Tíminn - 31.03.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN íþróttasjóður fjariægSst æ m®ira að geta gegnt hlutverki sínu Ríkisstjórnin lækkar framlög til hans, en verkefni hans og skuldafúlga vaxa jafnt og þétt ssaáumzLi m, *JJr, Daníel Ágústínusson AK-Reykjavík, miðvikudag. Menntamálaráðherra svaraði í dag í sameinuðu þingi eftirfar- andi spurningum Daníels Ágústín- ussonar: 1. Hvaða ráðstafanir hyggst rík isstjómin gera til að greiða úr fjárhagsvandræðum íþróttasjóðs? 2. Hvað líður störfum þeirrar nef ndar, sem menntamálaráð- herra skipaði í febrúar 1963 ,til þess að endurskoða lagaákvæði um íþróttasjóð? Daníel Ágústínusson gerði grein fyrir fyrirspurnum sínum og minnti á, að íþróttalögin og íþróttasjóður hefðu átt 25 ára af- mæli á síðasta ári. Setning lag- anna hefði markað tímamót í íþróttamálum íslendinga, því að með þeim hefði löggjafinn viður- kennt stöðu íþróttanna í þjóðfé- laginu og að veita bæri opinber- um stuðning við mannvirki, sem nauðsynleg eru til íþróttaiðkana. Eftir gildistöku laganna hefði verið veitt í þessu skyni ein heild- arfjárveiting á fjárlögum, en íþróttanefnd og íþróttafulltrúa síð an falið að skipta. Með tæknilegri aðstoð og f járhagslegum stuðn- ingi hefði síðan verið byggð sam- tals 167 íþróttamannvirki á land- inu þennan aldafjórðung og væru það 54 sundlaugar 68 íþróttavell- ir og hlaupabrautir, 22 skíðamann virki, 14 baðstofur og 9 íþrótta- faús. Mannvirki þessi hefðu kostað alls 160,5 millj. kr. sagði Daníel, Aðalfundur IðnaSarbankans AðaLfundur Iðnaðarbands var haldinn í samkomuhúsinu Lido s.l. laugardag og hófst kl. 14.30. Fundarstjóri var Gunnar Friðriks- son formaður Félags ísl. iðnrek- enda, en fundarritar Sigurjón Sigurðsson, deildarstjóri. Sveinn B. Valfells, formaður banikaráðs, flutti skýrslu bankat ráðs um starfsemi bankans sl. ár. Kom fram í henni, að starf- semi bankans er í örum vexti. í nóv. sl. var opnað útibú á Akur- eyri og hefur rekstur þess geng- ið mjög vel. Þannig námu inn- stæður þar um sl. mánaðarmót rúml. 14 millj. kr. Ennfremur gat formaður þess, að bankinn hefði fyrir nokkru fest kaup á húsnæði fyrir útibú frá bankanum að Háaleitisbraut 58, í Reykjavfk og væri leyfi fengið til þess að hefja þar starfsemi, en það yrði gert síðar á þessu ári. Pétur Sæmundsson, bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikn- inga bankans fyrir 1965 og skýrði þá. Aukning innstæðna í spari- sjóði nam 95.4 millj. kr. á árinu eða 35.98%. Hins vegar lækkuðu hlaupareikningsinnstæður um 7,2 millj. kr. og var því heildarinn- stæðuaukning 88,2 millj, kr. eða um 27.4%. Útlánsaukning á sl. ári var 58 millj. kr. eða 19,98%. Bund in innstæða í Seðlabankanum var í árslok 71 millj. kr. Innborgað 'hlutafé ásamt varasjóði nam 23,5 millj. kr. Reikningur bankans voru því næst samþykktir samhljóða. Bragi Hannesson, bankastjóri, skýrði frá starfsemi Iðnlánasjóðs st sþ . ári. Veitt vorp lán á árinu seni námu s’amtals 58^5 millj. kr., en