Tíminn - 02.04.1966, Síða 14

Tíminn - 02.04.1966, Síða 14
14 TIMINN LAUGARDAGUR 2. aprfl 1966 FÍ GEFUR ÚT LANDKYNN- INGARBÆKLING UM SUMAR LEYFI Á ÍSLANDI Um þessar mundir sendir Flug-i félag íslands frá sér nýjan land- kynningarbækling, að þessu sinni um sumarfrí á íslandi, en einnig er sagt frá Grænlandsferðum fé lgsins. Þessi nýi bæklingur er prentað ur I fjórum litum, og kemur út á ensku,_ þýzku, frönsku og dönsku. í honum eru margar lit- myndir og teikningar. Kápumynd ir eru frá Mývatni, Surtsey og af fossi á Fjarðarheiði. Flugfélag fslands hefur á nokkr um undanförnum árum gefið út marga landkynningarbæklinga um ýmsa þætti íslenzkrar náttúru, svo sem fulgalíf, flóru, landafræði, jarðfræði og veðurfar. Þá hefur félagið gefið út bæklinga um hestamennsku, lax- og sinungs veiði, fjallgöngur og bækling um Mývatn. Ennfremur tvo bæklinga um Grænland og innan skamms er von á bækling um Færeyjar. Þá er í ráði að gefnir verði út bæklingar um ýmis byggðarlög hér á landi og verður fyrsti bækl ingurinn í þeim flokki um Eski- fjörð. Ennfremur hefur Flugfélag ið gefið út bæklinga um erlendar borgir, sem flugvélar félagsins fljúga til, svo sem Kaupmanna- höfn, Osló og Bergen. KVENNADEILD Framhald af bls. 3. Þórðardóttir, ritari. Varastjórn: frú Sigríður Stefánsdóttir, frú Guðlaug Sveinbjarnardóttir, og frú Ása Pálsdóttir. Auk þess var kosið í bazar- og kaffinefnd. Fram haldsstofnfundur verður haldinn í Tjamarbúð þriðjudaginn 5. apríl, kl. 9 e.h. og er þess vænzt, að þær konur, sem áhuga hafa á málefn um félagsins fjölmenni. SJOLOKOV Framhald af bls. 1. En Sjolokov, sem oft er í So vétríkjunum kallaður „maður úr hópi almennings" var stór- orður í dómum sínum yfir rit höfundunum og þeim rnennta mönnum, sem gagnrýnt hafa réttarhöldin gagnvart þeim. — Eg skammast mín fyrir þá, sem reyna að verja sljka menn. Það skiptir engu máli af hvaða ástæðum þeir taka upp slíka vöm. Eg skammast mín enn meira fyrir þá, sem bjóðast til þess að tala máli hinna dæmdu, — sagði Sjolokov. Þekktir sovézkir rithöfund ar og gagnrýnendur hafa neit að að fallast á dóminn yfir Sinjavsky og Daniel, og a.m.k. einn, hinn aldraði skáldsagna höfundur Konstantin Paust- ovsky, bauðst til þess að bera vitni fyrir þá. — Eg skil ekki þá, sem, und ir yfirskini mannúðar, era með harmkvæli vegna dómsins, — sagði Nóbelsverðlaunahafinn. Fréttamenn telja að þessi skoð un Sjolokovs sé hin sama og flestir háttsettir kommúnista- leiðtogar hafa á máli þessu. Á flokksþimginu hélt Rodion Malinovsky, vamarmálaráð- herra, ræðu og kom inn á vam ir Sovétríkjanma. Sagði hanm að í vamarkerfi landsins væri nú komið nýtt „blátt belti”. Hann gaf enga nánari skýr- ingu á, hvað þetta væri, en menn telja, að hér sé um ,belti“ eldflaugastöðva að ræða. BÁTAR Á VERTÍÐ Framhald af 16. síðu. boðinn út í ákvæðisvinnu og þarf þar af leiðandi ekki nærri eins mikið vinnuafl og ella. 6—8 menn taka að sér að verka afla frá 3—4 bátum. Þegar mikið aflast, þá er hluti af aflanum fluttur axmað til verkunar, t. d; til Stykkishólms eða Akraness. Á þessari vertíð hef ur ekki verið flutt neitt til Akra- ness, en í fyrra var afli fluttur bæði til Akraness og Reykjavíkur. í fyrra var afli bátanna jafnari en nú. Á sama tíma í fyrra vora komnar á land 3600 lestir í 340 sjóferðum og var það allt afli frá heimabátum, en í aflamagninu nú eiga aðkomubátar sinn hlut. Á þessum tíma í fyrra var Hamar aflahæstur með 646 lestir, og voru þá þrír bátar með yfir 600 lestir, en nú er ekki nema einn með meira en 500 lestir. Á Akranesi era komin á land 3900 tonn. Aflahæsti báturinn er Sigurborg með 483 lestir, Sólfari er með 447, Ólafur Sigurðsson með 368 lestir. Akranesbátar hafa sótt á Breiða fjarðanniðin og eru nú farnir að sækja vestur á Selvogsbanka, en Mtil sem engin veiði hefur verið í Faxabugtinni. Hjá Vestmannaeyjabátum er enn sama aflaleysið — í gær var hæsti báturinn með 20 lestir, en allur fjöldinn var með sáralítinn afla. Veðrið hefur verið mjög óhag- stætt að undanförnu. Sjómenn vilja engu spá um batnandi veiði- horfur. - FFRMINGAR - Framhald at 11 síðu. Svala Norðdahl, Kambsveg 19. Þóranna Ingólfsdóttir, Laugarnes veg 102. Drengir: Árni Þór Guðmundss., Sigtúni 23. Ásgeir Baldursson, Suðurlandsbr.- 113 A. Ástvaldur Guðmundss., Kleppsveg 46. Gísli Stefánss., Hátúni 7. Guðmundur Bjömss., Rauðal. 