Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. marz 1966 I ii TBIV81NN Svar við yfirlýssngu Svar vi® yíirlýsingu Páls M. Jónssonar, vegna brunans í Kópa- ▼ogi, sem birt var í dagblöðum 11. og 12. þ.m. Tilefni þessarar furðulegu yfir- lýsingar er viðtal við mig, sem birt var i dagblaðinu Vísi, 5. þ.m. Byrjar Páll yfirlýsingu sína þannig: „Framangreind ummæli herra Einars Eyfells eru ósönn.“ Er hér væntanlega átt við, að allt, sem í viðtalinu standi, séu ósannindi. Síðan eru í yfirlýsingunni tekin tvö dæmi, það fyrra viðvikjandi byggingarleyfi og byggingu húss- ins. Vil ég leyfa mér að taka hér upp orðrétt kafla úr viðtalinu í Vísi: Blaðamaður spyr: — . . . Og lítið hirt um eld- vamir á staðnum? — Það er ekki fjarri lagi að orða það þannig, að það hafi ver- ið hámark trassaskapar, ekki að- eins í einu atriði heldur í mörg- um. — Hvemig stendur á því, að það er ieyft að byggja svona hús? — Það hefur aldrei verið leyft, það er sannleikur málsins. — Hvernig stendur þá á því, að húsið stóð þarna og brann þama? — Það var jú lögð fram teikn- ing að húsi á þessum síað og teikningin samþykkt, en bara ekki farið eftir teikningunni, þegar hún ið var byggt. í því felst ógæfan. Á teikningunni, sem iögð var fram, var sýnt steypt gólf á hæð í norðurenda hússins. Þetta góif va jafnframt loft í kyndiklefa. Jafn- framt hafði brunavarnaeftirlit rík- isins, sem þá hafði umsjón með byggingum í Kópavogi, gert kröfu um, að dyr á kyndiklefa inn í geymslu yrði teknar af, og aðeins utangengt yrði inn i kyndiklefann. — Var þessu ekki blýtt? — Nei, í stað þess að byggja samkvæmt teikningunni og fyrir- mælum brunavarnaeftirlitsins var timburgólf sett í loftið yfir kyndi- klefanum, ekki lokað út í geymsl- una, né gert utangengt í kyndi- klefann, heldur haft opið úr hon- um upp á verkstæðið. Þá var suðurhluti hússins, er var að mestu á einni hæð, sýndur á teikningunni með steypta út- veggi. Þeir veggir voru aldrei steyptir, heldur byggðir úr timbri.“ Úr þessum kafla viðtalsins tek- ur PáU út setninguna „Það hefur aldrei verið leyft, það er sann- leikur málsins," og heldur því síð- an fram, að þar sé átt við, að ekki hafi verið byggingarieyfi fyr- ir húsinu! Síðan er birt vottorð þáverandi byggingafulltrúa í Kópa vogi, varðandi viðbygginguna við eldra húsið. Vottorð þetta er rangt að því leyti, að viðbyggingin hafi verið leyfð úr timbri, þess er ekki getið í bókum byggingarnefndar, enda gagnstætt gildandi byggingarsam- þykkt frá þeirn tíma. Orðrétt er bókun byggingar- nefndar Kópavogs, dagsett, 26. 9. *57, svohljóðandi: „Lögð fram teikning að húsi við Álfhólsveg 11, ásamt bygginga- leyfisumsókn frá Páli Jónssyni um viðbyggingu við trésmíðaverk- stæði. Samþ. að veita bygginga- leyfi að því tilskyldu, að fjárfest- ingarleyfi sé fyrir hendi." Teikningin varð gerð af þáver- andi byggingarfulltrúa sjálfum, Einari Júlíussyni. Um teikninguna má segja það, að hún er mjög ófullkomin og vantar mikið á, að hún sé samkvæmt þágildandi regl- um um slíkar teikningar. Planið sýnir aðeins einföld strik, en af útlitsmyndum má ráða að gert sé ráð fyrir steyptum göflum og götu- hlið sé steyptur rammi með hleðslu á milli, eða flekum. Samkvæmt plöggum Innflutn- ingsskrifstofunnar er grunnur tek- inn út 31. 12. ‘57 og stendur þar undir lýsing framkvæmd%. „Viðbót við verkstæði. Stein- steypt. Engin skilrúm." Hér er greinilega gert ráð fyrir, að viðbyggingin verði steinsteypt. Loks er svohljóðandi bókun gerð á fundi bygginganefndar Kópavogs, 8. 