Tíminn - 02.04.1966, Blaðsíða 12
TÍMINN
VERÐIR LAGANNA
TOM TULLETT
31
lega stúlku, Mariku aS nafni, og baS hennar. Svo taldi
hann Laub á aS skrifa systur sinni í Sternbarch, þorpi
skammt frá, og biSja hana aS skjóta skjólshúsi yfir þau öll
þriii. ÞaS mál var auSsótt. Samvizkulausi loddarinn Schröder
gekk í hjónaband, Laub kostaSi giftingarveizluna, og öll
þrjú héldu til Sternbach.
ManuSum saman stunduSu karlmennirnir svartamarkaSs-
brask og komust vel af, en öSru hvoru var þó þröngt í
búi og þaS gerSi Schröder skapillan. ReiSiköstin komu hon-
um út úr húsi hjá Laubs-fólkinu og í janúar 1946 ákvaS
hann aS fara leiSar sinnar ásamt Mariku konu sinni.
Laub varS aS leggja harSar aS sér eftir aS hann var orSinn
einn síns liSs, þramma um skóga og engi meS smyglvöru
á boSstólum. í maí stöSvuSu tveir lögregluþjónar hann ná-
lægt Marienberg, en þann dag var bakpoki hans troSinn
út af tékkneskum sykri, bandarískum sjálfblekingum og
skammbyssuskotum. Hann var handtekinn og kærSur. En
þótt ringulreiS ríkti í löggæzlu um þessar mundir, er fylgt
fastri venju viS málsrannsókn. Ekki var langt komiS yfir-
heyrslunni, þegar tekiS var aS spyrja fangann um morSiS
á Lotte Klinger.
Schröder frétti af handtökunni hjá systur Laubs. Hann
skipaSi Mariku aS búa strax um föggur þeirra, svo aS þau
gætu lagt af staS strax um kvöldiS, en þaS var henni þvert
um geS. Þrjózka hennar gerSi hann ævareiSan, hann sagSi
henni allt af létta um morSiS í Berlín, og hún reyndi aS
hlaupast brott. Schröder eiginmaSur hennar, sem skömmu
áSur hafSi gengiS á eftir henni meS grasiS í skónum, rotaSi
hana nú meS höggi á hnakkann, keflaSi hana og fjötraSi.
Þannig skildi hann hana eftir í afvikinni skonsu, stal
bíl og ók suSur á bóginn í áttina aS landamærum Austur-
ríkis. Hann var þess fullviss aS geta skotiS lögreglunni ref
fyrir rass, ekki sízt þar sem AlþjóSalögreglan hafSi hætt
störfum. AuSvitaS var honum ókunnugt um aS á þessari
stundu var veriS aS senda bréf frá Brussel út um allar
jarSir meS boSum til fyrrverandi aSila aS AlþjóSalögreglunni
um aS koma saman í næsta mánuSi til aS setja stofnunina
á laggimar. A3 því komst hann síSar .. . miklu síSar.
FlóttamaSurinn ákvaS aS setjast aS í Lerchenau, svipmiklu
smáþorpi á bakka árinnar Kiesel. Þar réSst nýr bílstjóri
til sögunarmyllu Mravecks í nóvember 1946. Starf hans
var auSvelt og Charlotte systir hans sem bjó í næstra þorpi
lét sér annt um hann, en hann saknaSi kvenfólksins og
glaumsins í næturklúbbum Berlínar. Um þaS var hann aS
hugsa þegar hann ók frá sögunarmyllunni í þungu skapi
dag nokkurn og var næstum búinn aS aka yfir tvo lögreglu-
þjóna sem komu á móti honum. Hann álasaSi sjálfum sér
í huganum fyrir gáleysiS, en þegar hann kom til baka tveim
klukkutímum síSar biSu sömu lögregluþjónamir eftir hon-
um. Þessir menn, fulltrúar yfirvaldanna sem hann fyrirleit
svo, hlutu aS hafa orSiS einhvers áskynja, því þí-tf fræddu
hann á aS hans væri leitaS vegna yfirheyrslna útr af morSi.
