Tíminn - 31.03.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.03.1966, Blaðsíða 13
 >, I'. 'l 'í -í' FIMMTtfDAGUR 31. marz 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN 13 Cassius Clay vann Chuvalo á stigum - hafði yfirburði í 13 lotum af 15. Cassius Clay sigraði Kanada- manninn George Chuvalo örugg- lega í fyrrinótt, þegar þeir leiddu saman hesta sína í Toronto í ein Cassius Ciay. vígi um heimsmeistaratitilinn. Leikurinn var 15 lotur og að þeim loknum voru báðir kapparnir uppistandandi en mjög dregið af Chuvalo, sem vann tæplega eina einustu lotu . Clay hafði mikla yfirburði og vann örugglega 13 lotur, en dóm- nefndin var ekki sammála um tvær, 1. og 3. lotu, en í þeim stóð Kanadamaðurinn sig bezt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Clay aldrei að gefa Chuv- alo rothögg. Kanadamaðurinn er frægur fyrir seiglu sína í hringn- um og þol en er ekki álitinn nema meðalgóður hnefalei-kamaður. Er skemmst að minnast þess, að Patterson vann hann örugglega í New York í fyrra. Óg vegna þess hefur þetta einvígi ekki verið eins mikið í sviðsljósinu og fyrri ein vígi um heimsmeistaratitilinn. Fyrir einvígið sagði Clay, að hann mundi leggja hanzkana á hilluna, tapaði hann fyrir Chuvalo. En þrátt fyrir allt er leikur þeirra Clay og Chuvalo í fyrrakvöld álit inn góður einhver sá bezti £ hnefa leikasögunni hin síðari ár. Er tækni Cassiusar Clay sérstaklega rómuð. Má geta þess, að þetta er 23. sigurleikur Cassiusar Clay, eft ir að hann gerðist atvinnumaður. Áður hefur hann sigrað Sonny Liston og Floyd Patterson í ein vígi um heimsmeistaratitilinn. Strax eftir að einvíginu í fyrri nótt var lokið, ti’lkynnti Clay, að hann myndi * verja titilinn innan fárra mánaða, og næsta fórnar- lamb sitt yrði Bretinn Henry Cooper. Enn er ekki ákveðinn staður eða stund fyrir það ein- vígi. Manch. Utd. sló Preston ót London, miðvikudag. Manchester Utd. sigraði Prest- on í gærkvöldi í sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar 3:1 og er því komið í undanúrslit í keppn- inni - í fimmta sinn á fimm árum. Liðið leikur annað hvort við Ever ton eða Manch. City í undanúr- slitunum, og verður sá leikur háð ur á Burden Park í Bolton, borg skammt frá Manchester. Þá fór fram landsleikur í gær í Cardiff milli Wales og Norður-frlands, og áigruðu írarnir með 44:1. Sheff ield W. — sem einnig er komið í undanúrslit í bikarnum — vann Stoke í 1. deild með 4:1. f skozku keppninni sigraði Dundee Utd. St. Johnstone með 2:1 á útivelli. Sundmót ÍR háð í kvöld í kvöld, fimmtudagskvöld held- ur ÍR sundmót í Sundhöll Reykja- víkur og hefst það klukkan 20.30. Þáttaka í mótinu er mjög góð, en skráðir þáttakendur eru 110 tals- ins. Er þetta því fjölmennasta ( sundmótið hér, ef undanskilin eru skólamótin. Keppnisgreinar verða þesar: Konur: 100 m baksund, 100 m flugsund, 100 m bringusund og 4x50 m fjórsund. Karlagreinar: 200 m skriðsund, 100 m bringusund, Í0 m fktgsund Framhald á bls. 15. Aðalfundur Fram haldinn 13. apríl Aðalfundur Knattspymufélags- ins Fram verður haldinn mið- vikudaginn 13. apríl í félagsheim ilinu og hefst stundvíslega klukk an 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Sigrún Guðmundsdóttir, Val, í leik gegn Dönum. Á morgun leikur hún með unglingalandsliðinu gegn dönsku stúlkunum. Bæði unglingalandsliðin ut- an með sömu flugvél í dag — taka þátt í NM í Helsinki og Gautaborg um helgina. Alf—Reykjavík. Bæði unglingalandsliðin í hand knattleik, þ.e. stúlkna og pilta, halda utan í dag til þáttöku í Norðurlandamótum, sem háð verða um helgina i Svíþjóð og Finnlandi. Fara liðin með sömu flugvélinni, sem verður frá Loft leiðum, og verður hún því með dýrmætan „handknattleiksfarm” innanborðs. Áður hefur verið skýrt frá vali beggja liða, en þetta er í fyrsta skipti, sem ísland teflir fram ung lingalandsliði kvenna. Norður- landamót stúlknanna verður háð í Svíþjóð í nágrenni Gautaborgar og leika þær þrjá leiki á þremur Eslandsmótið í bridge verður háð um páskana íslandsmótið í bridge árið 1966 verður háð í Reykjavík um pásk- ana eins og undanfarin ár. fslands ARSHATIÐ VÍKINGS Knattspyrnufélagið Víkingur heldur árshátíð sína næstkomandi laugardag 