Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 8
ÞlNGFRÉTTiR TÍMINN Hægri handar umferö var samþykkt í neðri deild Á fmidi neSri deMar Alþingis í gær fór fram atkvæðagreiðsla an framvarpÉð nm gMistöku bægri hamdar umferðar hér á landi 1968. Beðið var um nafnakall um fyrstu grein frumvarpsins, og var hún samþykkt með 26 atkv. gegn 9 en 5 greiddu ekki atkvæði. Já sögðu Sigurður Bjarnason, A-vel Jónsson, Birgir Finnsson, Bjami Benediktsson, Björn Fr. Bjömsson, Bagnar Jónssan, Ed- varð Sigurðsson, Einar Ágústsson, Eysteinn Jónsson, Geir Gunnars- son, Guðlaugur Gíslason, Gylfi Þ. Gísiason, Hanniibal Valdim-arsson, Ilngólfrar Jónsson, Ingvar Gísla- son, Jóhann Hafstein, Jón Skafta- son, Jónas G. Rafnar, Lúðvík Jósefsson, ^ Matthías Bjarnason, Matthías Á. Matthiesen, Pétur Sigurðsson, Ragnar Arnalds, Sig- urður Ágústsson, Skúli Guðmunds- son, Sverrir Júlíusson. Nei sögðu Óskar Jónsson, Bene- dikt Gröndal, Björn Pálsson, Gunnar Gíslason, Halldór Ásgríms son, Daníel Ágústínusson, Óskar E. Levý, Sigurvin Einarsson og Þórarinn Þórarinsson. Hjá sátu Einar Olgeirsson, Ragnar Guð- leifsson, Jónas Pétursson og Sig- urður Ingimundarson. Frumvarpinu var síðan vísað til þriðju umræðu með 25 atkv. gegn 5. Frumvarpið um hægri handar akstur á þvi greiða ieið gegnum neðri deild, hvað sem efri deild segir um málið. Frv. um vernd barna og unglinga komið fram endurskoðað af mþn. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðíherra fylgdi úr hlaði í neðri deild í gær stjórnarfrumvarpi um vemd barna og unglinga. Þetta er mikÐl lagabálkur í sjö köflum, og hefur að geyma ítarleg laga- ákvæði um almenna barnavernd, barnaverndarncfmlir, bamavernd arráð, störf og starfsháttu bama- vemdarnefnda og barnaverndar- ráða, skoðun kvikmynda og leyfi til þess að sýna þær börnum og unglingum. Fumvarp þetta er alger endur- skoðun barnaverndarlaga, og seg- ir svo í greinargerð um samningu frumvarpsins: „JTinn 24. maí 1965 ritaði menntamálaráðherra alþingis- mönnunum frú Auði Auðuns, Benedikt Gröndal, Einari Olgeirs- syni, Ólafi Björnssyni og Sigur- vin Einarssyni svo hljóðandi bréf: „Fyrir síðasta Alþingi lá frum- varp til laga um vernd barna og unglinga. Varð ágreiningur um af greiðslu málsins' milli mennta- málanefnda Neðri og Efri deild- ar. Ráðuneytið hyggst leggja þetta mál aftur fyrir Alþingi, er það kemur saman í haust, og hefur mikinn áhuga á því, að það geti þá orðið í því formi, að báðar nefndirnar styðji málið. Þess er þess vegna hér með farið á ieit við yður, herra alþingismaður, að þér takið sæti í nefnd til þess að samræma þær skoðanir, sem uppi voru á Alþingi um þetta mál.“ Benedikt Gröndal var skipaður formaður nefndarinnar. Hinn 7. desember s.l. sendi nefndin menntamálaráðuneytinu skýrslu um niðurstöður sínar. Skýrslan er birt sem fylgiskjal með frv þessu. Frv. er nú lagt fyrir Alþingi með þeim breytingum, sem þessi nefnd varð sammála um, en 41. gr. þó eins og hún var í upphaf- legu stjórnarfrv. og með þeim breytingum á 39. gr., að ríkis- stjóminni sé skylt að stofna barna heimili, eftir því sem fé er veitt til þess í fjárlögum." Einnig segir'gvó’‘í skýMú ihil'fi- þinganefndarinnar- um. barnavernd til menntamálaráðherra: „Milliþinganefnd sú, sem hæst- virtur