Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 7
JHÐVIKUDAGUK 30. marx 1966 TÍMINN deíldarinnar fyrstu árin. Allir þessir menn unnu gott starf viS stofnun og skipulag félagsins. Þá verður næst fyrir a5 gera nokra grein fyrir bókagerð fél. Á fundinum, er haldinn var 13. apr. 1816, var rætt um að reyna að fá mann til að semja almenna landa fræði á íslenzku. Rask hafði vakið máis á því í boðsbréfum sínum, að það væri hið mesta skarð í ís- íenzkri bókagerð, að engin landa- fræðibók væri fyrir hendi á ís- lenzku. Á þessum fundi mun Gunnlaugur Oddsson, síðar dóm- kirkjuprestur, hafa dregizt á að taka að sér samningu slíkrar bók- ar, en hann var þá við nám við Kaupmannahafnarháskóla. Síðar meir var svo skipuð nefnd til að vera honum til aðstoðar, en ekki mun hún hafa átt mikinn þátt í samningu verksins. Hins vegar hafa Grímur Jónsson síðar amt- maður og Þórður Sveinbjarnarson ritað fyrsta hluta þess. Allt hitt var verk Gunnlaugs Oddssonar. Fyrstu útgáfur Bókmenntafé- lagsins urðu Sturlunga saga og saga Árna biskups. Þannig hagaði ta, að Birgir Thorlacius prófess- or lofaði að gefa félaginu 100 rd. sílfurs, ef það veldi Sturlungu tn útgáfu og skyldi sú upphæð greiðast árlega, meðan unnið væri að útgáfunni. Útgáfunefndin var skipuð ekki lakari mönnum en Bjama Þorsteinssyni, Sveinbimi Egilssyni, Þórami Magnússyni Öfjörd, Gísla Brynjólfssyni eldri og Sigurði Thorarensen, en þeir varu nllir við nám í Kaupmanna- hafnarháskóla nema Bjami. Sturl unga og Áma biskups saga komu út á árunum 1817-1820. Fyrir ut- an Bjama Þorsteinsson unnu þeir Sveinbjöm Egilsson og Gísli Brynjólfsson mest að útgáfunni. Næsta sögurit, sem Bókmenntafé- lagið tók að sér að gefa út, vora Árbæbur Espólíns og kom fyrsta defld Árbókanna út vorið 1821. Bjami Þorsteinsson var í nefnd þeirri, sem kosin var til að sjá um útgáfuna, ásamt Þórði Svein- bjömssyni og Þorgeiri Guðmunds syni. Árbækumar urðu alls 12 defldir og komu 9 þeirra út á ára bilinu 1821-1830. Fyrsta kvæðaút- gáfa félagsins vora Ljóðmæli sr. Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, sem komu út 1823. Aðrar bækur, sem komu út fram um 1830 vora íslenzkt orðskviða- og málshátta- safn eftir sr. Guðmund Jónsson á Staðarstað, föður sr. Þorgeirs Guð mundssonar, íslenzki grasafræði eftir Odd Hjaltalín, Ævisaga Jóns Eiríkssonar og Paradísarmiss- ir Miltons í þýðingu sr. Jóns á Bægisá, og lestna rak Lestrarkver handa heldri matnna bömum eftir Rask, er út kom 1830. Þetta var mikil og merkileg bókaútgáfa og er þó enn ótalið ársrit félagsins. í lagaframvarpi félagsins var svo á kveðið, að það skyldi árlega gefa út stutt fréttablöð og efnið skyldi vera nýjungar viðvíkjandi landstjóra, bústjóm, kauphöndl an, bókaskrift bæði innanlands og utan og merkisatburðum. Þetta ársrit kom fyrst út«vorið 1817, og hlaut nafnið íslenzk sagna- blöð. í sagnablöðunum var m.a. nafnaskrá félagsmanna, skýrsla um störf félagsins og ársreikning ar þess. Ritið varð brátt vinsælt, en á fundi 3. apríl 1827 var ákveð ið að breyta nafni ritsins og formi þess og hlaut það nafnið Skímir við endurskírnina, en formbreytingin var sú, að Skírnir var í 8 blaða broti, en Sagnablöð- in i 4 blaða broti. Skírnir er nú elzta tímarit á Noðrurlöndum. Rit stjórar Skímis eru nú orðnir margir. Finnur Magnússon skrif- aði