Tíminn - 31.03.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.03.1966, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 31. marz 1966 TIMINN VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT | 29 Hann lét fara með sig eins og lamb til lögreglustöðvarinnar, þar sem hann var yfirheyrður. Nú var allur derringur rokinn úr honum, hann skýrði lögreglunni fúslega frá, hvar vinnslu- stöðin var niður komin í von um að það yrði metið sér til málsbóta. Hann kvaðst hafa haldið að Johnson væri banda- riskuíf bófaforingi, kominn til ízmir þeirra erinda að drepa sig. Sömuleiðis hafði hann tilkynnt lögreglunni í Illica. að Johnson hefði rænt sig. Hann hafði látið í té nákvæma lýsingu á lögreglunjósnaranum og bíl þeirra. Af því átti eftir að hljótast árekstur, sem hefði getað eyðlagt allt saman. Undir kvöld lagði vopnuð sveit af stað upp í fjöllin tii að ljúka verkinu. Þegar þeir voru komnir í nánd við vinnslu- stöðina uppi í fjöllunum, stöðvuðu vopnaðir lögreglumenn þá við vegartálmun. Foringinn kallaði til komumanna að gefast upp og fleygja frá sér vopnunum. Labernas höfuðs- maður, sem var fyrir sveitinni, skýrði frá erindi þeirra, en foringi liðsins við vegartálmunina neitaði að trúa honum. „Þessi þarna samsvarar nákvæmlega lýsingunni á bófan- um Johnson, sem við erum að elta, og bíllinn er tvímælalaust sá sami. Þið verðið að koma með okkur til Illica.“ Labernas höfðuðsmaður var ævareiður. Hann formælti, tók upp skilríki sín, grátbændi, en það bar engan árangur. Hann var handjárnaður ásamt förunautum sínum og ekið með þá á næstu lögreglustöð. Labemas hélt áfram að þrátta alla leiðina og skýrði frá handtöku Ozyureks. Við það tóku fanga- verðirnir að linast og samþykktu að senda eftir frænda Labernas, sem átti heima í grenninni og gat borið um hver hann væri. Að því loknu var ævareiðum höfuðsmanninum og liði hans sleppt. Tveim klukkutímum síðar' komu þeir á sléttina, þar sem vinnslustöð Ozyureks gnæfði í myrkrinu, dimm og drauga- leg. Áður en bílarnir voru stanzaðir gall við skothríð úr húsinu, því þeir sem inni voru höfðu borið kennsl á græna bílinn. Labemas skipaði liði sínu þegar í stað til atlögu. Nokkrir fóru að húsabaki til að loka undankomuleiðinnii Hinir skýldu sér bak við steina framan við húsið. Þegar Labernas gaf merki, hófu lögreglumennirair skothríð. Kúlur tættu hurð og gluggahlera, en þeir sem inni vom svöruðu í sömu mynt. Bardaginn stóð ekki lengi. Brátt blakti hvítur vasaklútur í glugga á efri hæðinni. Lögreglumennirnir hættu að skjóta og rödd kallaði: „Við gefumst upp. Hættið að skjóta.“ „Komið út með hendurnar á lofti“, kallaði Labernas, „og kastið byssunum út.“ Sjö byssur skullu á jörðina og jjö bófar dökkir yfirlitum komu út með hendur fyrir ofan höfuð. Skyndilega hljóp einmana hræða frá bakdyrunum. Lögreglumennirnir tveir sem þar voru á verði, hleyptu af, og maðurinn datt niður dauður, skotinn í höfuðið. Það var sonur Ozyureks. í kjallara hússins var efnavinnslustofa, búin öllum áhöld- um til að vinna hrámorfín úr ópíum, nærri 50 kíló af heróíni og 80 kíló af hrámorfíni, en annar eins fengur hefur sjaldan náðst. Allt þetta magn átti að fara til sölukerfis Mafíunnar í Bandaríkjunum. Upphaf málsins var vitneskja sem Charles Siragusa barst frá samböndum, sem hann hafði komið sér upp í Ítalíu og frá Alþjóðalögreglunni. Endalokin urðu Iifs- tíðar fangelsisdómur yfir Kemal Ozyurek og löng fangelsis- vist fyrir aðra í bófaflokki hans. Sjötti kafli. Eitt kynlegasta afbrotamál, sem um getur hófst 1945, árið áður en Alþjóðalögreglan tók til starfa á ný. í Þýzkalandi var fullt á vegum og járnbrautum af niðurbeygðum körlum, konum og börnum í flakkandi hópum með uppgjöfina letr- aða á andlitin. í þessari brjóstumkennanlegu mergð vora tveir karlmenn, Manfred Schröder og Robert Laub, sem nýskeð höfðu losnað úr rússneskum stríðsfangabúðum í Sag- an. Eftir langan flæking komust þeir á jámbrautarstöðina í Cottbus rótt við nýju, pólsku landamærin, með fötin í henglum, bætta bakpoka og slitna skó. Ásamt hundraðum annarra tróðust þeir inn í