menntamálaráðherra skip- aði fyrr á þessu ári til að fjalla um frumvarp til laga um vernd barna og ungmenna, hefur haldið marga fundi, farið yfir frumvarp- ið eins og Alþingi skildi við það síðastliðið vor og aflað sér ýmissa frekari gagna. Nefndin hefur orðið sammála um að leggja fyrir ráðherra nokkr ar breytingatillögur við frumvarp- ið, eins og það var eftir afgreiðslu neðri deildar. Tillögur þessar eru við 2. gr., 6. gr., 12. gr., 39. gr., 42. gr, 59 gr, og 61 gr Tillög- urnar ásamt greinargerð með þeim fylgja þessari skýrslu. Nefndin hefur þó varið lang mestum tíma til að fjaUa um 41. gr. frumvarpsins (eins og það er eftir afgreiðslu neðri deildar), en þar eru ákvæði um vinnu barna og ungmenna. Var vitað, að um efni þessarar greinar væru skipt- ar skoðanir, enda mun hún hafa verið meginorsök þess, að frum- varpið hlaut ekki afgreiðalu í efri deild síðastliðið vor. Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna Aðalfundur styrktarfélags van- gefinna var haldinn að dagheimili inu Lyngási s.l. sunnudag 27. marz. Formaður félagsins, Hjálm ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri setti fundinn og stjórnaði honum. Las hann skýrslu félagsstjórnar og skýrði frá helztu framkvæmd- um á s.l. ári. Framkvæmdastjóri, sr. Erlendur Sigmundsson, las reikninga félagsins fyrir árið 1965 og gerði grein fyrir fjárhag þess. Frú Sigríður Ingimarsdóttir las reikninga kvennasjóðs félags ins, og voru reikningar samþykkt ir athugasemdalaust. Úr aðal- stjórn félagsins áttu að ganga Hjálmar Vilhjálmsson og Sigríður Ingimarsdóttir, og voru þau bæði endm’kjörin í einu hljóði. Úr vara stjóm áttu að ganga Halldór Hall dórsson og Wilhelm Wokanson og voru báðir endurkjörnir. Aðal- stjórn skipa nú: Hjálmar Vil- hjálmsson, ráðuneytisstjóri, for- maður, Aðalsteinn Eiríksson, eftir litsmaður fjárhags skóla, Guð- mundur St. Gíslason, múrarameist ari, Kristrún Guðmundsdóttir, frú og Sigriður Ingimarsdóttir, frú. Framkvæmdastjóri félagsins er séra Erlendur Sigmundsson. Skrif stofa félagsins er að Laugavegi 11. Með bréfi dagsettu 15. júlí 1954, sendi menntamálaráðuneyt- ið nefndinni afrit af bréfi Davíðs Ólafssonar fiskimálastjóra, þar sem hann benti á, að ekki lægju fyrir ljósar upplýsingar um, hvaða þýðingu vinna barna og ung- menna hefur fyrir atvinnulíf lands ins. Taldi hann, að glöggar upp- lýsingar um þetta atriði mundu auðvelda mönnum afstöðu til máls ins. 'Formaður nefndarinnar ræddi við hagstofustjóra og starfsmenn Efnahagsstofnunarinnar um þetta mál. Varð niðurstaðan af þeim viðræðum sú, að ókleift væri að gera athuganir, sem veittu gagn- legar upplýsingar um þessa hlið málsins, nema með mikilli fyrir- höfn og allöngum tíma, og jafn- vel þá vafasamt, að gildi þeirra upplýsinga yrði í samræmi við til- kostnað. Ýmsir nefndarmenn létu í Ijós þá skoðun, að afstaða þeirra til vinnu barna og ungmenna mundi ekki mótast af fjárhags- legri þýðingu þeirrar vinnu, held- ur af því, hve mikil og hvers kon- ar vinna er talin börnum og ung- mennum hóli. Samt sem áður leitaði nefndin til Sölumiðstöðvar hraðfrystibús- anna og Sambands ísl. samvinnu- félaga, þar eð bamavrnna í frysti- húsum var talin mikilsverður þátt- ur í rekstri þeirra. Lofuðu við- komandi aðilar