fréttirnar í fyrsta árganginn, og hann hafði einnig skrifað þær i Sagnablöðin.Næstur honum kom Þórður Jónasson, þá Baldvin Ein- arsson, síðan kom Þórður Jónas- son að nýju. Bókaútgáfa félagsins og annar viðgangur þess stafaði einkum af tvennu. Það fittt öfluga styiktar- menn og greiddi lltil ritlaun. Fé lagsmenn greiddu félagsgjald sitt án þess að fá nokkuð í staðinn, því að bækur félagsins urðu þeir að kaupa sérstaklega. Hins vegar verð prentunarkostnaður fél. all- verulegur og má ekki gleyma aö það styrkti stiftbókasafnið á ís- landi og var það ráð komið frá c:c. Rafni, og má því segja, að Bókmenntafélagið hafi lagt vera legan skerf af mörkum til að koma stiftbókasafninu á fót. Fyrir utan það, að C.C. Rafn átti mest- an hlut að því að stofna það. Árið 1825 þann 28. janúar var stofnað nýtt félag, sem starfaði að útgáfu íslenzkra fomrita, þar var C.C. Rafn aftur á ferðinni ásamt þeim Gísla Brynjólfssyni og Svein birni Egilssyni. Rafn varð hinn raunverulegi framkvæmdastjóri fé lagsins, þó að hann væri skráður ritari þess. Viðgangur þessa fé- lags varð með ólíkindum, meðan Rafns naut þar við. Eftir að Fom fræðafélagið var komið á fót varð nokkurs konar verkaskipting milli þess og Bókmenntafélagsins, þannig, að Bókmenntafélagið skyldi ekki fara inn á verksvið hins. Árið 1829 varð sá atburður, að Fomfræðafélgaið gaf út Jómsvík- inga sögu og Knytlinga sögu með danskri þýðingu Rafns á textan- um. Rask var þá forseti Fora- fræðafélagsins og í formála var þess getið, að hann hefði farið yf ir þýðinguna. í desember 1830 birtist nafnlaus ritdómur um þessa útgáfu í Maanedsskrift for Litteratur, þar sem farið var hörð um orðum um þýðinguna. Það er ekki fullsannað, hver höfund- ur þessarar gagnrýni var, en Þorsteinn Helgason var grun- aður um hlutdeild í henni, og einnig féll granur á sr. Þorgeir Guðmundsson, Rasmus Ohr. Rask svaraði þessum ritdómi, þar sem honum var málið skylt, og sneiddi meðal annars að fslendingum, en bæði Þorgeir og Þorsteinn höfðu unnið við útgáfur Fomfræða félagsins. Baldvin Einarsson tók upp hanzkann fyrir landa sína og svaraði Rask og skrifaði hvor um sig tvær greinar um málið. Fleiri urðu til að blanda sér í málið, og var Finnur Magnússon einn þeirra. Enda þótt þessar deflur væra ekki af merkilgum rótum rannar, blandaðist hér fleira inn í. Hinum íslenzku stúdentum þótti sér sýnd lítilsvirðing og vanmegn ug reiðin sauð í blóðinu, enda skiptust menn í 2 sveitir, þannig að yngri isl. stúdentarnir fylgdu flestallir Baldvin að málum, en Danir og þeir íslendingar, sem komnir vora til mannaforráða og mannvirðinga skipuðu sér í sveit með Rask. Öldumar risu svo hátt að Rask sagði af sér forsetadæm inu í Bókmenntafélaginu, og Þor defldarinnar einkum efttr að áhrifa Fjölnismanna tók að gæta í Kaupmannahafnardefldinni, en þeir, sem þá voru í Kaupmanna- höfn, fyigdu Baldvin að málum. Hins vegar gengu nokkrir stúd inni vegna þess, að Finnur var ekki kosinn forseti, svo að við- sjámar voru á margar hliðar. Það má e.tv. segja, að félagið hafi verið í nokkurri hættu vegna deflna Baldvins og Rasks, og raunalegt, að þessi skyldi verða endirinn. Rask lifði ekki nema rúmt ár eftir að hann sagði af sér forsetastarfinu í Bókmenntafé laginu, hann andaðist 14. nóvem ber 1832, og Baldvin Einarsson, sem sagt er, að