Tíminn - 31.03.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.03.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 31. marz 1966 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKUP.INN Fraralcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Tndriði G. Þorsteinsson Fiilltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstl.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðsluslmi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 95.00 á mán lnnanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA hi. Leiðín er að styðja af alefli íslenzkt framtak Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins, ræddi í útvarpsræðu sinni um vantraustið á ríkisstjórn ina meðal annars um það, hvernig stjórnarflokkarnir eru nú að „ryðja" brautina fyrir erlent einkafjármagn inn í landið á kostnað íslenzks framtaks og leyfa sér að kalla þetta uppbyggingu íslenzkra atvinnuvega. Um þetta sagði Eysteinn: „Eg vona, að landsmenn, og ekki sízt unga fólkið, því að þess er framtíðin, sjái við þeim mönnum, sem kalla atvinnurekstur af þessu tagi íslenzkan at-vinnurekstur og hvetja til þess við hvert tækifæri, að erlendir aðilar séu teknir inn í atvinnulíf á íslandi. Stjórnin heldur því á loft, að ofveiði geri vart við sig og ekki sé endalaust hægt að auka aflamagnið. Ger um ráð fyrir þessu og horfumst í augu við það. En hvern- ig á að mæta þessu? Á að láta íslenzkan atvinnurekstur og framkvæmdir víkja fyrir atvinnurekstri útlendinga hér, sem tæki við af sjávarútvegi? Á að snúa sér frá sjávarútvegi og treysta i vaxandi mæli á stóriðju er- lendra manna? Sannarlega á ekki að .mæta þessu þannig, heldur með nýrri sókn til verndar fiskistofninum, þótt ólíkt sé þyngra fyrir en áður. þar sem Bretum hefur verið afhent stöðvunarvald varðandi útfærslu landhelginnar — og með því að vinna meira og meira það stórkostlega hráefni, sem við fáum frá sjávarútveginum. Til þess þarf fleira fólk að sjávarafurðavinnslunni og fleiri og betri vélar og aðstöðu og því méira fjármagn. Gefur auga leið hvernig lánapólitíkin, sem nú er rekin og aðrar ráðstafanir á næstunni til þess að rýma fyrir erlendri stóriðju, kemur heim við þær kröftugu ráðstaf- anir til aukinnar fjölbreytni í sjávarútvegi, sem gera þyrfti Jafnhliða ber að stvðja af alefli íslenzkt framtak í iðnaði, landbúnaði og öðrum atvinnugreinum og mun verkefni ekki skorta. Sú kenning hefur því ekki við nein rök að styðjast, að svo sé komið fjrrir okkur. að ekki séu aðrar leiðir fyrir hendi til þess að auka fjölbreytni í íslenzku atvinnulífi, en þær að láta erlenda menn taka hér við atvinnurekstri og sætta sig við þá kosti. sem því fylgja? Þjóðin verður að taka sig til og kveða niður úrtölu- mennina, sem nú leita fyrir sér með bölmóð sinni og úr- tölur, til afsökunar því að framlengja völd sín með blóð- gjöf erlendis frá, þegar þeir með mistökum sínum hafa þrengt kosti íslenzkra atvinnuvega. En treystið því og því má treysta að vandinn núna stafar ekki að neinu leyti af því, að íslenzkir atvinnuveg- ir eða þeir, sem að þeim standa hafi brugðizt né ástæða sé til að vantreysta þeim framvegis. Vandinn er vegna stórfelldra mistaka og rangrar stjórnarstefnu, sem verð ur að breyta og það er ekkert síður hægt að búa við farsæla þróun atvinnu- framleiðslu-. kjara- og efnahags- mála hér á landi en í öðrum nálægum löndum ef skyn- samlega er að farið.“ „En er þá hægt að leysa vel raforkumálin, án þess að fá útlendinga til að reisa stóriðju í sambandi við þau?“ spurði Eysteinn Jónsson næst og svaraði: „Búrfellsvirkj- un í Þjórsá án alúmínvers er talin hagstæðasta virkjun- in, se mtil greina kemur, mjög hagstæð, o gmiklu minna átak nú en Sogsvirkjanir á sinni tíð’ ’ Þetta er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt. í ERLENT YFIRLIT Ellin bugar ekki Adenauer Hann ber enn höfuð og herðar yfir þýzka stjórnmálamenn Á FLOKKSÞINGI kristilegra demókrata í Vestur-Þýzkalandi, sem haldið var í seinustu viku, sýndi Konrad Adenauer það enn einu sinni, að þrátt fyrir níræðisaldurinn, ber hann é- fram höfuð og herðar yfir þýzka stjórhmálamenn. Hann lagði á þessu þingi niður flokksformennskuna, en kunn- ugir telja, að hann hefði gjarn an viljað halda henni áfram. Við það tæádfæri flutti hann alllaniga ræðu, sem var þess glöggt vitni, að hann er ekki aðeins ótrúlega brattur líkam lega, heldur andlega óbugað- ur, þótt hann yrði níræður fyrr í vetur. Gamli maðurinn var að vísu með skrifaða ræðu, en þegar hann afhenti hana fund arriturunum hálfnauðugur á eftir, kom í ljós, að hann hafði ekki notað nema örfáar setning ar úr