innan þessara sam taka að senda nefndinni álitsgerð eða upplýsingar um vinnu bama og ungmenna í þeim frystihúsum, sem þeir hafa upplýsigar um. En þær álitsgerðir hafa ekki borizt. Áður en nefndin hafði lokið um- ræðum sínum um 41. gr., skýrði menntamálaráðherra formanni hennar svo frá, að forseti Alþýðu- sambands fslands hefði fyrir sam- bandsins hönd farið þess á leit við forsætisráðherra, að lagasetn- ing um vinnu barna og ungmenna yrði látin vera í vinnuverndar- frumvarpi, sem undirbúið hefði verið í samræmi við júnísamkomu lagið 1964. Hefði ríkisstjórnin ákveðið að verða við þessari ósk, og mundi félagsmálaráðherra fela vinnutímanefnd skriflega að taka við þessu verkefni. Af þessum sökum hefur milli- þinganefndip ákveðið að gera ekki tillögur um 41. gr. frumvarps ins um barnavernd. Einstakir jnefndarmenn hafa þó óskað að gera athugasemdir um þetta mál I og fylgja þær skýrslunni." ÞINGFRÉTTIR MHJVIKUDAGUR 30. marz 1966 Á ÞINGPALLI í efri deild urðu töluverðar umreeður um loðdýrafrumvarpið í gær, og fluttu þeir langar ræður um málið Alfreð Gíslason og Þorvaldnr Garðar Kristjánsson, og var hinn fýrrnefndi á móti frumvarpinu en hinn síðari meðmœltur. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umræðu. f neðri deild föru fram atkvæSagreiðslur um frumvörp stjómarinn- ar 'um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins og verðtryggingu fjár- skuldbindinga, og var þeim vísað til 3. umræðu. Þá mælti Ragnar Arnalds fyrir frumvarpi sínu um fiskiðju ríkisins, og Einar Olgeirsson tók einnig til máls um það mál, og var því vísað til 2. umræðu. Þá var og samþykkt frá deildinni stjórnarfrumvarpið um mat á sláturafurðum. Vilja banna dragnóta veiðar í Faxaflóanum Fjórir þingmenn, Jón Árnason, Ásgeir Bjarnason, Björn Jónsson og Friðjón Skarphéðinsson hafa lagt fram í efri deild frumvarp um breytingu á lögum nr. 40 frá 1960 um takmarkað leyfi til drag- nótaveiða í fiskveiðilandhelgi ís- lands undir vísindalegu eftir- liti. Leggja þeir til, að á eftir orðunum „að dragnótaveiði sé heimil á tilteknu svæði eða svæð- um,“ í 2. málsgrein 1. gr. lag- anna komi orðin: annars staðar en í Faxaflóa. í greinargerð um málið segja flutningsmenn: ,í 4. tbl. Ægis 1966 er grein eftir hr. fiskifræðing Jón Jónsson, sem hann nefnir: Ástand fiski- stofnanna við . fsland. — Efni greinarinnar telur greinarhöfund- ur að sé byggt á skýrslu, sem samin var á s.l. ári af nefnd fær- ustu sérfræðinga á þessu sviði, sem Evrópuþjóðimar eigi völ á. í upphafi greinarinnar segir, að ástand fiskstofnanna í Norður- Atlantshafi hafi um nokkurt skeið verið mönnum áhyggjuefni, þar sem með vaxandi sókn séu marg- ir þeirra faxnir að láta á sjá. Það, sem mestuin áhyggjum virðist valda í þessu sambandi, er sú staðreynd, að meira sé tekið úr íslenzka þorskstofninum en hann virðist þola. í öðru lagi veldur það sérstökum áhyggjum, hvað stór hluti af þorskveiðinni er ókynþroska fiskur. Hvað veiðun- um utan landhelginnar viðkemur, er taíið, að leggja beri áherzlu á að auka möskvastærðina í botn- vörpu á íslandsmiðum upp í 130 mm til samræmis við það, sem nú gildir í Barentshafi. Eins og nú er komið tækni i fiskveiðunum, er þess vissulega fuR þörf að gera hverjar þær ráðstafanir, sem leitt