4. ‘65. „Páll M. Jónsson, Digranesvegi 97, sækir um leyfi til að breyta glugga iðnaðarhúss á lóð nr. 11 við Álfhólsveg, eftir teikningu Ein ars Júlíussonar. Samþykkt." Á þessari teikningu eru sýndir steyptir útveggir á viðbyggingunni og hefur teiknarinn þá ekki verði þess minnungur, hvemig hag- að hafði verið frágangi. Læt ég þetta nægja til að skýra síðustu málsgreinina úr þekn kafla viðtalsins, sem tekinn var upp hér að framan, varðandi við- bygginguna, sem reyndar var nú meira aukaatriði. Ilins vegar virð- ist vefjast fyrir Páli að gefa skýringu á aðalatriðinu, þ.e. timb- urloftinu í kyndiklefanum og op- inu upp á verkstæðið. Hér er um stórvítaverðan frágang að ræða og nægileg ástæða fyrir brottvikn- ingu úr starfi þeim byggingafull- trúa efða eftirlitsmanni, sem leyf- ir slíka hluti. Seinna atriðið, sem Páll' tekur sem dæmi um ósannindi mín, er það, að hann hafi ekkert bréf feng- ið frá mér og því ekki vanrækt nein fyrirmæli frá minni hendi. Hér leyfi ég mér aftur að taka orðrétt upp kafla úr viðtalinu í Vísi. Verið er að tala um eftirlit með smíði hússins og umbúnaði þess. Þar segi ég: „En í janúarmánuði s.l. fór ég, ásamt Hermanni Iíallgrímssyni frá Samvinnutryggingum, í eftirlits- ferð suður í Kópavog og skoðuð- um við þar nokkra staði, þ.á.m. verkstæði Páls Jónssonar. — Urðu þið þá þess áskynja, seni vanrækt hafði verið? — Já, og eiginlega vel það. Því það verð ég að segja að þvílíkan vinnustað hafði ég aldrei áður aug um litið. Umgengnin var blátt áfram ferieg. Venjulegu fólki var alls ekki fært um verkstæðið fyr- ir haugum af hálfunnu efni, spón- um og sagi. Eigandinn var ekki við í það skipti, en ég gáf fyrir- mæli um, að ruslið yrði hreinsað út þegar í stað. — Var það gert? — Ég fór nokkrum dögum seinna suður á Álfhólsveg, ásamt I-Iermanni og þá hittum við fyrir eigandann. Hafði hann í millitíð- inni hreinsað nokkuð af rusliu út. í þetta skipti lagði ég fyrir Pál Jónsson, eiganda verkstæðis- ins, að fjarlægja lofthitunarketil á efri hæð, sem þar hafði verið settur niður án leyfis, enda var staðsetning hans og umbúnaður all ur ólöglegur og jafnframt mjög varhugaverður. f öðru lagi lagði úg fyrir Pál að ganga frá ketil- húsinu, loka upp á verkstæðið, eldtreysta loftið, loka inn í geymsl una frá ketilhúsinu, gera utan- gengt og fjarlægja spónastíu úr ketilhúsinu. Var Páli tjáð, að þetta yrði hann að framkvæma tafar- laust og tók nann því vel. — En framkvæmdir e.t.v. tafizt áður en kviknaði í? — Við athugun, sem gerð var á brunarústunum virðist ekkert hafa verið gert af því, sem fyrir eig- andann hafði verið lagt. — Hvað er hægt að gera í svona tilvikum? — Það er ekki nema eðlilegt að spurt sé. Svona tilfelli sýna það, að málin eru ekki tekin nógu föstum tökum. Ef til vill má kenna eldvarnaeftirlitinu um, að það gangi ekki nógu hart fram og loki tafarlaust fyrir rafmagn og innsigli kynditæki. En það er nú svo. Fyrst reynum við að fá menin með góðu til að bæta úr hlutunum, en reynslan er því mið- ur sú, að það tekst í fæstum til- fellum." Ég vil góðiátlega benda Páli á, að hér stendur hvergi, að ég hafi sent honum bréf. Hins vegar var honum tilkynnt í votta viðurvist, hvað gera þyrfti til lirbóta á verkstæðinu. Ástæðan fyrir því, að Páll var ekki búinn að fá sitt bréf, var einfaldlega sú, að umbúnaði er víð ar ábótavant en hjá honum, og í mörg horn að líta hjá eldvarna- eftiriitinu. Einnig, vegna þess að um stórfellda byggingargalla var að ræða, þá ætlaði ég að skoða teikningarnar af húsinu hjá bygg- ingarfulltrúanum áður en ég sendi bréf. Tilvitnun Páls í viðtalinu „Við byrjum, etc.