Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 6
TÍMINN
MTOVDCUDAGUR 30. marz 1966
1 ÆSKUSKEIB HINS
ÍSLENZKA
1 BÓKMENNTAFÉLAGS . p Rasmus Clir. Rask
Bókagerð og bóklestur hefur
lengi einkennt íslendinga. Allt frá
því að sagnritun hófst í landinu,
hefur bókin skrifuð á skinn eða
pappír svipt langseminni og opn-
að lesandanum nýja heima, þegar
að syrti.
Þegar prentsmiðja tók til
starfa á Hólum á 4. tugi 16. aldar,
mátti segja, að nokkur bókagerð
væri í landinu,- en að sjálfsögðu
var hún fyrst og fremst í þágu
kirkjunnar og biskupstólanna svo
að veraldlegar bókmenntir urðu
oftast nær hornreka. Þegar kem-
ur fram á 18. öld, verður nokkur
breyting á. Upplýsingastefnan
breytti mjög viðhorfi menntaðra
manna til trúarmálefna vísinda og
þjóðfélagsmála. Skynsemistrú-
in ruddi sér til rúms og nýjar
stefnur leystu þær öldnu af
hólmi. Eitt tímanna tákn hér horð
ur við Dumbshaf, var, að menn
tóku að bindast samtökum um
bókagerð.
Fyrsta bókmenntafélagið, sem
stofnað var á fslandi, hlaut nafn-
ið Ósýnilega félagið. Það var
stofnað um 1760. Höfuðmarkmið
þess var útgáfa íslenzkra fornrita.
Forgöngumenn að stofnun þess
voru þeir Gísli biskup Magnússon
á Hólum og Hálfdan skólameistari
Einarsson. Það gaf út eina bók,
Konungsskuggsjá, og hlaut síðan
hægt andlát.
Bókagerð veraldlegs efnis var
samt ekki úr sögunni á íslandi.
Ósýnilega félagið hafði ekki legið
lengi í gröf sinni þegar aftur var
hafizt handa um veraldlega bóka-
gerð. í þetta skipti var stofnuð
prentsmiðja í Hrappsey og for-
göngumaður að stofnun hennar,
var Ólafur Ólafsson (Ólavíus).
Prentsm. hóf starf sitt eftir 1770.
Fyrsta ritið, sem kom út í Hrapps
ey, og jafnframt fyrsta tímaritið,
sem prentað hefur verið á íslandi,
var Islandske Maanedstidende,
sem kom út á árunum 1773-1776.
Móðuharðíndin urðu Hrapps-
eyjarprentverki að fótakefli, og
endalok þess urðu þau, að Lands
uppfræðingarfélagið keypti það
1795 og var prenstmiðjan þá
flutt til Leirárgarða. En á þeim
árum, sem prentsmiðjan starfaði,
komu út ekki ómerkilegri útgáf-
ur en Egils saga, Búnaðarbálkur
Eggerts Ólafssonar, Atli sr.
Bjöms Halldórssonar og tvær
ljóðabækur eftír sr. Jón Þorláks-
son, svo að eitthvað sé talið.
Þá bar það tíl tiðinda sumarið
1779, að tólf íslenzkir námsmenn
stofnuðu félag með sér, og var
Aíormað, að bæta vísindasmekk ís
Jendinga og fræða þá í hverjum
þeim lærdómsgreinum, er félagíð
orkað fengi, og þá sýndlst helzt
skorta. Stúdentarnir fengu Jón
Eiríksson í lið með sér og var
hann íorseti félagsins meðan
hann lifði. Þetta félag hlaut nafn
ið Hfð ísL lœrdómslistafélag. Sam
kvæmt stofnskrá félagsins skyldi
það leitast við að „geyma og varð
veita norræna tungu, sem eitt fag
urt aðalmáL Rit LærdómslJélags-
ins komu út í 14 bindum á árun-
um 1781-1796,' þegar fram í sótti
tók vegur félagsins að dvína. Frá
fall Jóns Eiríkssonar var e.t.v.
þyngsta höggið. Hitt mun þó hafa
ráðið útslitum, að á Alþingi 1794
hafði Magnús Stephensen for-
göngu um að stofna nýtt félag,
Landsuppfræðingarfélagið. Að því
stóðu flestir fyrirmenn landsins,
og frændgarður Magnúsar.
Það leið ekki á löngu, unz Magn
úr Stephensen var orðinn nær ein
ráður í Landsuppfræðingarfé-
laginu. Hann sýndi þar sama ofur
kapp og dugnað og annars staðar
og varð félagið brátt allöflugt und
ir stjóm hans. Þess var þyí ekki
að vænta, að Lærdómslistafélagið
gæti att af sama kappi við það
enda var starfsemi þess þó senn
á enda.