hafi verið einn þeirra, sem bára kisku hans til grafar, andaðist tæpum þremur mánuðum síðar, 9. febrúar 1833. Nanna Ólafsdóttir telur með réttu, að Raskdeilan hafi verið þjóðemisleg, og Jón Sigurðsson segir, að úr þessu hafi verið gjört eins konar keppnismál milli ís- lendinga og Dana, og sá maður- inn, sem sizt átti annað en allt gott skilið af hálfu íslendinga, varð píslarvottúrinn f þessum átök um, sem áttu eftir að ganga aftur í aldarlokin. Jón Sigurðsson skipti ferli Bók menntafélagsins í 3 tímabil I af- mælisriti þess 1866. Hið fyrsta var frá stofnun þess og fram til 1831, þegar Rask hætti sem forseti. Næsta tímabilið var svo fram til 1850, en þá tók hann við forseta- starfinu, sem síðan hefur verið tengt nafni hans. Á öðra tímabilinu var ráðizt í eitt mesta afrek Bókmenntafélags ins fyrr og síðar en það var að mæla upp allt landið, og kort- leggja það. Þessi tfllaga var kom- in frá Reykjavíkurdeildinni, sfð ari hluta vetrar 1831, og hljóðaði eitthvað á þá leið, að félagið skyldi verja nokkra af tekjum sfn um árlega tfl þessa verks. Með þessu varð að vísu farið inn á nokkuð aðra braut en upphaflega var ætlað, því að þetta átti lítið skylt við bókagerð. Hins vegar hratt félagið í framkvæmd verki sem stjómin hafði verið að fást við í meira en hundrað ár, en ekki heppnazt að ráða til lykta. Að sjálfsögðu fékk félagið styrk frá stjóminni til verksins, og Bjöm Gunnlaugsson, kennari við Bessastaðaskóla var ráðinn til að ferðast um landið og mæla það upp og varð það ómetanlegt, að fá slíkan mann til verksins. Það kom að veralegu leyti í hlut forseta Kaupmannahafnar- deildarinnar, að annast um, að unnið yrði úr mælingunum, og Jón Sigurðsson lýkur miklu lofs- orði á starf Þorgeirs Guðmtmds- sonar á þeim vettvangi. Hann var forseti fram til 27. marz 1839, en þá tók Finnur Magnússon við. Á Sivaliturnlnn i Kaupmannahöfn. Fyrsti fundur Hafnardeildarlnnar haldfnn þar. var skyldu senda félaginu lýsingar hver yfir sína sókn og sýslu. Nefndin var skipuð þessum mönnum: Finni Magnússyni, pró- fessor, Jónasi Hallgrímssyni, Kon ráði Gíslasyni, Brynjólfi Péturs- syni, og Jóni Sigurðssyni. Nefnd- in sendi svo út boðsbréf um að semja sóknalýsingar, til undirbún ings á almennri lýsing landsins, ásamt spuraingum. Boðsbréfið var dagsett 30. aprfl 1839. Það hefst á þessum orðum: Það er harðla áríðandi hverri þjóð að þekkja til hlítar land það, sem hún býr í, og ástand sjálfrar sin í öllu til- liti, en það getur hún því aðeins, að rétt og greinileg lýsing á land- inu og þjóðinni hafi verið samin og sett á bækur, er síðan komi í almennings hendur. í raun og vera er ekki annað hægt að segja, en sýslumenn og prestar hafi orðið vel við þessari málaleitan, því að langflestir sömdu skýrslur sínar þetta sama ár eða árið eftir. Hinar era í mikl um minni hluta, sem ekki komu fyrr en löngu síðar. í dag era þetta merkilegar heimfldir um Bókmenntafélagið 150 ára í dag geir Guðmundsson varð forseti í hans stað, enda þótt Finnur Magn ússon hefði þótt betur hæfur sak- ir frægðar og metorða, en hann var varaforstei í Forafræða- félaginu og á öndverðum meiði við sveit Baldvins, sem réð öllu á fundi þeim í Bókmenntafé- laginu, þar sem stjórnarkjörið fór fram, en hann var 15. marz 1831. Svarleikur Fomfræðafélagsins var að bola þeim Þorgeiri