300 gr. þunga á cm2 eins og áður er sagt. Af þessu má ráða, að skíðin sökkva ekki mik- ið, þótt snjór sé laus, en þar með er ekki öll sagan sögð. í norsku skóglendi er snjórinn jafnfallinn, en hér heima gnauða vindar svo að snjórinn er venjulegast laminn saman í drifskafla, en berangur á milli. Fram í gegnum lausa og djúpa skafla komast hálfbeltavélar, ekki nema á skíðum, en á auðum grýttum vegarspottum eru skíðin aftur á móti nær ófær. Það verður ekki hjá því komizt að skipta oft milli skíða og hjóla, en það er tafsamt, ef taka þarf framhjól- in af dráttarfélinni i hvert sinn, sem skíði eru sett undir. Því er það fyllsta ástæða fyrir okkur ís- lendinga að kanna, hvort ekki sé unnt að útbúa skíði, sem hægt er að setja undir framhjólin, þannig að dráttarvélin er keyrð upp á skíðin og þau síðan fest í snar- heitum við framhjölin, vélinni yrði svo ekið af skíðunum aftur. þegar skíðanna er ekki lengur þörf. Slík skíði mætti svo alltaf hafa geymd á dráttarvélinni að vetrinum eins og hverja aðra varaskeifu. Af sömu ástæðu virðist nauðsynlegt að hafa sleða aftan í þessum farartækjum, þannig útbúna, að auk meiða hafi þeir hjól, sem færa megi upp og niður með dúnkrafti. Ég get ekki skilið við þetta efni án þess að minnast á venjulegar hjólabifreiðar, sem oft brjótast áfram á vegunum í mikilli ófærð. í bifreiðaakstri kemur fram svo- nefnt veltiviðnám, sem greinist í innra- og ytra-veltiviðnám. Innra veltiviðnámið stafar frá bílnum sjálfum, það er mótstaða í legum og kraftur, sem fer í að sveigja hjólbarðana eftir ójöfnum vegarins og geifla þá stöðugt undir bifreiðinni. Ytra-veltiviðnáimið e raftur á móti kraftur. sem fer í að setja för í veginn. Ójöfnur þrýstast nið- ur og lausir steinar spyrnast til hliðar, o.s.frv., en mótstaðan eykst þó fyrst fyrir alvöru, þegar hjól- in taka að búa til djúp för eins og á sér stað í snjó. Þá er hætta á að ytra-veltiviðnámið sem verkar í öfuga átt við akstursstefnu bílsins verði stærra en spyrnugeta drif- hjólanna, ef þau hafa lélega spyrnu og þá tekur bíllinn að spóla. En boðorð ökumanns er „aldrei að spóla“ Það er í aðalatriðum rétt, þ.e.a.s. í djúpum snjó má aldrei grafa með keðjunum undan hjólunum, því að þá lækkar bifreið in, miðja hennar leggst ofar í snjóinn og hjólin taka að snúast í lausu lofti og bifreiðin situr föst. Helzta ráðið til þess að komast áfram í djúpum snjó, er að jaga bílnum fram og aftur um hálfa til eina bíllengd og láta hann troða snjóinn undir sig og þoka honum á þann hátt frá nokkrum sentimetr um upp í einn metra í senn. Bíln- um er rennt, gætilega þó, að hinni óhreyfðu sinjóbrún og hjólsporin lengd örlítið fram á við, hér er skriðorka bílsins hagnýtt, til þess að vinna á veltiviðnáminu, en vél- in tekur lítið sem ekkert á eftir að framhjólin nema við snjóbrún- ina. Billinn stanzar fljótt og þá er meiri þrýstingur frá snjónum framan á framhjólin heldur en aft- an á þau, svo að bíllinn spyrnist lítið eitt aftur á bak og er laus. Þannig gengur þetta upp aftur og aftur og aldrei má né þarf vélin að taka neitt verulega á, nema þeg- ar bíllinn er í þjöppuðu slóðinni. Óvönum hættir við að ætla séi^ of langt í einu og láta svo bílinn taka að spóla um leið og skriðinu sleppir, en þá hefur margt slæmt gerzt, bíllinn lækkað, miðja nem- ur meir við snjóinn en áður, bíll- inn þarf að lyftast aftur til að komast til baka, illa þjappað undir hjólunum, framhjólin klemmd inni í snjó og veita ekki bakspyrnu. En hvort sem þessi þáttur er rakinn lengur eða skemur, verður niðurstaðan sú, að hjálparlausar bíða hjólabifreiðarnar ósigur í snjónum. Þær háma eldsneytið, verða frekar á varahlutum, seinar i förum eða ná ekki leiðarenda, útkoman eru lítil afköst, mikil út- gjöld. Þess vegna væri frólegt að vita, hver yrði rekstrarkostnaður dráttarvéla í þjöppuðum snjóbraut- um og sjá þá jafnframt hvernig þeim gengi að opna vegina fyrir umferð venjulegra bifreiða. Ef hálfbelti eða heilbelti eru sett á dráttarvélar bænda, fást góð áhöld til snjóþjöppunar. Nokk- ur stofnkostnaður mun liggja í belt unum, eldneytiseyðsla ætti ekki að vera tilfinnanleg hjá jafn léttum farartækjum, sem flest hafa diesel- vélar, og stöðugt gengur þróunin í þá átt. Ekki er nægilegt að hafa gnægð véla, beita verður þeim rétt og það munu þeir gera er leggja sig fram við að skilja bau lögmál, sem snjórinn lýtur, þeir munu sæta lagi að þjappa eða bæta um þjöppun þegar snjórinn er kramur o.s.frv í upphafi þessa máls var talið að þjappaða snjóbrautin henti bezt í dreifbýlinu, svo sem inn til dala og þá á heimreiðum, en reynslan ein fær úr því skorið. hvort drátt- arvélin sem þjappar mætir snjó- plógnum sem skefur og þá hvar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.