Hann var ráSagóSur eins og endranær, þegar í harSbakk-
ann sló. Hann svaraSi umsvifalaust:
„Eftir aS ég var látinn laus úr stríSsfangabúSum, fór ég
til Berlínar ásamt Robert Laub vini mínum aS leita konu
minnar. Sprengja hafSi falliS á húsiS þar sem hún bjó og
hún var horfin. Ég dvaldi mánaSartíma í Berlín og var skrá-
settur hjá lögreglunni eins og fyrir er mælt. í október fór
ég til Vínar og þaSan til Lerchenau. Laub varS eftir í Berlín,
og ég veit ekkert hvaS af honum varS. Ekki veit ég hvemig
á því getur staSiS aS mér sé blandaS í morSmál, nema þá
aS Laub hafi drepiS einhvem og haldi því fram aS ég sé
samsekur.11
Þrátt fyrir þessa tölu var hann handjárnaSur og færSur
til Eisenburg. Áfallinu tók hann meS jafnaSargeSi, sérstak-
lega eftir aS hann hafSi séS á skjölunum sem fylgdu hand-
tökuskipuninni aS þau bám stimpla lögreglunnar í Chemnitz
en ekki Berlín. ÞaS sýndi aS hans áliti aS annaS hvort hafSi
Robert eSa Marika komiS upp um hann en ekki vinkonur
hans í Berlín.
Nú hafSi Laub látiS frá sér fara ýtarlega játningu, þar
sem hann hélt því fram aS Sehröder hefSi fariS einn út í skóg-
inn meS Lotte, drepiS hana og síSan látiS sig aSstoSSa viS
greftrunina. Schröder gaf svipaSan vitnisburS í fangelsinu
í Eisenburg, nema hann bar sökina á Laub. Dómstóllinn sem
fékk mál Laubs til meSferSar trúSi hvorugum og taldi báSa
jafnseka. Sýnt var fram á aS Schröder hefSi greitt höggin
UNG STÚLKA í RIGNINGU
GEORGES SIMENON
25
ar segja mér sitthvað af því sem
á dagana drífur. En Louise trúði
mér aldrei fyrir neinu. Lengi hélt
ég hún væri svona hrokafull en
svo datt mér í hug hún væri
feimin og hallast ég helzt að því.
Sjáið þér tU — þegar svona telp-
ur koma til Parísar og 'finnst þær
týnast innan um milljénimar þá
annað hvort fara þær að slá um
sig eða hnipra sig saman. Jeanine
tilheyrði fyrri flokknum, hún ótt-
aðist ekkert. Hún var úti á hverju
kvöldi. Hún klæddi sig eftir tízk-
unni og það leið eikki á löngu áð-
ur en hún fór með karlmenn upp
í fbúðina sína. Vissulega var hún
sjálfráð gerða sinna, þetta er eng
in gistivist.
— Höfðu þær hvor sitt her-
bergi?
— Já, en samt gat Louise ekki
varizt því að fylgjast með öllu
sem fram fúr og varð tíðast að
bíða þar til maðurinn var farinn
áður en hún komst að snyrta sig.
— Varð það tilefni til rifrild-
is?
— Það er ég ekki viss um. En
hér gerðist svo margt í húsinu.
Ég hef 22 leigjendur. Mig óraði
ekki fyrir því að hún yrði myrt!
— Hvað gerir maðurinn yðar?
— Hann er yfirþjónn á veitinga
húsi. Hafið þér nokkuð á móti því
að ég gefi drengnum að borða?
Hún setti drenginn í stól og fór
að mata hann.
— Allt þetta sagði ég starfsbróð
ur yðar í gærkvöldi. Ef þér viljið
vita mitt álit, þá vissi Jeanine
hvað hún vildi og var ákveðin að
ná markinu hvað sem það kost-
aði. Hún fór ekki út með hver.i-
um sem var. Flestir þeirra áttu
bfl, ég sá þá þegar ég hellti úr
ruslafötunni á morgnana. Þeir
voru ekki allir ungir. Þeir voru
efcki mjög gamlir . . . En skiljið
þér, það var ekki eingöngu vegna
ánægjunnar.
— Fóru þær aldrei út saman
stöllurnar?
— Bara þegar þær fóru í bíó.