útlán sjóðsins nema alis 139,6 millj. kr. Eigið fé sjóðsins óx um 24,4 millj. kr. á árinu og er þá samtals orðnar 72 millj. kr. Þá fór fram kjör bankaráðs fyr- ir næsta starfsár og voru eftir- taldir menn kosnir: Sveinn B .Val fells, forstjóri, Sveinn Guðmunds- son, forstjóri og Vigfús Sigurðs- son, húsasm.m. Iðnaðarmálaráð- herra skipaði í bankaráð þá Ein- ar Gíslason, márarameistari og Guð mund R. Oddsson, framkvstj. End urskoðendur voru kosnir I>orvarð- ur Alfonsson og Otto Schopka. Aðalfundinn sóttu um 250 hlut- hafar. og framkvæmdir þessar og fyrir- heit ríkisins um fjárhagslegan stuðning hefðu leyst úr læðingi mikið starf, og einstaklingar, fé- lög og bæjar- og sveitarfélög lagt af mörkum mikið fé til þeirra. Væri vafasamt, að svo mikið hefði verið lagt af mörkum, ef íþrótta- lögin hefðu ekki komið til. Úr íþróttasjóði hafa verið greiddar í þessu skyni 23,6 millj., og er það samkv. úthlutunarregl- um sjóðsins 40% til sundlauga, baðstofa, íþróttahúsa og héraðs- íþróttavalla, 30% til íþróttavalla félaga og 20% til skíðamann- virkja. Nokkur fjárhæð hefði á hverju ári gengið til sérfræðiað- stoðar og teikninga, sem íþrótta- sjóður skal greiða að fullu samkv. íþróttalögunum og mun það gert til þess að tryggja nægt eftirlit með vöndun mannvirkja, og nokkru fé hefur verið varið til stuðnings frjálsi íþróttastarf- semi. Þegar lokið var úthlutun 1965, sagði Daníel, átti íþróttasjóð- ur eftir að greiða 26,4 millj. af skuldbindingum sínum til margra mannvirkja. Fjárveiting Alþingis er hins vegar ekki nema 3,4 millj. nú, var 4 millj. en var lækkuð í fyrra og hefur ekki verið hækkuð aftur. Með sömu fjárveitingu væri íþróttasjóður 10—11 ár að greiða þær skuldir, sem nú hvíla á sjóðn- Framhald a 14. siðu FIMRK'UDAGUR 31. marz 1966 Árshækur hins ísienzka bók- menntafélags Hið íslenzka bókmenntafélag sendir frá sér þessa dagana árs- bækur sínar fyrir árið 1965. Eru það Skírnir, tímarit Hins fslenzka bókmenntafélags, og bókin Ritun- artími íslendingasagiy, rök ^g rannsóknaraðferð eftir Einar Ól. Sveinsson. Er þetta 139. ár Skírnir, sem nú er undir ritstjóm Halldórs Halldórssonar, prófessors. Er efni hans fjölbreytt, og af efni eftir íslenzka höfunda má nefna: Hand ritamálið á lokastigi, eftir ritstjór ann, greinarnar Upphaf íslands- byggðar og Fyrsta málfræðiritgerð in og upphaf íslenzkrar sagnrit- unar eftir Hermann Pálsson, lekt or í Edinborg. Bjarni Guðnason, prófessor skrifar þanka um sið- fræði íslendingasagna, Ólafur Hall dórsson, cand.mag. greinina Úr bréfum Fjölnismanna, Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður um eina jarlsvísu og konungsbréf, Sveinn Einarsson, leikhússtjóri greinina Helgileikir og herranæt- ur, Selma Jónsdóttir, listfræðing- ur um gamla krossfestingarmynd og Aðalgeir Kristjánsson, cand. mag. um Gísla sögu og samtíð höfundar. Er þetta Skírnishefti 219 bls. Ritunartími fslendingasagna eft ir Einar Ól. Sveinsson, prófessor er íslenzk útgáfa á bók er