Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 30. marz 1966
Hildarleikur í þéttsetinni farþegaþotu
Flugstjórinn skotinn
er þotan var að lenda
Frá verðlaunaafhendingunni í gærmorgun. Oskar Ólason, yfirlögregluþjón flytur ávarp, bak við hann stend-
ur sveit Laugarnesskólans sem sigraði í keppninni, en hana skipuðu: Inga R. Ingólfsdóttir, Páll Hermanns-
son, Sigríður Á. Ingólfsdóttir, Reynir Vignir, Sigurbjörg Á. Jónsdóttir, Hllý H. Gunnarsdóttir, Herdís Ástráðs-
dóttir. Ennfremur eru á myndinni Eglll Gestsson, fulltrúl bifreiðatryggingafélaganna, Ásmundur Matthiasson,
lögregluflokksstjóri og Pétur Sveinbjarnarson, fullt. Umferðarnefndar Reykjavfkur.
LAUSARNESSKÚLABÖRN SI6RUÐU I
SPURNINGAKEPPNI UM UMFERÐARMÁL
Reykjavík, þriðjudag.
í dag fór fram verðlaunaafhend
ing f spurningakeppni skólabarna
um umferðamál. í keppninni tóku
þátt börn úr 12 ára bekkjardeild-
um bamaskólanna. Sigurvegari
var sveit Laugarnesskólans.
Samstarfsnefnd bifreiðatrygg
ingafélaganna gaf fagran bikar til
keppninnar, sem er farandbikar
og vinnst ekki til eignar, nema
sami skólinn vinni bikarín þrisv
ar i röð eða fimm sinum alls.
Ennfremur gáfu vátryggingafélög
in,(minni bikar,,sem vinnst til
eignar.
Keppnin var þrískipt. í fyrsta'
hluta hennar voru lagðar tuttugu
skriflegar spurningar fyrir öll 12
ára börn í barnaskólunum, en síð-
an voru valin 7 börn úr hverj-
um skóla til þess að keppa fyrir
hönd skólans. Allir barnaskólar
borgarinnar sendu sveit til keppn-
innar og voru lagðar fyrir börn-
in munnlegar spurningar. Þeir
skólar sem urðu stigahæstir í
þeirri keppni voru: Laugarnesskól
inn og Æfinga og tilraunaskóli
skóli Kennarasleóla íslands, sém
kepptu síðan til úrslita. Þeirri
keppni var útvarpað og lauk henni
með sigri Laugarnesskólans.
Verðlaunaafhending fór fram í
dag á sal Laugarnesskólans að við
stöddum nemendum og kennurum
skólans. Egill Gestsson afhendi fyr
ir hönd bifreiðatryggingafélag-
anna Gunnar Guðmundssyni skóla
stjóra farandbikarinn sem varð-
veitast á í skólanum í eitt ár,
og síðan keppnissveit skólans bik
ar til eignar mð áletruðum nöfn-
um keppenda. Óskar Ólason, yfir-
lögregluþjónn fjutti ávarp við
þeíta tækifæri og afhenti skólan-
um viðurkenningarskjal frá lög-
reglustjóranum í Reykjavfk fyrir
góða frammistöðu og ennfremur
mun Æfinga og tilraunaskóli Kenn
araskóla íslands fá viðurkenning-
arskjal.
Ásmundur Matthfasson lög-
regluflokksstjóri hefur haft stjóm
keppninnar með höndum, sem er
einn þáttur í þeirri viðleitni lög-
reglunnar og Umferðarnefndar
Reykjavíkur í að auka umferðar-
fræðsluna í skólum Reykjavíkur-
borgar.
NTB—Havana, þriðjudag.
Vélamaður um borð í kúbanskri
farþegaþotu, sem í voru 90 far-
þegar myrti á sunnudaginn flug-
stjórann og vaktmann um borð
I vélinni í misheppnaðri tilraun
til þess að ræna vélinni og neyða
hana til að lenda í Miami í Flór-
ída, að því er innanríkisráðuneyt-
ið á Kúbu tilkynnti í dag.
Atburður þessi átti sér stað um
borð f Iljusjin-18 flugvél, sem
var á leið til Havana frá Santiago
de Cuba í austurhluta landsins á
sunnudaginn. Flugvirkinn, Angel
Maiia Betancourt Cueto sló fyrst
niður vaktmanninn og tók frá
honum byssu, sem hann bar. Því
næst skaut hann vaktmanninn og
reyndi að þvinga flugstjórann til
þess að fljúga til Miami.
Flugstjórinn lét sem hann færi
að skipun flugvirkjans en stefndi
þess í stað til Havana. Það var
fyrst rétt 1 því, að lending var
gerð, að flugvirkinn tók eftir
þestsu. Hann skaut flugstjórann
og reyndi að komast að stýrinu
en aðstoðarflugmaðurinn réðst á
flugvirkjann. Meðan á slagsmál-
Framhald á 11. síðu
Bekkjaráð Menntaskólans
í Reykjavíkur hefur nýlega
gefið út Faunu 1966 og eru
í bókinni nál. 220 teikning-
ar af nemendum og kenn-
urum sjötta bekkjar skólans.