vöruflutningalest til Berlínar, komu sér fyrir og biðu rólegir eftir að lestin legði af stað. Tíminn skipti þá litlu, síðustu fjögur árin höfðu þeir barizt í þýzka hernum á flestum vígstöðvum í Evrópu, og síðustu sex mán- uði höfðu þeir verið fangar Rússa. Til Berlínar komu þeir um miðja nótt. Schröder var grann vaxinn og dapurlegur, augun innfallin og hvasst nefið setti UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 23 til lögreglu allra landa. Ziegler hafði svikið út allverulega fjárhæð ásamt öðrum. Hann kvaðst vera fæddur í Miinchen og hafði í það sinn ljóst yfirskegg. Lögreglan í London fékk bráð- lega að kynnast nyinninum undir nafninu John Donley, fæddur í San Francisco og í Kaupmanna- höfn hafði hann verið handtekinn undir nafninu Ernst Marek. Annars staðar var hægt að rek- ast á hann undir öðrum nöfnum: Joey Hogan, Jules Steib, og Carl Spangler. Útlit hans breyttist einnig með árunum. í upphafi ver hann há- vaxinn, allt að því beinaber þrátt fyrir þreklegan skrokk. Smám sam an fitnaði hann og jafnframt færð- ist yfir hann virðuleiki. Hann var heimsmannslegur og tiginmannlegur í fasi. f París hafði hann búið á hóteli við Champs- Elysée, í London bjó hann á Savoy. Alls staðar sótti hann fín- ustu og dýrustu staði og alls staðar beitti hann sömu brögð- um, brögðum, »em aðrir höfðu not að óspart á undan honum en hann beitti af léttri leikni. Hann hafði samstarsmann, sem ekki var vitað um nema hvað hann talaði með erlendum hreim sem benti til að hann kæmi úr Mið-Evrópu. í einhverjum ríkmannlegum bar svipuðust þeir um eftir fórnardýri helzt iðjuhöldi eða kaupmanni ut- an af landi. Er þeir höfðu drukkið saman fáein staup kvartaði Jean Lenke eða Jules Stieb eða John Donley sáran yfir því, að hann þekkti ekki betur til í viðkomandi landi. — Ég verð endilega að hafa upp á trúverðugum manni, sagði hann. Mér hefur verið faiið yerk, sem eríitt er að framkvæma. Ég er dauðhræddur um að ég verði svik- inn. Framhaldið var með ýmsu móti en kjarninn þó æ hinn sami. For- rík gömul kona, oftast amerísk, ef hann var staddur í Evrópu hafði afhent honum fjárfúlgu, sem hann átti að skipta milli verðugra. Hann geymdi peningana á hótel- herbergi sínu. Hvemig átti hann nú, útlendingurinn að dæma hver var verðugur í landi, sem nann þekkti ekki? Já, og að auki, þá hafði gamla konan ákveðið að fjórðungur eða kannski þriðjungur fjárins skyldi ganga til að standa straurn af kostnaðinum í sambandi við þetta Vildi ekki þessi nýi vinur hans — því vinur var hann po? — sem heiðarlegur maður hjálpa honum. Auðvitað fengi hann þá helming- inn af þriðjungnum. Það var álit- leg fjárfúlga í sjálfu sér. Hann var neyddur til að vera varkár og krefjast vissrar trygg- ingar . . . Ef vinur hans setti dálitla upphæð í banka til að sýna traust sitt ... — Bíðið augna- blik hér . . . eða komið með mér upp I herbergi mitt . . . Þarna voru seðlarnir. Taska full af þykk um seðlabúntum. . — Við tökum þá og ökum íil banka yðar þar sem við leysum út upphæðina, sem ... Upphæðin var mismunandi eft* ir löndum. — Við látum það allt á yðar bankareikning, en þér gætið tösk- unnar og deilið úr henni eins og yður hentar. þegar þér hafið dreg ið frá það sem yður ber. í bílnum lá taskan milli þeirra. Fórnardýrið leysti út framlag sitt. Fyrir utan hans eigin banka, sem oftast var stór banki í miðborg- inni námu þeir staðar og Lemke, alias Stieb alias Ziegler skildi töskuna eftir í umsjá vinar síns. — Bara augnablik . . . — Hann flýtti sér inn í bank- ann með peninga fórnardýrsins. Þessi sá hann aldrei síðan og upp- götvaði fljótlega að seðabúntin voru ekki annað en knippi af dag- blaðaúrklippum að undanteknu efstu í hverju búnti. Þegar maðurinn var handtek- ínn var ekkert hægt að sanna j hann. Þýfið var horfið. í ösinn i bankanum hafði hann afhent þaí samstarísmanni sínum. í skýrslu dönsku lögreglunna: stóð eftirfarandi: „eftir heimildum sem oss e: ekki unnt að staðfesta mun héi um að ræða hoilenzkan ríkisborg ara að nafni Julius van Cram fæddur í Groningen. Van Cran er af góðu fólki, 22 ára að aldr réðist hann