“ er svar mitt við spurningu blaðamannsins, sem var almenns eðlis og hljóðaði svo: „Sendið þið viðkomandi aðilum aðvörun?" Um skoðun og vottorð Öryggis eftirlits ríkisins get ég ekki sagt annað en það, að þar sem eld- varnareftirlit er starfandi skiptir Öryggiseftirlitið sér ekki af þeirri hlið málanna, nema um beina slysahættu fyrir starfsfólkið sé að ræða. Um lokaorð Páls varðandi heið- 4ir sinn og hótanir hans í garð okkar Gunnars Sigurðssonar, vildi ég mega segja þetta. Fyrir furðulegt og nærri óskilj- anlegt kæruleysi og trassaskap hef ur herra Páll Jónsson óbeint orð- ið þess valdandi, að bygging, efni, vélar og verkfæri fyrir um fimm milljónir króna hefur gjöreyði- lagzt í eldsvoða. Hver svo sem borgar brúsann, þá er þjóðfélagið, okkar og annarra, orðið fimm milljónum fátækara. Auk þess hefur sami herra Páli óbeint stofnað nokkrum samborg- urum sínum í mikla hættu við slökkvistarf á eldstað. Meðan á eldsvoðanum stóð, urðu tvær eða þrjár sprengingar í byggingunni, og í rústunum fundu slökkviliðs- menn benzínbrúsa frá utanborðs- mótor. Brúsi þessi var rifinn og læt ég ósagt um það, hver áhrif tilvera hans í byggingunni hafði <á brunann. Meðan á brunanum stóð flaug asbestklæðningin utan af húsinu öðru hvoru eins og skæðadrífa í allar áttir, með til- heyrandi slysahættu fyrir slökkvi- liðsmennina. Ég vil að lokum benda herra Páli á, að hann er heppinn að vera á íslandi, þar sem engin lög ná yfir afbrot af þessu tagi gegn þjóðfélaginu og samborgurum sín- um, en ekki erlendis, þar sem víða er tekið hart á slíkum mönn- um. i Að svo mæltu tel ég þetta mál útrætt af minni hálfu á þessum vettvangi. Reykjavík, 16. marz 1966. Einar Eyfells. ÍÞRÓTTlR Framhald af bls. 12. elzta sérsambandið, þeirra sem stofnuð voru innan vébanda ÍSj. Vel höfðu þeir félagar undirbú- ið stofnfundinn og lögðu fram frumvarp að lögum sambandsins, sem samþykkt var á fundinum og er enn í gildi lítið breytt. Steinþór Sigurðsson var kosinn fyrsti formaður sambandsins, en Einar B. Pálsson tók við stjórn þess árið eftir, eins og síðar mun frá sagt. Lengi býr að fyrstu gerð, og þess hefur Skíðasamband íslands jafnan notið, að svo víðsýnir kunn áttumenn lögðu grundvöll að starfi þess. Skíðamót hafa alla tíð orðið annað og meira en mæling á getu einstaklinganna, sem keppa hverju sinni, yfir þeim hef ur svifið andi leikgleði og vináttu Skíðamót íslands jafnan verið í- þróttahátíð. Nú skal minnz.t formanna Skíða sambandsins þessi tæp 20 ár, sem það hefur starfað: Steinþór Sigurðsson var for- maður 1946-1947, en hann fórst við vísindastörf við Heklu í nóv- ember það ár. Steinþór var fyrstu árin, sem regluleg skíðamót voru haldin á íslandi iangt umfram aðra menn um kunnáttu í lagn- ingiu brauta, skipulagi og fram- kvæmd skíðamóta. Hann var hið mesta ljúfmenni og drengur góð ur, hans er gott að minnast. Við fráfall Steinþórs tók Einar B. Pálsson við stjóm Skíða sambandsins og stýrði því í fyrstu lotu til ársins 1950. Hann hafði þá um lanigt skeið starfað með Steinþóri að málefnum skíðaí- þróttarinnar. Saman sömdu þeir Skíðahandbókina, sem út kom 1940 og endurbættu hana 1946. Einari hefur alla tíð verið annt um Skíðasambandið og fórnað því miklum tíma, hvort sem hann hefur verið í stjóm þess eða ekki. Síðar á þessum fundi verður lagt fram nýtt verk hans í þágu sam- bandsins, en það eru nýjar leik reglur, sem hann hefur þýtt og lagað að íslenzkum staðháttum. Þriðji formaður SKÍ var Einar Kristjánsson, for9tjóri. Hann var eldlegur áhugamaður um skíða- mál. Mim hafa komizt í kynni við skíðaíþróttina á Siglufirði og var forustum aður í skíðamálum Sigl firðinga meðan hann bjó þar. Þeg ar hér var komið sögu var hann búsettur á Akureyri og flutti nú Skíðasambandið bækistöðvar sjn- ar til Akureyrar og var stjórn þess á Akureyri í 10 ár. Einar er nú látinn. 