Eru meðfylgjandi myndir
úr bókinni.
Almenningi gefst kostur
á að eignast Faunu 1966,
en hún verður seld næstu
daga í Menntaskólanum 1
löngu frímúnútunum á
morgnana, þ.e.a.s. frá kl.
10.40—11.
Vít.Ua«m<X éb
5*:» •»
f t-T
i«n |*T"“
h-Jn Ufcr. }*
tnc»' If
bi Mlri
nti »'• *
John Nicholson látinn
Rafmagnsleysi
KT-Reykjavík, mánudag.
Að undanförnu hefur gætt
rafmagnstruflana á suðaustur-
hluta Vestfjarðarkjálkans frá
Hólmavík til Gilsfjarðar. Hpfa
truflanir þessar verið allveru-
legar og hefur þuft að
skammta rafmagn til neytenda
á þessu svæði, en rafmagn á
svæðinu kemur frá Þverárvirkj
un í Steingrímsfirði.
Blaðið hafði í dag samband
við Guðjón .Guðmundsson,
rekstrarstjóra hjá Rafmagns-
veitu ríkisins, til þess að spyr;
ast fyrir um orsakir aður-
nefndra truflana. Sagði Guð-
jón, að vegna óvenjulega lít-
illar úrkomu á síðasta ári væri
svo komið, að vatnsgeymir
Þverárvirkjunar væri að tæm-
ast og hefði af þeim orsökum
orðið að skammta rafmagn til
notenda á svæðinu. Fljótlega
mætti búast við bót á þessu
ástandi, vegna þess að send
hefði verið dísilvól áleiðis til
Hólmavíkur og skyldi hún
koma ástandinu í samt lag aft
ur.
Þá sagði Guðjón, að það
hefði komið mjög á óvart, að
truflanir hefðu orðið á raf-
magni frá Þverárvirkjun, þar
sem mjög litla úrkomu þyrfti
til þess að fullnægja vatns-
þörf hennar.
Aflinn saltaður um
borð
GM-Stöðvarfirði, þriðjudag.
Fyrir skemmstu kom hingað
báturinn Heimir SU 100, sem
verið var að stækka í Noregi.
Mun hann nú orðinn um 220
tonn, en var áður 193 tonn.
Er nú verið að búa bátinn út
á netaveiðar, en sú nýlunda
verður tekin upp í útgerð báts
ins, að aflinn verður saltaður
um borð.
Vinna stendur nú yfir við
síldarverksmiðjuna, sem taka á
til starfa hér í sumar. Er það
vélsmiðjan Héðinn, sem sér
um bygginguna, en veðurfar
hefur tafið framkvæmdi tals-
vert. Grunnurinn hefur nú ver
ið undirbúinn að mestu leyti.
145 lendingar
SE-Þingeyri, þriðjudag.
Hér er enn allt hvítt af
snjó og talsverður snjór á lág-
lendi, en tiltölulega litill í
fjöllum. Ekkert hefur verið
mokað enn, hvorki vegurinn
fyrir Dýrafjörð, né fjallvegir,
en menn eru farnir að vona,
að ekki líði á löngu áður en
það verður gert.
Afli hefur verið tiltölulega
góður, en virðist hafa minnk-
að fyrir helgina, og er nú að
glæðast aftur. Hannes kom
hingað í dag með 33 tonn.
Hér var skemmtun barna-
skólans á laugardaginn. Er
hún orðinn árlegur viðburður
og hefur verið það í mörg ár
og talin ein bezta skemmtun
ársins. Koma skólabörnin fram
með skemmtiatriði sjálf, upp-
lestur og söng, leikfimi og leik
þætti. Er mjög lofsvert, hve
Framhald á 11. siðu
HZ-Reykjavík, þriðjudag.
Fyrir fimm árum síðan barst
Tímanum bréf frá John Nichol-
son byggingaverkfræðingi í Ne-
vada, þar sem hann bað Tímann
að birta bréf sitt, svo að hugsan-
legir ættingjar gætu gefið sig
fram. John bárust tvö bréf, ann-
að frá Benedikt Gíslasyni frá Hof-
teigi, en hitt frá Kristjáni Jökli
Péturssyni, sem tjáðu sig ætt-
ingja hans. John hafði vitað að
afi sinn, Gunnlaugur Pétursson,
bjó á Hákonarstöðum í Jökuldal
svo að ekki reyndist mjög erfitt
fyrir ættingjana að gefa sig fram.
Það var úr, að John Nicholson
og kona hans komu til íslands
sumarið 1962. Dvöldu þau hér í
3 vikur og sögðu að þeim hefði
aldrei liðið dásamlegar. John
mundi ennþá íslenzkuna, sem afi
hans hafði kennt honum. Eftir
þriggja vikna dvöl hérlendis sneru
þau aftur til Bandaríkjanna, þar
sem John notaði hvert tækifæri til
þess að prísa hið dásamlega ís-
Framhald á 11. siðu
Á myndinni eru John og Lucie Nicholson I góðu yfirlæti hjá Kristjánl
Jökli Péturssyni, sem staðið hefur í stöðugu sambandi við þau hjónin.
jp Myndin var tekin fyrir 5 árum siðan.