til banka i Amster dam, sem faðir hans stýrði. Ham talaði þá fjölmörg tungumál, hafð hlotið ríkmannlegt uppeldi og or< ið meðlimur í Amsterdam Yach" Club . I Tveim árum seinna hvarf hani og mun hafa haft með sér stórí fjárfúlgu úr sjóðum bankans. Því miður hafði ekki reyns. unnt að hafa upp á Ijósmyndun af van Cram þessum. Og fingra förin voru ekki til. Með því að bera saman dagsetn ingar gerði Maigret merka upp götvun. Gagnstætt flestum svikur um gætti hann þess að nöggv; ekki tvisvar í sama knérunn. Hanr var oft mánuðum saman að undir búa svik sín og alltaf bar ham úr býtum verulegar uppnæðir Þvi næst liðu ár unz honun skaut upp i fjarlægu beimshorn þar sem hann lék sér að þvi af finna nýtt fórnardýr og féfletts það. Þýddi þetta ekki að hann bei? með að endurtaka bragð sitt þaj til hann fór að verða blankur' Eða átti hann einhvers staðar fólg inn fjársjóð? Síðasta bragðinu hafði hanr beitt í Mexikó fjrrir sex árum — Komdu eins og skot Lucasl Lucas starði hissa á öU plögg in fyrir framan Maigret _______________________________11 Ég ætla að biðja þig að senda nokkur símskeyti. Fyrst sendirðu einhvern með þessa mynd til frú Cremieux til að fá staðfestingu á því að þetta sé sami maður og hún sá mynd af í veski myrtu stúlk- unnar. ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 31. marz. 7.00 Morgunútvarp. t2.00 Hádegis útvarp. 13.00 A frívaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjórnar aska lagaþætti fyrir siómenn. !4 40 Við. sem heima sitium Margrét Bjarnason ræðir við Marfu Kjeld og Birgi Ás Guðmundsson um starfsemi heymarstöðvar og heilsuverndarstöðvar 1 Reykja- vik. 16.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp 17 40 Þingfréttir. 18.00 Segðu mér sögu Bergþóra Gústafsdóttir stjómar þætti fvrir vngstu hlustenduma t timanum les Stefán Siaurðsson framiiaids- söguna „Lltli bróðir og Stúfur” 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tón- leikar 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt mál Arai Böðvarsson talar 20. 05 Gestur i útvarpssal- lon Voicu frá Rúmeniu leikur Partitu nr. 3 fyrlr einleiksfiðiu eftir .)<>• hann Sebastian Baeh 20 20 Okk ar á milli: A Helgakolli Jökuil Jakobsson og Sveinn Einarsson taka saman dagskrá 21.00 H'a?r- eysk ættjarðarlög: Söngféiag Þórshafnar svngur 21.15 Bóka- spjall Njörður P Njarðvik cand. mag tekur til umræðu ijoð Steins Steinars Með honum koraa fram: Guðmundur Sigurðsson og Vésteinn Ölason stud mag, 22.00 Fréttir og veðurfregmr. Lestur Passiusálma <44» „2.20 „Heljarslóðarorusta" eftir Bene dikt Gröndai Láms Pálsson leík ari les '6» 22.40 Diassbáttur Jón Múli Arnason kynnir 2315 Bridgeþáttur Hallur Simondrson flytur. 23.40 Dagskrárlok. Föstudagur 1. aprfl. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem neima sitjum. Rósa Gestsdóttir les Minningar Hortensu Hollands- drottningar. 15.00 Miðdegisút- varp.. 16.00 Síðdegisútvarp. 17 00 Fréttir. 17.05 t veldi hljóm anna. Jón Örn Marinósson kynn ir slgilda tónlist fyrir ungt tólk. 18.00 Sannar sögur frá <iðnum öldum. Sverrir Hólmarsson les sögu um uppreisn á hafi áti 18.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20.00 Lestur fornrita: Færsyinga saga. Ólafur Halldórsson les ö) 20.20 Kvöldvaka bændavikunnar. a. Bóndi og borgarbúi taka tal saman. Pétur Sigurðsson I Aust urkoti i Flóa og Ragnar lngólfs son fulltrúi í Reykjavík ræðast við. b. Minnzt gömlu aænda- námskeiðanna. Ragnar Asgeirs,- son ráðunautur segir frá. c. Glatt á Hjalla. Nokkrir lélagar austan yfir fjaU taka lagið; Hall grímur Jakobsson leikur undlr. d. Samtalsþáttur Rætt við bæad ur á búnaðarþingi e. Lokaorð. Þorsteinn Sigurðsson formaður Búnaðarfélags tslands slftur bændavikunni 21.30 Útvarpssag an: „Dágurinn og nóttin" eftir Johan Bojer 1 þýðingu Jóhann esar Guðimundssonar. tljörtur Pálsson les (14). 22.00 Fréttir og veðurfregnir Lestur Passiu sálma (45) 22.20 tslenzkt mal Asgeir Blöndai Maenússon sand. mag talar 22.40 Næturhijomieik ar: Pianókonsert nr 3 * c-moil op. 37 eftlr Beethoven. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.