— Hvað hafði Louise fyrir
stafni á kvöldin?
— Venjulega var hún heima.
Stundum fór hún út að ganga en
aldrei langt, það var eins og hún
væri hrædd. Þær voru jafnaldrar
en Louise var eins og lftil telpa
við hlið vinkonu sinnar. Og það
var einmitt það sem fór í taug-
arnar á Jeanine. Og smám sam-
an fengu þær óbeit hvor á ann-
arri og fóru að hatast. Louise tókst
aldrei að halda sömu atvinnunni
lengi í einu og átti bágt með að
aðlaga sig. Hún gerði stafavillur
og þess háttar Fengi hún vinnu
við afgreiðslu leið aldrei á löngu
áður en eitthvað óþægilegt kom
fyrir. Annað hvort forstjórinn
eða deildarstjórinn vildu ólmir
komast upp í til hennar.
— f stað þess að gefa þeim í
skyn að hún kærði sig ekki um
slikt, lét hún sér aldrei nægja
minna en slá þá utan undir og
láta öllum ilum látum. Eitt sinn
varð þjófnaður þar sem hún vann
og hún var grunuð. Þó er ég viss
um að hún var saklaus. Qft var
hún alveg atvinnulaus og hljóp bæ-
inn á enda eftir auglýsingum í
blöðum.
— Borðuðu þær saman uppi í
íbúðinni?
— Já, nema þegar Janine borð
aði úti með vinum sínum. Einu
sinni fóru þær í ferðalag saman
en Louise kom heim ein síns liðs
eftir fáeina daga og Jeanine ekki
fyrr en seinna. Þær töluðust ekki
við lengi. Ég vissi ekki hvað hafði
komið fyrir.
— Fékk Louise oft bréf í pósti?
— Ekki einkabréf. Stundum
fcomu bréf með „haus,“ ég vissi
að það voru svör við umsóknum.
Jeanine fékk aftur á móti reglu-
bundið bréf frá pabba sínum í
Lyon og oftsinnis boð um stefnu-
mót og þess háttar.
— Er langt síðan Jeanine fór
að láta í ljósi þá ósk að losna
við vinkonu sína?
— Það er ár síðan, kannski >
meira, þó aðallega eftir að þær
höfðu rifizt. Oft sagði Jeanine og
andvarpaði: „Hugsa sér að ég hafi
yfirgefið föður minn og sitja svo
uppi með þennan blábjána"! En
daginn eftir fór vel á með þeim
og Jeanine þótti þá gott að hafa
hana. Þetta var eins og hjónaband.
Þið eruð vist báðir giftir.
— Er hálft ár siðan Jeanine
sagði ibúðinni lausri?
— Já, hún hafði breytzt mikið á
þeim tíma, klæddi sig betur og
sótti fínni staði en áður, fékk oft
send blóm og konfekt. Cj eitt
sinn kom hún inn til mín og sagði:
„Nú fer ég fyrir alvöru, frú Mar-
celle. Ég hef ekkert á móti húsinu,
en get ekki dandalazt með þetta
stúlkubam til eilífðar. Ég spurði
hana hvort hún ætlaði að giftast
og hún sagði létt í lund að pað
mundi óg lesa um í blöðunum. Þá
hafði hún sennilega hitt Santoni.
Ég npurði í gamni, hvort hún
mundi bjóða mér í brúðkaupið en
hún kvaðst ekki geta lofað því, aft-
ur á móti mundi hún senda mér
gjöf.
— Og hefur hún gert það?
— Ekki ennþá. En það hlýtur
hún að gera. En svo ég snúi mér
aftur að þessu samtali okkar, þá
sagði hún mér hún mundi flytja
án þess að segja vinkonu sinni
neitt frá því, annars mundi hún
bara setjast upp aftur. Hún gerði
eins og hún hafði sagt, notaði
tækifærið þegar Louise var úti og
hvarf á braut með farangur sinn,
hún lét mig ekki einu sinni vita
nýja heimilisfangið sitt til að vera
alveg viss. Hún sagðist mundi
koma endrum og eins og gá að
póstinum. Enn voru nokkrir dag-
ar þar til leigutiminn var útrunn-
inn og Louise fékk að vera þang-
' að til. En þá neyddist hún til að
LAUGARDAGUR 2. aprfl 1966
flytja þó að hún ætti í ekkert hús
að venda. Ég bauð henni að vera
áfram í nokkra daga meðan hún
fyndi sér eit-thvað nýtt en hún
vildi ekki þiggja það. Hún var
ósköp niðurdregin og döpur í
bragði. Ég horfði á hana ganga
niður götuna með litlu bláu tösk-
una sína og var í þann veginn
að hlaupa á eftir henni til að
stinga að henni nokkrum aurum.
