Tíminn - 02.04.1966, Síða 9
LMKSARDAGUR 2. aprfl 1966
TÍM1NN
Vaxandi
starf í
Konsó
Jóhannes Ólafsson, læknlr,
Áslaug, kona hans, og sonur.
Kristniboðið kynnt á pálmasunnudag
1 Aíríku.
íslenzku kristniboðarnir hafa ná
ið og gott samstarf við norska
starfsbræður sína, en þeir eru
á rúmlega tíu stöðum í Suður-
Eþíópíu og vinna geysimikið starí.
Nú í haust bárust þau tíðindi frá
kristniboðsstöðinni Neghelli í Eþí-
ópíu, að kona norska læknisins,
sem starfar þar, hafi verið myrt
á heimili sinu. Réðist vopnaður
maður inn á heimili hennar, er
læknirinn var staddur á sjúkra-
húsinu, og skaut hana til bana.
Konan var aðeins 31 árs. Miklar
óeirðir hafa verið að undanförnu
í nánd við Neghelli meðal Sómala
og eþíópskra hirðingja á landamær
unum og var um tíma talið, að
vegandinn hefði verið Sómali. En
svo reyndist ekki vera heldur er
hann Eþíópi
Fylkisstjórinn í Neghelli er
framfarasinnaður maður og mjög
vinveittur kristniboðinu Hann tók
sjálfur að sér alla rannsókn máls-
ins meðan hún stóð yfir Hefur
hann látið í ljós djúpa hryggð sína
vegna þessa atburðar og lagt
áherzlu á, að hún marki ekki hug-
arfarsbreytingu Eþíópumanna
gagnvart kristniboðunum, kristni-
boðarnir séu aufúsugestir, nú sem
fyrr, enda vaki ekki annað fyrir
þeim en að rétta fólkinu hjáipar-
hönd
Þess má geta, að Haraldur Ól-
afsson, kennari, bróðir Jóhannes-
ar læknis er stöðvarstjóri á
norsku stöðinni í Neghelli
Norska ríkið lætur fjárframlag
sitt til þróunarlanda fara að
nokkru leyti um hendur kristni-
boða sinna Þannig eru Norðnienn
að reisa stórt sjúkrahús í Eþíópiu
í þorpinu Irgalem Þegar Ólafur
Noregskonungur var í heimsókn
í Eþíópíu nú um áramótin, lagði
hann hornstein að húsi þessu
Verður sjúkrahús þetta gjöf, „þró-
unarhjálp", frá norska ríkinu til
Eþíópíumanna, en norskir kristni-
boðar munu annast starfrækslu
þess. Áætlaður byggingarkostnað-
ur er 10—12 millj. ísl. kr.
Eins og fyrr segir, gengst Samb.
isl. kristniboðsfélaga fyrir sam-
komu í húsi KFUM á pálmasunnu-
dag, og hefst hún kl. 20,30. Tekið
verður á móti gjöfum til kristni-
boðsins f Konsó. Öllum er heimill
aðgangur að samkomunni.
Kristniboðarnir Halla Bach-
mann og Jóhannes Ólafsson verða
aðalræðumenn á almennri sam-
komu, sem Kristniboðssambandið
efnir til í húsi KFUM á sunnudag,
pálmasunnudag. Halla er fóstra og
hefur starfað í nokkur ár á Fíla-
beinsströndinni. Jóhannes var um
fimm ára skeið læknir í Eþíópíu
og síðustu tvö árin fylkislæknir
í viðlendu og fjölmennu fyiki i
landinu.
Samkoma þessi er að sjálfsögðu
haldin til þess að kynna Kristni
boðið og þá einkum kristniboðið
í Konsó, þar sem íslendingar hafa
verið að starfi siðan árið 1954, er
sr. Felix Ólafsson hófst þar nanda
ásamt konu sinni, Kristínu Guð-
leifsdóttur.
Nú starfa þrír íslendingar a'ð
kristniboði í Konsó, þau íngunn
Gísladóttir, hjúkrunarkona og
hjónin Katrin Guðlaugsdóttir og
Gísli Arnkelsson, kennari. Hjónin
eru væntanleg heim nú í sumar
ásamt börnum sínum fjórum í
hvíldarleyfi.
í skýrslu kristniboðsins frá
liðnu ári segir, að um áramótin
síðustu hafi 360 manns verið með-
limir hins kristna safnaðar
í Konsó. Auk þess munu 10-15
manns hafa - verið skírðir nú
snemma á árinu sem er að líða.