Lamdsuppfræðingarfélagið hafði
svipað markmið og Lærdómslista-
félagið, svo að allt lagðist á eitt
að stytta lffsstundir hins síðar
nefnda. Þar við bættist, að fyrstu
bækur Landsuppfræðingarfélags
ins félu þjóðinni vel í geð, og
slíkt hið sama mátti segja um
Minnisverð tfðindi, sem var fyrsta
tímarit á íslenzka tungu prentað á
íslandi. Hins vegar var hrifningin
minni, þegar Magnús Stephensen
færðist í ásmegin sem postuli upp
lýsingastefnunnar. Af því leiddi,
að margs konar skoðanamunur og
annar ágreiningur skildi leiðir fé
lagsins og alls þorra þjóðarinnar.
Eftir því sem Magnús gerðist ein
dregnari málsvari upplýsingastefn
unnar, því verr féll fræið, sem
hann hugðist sá, í íslenzka mold.
Á styrjaldarárunum eftir alda-
mótin 1800 gerðist fyrir alvöru
þyngra fyrir fæti hjá Landsupp-
fræðingarfélaginu. Bókaútgáfan lá
alveg niðri á árunum 1812-1816.
Þaxmig var málum háttað í ís-
lenzkri bókagerð upp úr aldamót-
unum. Nú víkur sögunni suður til
Danmerkur og verður þá fyrst fyr
ir að nefna nafn Rasmusar Kristj-
áns Rasks, sem á heiðurinn af
af því öllum öðrum fremur að
við minnumst í dag 150 ára af-
mælis Hins íslenzka bókmenntafé
lags. Rask var fæddur á Fjóni
1787. Hann var af bændaættum,
en settur til mennta. Hann fékk
brennandi áhuga á íslenzkri tungu
jafnskjótt og hann kynntist henni
og þegar leið hans lá til Kaup-
mannahafnarháskóla, gerðist
hann brátt handgenginn íslenzkum
stúdentum við háskólann og má
þar tilefna Bjarna Thorarensen,
Hallgrím Scheving, Árna Helga-
son og Bjarna Þorsteinsson. Á ár-
unum eftir 1810 helgaði hann
sig íslenzkum fræðum að mestu
leyti, bæði útgáfu- og rannsóknar
störfum. Árið 1813 réðst hann
til íslandsferðar og fór vítt um
land. Lengst af dvaldist hann þó
hjá sr. Árna Helgasyni, sem þá
var orðinn prestur á Reynivölhim.
Á ferðum sínum lagði Rask sig
eftir athugunum á íslenzku máli,
og þótti óvænlega horfa svo að
hann óttaðist, að málið mundi
deyja út.
Það bar oft í tal á milii þeirra
Rasks og Árna Helgasonar, að öll
nauðsyn væri á að koma á félagi
meðal fslendinga, sem skyldi efla
og styðja bókmenntir þeirra.
Hvort þeir hafa rætt þetta lengur
eða skemur, er ekki vitað, en á
ferðum sínum um landið undirbjó
Rask stofnun Bókmenntafé-
lagsins. Hann fékk Geir biskup
Vídalín í lið með sér og að hans
undirlagi samdi Rask boðsbréf og
frumvarp um stofnun Bókmennta-
félagsins, sem vax dagsett 10.
marz 1815. Skömmu síðar sendi
Geir biskup Vídalín boðsbréf með
umburðarbréfi til allra prófasta,
sem var dagsett 10. marz s.á. Með
þessum bréfagerðum var kominn
nokkur skriður á málið. Rask
sigldi burt af íslandi síðsumars
1815. Skipið, sem Rask sigldi með
Flnniir Magnósson
til Danmerkur kom við á Englandi
og þar dvaldist Rask í nokkrar vik
ur. Hann kynntist þar nokkrum
merkum mönnum og skrifaði þar
boðsbréf til Englendinga til að
styrkja Hið íslenzka bókmenntafé
lag. Þetta bréf er dagsett 21. sept-
ember 1815. Þegar til Kaupmanna
hafnar kom, tók hann að nýju við
starfi við bókastafn háskólans en
vann jafnframt að því að afla hug
mynd sinni um félagið fylgi. Á
nýársdag 1816, lét hann út ganga
boðsbréf til fslendinga og íslands
vina í Kaupmannahöfn, þar sem
skorað var á þá að styrkja félagið
eða stofna sérstaka deild, ef
styrktarmenn gætu orðið svo
margir. Boðsbréfinu var vel tek-
ið. Það skrifuðu sig 33 íslending-
ar á bréfið, embættismenn, kandl
datar, stúdentar, kaupmenn og
iðnaðarmenn, og lofaði hver
þeirra frá 3 til 20 ríkisdala styrk
á ári. Auk þessa hétu ýmsir fram
ámenn í Danmörku stórgjöfum
svo að allt virtist horfa vænlega.
