Tíminn - 31.03.1966, Síða 3

Tíminn - 31.03.1966, Síða 3
FIMMTUDAGUR 31. marz 1966 TfMINN tapa á hafnleysinu Síldarlöndun á VopnafirSi. Alltaf að Sigurður Gunnarsson odd- viti á Vopnafirði var á ferð hér syðra á dögunum, og not- aði fréttamáður Tímans tæki- færið að hitta hann og spyrja tíðinda. — Þú hefur víst snjóasögur að segja úr þínu byggðarlagi SlgurSur Gunnarsson eins og flestir að norðan og austan? — Við höfum fengi feikna- mikinn snjó síðan á jólaföstu, og þó einkurn eftir miðajn janú ar. Snjórinn er sérstaklega''illa lagður hjá okkur. í uppsveit unum fyllti öll gil en reif svo af upp að brúnum, þar er snjó- grunnt og ekki tók alveg fyrir beit, en þegar kom upp fyrir brýnnar, var allt komið á kaf. En í dölum og ' á lá^len^inu voru snj óþyngslin . míklu .,rnun tilfinnanlegri og var tií, að skaflar náðu símastrengjum, að eins einu sinni voru vegir opn- aðir eftir að fór að hlaða nið- ur þessum snjó, en þeir fóru í kaf eftir tvo daga, svo það hafði ekki verið reynt aftur, er ég fór að heiman. Þetta hef- ur sem sagt verið mesta veir arríki eystra, sem komið hef- ur í mörg ár. — Ertu á ferð hér í emb- ættiserindum, Sigurður? — Ég er staddur hér ýmissa erinda og þó sérstakiega fyrir hreppsfélagið. Nú sem áður er ástandið í hafnarmalum ckk- ur fjötur um fót, og við verð- um að leggja á það höfuð áherzlu að koma þeim i viðun andi ástand, á því bvggist öll afkoma okkar. — Er lftSf um utgerð hjá ykkur? — Það er nú meinið, að hjá okkur er ekki hægí að stunda útgerð sökum nafnleys- is, og á þessu hafnleysi erum við alltaf að tapa. Nú hefur verið byggð ný bryggja, en verk fræðingur frá hafnarmála stjórninni, Daníel Gestsson sem rannsakað hefur nöfnina hjá okkur, hefur ráðið frá því að halda áfram að lengja bryggjuna, en í þess stað sé ráðlegra fyrst að byggja hafn- argarð, því að það liggur svo sérstaklega við frá náttúrunn- ar hendi, hversu hægt er að loka höfninni. Þannig háttar til, að frá stórum kletti, sem nefnist Kambur, liggur skerja- röð alveg fram i miðhlóma, eig inlega ekki nema tvö sund, sem þarf að fylla, og með þessu móti fæst tiltölulega kostnaðar lítill hafnargaður. En það er alveg undir veðri og vindi kom ið, hvaða not verða af bryggj- unni, sem er í námunda við þessa skerjaröð. Hreppsnefnd og hafnarnefnd hafa því ákveð ið að fresta frekari framleng- ingu bryggjunnar, sem fyrirhug að var að halda áfram í sum- ar, en snúa sér ákveðið að byggingu hafnargarðsins og það sem fyrst. Áætlað hefur verið, að verkið kosti átta millj króna, og það þykir víst ekki mikið fyrir slíkt mannvirki nú til dags. Út af þessu hef ég verið að erinda við ýmsa að- ila undanfarna daga hér í Reykjavík og hef afhent öllum þingmönnum Austurlands bréf þessu aðlútandi, og þeir hafa sýnt þessu máli skilning. Síð- ast í vetur hafa orðið stór vandræði út af þessu hafnæysi tvö skip hafa bókstaflega skemmzt vegna skjólleysis, og flutningaskip, sem kom ti! að sækja lýsi, varð að bíða í heila viku eftir bvt að hægt væri að skipa út lýsinu í áföngum, sök um óhagstæðs veðurs. Oft kem- ur það fyrir, að ekki