Öli alþýða manna ástundar anda-
dýrkun og leitar á náðir seið-
manna, sem iðka kukl og særing
ar. En boðun kristniboðanna hef-
ur fundið góðan hljómgrunn með-
al fólksins, og er kristniboðið í
örum vexti í öllum greinum þess.
Fimmtán til tuttugu ungir.
kristnir menn starfa sem predik-
arar víðs vegar um Konsóhérað,
halla guðsþjónustur og standa fyr
ir kristilegri fræðslustarfsemi og
hafa auk þess kvöldskóla, þar sem
kenndur er lestur og skrift og
biblíusögur. Þannig hvflir kristni-
boðsstarfið nú að miklu leyti á
herðum innlendra manna.
Hið sama er að segja um skóla-
starfið. Á kristniboðsstöðinni eru
sex bekkir (og tveir úti í héraði
á vegum kristniboðsins) _ og eru
kennarar allir innlendir. Áhugi og
skilningur á skólanámi fer vax-
andi.
Þá hefur Ingunn Gísladóttir
hjúkrunarkona haft innlendan
hjúkrunarmann _sér til aðstoðar í
sjúkraskýlinu. Á árinu, sem leið
voru sjúklingar, sem leituðu til
sjúkraskýlisins 15—16 þús., svo
að nóg er að starfa. Þegar far-
sóttir geisa í héraðinu er fjöldi
sjúklinga miklu meiri en heilsu-
far virðist hafa verið með betra
móti á árinu. Köldusótt eða malar-
ía er algengasti sjúkdómurmn í
Konsó. enda einn sá útbreiddasti
S|ukur maSur fluttur á börum.
MINNING
AÐ GEFNU TILEFNI
Maria K. Ragnarsdóttir
F. 31. ág. 1943. D. 25. marz 1966.
„Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský.
Hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali“.
Of skammt er liðið síðan við,
frændur og vinir, sátum brúðkaup
þeirra Maríu og Magnúsar í Birt-
ingaholti til að létt sé að taka þeim
örlögum, er ofin hafa verið. María,
þessi elskulega, unga kona, hefur
skyndilega verið kölluð burt frá
brúðguma sínum og tveim sonum
þeirra á fyrsta og öðru ári.
Það var vor í lofti, þegar Magn-
ús flutti brúði sína heim í föður-
garð sinn og Birtingaholt fagnaði
sinni ungu húsfreyju á hvíta-
sunnudag fyrir tveim árum síðan.
Hún vann þegar hugi okkar ,
allra með ástúð sinni og glaðværð.
Framtíðin var svo björt, þegar
ungu hjónin stofnuðu heimili og
unnu samhent að bústörfum.
Þannig liðu tvö ár, full gleði og
fagnaðar.
En — „Fyrst deyr í haga rauð-
ust rós“. Svo snöggt var höggið,
að erfitt er um að ræða. Og dag
kveðjum við þig, Maja mín, og
þökkum þér fyrir hina fögru end-
urminningu, sem þú skilur eftir
i hugum okkar allra. Móðir þin
og systkini biðja þig fyrir kveðju
til föður þíns, sem hvarf vkkur,
þegar þú varst barn að aldri.
Rirtiagaholt saknar þín.
Enn er vor í lofti, þegar við
nú þökkum Guði fyrir þetta fagra
ævintýri, sem hann lét gerast.
Styrkur bóndans unga hvetur
okkur til að muna, að þrátt fyrir
þunga harma er alltaf ljós fram-
undan, ljós tilhlökkunar og fagn-
aðar yfir endurfundum í fyllingu
tímans.
„Háa skilur hnetti
himingeimur
blað skilur bakka og egg.
En anda, sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið“. Sf.
Vegna yfirlýsinga út af Hótel
Sögu, er stjórnir Stéttarsambands
bænda og Búnaðarfélags fslands
hafa birt í blöðum um að tilllaga,
er ég lagði fram á Búnaðarþingi
um sölu á hluta Bændahallarinn
ar hafi verið „algerlega tilefnis-
laus,“ og fullyrðingar um að „hún
njóti ekki neins stuðnings meðal
bænda almennt," ásamt öðru
fleiru, vil ég taka fram:
1. í lögum Búnaðarfélags íslands
5. grein er kveðið á um tilgang
og starfssvið þess. í samþykktum
Stéttarsambands bænda, 2. grein,
er tekið fram hvert verkefni sam-
bandsins er. Hvorki í íögum Bf.
fsl. né í samþykktum Stéttarsam-
bandsins er gert ráð fyrir að sam-
tök þess hafi atvinnurekstur með
höndum, enda af öllum vitað, að
tilgangur þeirra er allt annars eðl
is. Hótelrekstur ásamt rekstri vín-
Sé ég hvar svigna
sorgþungu bökin.