henni. Hann hafði m. ó. o. talað að mestu handritslaust, en samt var ræðan með þeim betri, sem hann hefur lengi flutt, og vakti langmesta at- hygli af þeim ræðum, sem fluttar voru á ílokksþinginu. Hann var senuþjófurinn eins og oftast áður. Af hálfu Erhards og annarra þeirra, sem Adenauer hefur reynzt mótstæður að undan- förjiu, var reynt að víkia hon um góðlátlega til hliðar með því að bera fram tillögu um að géra hann að heiðursformanni flokksins. Gamli maðurinn af- þaktkaði, því að það myndi svipta hann atkvæðisrétti í flokksstjórninni. Erhard og fé lagar hams urðu því að sætta sig við, að þessum heiðurstitli fylgdi bæði tillöguréttur oig atkvæðisréttur í flokksstjórn- inni. Þá fyrst þáði gamli maður inn titilinn. EIN SETNING í ræðu Ad- enauers vakti sérstaka athygli og úlfaþyt. Hann komst svo að orði, að Rússar hefðu sýnt það, að þeir væru koimnir f hóp þeirra þjóða. sem vildu frið, og benti hann sérstaklega á fundinn í Tasjkent þvi til sönnunar. Óbeint má segja, að Adenauer hafi byggt á þessum ummælum þá stefnu, sem kom fram í ræðu hans, og þeg ar hefur verið kölluð hin „póli tíska erfðaskrá“ hans. Höfuð atriði hennar er að leita fyrst og fremst góðrar sambúðar við Frakka, en vinna jafnframt smátt og smátt að bættri sam- búð við Austur-Evrópu og þá einkum Sovétríkin. Takmarkið væri að gera Evrópu að einni samstæðri heild. Þýzkaland verður ekki sameinað, sagði Adenauer í ræðunni fyrr en Rússar sannfærast um, að tvfskiptingin er ekki í þágu þeirra. Margir voru þeir af áheyr- endum Adenauers, sem hneyksl uðust á þessum orðum hans og töldu hann hafa skipt um Skoðun. Hann hefði áður verið einn helzti talsmaður kalda stríðsins milli austur og vest urs, og hefði talið leið osátt- fýsinnar vænlegri til að sam- eina Þýzkaland en samninga- auer hafði heimsótt de Gauile fáum dögum áður. Hið rétta mun frekar vera, að Adenauer hefur alltaf verið raunsæismað ur, og hagað skoðunum sam- kvæmt því. Samningaleiðin hef ur tæpast verið fær fram að þessu, en vaxandi horfur eru nú á því, að hún sé að opnast, ef ekki er ætlazt til of mikils i eihu, heldur verði þokast áleiðis að markinu smátt og smátt. Þetta hefur de Gaulle gert sér ljóst og Adenauer virð ist einnig > hafa gert það. Um aðra leið til að sameina Þýzka land og Evrópu er heldur ekki að ræða, nema styrjaldarleiðin. AUGLJÓST er, að þessi ræða Adenauers hefur komið Er- hard og félögum hans nokkuð í opna skjöldu, en þeir böfðu ætlað að nota flokksþingið til að auglýsa sérstaklega hina „sex friðarpunkta“. Erhard svaraði Adenauer strax óbeint í næstu ræðu og lét í ljós tak markaða trú á friðarvilja Rússa. Síðar lagði hann fram hina svonefndu „sex friðar- punkta“ vestur-þýzku stjórnar- innar, en í þeim er fátt nýtt að finna. Það dregur tika úr áhrifum þeirra. að það Kemur fram í þeim að Vestur-Þjóðverj ar halda enn við þýzk-nólsku landamærin frá 31. desember 1937. Adenauer mun hafa fundið, að ummæli hans um friðarhug Rússa hafa mælzt misjafnlega fyrir. Hann talaði því aftur ó- vænt á þinginu til að útskýra þau nánar. Rússar vilja frið, sagði hann. vegna þess, að þeir þarfnast hans sjálfir. Þeir reyna nú að fást samtímis við þrjú verkefni. en finna orðið. kapphlaupið við Vesturveldiii, vamir gegn Kína og bætt lífs- kjör heima fyrir. í framtíðinni hafa Rússar um það tvennt að velja að beygja sig undir Kín verja eða að hafa góða sam- búð við Evrópu. Þjóðverjar mega líka minnast þess, að Rússar hafa verið að endur- gjalda þann órétt, sem Hitler beitti þá. ÞAÐ HEFUR löngum verið grunnt á því góða milli þeirra Adenauers og Erhards. Adenau er hefur jafnan reynt að koma í veg fyrir, að Erhard gæti látið ljós sitt skína. Haíi Adenauer ætlað sér að koma í veg fyrir, að Erhard aflaði sér aukins álits vegna hinna „sex friðarpunkta", hefur honum vissulega tekizt það. Hin „pólitíska erfðaskrá", sem fólst í ræðu Adenauers hefur tví mœlalaust vakið miklu meiri athygli. Óumdeilanlega er hún líka miklu mikilvægari fyrir framvindu málanna. Hún beinir athygli Þjóðverja sjálfra að hinni einu raunhæfu leið til að koma fram sameiningu Þýzkalands. Hún hjálpar Þjóðverjum til að líta á þessi mál með rríeiri víð- sýni en áður. Vafasamt er hvort nokkur þýzkur stjórn- málamaður hefði getað sagt þetta annar en Adenauer, án þess að glata áliti sínu. En bersýnilegt er, að framkoma Adenauers á flokksþinginu, hef ur ekki gert hann minni í augum þjóðar sinnar. Hinn hnakkakerti öldungur vann þvert á móti álit margra þeirra, sem harðast hafa gagnrýnt hann eins og menntamanna og rithöfunda. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.