er hægt að afgreiða strandferðaskipin, þá verða þau annaðhvort. að liggja og bíða eða þá fara hjá. En eftir að þessi hafnargarður verður byggður, þá munu skil- yrði verða allt önnur. — Hvað með síldarverk- smiðjuna hjá ykkur, hvenær tók hún til starfa og hver eru afköst hennar? — Síldarverksmiðjan er frá 1957. Hún afkastar 4500—5000 málum á sólarhring, þróarrými er 35 þúsund mál. Áætlað er að bæta við 1500 mál í sum- ar. Nú er verið að vinna að endurbótum og endurnýjun á henni, því að síldarpressur ganga úr sér, og gerum við ’ okkur vonir1 um, að afkastageta verði jafnvel enn meiri. Svo hafa verið reknar fjórar síld- arsöltunarstöðvar hjá okkur. — Hvað eru margir íbúar á Vopnafirði nú? — Ég get ekki sagt það ná- kvæmlega, en íbúar hreppsins eru nálægt át.ta hundruð. og a. m. k. helmingur þess í þorp- inu, samt ekki nóg til þess, að hægt sé að fá löggæzlu í þorp- inu, til þess þarf minnst fimm- hundruð íbúa. — Eitthvað um mannamót og skemmtanir upp á síðkast- ið? — Það er helzt i frásögur færandi, að ráðizt var í að setja „Gullna hliðið“ á svið, og þótti takast svo yel, að Þeir. sem séð höfðu leikinn hér og á Akureyri sögðu að sýningin heima gæfi þeim ekkert eftir. En vegna óveðurs og ófærðar hafa enn engir aðrir en þorps- búar getað séð sýninguna. Það átti að fara til Þórshafnar og sýna leikinn þar, en hætta varð við það af þeirri ástæðu, að leiksviðið þar er of lítið. Við erum svo heppnir með það, að í félagsheimilinu okkar nýja er leiksviðið stórt og gott, svo að það er sannarlega bygging til frambúðar. 80 ára: Ingibjörg Björnsdóttir frá Gottorp Frú Ingibjörg Björnsdóttir frá Gottorp er 80 ára í dag. Hún fæddist að Vatnsenda í Vestur-Húnavatnssýslu, og voru foreldrar hennar hjónin Rósa Magnúsdóttir og Björn Jóhannes- son, er lengi bjuggu á Vatns- enda en síðar á Ásbjarnarnesi. Ingibjörg ólst upp hjá foreldr um sínum og var hjá þeim unz hún giftist Ásgeiri Jónssyni á aðfangadag jóla árið 1910. Þau Ásgeir og Ingibjörg bjuggu í Gott orp í rúma þrjá tugi ára, eða til 1942. Þá brugðu þau búi, og settust að í Reykjavík skömmu síð ar, í lítilli íbúð, sem þau keyptu. Ásgeir lézt vorið 1963, en Ingi- björg býr enn í íbúð sinni að Leifsgötu 24. Ingibjörg í Gottorp stóð prýði lega í stöðu sinni sem húsmóðir, og átti sinn góða þátt I að gera garð þeirra hjónanna frægan. Hún er vel gefin mannkostakona og ágætlega verki farin. Ásgeir í Gottorp varð þjóð frægur maður, fyrst sem bóndi og einn af fremstu fjárræktarmönn um hér á landi, og síðar sem rit höfundur. Eftir að hann var hætt ur búskap og kominn um sjö- tugt, tók hann að rita bækur um góðhesta og forustufé, og bækur hans eru meðal öndveg isrita En það vita allir kunnug ir, að hans góða kona átti mik inn þátt í gæfu hans og afrekum. Hún stóð ætíð örugg við hlið hans, bjó honum hlýlegt og gott heimili og studdi hann í störf- um. Fyrir það ber henni heiður og þökk. Ásgeir var tæpum 10 árum eldri en kona hans, og þegar heilsu hans tók að hraka á efri árum, var hún sem áður hans góði verndarengill og veitti honum ómetanlega umhyggju og