1956 tók Hermann Stefánsson, íþróttakennari á Akureyri við for mennsku í Skíðasambandiniu og var formaður í fjögur ár. Her- mann var brautryðjandi í skíða- málum Akureyringa og hefur átt enestan þátt í að byggja upp hina glæsilegu skíðamiðstöð, sem nú er að rísa upp í Hlíðarfjalli við Akureyri. Aftur tók Einar B. Pálsson við stjóm sambandsins 1960-1964, en síðan núverandi formaður Stefán Kristjánsson. Aðrir í stjóm eru: Þórir Jóns- son, Reykjavjk, varaformaður, Gísli B. Kristjánsson, Kópavogi, ritari Ólafur Nilsson, Reykjavík, gjaldkeri og meðstjórnendur Þór ir Lárusson, Reykjavík, Einar B. Ingvarsson, ísafirði, Guðmundur Arnarson Siglufirði Þórarinn Guð mundsson, Akureyri og Ófeigur Eiríksson, Neskaupstað. Það mun hafa verið álit frum- herjanna, að formenn Skíðasam- bandsins skyldu ekki sitja í emb- ætti nema fá ár í senn. Hefur þeirri reglu verið fylgt hingað til. Þó að eðlilegt sé á tímamótum sem þessum að minnast liðinna tíma, varðar hitt þó meiru, að horft sé fram á við og sótt til hærri markmiða. S.l. ár hefur ver ið óvenju viðburðarikt hjá skíða mönnum. Á vetrinum fór í fyrsta skipti fram Unglingameistaramót fslands á skíðucn, tekin voru upp svokölluð opin mót, þ.e. mót, sem öllum meðlimum SKÍ er boðin þáttaba í, og aðkomumönnum veitt ókeypis uppihald á mótstaðn um meðan mótið stendur yfir. Mót þessi eru á fjórum helztu skjða- stöðum landsins, þ.e. Akureyri, ísafirði, Reykjavík og Siglufirði. Óvenju margir íslenzkir skíða- menn hafa keppt á erlendum mót- um og náð þar í sumum greinum mjög athyglisverðum árangri. í- þróttasamband fslands hefur á- kveðið, að í Hlíðarfjalli við Akur eyri skuli vera miðstöð fyrir vetr aríþróttir og lagt fram mjög mik ilsverða aðstoð til þess að flýta fyrir uppbyggingu staðarins. Eftir viku hefst Skíðamót ís- lands á fsafirði. Verður það jafn framt liður í hátíðahöldum ísa- fjarðarkaupstaðar, sem í ár minn ist 100 ára afmælis. Er mjög til mótsins vandað. Strax að mótinu loknu þarf að velja hóp skíðafólks og hefja und irbúning fyrir Vetrar-Olympíuleik ana 1968. f dag er mjög vaxandi áhug á skíðaíþróttinni og sóknarhugur 1 skíðamönnum. Eg tel því, að líta megi með bjartsýni til framtíðar- innar“. Að lokinni ræðu Stefáns tók Gísli Halldórsson til máls og flutti SKÍ kveðjur frá ÍSÍ. Skeyti barst frá akureyrskum skíðamönnum, sem árnuðu sambandinu heilla á þessum tímamótum. Tókst þessi afmælisfundur hið bezta. Parísarsveit Pauls Kuentz væntanleg eftir 10 daga Innan skamms er væntanleg hingað til lands ein kunnasta kammerhljómsveit Frakklands, Parísarsveit Pauls Kuentz. Kemur sveitin hingað á vegum Péturs Péturssonar, Skrifstofu skemmti- krafta, og heldur tónleika í Aust- urbæjarbíói sunnudaginn 3. apríl. Parísarsveit Pauls Kuentz skipa auk stjómandans, fjórtán hljóð- færaleikarar, sjö karlar og sjö konur, auk þess sem með henni leika oft frægir einleikarar á ým is hljóðfæri. Paul Kuentz stundaði nám við L'Ecole Superieure de Musique í París og útskrifaðist þaðan með fyrstu verðlaunum. Hljómsveit sína stofnaði hann árig 1950 og eru hljóðfæráleikararnir flestir verðlaunahafar frá þessum sama skóla — og allir Parísarbúar Fyrstu hljómleikum kammer sveitarinnar í apríl 1951 var af- bragðs ’ vel tekið og síðan hefur hún haldið meira en 70 hljóm- leika heima og erlendis, heimsótt flest lönd Evrópu og farið a.m.s. tvær hljómleikaferðir um Banda ríkin og Kanada. Auk þess hefur hljómsveitin víða komið fram í útvarpi og sjónvarpi og leikið inn á fjölmargar hljómplötur. Hljóðfæraskipan sveitarinnar er í meginatriðum þannig, að fiðl ur eru sjö, víólur tvær, celló tvö einn bassi og síðan annaðhvort píanó, cembalo eða orgel. f ýms- um verkum svo sem Brandenborg- ar-konsertum ,J. S. Bachs er bætt við ýmsum biásturshjjóðfærum, flautu, óbó, fagott, trompet eða homi. (Hús BelgjagerSarinnar) i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.