Andvana drjúpir
hin unga grein.
Auganu dyljast
eilífu rökin
þau þekkir Drottins ástúð cin.
Oft eru þungir
Alvaldsins dómar
eftirsjón helsár
þar æska hné.
Hæst yfir hauði
himinninn ijómar.
Langt yfir jörð ber lifsins tré.
Kveðja frá æskuvinkonu.
Steinvöru Sigurðardóttur.
bara er því alls ekki verkefni þess
ara samtaka.
2. Bændur hafa verið látnir
greiða til byggingar Bændahallar-
innar frá byrjun til ársloka 1965
um 41.5 millj. króna, auk þess sem
Búnaðarfélag íslands hefur greitt,
en það er um 11.4 millj. króna.
Hér má og ber að bæta við vöxt-
um svo mörgum milljónum króna
skiptir af þessu fé, meðan bygg-
ingin var í smíðum og vegna of
lítilla tekna til að svara eðlilegri
húsa- og áhaldaleigu.
3. 12. marz s.l. var iagt fram
á Búnaðarþingi ermdi frá stjórn-
um Búnaðarfélags íslands og Stétt
arsambands bænda um að Búnað-
arþing legði til við Alþingi að
framlengt yrði búnaðarmálasjóðs-
gjald um næstu 4 ár, þ.e. að bænd-
ur skulu greiða Vz% af brúttó-
verði allra söluvara landbúnaðar-
ins er framleiddar væru á árunum
1966, 1967, 1968, og 1969. Máli
þessu var vísað til fjárhagsnefnd-
ar, er afgreiddi það til Búnaðar-
þings 15. marz og mælti með sam-
þykkt þess.
Miðað við framleiðslu og verð-
lag ársins 1965 mundi gjald þetta
nema nálægt 8 milljónum króna á
ári, en ef svo fer sem horfir um
verðlagsbreytingar og framleiðslu-
magn, mundi upphæðin verða mun
hærri er frá líður. Er því ólíklegt
að heildarupphæð þessara fjögurra
ára verði minni en 40 milljómr
króna og jafnvel miklu hærri. Að
sjálfsögðu ber einnig að reikna
vexti af þessari fjárhæð.
4. Reikningar Bændahallarinnar
voru lagðir fram og lesnir á Bún-
aðarþingi 16. marz. Sama dag var
lögg fram tillaga mín um sölu á
hluta Bændahallarinnar svo nijóð-
andi:
„Búnaðarþing telur að selja beri
þann hluta Bændahallarinnar, sem
notaður er til hótelrekstrar og er
í eigu Búnaðarfélags fslands.
Jafnframt felur þingið stjórninni
að leita eftir þvf við sameignar-
aðila félagsins að húsinu, Stéttar-
samband bænda, hvort það vilji
ekki hafa samvinnu um að leita
kauptilboða 1 allan þann hluta
byggingarinnar sem Hótel Saga
hefur til afnota ásamt tilheyrandi
áhöldum og útbúnaði. Berist kaup-
tilboð, er stjórn Búnaðarfélags fs-
lands telur viðunandi — og
stjórn Stéttarsambands bænda, ef
samvinna tekst við það — þá verði
gengið frá sölusamningi á umrædd
um hluta Bændahallarinnar sem
allra fyrst.“
Málinu var vísað til fjárhags-
nefndar. Gerðabók nefndarinnar
ber með sér, að málið hefur aldrei
verið tekið þar fyrir og er svo
að sjá, að formaður nefndarinnar
hafi aldrei lagt það fyrir hana.
Mér var að sjálfsögðu ljóst af
þeim tiilögum sem fram höfðu
komið frá stjórn Búnaðarfélags ís-
lands og fjárhagsnefnd að litlar
líkur væru til að tillaga mín mundi
fá framgang á Búnaðarþingi að
þessu sinni. En betri leið til að
losa bændur við áframhaldandi
skattgreiðslur til Bændahallarinn-
ar og til að færa bændasamtökin
af þeim grundvelli sem þeim ber
ekki að starfa á samkvæmt sam-
þykktum þeirra, sá ég ekki og
ætla vandfundna. Fann ég alls
Framhald á bls. 13.