Rask boðaði til fundar að nýju
30. marz 1816. Þessi fundur var
haldinn í stofu háskólabókasafns-
ins, sem þá var í Sívalaturni.
Á þessum fundi mættu 33 menn
og var þar samþykkt að stofna fé
iag í Kaupmannahöfn, líkt þvi,
sem stofna skyldi á fslandi. Var
síðan gengið til stjórnarkjörs og
urðu úrslit þau, að Rask var kjör
inn forseti, Grímur Jónsson, siðar
amtmaður, féhirðir, og Finnur
Magnússon prófessor skrifari. For
setinn lofaði að setja félaginu lög,
sem ganga skyldi meðal félags-
manna til athugunar. Þetta var
fyrsti fundur Kaupmannahafnar
deildar Bókmenntafélagsins. Þvl
miður var þessi fundur ekki bók-
aður.
En vikjum nú til íslands aftur.
Stofnun félagsins var ekki orðin
formleg, enda þótt unnið væri að
henni. Árni Helgason rltaði vænt
anlegum félagsmönnum bréf og
boðaði til fundar 1. ágúst 1816.
Þar var lagafrumvarp Rasks
Jón Sigurðsson, forsetl
lagt fram, og kjörnir hinir fyrstu
stjórnarmenn, en það voru: sr.
Árni Helgason, forseti, Sigurður
Thorgrjmsson, landfógeti, féhirð-
ir, og Halldór sýslumaður
Thorgrímsén skrifari. í varastjórn
áttu sæti: ísleifur Einarsson,
Bjarnir Thorarensen og Jón Jóns
son lektor á Bessastöðum.
Á næsta fundi, 15. ágúst, var
lagafrumvarp Rasks samþykkt og
ákveðið, að bæði félögin skyldu
sameinast, og vera tvær deildir I
einu félagi, og félagið skyldi heita
Hið íslenzka bókmenntafélag. Um
boðsmenn voru valdir I landinu til
að sjá um gagn og efni félagsins.
Þetta sama haust bjóst Rask í
austurför sína. Áður en hann fór
frá Kaupmannahöfn, hélt hann
fund 18. október. Á þeim fundi
var Bjami Þorsteinsson, slðar
amtmaður, kjörinn forseti í Kaup
mannahafnardeildinni, en Jón
Hannesson Finsen til varaforseta.
Rask kom ekki úr austurför sinni
fyrr en I maí 1823, svo að það
kom I hlut þeirra, sem sátu I
hinni fyrstu stjóm, að ganga frá
lögum félagsins, og skipuleggja
starf þess I upphafi.
Bókmenntafélagið bar þess öll
merki, að það átti að vera íslenzk
stofnun. Þannig var svo fyrir
mælt í lögum þess, að engan
mætti kjósa til embætta I félaginu
nema fslending, eða þann, sem
væri jafnoki íslenzkra manna að
þekkingu málsins og landsins. Á
þeim tfma var ekki öðrum til að
dreifa en Rask, sem stóð íslend-
ingiun jafnfætis í þessu tvennu.
Þetta mun hafa verið gert vegna
þess, að Lærdómslistafélagið leið
m.a. undir lok fyrir þá sök, að
danskir menn höfðu haft stjóm
þess á hendi hin siðari ár þess,
og það ber einnig vott um vaxandi
þjóðernistilfinningu íslendinga og
skilnings Rasks á henmi, að þessi
ákvæði stóðu I lögunum.
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að Rask á fyrst og fremst
heiðurinn af því, að Bókmennta-
félagið var stofnað. Þeim mun
raunalegri varð viðskilnaður nans
við félagið, eins og siðar verður
frá greint. En fleiri lögðu sitt af
mörkum, og er þá fyrst sð nefna
sr. Árna Helgason, sem var for-
seti Reykj ao’íkurdeildarinnar, I
nær aldarþriðjung. Hér verða
ekki nefnd nöfn fleiri embættis-
manna Reykjavíkurdeildarinn-
ar, þó að margir þeirra hafi án
efa vakað trúlega yfir velferð fé-
lagsins.
í deildinni i Kaupmannahófn
varð Bjarni Þorsteinsson forseti
við brottför Rasks, eins og áður
er frá greint. Hann og Finnur
Magnússon prófessor voru síðan
til skiptis forsetar, unz Rafes feom
aftur úr austurför sinni, en hann
tók þá við forsetadæminu á ný.
Grímur Jónsson, síðar amtmaður,
var féhirðir Kaupmaanahafnar-
I