aðhlynningu. Það var ánægjulegt að heim- sæk.ia þau Ásgeir og Ingibjörgu. Þar var ætíð glatt á hjalla og góðar veitingar Um þetta eigum við. vinir þeirra us kunningjar, margar góðar minningar og með I þökkum fyrir gamla daga send- um við hinni áttræðu heiðurskonu innilegar hamingjuóskir í dag er frú Ingibjörg á heimili fósturdóttur sinnar, Þorgerðar Þórarinsdóttur og manns hennar, Steinþórs Ásgeirssonar, að Klepps vegi 50 í Reykjavik. Skúli Guðmundsson. 3 Á VÍÐAVANGI Lægsta rafmagns- verðið Upplýsingar þær, sem fram komu á blaðamannafundi rneð forusumönnum Swiss Alumini um Ltd. í fyrradag sýna í skörpu ljósi, hve álsamningarn ir eru fslendingum óhagstæðir og óviðunandi. Þessir forystu menn stóriðjuhringsins skýrðu hiklaust frá því, að rafmagns verð það, sem álhringurinn á að greiða íslenzka orkuverinu er það langsamlega lægsta, sem hann greiðir nokkurs staðar í samtals tíu álbræðsluin sín- um í átta löndum, Sviss, Ítalíu, V-Þýzkalandi, Austurríki, Bandaríkjunum og Noregi. í Noregi er verðið t. d. 12,7 aur ar kw en hér á það að vera 10, 7 aurar. Þetta verða meira að segja stjórnarblöðin að játa í gær og hafa það eftir nauðug viljug, Morgunblaðið orðar þetta svo: „Hann kvað hagstætt raforku verð hafa fengizt hér, og kvað það hafa ráðið úrslitum í mál inu, er ákvörðun var tekin um Ibyggingu bræðslunnar". Við eigum með öðrum orðum að kaupa okkur bræðsluna hing að með því að láta rafmagn við svo lágu verði, að ekki er cinu sinni nein trygging fyrir því. að það verði kostnaðar- verð, og þar að auki taka á okkur stórfellda áhættu af að verða e. t. v. að framlciða handa útlendingum þessa orku dögum eða vikum saman með fimmföldu verði með oiíu. Gerðardómur ekkí í hliðstæðum samning- um Þá sagði forstjóri svissneska álhringsins hreinlega, að ákvæði um alþjóðlegan gerðar dóm í ágreiningsmálum fslend inga og álhringsins væru alveg einstæð og ekki i hlið stæðum samningum hringsins við önnur lönd. Alþýðublaðið lýsir þessu með þessum orðum: „Meyer sagði, að ákvæði, um þetta væru ekki í hliðstæðum samningum fyrirtækisins >úð önnur lönd, en rétt hefði þótt að hafa þetta ákvæði vegna þess, að hér væri þvi ekki fyr ir að fara eins og víða erlend is, að dómstólar befðu fiallað um mörg deiluinál af þessu tagi, og hér væru engir dómar f þessum efnum til að styðjast Ivið." Þarna kemur hreinlega fram tortryggni á íslenzku réttar- fari og óvirðing við íslenzka dómstóla. fslandi er kki treyst sem réttarríki, og siálfur dómsmálaráðherra hefur nú skrifað undir það, að fyrirtæki og aðilar, sem starfa í landinu sjálfu, lúti ekki íslenzkri Iög sögu að fullu. Meira að segja ágreiningi um framtöl má Ískjóta undir erlendan aðila, Þetta er smán, og ekki of sterkt að orði kveðið hjá Ólafi fóhann esssyni: Undir svona nokkuð er ekki hægt að skrifa. Moggi ræfillinn Ómennskan birtist svo með táknrænum hætti í því, að Sir Moggi ræfillinn, sem hælir sér oft af því að vera heiðarlegt Ifréttablað, sá sér þann kost vænstan að stinga þessum upp Iýsingum um einsdæmi ákvæð Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.