geta til þess að vernda allan ungfisk og upp- eldisstöðvar í flóum og fjörðum umhverfis landið allt fyrir þeim veiðitækjum, sem vitað er að mestri rányrkju valda. Eigi verður um það deilt, að Faxaflói er ein allra þýðingar- mesta fiskuppeldisstöðin við strendur fslands. Kemur þar til m.a., að Faxaflói liggur næst að- alhrygningarstöðvunum við suður- strönd landsins, en þangað er ung viðinu næst að leita skjóls, og þar eru öll hin ákjósanlegustu skilyrði frá náttúrunnar hendi til vaxtar og þroska. Þá er þess að geta, að á engu hafsvæði hér við land hafa verið gerðar jafnýtarlegar vísindarann sóknir í þessum efnum og í Faxa- flóa. Meðan vér áttum við að búa fiskveiðilandhelgi, sem aðeins náði 3 sjómílur frá ströndinni, voru af íslenzkum og erlendum fiskifræð- ingum gerðar margendurtekn- ar rannsóknir í þessu skyni. Niðurstöður þeirra rannsókna vöktu á sínum tíma alþjóðaathygli á þeim geysilega mun, sem var á vaxtarskilyrðum ungfisksins utan og innan iandhelginnar. Kom þá glöggt í Ijós, að innan landhelg- innar var mildl gnægð ungfisks, sem lifði við hin beztu Iffs- og þroskaskilyrði. En utan landhelg- innar sýndu rannsóknir þessar, að allt öðru máli var að gegna, þar hafði uppfæðingurinn orðið rán- yrkjunni að bráð. Eftir að landhelgin var færð úr í 4 sjómíiur frá yztu annesjum og allir flóar of firðir voru frið- aðir fyrir botnvörpu- og dragnóta veiðum, var þess ekki langt að bíða að fiskmagnið ykist þar. En sam- fara því kom það einnig til, að veiðarnar og hið góða hráefni riýtt ist á allan hátt betur. Þessi hag- stæða þróun fiskveiðanna í Faxa- flóa stóð því miður skamma stund. Það leið skammur tími eftir að dragnótaveiðarnar hófust að nýju í flóanum, þar til þess fór að verða vart, að fiskmagnið fór hrað minnkandi. Er nú svo komið, að heita má, að í Faxaflóa sé fiski- laust á flestum tímum árs, a.m.k. á móts við það, sem áður átti sér stað. Dragnótaveiðin gaf að vísu nokkra raun í byrjun, meðan hún naut ávaxtanna af undanfarandi jfriðun, en brátt dró úr þeim veið um einnig og því meira sem lengra hefur liðið. Má í því sambandi benda á þá staðreynd, að fisk- veiðum þessum er nú haldið uppi með styrk úr aflatryggingasjóði vegna hins litla aflamagns, sem veiðarnar gefa. Hættan af dragnótaveiðum í jafn þýðingarmikilli uppeldisstöð og Faxaflóinn er felst ekki fyrst og fremst í veiði nytjafiska, held- ur hinu gegndarlausa ungviðis- drápi, sem þessum veiðum fylgir. Það tjón, sem landsmönnum er búið af þessum veiðum í Faxa- flóa, verður ekki með tölum tal- ið. Þetta tjón tekur einnig til fleiri en þeirra, sem við flóana búa eða þar í nánd. Fiskurinn, sem fær frið og næði til að vaxa upp í Faxaflóa, dreifist, er hann stækkar, um öll fiskisvæði við strendur landsins. Hér þarf því þegar að spyrna við fótum og bægja frá þeirri augljósu haittu, sem við blasir. En það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim að banna með öllu dragnóta- og botnvörpuveiðar í Faxaflóa. Slíkar ráðstafanir þarf vafalaust að gera víðar, en hér í Faxaflóa er sökum legu hans og staðhátta allra mest í húfi. Þess vegna má það ekki dragast lengur, að hér verði bót á ráðin á þann hátt, sem lagt er til í frumvarpi þessu.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.