2. apríl í Sigtúni. Fjöl breytt skemmtiatriði verða. Von azt er eftir, að eldri sem yngri félagsmenn mæti þar með gesti sína. Aðgöngumiða er að fá hjá Óla Birni Kærnested, í Soebechs- verzlun, Háaleitisbraut 58-60, sjmi 38844, og hjá Sigurði Gísla- syni hjá A. Jóhannsson & Smith, Brautarholti 4, sími 24244. mótið hefst á tvímenningskeppni n.k. laugardag kl. 13.30 í Lídó. Þar munu spila 56 pör um titilinn íslandsmeistarar í tvímennings- keppni 1966. Meðal keppenda eru meistarar síðastliðins árs þeir Hilmar Guðmundsson og Jakob Bjarnason, auk margra annarra á gætra spilara. Tvímenningskeppn- inni verður haldið áfram á sunnu dagseftirmiðdag og lýkur á sunnu dagskvöld. Sveitakeppnin hefst á mánudags kvöldið 4. apríl kl. 20.00 að Hót- el Sögu. Þar munu keppa 6 sveit ir í meistaraflokki og 16 sveitir i 1. flokki, en 1. flokkur verður spilaður í tveimur riðlum. Sveita keppninni verður síðan haldið á- fram á þriðjudagskvöld að Hótel Sögu á miðvikudagskvöld verður spilað í Sjómannaskólanum og hefst þá keppnin í meistaraflokki kl. 19.00 og í 1. flokki kl. 20.00 Á fimmtudag verður spilað að Hót el Sögu kl. 14.00 og kl. 20.00 og lýkur þá mótinu. í meistaraflokki eru meðal ann arra sveit Gunnars Guðmundsson- ar, sem varð íslandsmeistari árið sem leið. Auk þeirrar sveitar eru 4 sveitir frá Reykjavík og sveit frá Akranesi, þar sem sveit Akur eyringa sá sér ekki fært að koma að þessu sinni. 1 1. flokki verða sveitir frá Hafnarfirði, Keflavík, Kópavogi og Selfossi, auk sveit anna frá Reykjavík. Sýningartaflan verður í notkun á mótinu. Verða sýndir á henni helztu leikir mótsins. Veitir það áhorfendum miklu betra tækifæri til að fylgjast með leikjunum. Nú eru ekki nema tveir mánuð Lr þangað til Norræna bridgemótið Framhald á bls. 15. dögurn. Sá fyrsti verður annað kvöld, föstudagskvöld, og mæta ísl. stúlkurnar þá Dönum, sem fyr irfram er reiknað með, að eigi sterkasta liðinu á að skipa. Á laugardaginn leika ísl. stúlkumar svo gegn Svíþjóð, — og á sunnu daginn mæta þær Noregi í sið- asta leik. Finnar eru ekki með í mótinu. Á þessu stigi málsins er ekki gott að segja um styrkleika ísl. liðsins miðað við hinar þjóðirnar þar sem þetta er í fyrsta skipti, sem ísl. unglingalandslið kvenna keppir, en vonandi standa stúlk- urnar sig vel. Alls fara 15 stúlk- ur utan, auk tveggja fararstjóra, þeirra Hauks Bjamasonar og Við ars Símonarsonar, sem þjálfað hefur stúlkurnar. Piltamir keppa í Helsinki og er þetta í fyrsta skipti, sem Norð urlandamót í handknattleik fer fram í Finnlandi. Fyrsti leikur ísl. liðsins verður annað kvöld og mætir það þá Dönum. Á laugar daginn leikur liðig tvo leiki. í fyrri leiknum mætir það Norð- mönraum en j þeim síðari Svíum. Rvíkurúrval vann 75:51 í fyrrakvöld léku að Háloga- landi Rvíkurúrval i körfuknattleik og úrvalslið varnarliðsmanna af Keflavíkurflugvelli. Leikurinn var liður i hinni árlegu keppni lið- anna. Svo fóru leikar, að Rvíkur- úrvalið vann með 75:51 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 36:21 — Beztu menn liðsins voru Birgir B. Agnar og Einar M. Og á sunnudaginn mæta ísl. pilt arnir Finnum. Til gamaras má geta þess, að 6 piltar I liðiniu nú léku með unglingalandsliðinu í fyrra. Alls fara 14 piltar utan og 2 fararstjórar, þeir Rúraar Bjarna son og Hjörleifur Þórðarson. Íþróttasíða Tímans óskar báð- um flokunum góðrar ferðar og góðs gengis í leikjunum. Rangers í úrslitum gegn Celtic f fyrrakvöld léku Glas- gow Rangers og Aberdeen í annað skipti í undanúrslit um í skozku bikarkeppninni en fyrri leiknum lauk 0:0 og urðu liðin því að leika að nýju. í leiknum í fyrra- kvöld sigraði Rangers með 2:1 og er með því komið í úrslit, þar sem liðið mætir nágrannaliði sínu, Celtic. í fyrrakvöld mættust Ev- erton og Manchester City i endurteknum leik i ensku bikarkeppninni. Og aftur varð jafntefli 0:0 eftir fram lengingu. Verða liðin nú að leika í þriðja sinn og fer leikurinn þá fram á hlutlaus um velli. f fyrrakvöld sigraði Celt- ic Kilmarnock í 1. deild á Skotlandi með 2:0, og sama dag sigraði Blackpool Leeds á Englandi með 1:0. f 2. deild gerði Leyton O. og Norwich jafntefli 0:0.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.