Hún hefur þó komið nokkrum sinn
um síðan, þó ekki til að hitta mig
heldur til að spyrja mig um heim-
ilisfang vinkonu sinnar, sjálfsagt
hefur hún ætlað fá hjá henni pen-
inga eða húsaskjól. Mér sýndist
á klæðaburði hennar að hún þarfn
aðist hvort tveggja. Hún trúði
mér ekki þegar ég sagðist efcki
vita heimilisfangið. Og kannski
var það rangt af mér en ég gat
ekki að mér gert, þarna láp dag-
blað á borðinu og í því stóð eft-
irfarandi klausa sem ég benti
henni á:
„Marco Santoni, vermoutfa-prins
inn, kemur á Maxim hvert kvöld
og í fylgd með honum undrafögur
fyrirsæta, Jeanine Armenieu."
Maigret sá á Janvier að hann
hafði líka skilið samhengið. Fyrir
mánuði hafði Louise Laboine ver-
ið í fyrsta sinn í Rue de Douai
og fengið leigðan samkvæmis-
kjól. Var það ekki gert í því
skyni að hitta vinkonu sína á
Maxim?
— Vitið þér hvort hún fann
hana?
— Hún fann hana efcki. Þeg
ar Jeanine kom hér nokkrum dög
um seinna og ég spurði hana um
það, þá skouc; ^ím iipp úr: „Við
borðum ofc a itíaxim en ekki á
hverju kviildi. Auk þess efast ég
um að þfiif nu'mdu hleypa aum-
ingja Louise inn“.
Maigret spia'ði:
— Sögðuð þér allt þetta lög-
reglumanninum sem kom í gær?
— Kannski ekki með sama orða
lagi og auk þess hefur ýmisiegt
rifjazt upp fyrir mér síðan.
— Og þér sögðuð honum ektoert
fleira?
Maigret reyndi að velta fyrir
sér hvað af þessu hefði toomið
Lognon á ný spor. f gærkvöldi
hafði hann verið hér í húsinu og
síðan hafði efckert til hans spurzL
— Má ég rétt leggja drenginn
í rúmið?
Hún þvoði honum, skipti um
bleyju og lét vel að honum áður
en hún lagði hsnn í rúmið. Hún
ÚTVARPIÐ
Laugardagur 2. apríl.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há-
degisútvarp
13.00 Óska-
lög sjúklinga
Kristín Anna Þórarinsdóttir
kynnir lögin. 14.30 f vikulok-
in, þáttur undir stjórn Jón-
asar Jónassonar. 16.00 Veður-
fregnir. 16.05 Þetta vil ég
heyra Gíslrún Sigurbjörnsdótt
ir velur sér hljómplötur. 17.00
Fréttir. Á nótum æskunnar
Jón Þór Hannesson og Pétur
Steingrímsson kynna létt lög.
17.35 Tómstundaþáttur barna
og unglinga. Jón Pálsson flyt-
ur. 18.00 Utvarpssaga barnanna:
„Tamar og Tóta“ eftir Berit
Brænne. Sigurður Gunnarsson
kennari les eigin þýðingu (5).
18.20 Veðurfregair. 18.30 Söngv
ar í léttum tón. 18.45 Tilkynn
ingar. 19.30 Frfettir. 20.00 Leito
rit: „Jóra biskupsdóttir“ eftir
Gunnar Benediktsson. Leik-
stjóri: Gísli Halldórsson. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. Lestur
Passíusálma (46). 22.20 Dans
lög. 24.00 Dagskrárlok. (Kl. 01.
00 hefst fsl. sumartími, þ. e.
klukkunni verður flýtt um
eina stund).