höf- undur gaf út um þetta efni í Lundúnum 1958 og nefndist Dat- Framhald á 14. síðu. . . ..v., - . , Va ,, ,v, , —*,,„1 Myndin er frá aðalfundi Iðnaðar bankans. (Tímamynd Bj. Bj.) Hvammsf jörður lagður SÞ-Búðardal, miðvikudag. Hvammsfjörður er nú lagð- ur lengra en augað eygir og hefur verið það á annan mán- uð. Eru menn smeykir um að ísinn skapi hér talsverðan kulda, ef gólu leggur af firð- inum. Það er annars mjög sjaldgæft, að fjörðinn leggi í svo langan tíma. Færð er sæmileg um hérað- ið og Brattabrekka hefur næst- um alltaf verið opin. Hins veg- ar hefur Svínadalur oft lokazt í vetur. Hafa mjólkurflutning- ar þá farið um Strandirnar, en það ermiklu lengri leið. Hættulegur ís á Poll- Inum HS-Akureyri, miðvikudag. Laust fyrir hádegi í dag fóru, fimm börn á aldrinum 4—5 ára út á ísinn hér á Pollin- um, en ísinn er ákaflega þunn ur og veikur. Fór eitt barnið niður um ísinn með annan fót- inn. k Er þetta skeði, bar að manh, sem kallaði á börnin og sagði þeim að koma í land aftur og komust þau það klakklaust. Urðu þau hins vegar að skilja eftir sleða og skíði úti á ísn- um. Sótti lögreglan síðan skíð- in og sleðann eftir hádegið, og varð að nota til þess stiga. Skildi eftir net MS-Reyðarfirði, miðvikudag. Hér er mikill snjór um þessar mundir og víðast hvar ófært. Snjóbflar fara milli Eg- ilsstaða og Reyðarfjarðar. Gunnar kom hér inn í gær með 40 tonn af fiski, en hann hafði hreppt vont veður og ekki getað dregið í þrjá daga. Varð hann þvi að skilja mikið eftir af netum sínum í sjó, en báturinn hefur stundað veiðar við Ingólfshöfða. Veiði skánar BB-Grafarnesi, miðvikudag. Veiði hefur verið heldur treg upp á víðkastið en virðist nú vera að skána. Hafa bátarnir komið með 7—18 tonn undan- farna daga. Vegir eru sæmilegir á þess- um slóðum, en lélegir milli Stykkishólms og Grundarfjarð- ar. Þá er slæmur vegurinn um Búlandshöfða vegna íss. Talsvert er unnið hér í höfn inni og er verið að sprengja upp botninn á milli bryggj anna, en eins og kunnugt er, var ný bryggja tekin í notk- un hér fyrir skemmstu. Vatnslítið í Vatnsdal FS-Bárðardal, miðvikudag. Mjög er að verða vatnslítið hér um slóðir og hefur aldrei verið jafn lítið vatn í lækjum og nú. Er þetta mjög bagalegt, því margir bæir hafa sínar eigin rafstöðvar og er því raf- magn víða af mjög skornum skammti og er rafmagnslaust á nokkrum stöðum. Allt er hér ófært öðru en stórum trukkum og jarðýtum og hefur mjólk verið flutt á slíkum farartækjum. Þó hefur mjólk ekki verið sótt langt inn í Bárðardalinn síðan um áramót. Goðafoss er nú hulinn ís- hellu og hefur ekki sézt síð- an í janúar og er það eins- dæmi. Rafmagnslítið vegna vatnsskorts GJ-Vatnsdal, miðvikudag. Hér er hálf kuldalegt þessa daga, en ágætis færð. Má heiita, að autt sé í lágsveitum. Vegna kulda er víða lítið um vatn og á fjölda bæja verður að sækja hvern vatnsdropa, oft langar leiðir. Segja má, að Framhald á 14. síðu. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.