og Þor- steini Helgasyni frá störfum í Fomfræðafélaginu. Valdataka Baldvins og fylgismanna hans í Kaupmannahafnardeild Bók- menntafélagsins var heldur ekki of vel séð af stjóm Reykjavíkur- fundi er haldinn var 25. ág. 1838, bar Jónas Hallgrímsson fram til- lögu þess efnis að kjósa nefnd manna og fela henni á hendur að safna öllum fáanlegum skýrslum, fomum og nýjum, er lýsi íslandi eða einstökum héruðum þess, og undirbúa svo tfl prentunar nýja og nákvæma lýsingu á íslandi, er síðan verði prentuð út af fyrir sig á félagsins kostnað. Á fundinum var síðan kosin nefnd tfl að rann saka og segja álit sitt um tillög- una, og á fundi, sem haldinn var 24. september sama ár, var sam- þykkt að kjósa nýja nefnd til að starfa að söfnun sókna- og sýslu- lýsinga. Prastar og sýslumenn þjóðlíf og þjóðhagi, þó að sá dag ur rynni aldrei upp, að þær yrðu notaðar eins og ætlazt var tfl í upphafi. Sú fyrirætlun fór í gröf ina með Jónasi Hallgrímssyni en hann var á launum hjá Bók- menntafélaginu síðustu árin, þó að lítil væra til að vinna að hinni fyrirhuguðu fslandslýsingu. Það leiddi af sjálfu sér, að bóka útgáfa félagsins dróst saman með an staðið var f þessum stórræðum sem um hefur verið getið. Hér olli einnig nokkuð um, að tala félaga þe.ss fór v’erulega lækkandi á íslandi. Engu að síður komu út á vegum félagsins ekki ómerkari bækur en Messíasarkvæði Klop stoíkks, í þýðingu sr. Jóns á Bægis á, og það er ekki úr vegi að minna á í þessu sambandi, að Bók menntafélagið varð einna fyrst til að gefa út erlendar öndvegisbók menntir, þýddar á íslenzka tungu, þegar bíblíuþýðingar og aðrar þýð ingar trúarlegs eðlis eru undan skildar. Sveinbjörn Egilsson var að vísu að, fást við þýðingar á Illionskviðu og Odysseifskviðu um sama leyti, án þess að Bókmennta félagið væri þar með í ráðum, en með útgáfum á þýðingum Jóns á Bægisá, hóf ný bókmenntagrein göngu sína meðal íslenzkra les- enda, þýðingar eriendra öndvegis verka úr erlendum málum. Bókmenntafélagið var þó eng- an veginn búið að gleyma hinu upphaflega mariamiði sínu. Það sést bezt af tillögu, sem Skatti Stefánsson bar fram á fundi í fé- laginu. Hún var þess efnis, að kjósa nefnd manna til að íhuga hverjar bækur væru íslandi nyt- samastar, og skyldi svo félagið reyna að fá þær samdar. Þetta gerðist á fundi 30. marz 1836, tíu dögum síðar flaut hann liðið lík í Hólmsins síki, milli Brimarhólms og Kóngsins Nýjatorgs, og að nokkru leyti fór þessi hugmynd hans í sömu gröf og hann. Ári seinna bar Jón Sigurðsson upp til lögu um, að félagið skyldi gefa út safn smárita árlega um ýmisleg fróðleg efni, bæði utanlands og innan. Á næstu árum komu svo nokkur rit samin eftir þessari for skrift, svo sem Tvær ævisögur Franklins og Oberlins, Lækninga kver Jóns Hjaltalíns, Ævisaga A1 berts Thorvaldsens, Lýsing lands ins helga, Ritgjörð um túna og engjarækt og Um framparta is- lenzkrar tungu í fórnöld. Þá má ekki gleyma, að Bókmenntafélag- ið gaf út fyrstu útgáfurnar af Ljóðmælum Jónasar Hallgríms sonar og Kvæðum Bjama Thor- arensens. Að vísu var stjóra Bók menntafélagsins ófús að gefa út ljóð hins fyrrnefnda, og hefur e. t.v. fundizt nóg að gert með því að standa strauminn af kostnaðin um við að koma honum í jörðina í fyrra skiptið. Framhald á 11. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.