26. Guðmundur Einarss., Bugðulæk 3. Gylfi Þorbergsson, Bólstaðarh. 8. Halldór Ólafsson, Rauðalæk 53. Jóel Friðrik Jónsson, Hátúni 47. Ólafur Marteinn Óskarsson, Rauða læk 36. Sigurjón Harðarson, Hraunt. 19. Steinar Pétursson, Suðurlandsbr. 91 A. Þorgrímur Óli Sigurðsson, Hoft. 4. APRÍLGABB Framhald af 16. síðu. að því, að um hádegið mættu fjórir sendiferðabílar og tveir leigubílar fyrir framan Dalbraut 1 og þeyttu þar horn sín hver í kapp við amnan. Þegar enginn kom út úr húsinu, fóru bifreiða- stjórarnir að athuga málið, og þá hafði verið fest blað á dyrnar og þar stóð „1. aprfl.“ Tjminn hafði samb. við nokkrar leigu og sendi- stöðvar í dag, og fékk þær upp- lýsingar að þær skiptu tugum fýlu ferðirnar sem bílamir hefðu farið í dag, þar væru yfirleitt böm að verki, og það eina sem hægt væri að gera væri að fá tala við ein- hvern fullorðinn ti'l að ganga úr skugga um, að ekki væri um gabb að rœða. f sumum sbólum bæjar ins voru börn með alls kyns læti, sum hver skrópuðu í tímum og marseruðu með látum út um all an bæ. Vafalaust hafa margir fund ið sér ýmislegt fleira til að gabba náungann, í tilefni dagsins. HAUKSSTAÐIR Framhald af 16. siðu metra hátt fall. Meiddist hún eitthvað en vildi ekki gera mik ið úr því. Má nærri geta, að ekki hefiur farið vel um fólkið hálfklætt eða á nærklæðum, fyrir utan húsið, en um þetta leyti var þarna versta veður og rúmlega tíu stiga frost. Húsbóndinn brá sér þegar út í fjós, sem var byggt við íbúð arhúsið, og ætlaði að bjarga skepnum, sem þar vora. Gat hann skorið á bönd tveggja búa, áður en hann varð að hlaupa út aftur vegna reyks. Brunnu þar inni tvær snemm bærar, þrir kálfar, einn tarfur og 40 hestar af heyi. Komust tvær kýr út úr eldinum, er skorið hafði verið á böndin. Blaðið hafði í dag samband við föður húsmóðurinnar, Guð mund Guðmundsson. Fer frá sögn hans hér á eftir: „Eg var sofandi, þegar elds- ins varð vart, og vaknaði við vondan draum. Hafði ég rétt tíma til þess að smeygja mér j sokka og buxur, enda kom það sér betur því ég hefði ekki komizt út um gluggann, ef ég hefði verið meira klædd ur. Eg varð var við það frekar en ég sæi það, að eldurinn var orðinn mikill og áttaði mig á því, þegar ég fann, hvemigl veðrið var, að réttara hefði ver ið að taka með yfirhöfn, en enginn tími vannst til þess að snúa við inn aftur. Var ekki um annað að velja en troða sér út og þreifa sig áfram í átt til fjárhúsanna. Þama hefur brunnið allt, sem bmnnið gat. Þetta var timburhús, stoppað með torfi og tjörupappi í loftum”. Guðmundur býst við að dveljast á bænum Fossvöllum með nafna sínum elzta syni hjónanna, sem er átta ára gam all. Sagðist Guðmundiur yngri hafa orðið logandi hræddur er hann varð var við eldinn, en komizt í buxur og hefði tek ið með sér peysu. Er tilkynnt hafði verið um eldinn, lagði maður af stað frá Fossvöllum á jarðýtu með sleða festan aftan í. Var tjald að yfir sleðann, og fólkið flutt á honum að Hvanná, þar sem það dvaldist í dag. Nú hefur fólkinu verið dreift á næstu bæi og verður það þar í nokk urn tíma, því að ekkert er hægt að eiga við endurbygg- ingu um þessar mundir vegna snjóa. Bærinn að Hauksstöðum var byggður um 1930. Var innbúið vátryggt, en alltof lágt. DE GAULLE Framhald af bls. 5. koma til mótunar, eru allt of mörg til þess að slíkt sé unnt. DANIR hafa þá afstöðu til aðstæðnanna, sem nú blasa við innan Atlantshafsbandalagsins, að þær verði að vega, meta og ræða í kyrrð og næði, og með hliðsjón til allra hagsmuna og þjóða, sem þarna eíga hlut að máli. Af hálfu Dana hefur alls ekki verið óskað eftir neinni breytingu á þeirri skipan, sem gilt hefur. En viðurkenna verð- ur, að hver einstök aðildarþjóð hefur rétt til að reyna að leita eftir þeim breytingum og til- hliðrunum, sem hún telur hent- ugar og framkvæmanlegar inn- an þeirra marka, sem skuld- bindingar hennar við aðrar aðildarþjóðir setja. Danska stjórnin treystir því, að sam- heldni innan bandalagsins haldi áfram þrátt fyrir breytinguna, sem ákvörðun Frakka hlýtur að valda á skipulagi hervarn- anna. Danska stjórnin er einnig þeirrar skoðunar, að hervörn- um Danmerkur sé bezt borgið með áframhaldandi þátttöku Dana í hernaðarsamtökunum. Mikla þýðingu hlýtur að hafa að Frakkar hafa ekki í hyggju að ganga úr Atlantshafsbanda- laginu, ekki heldur árið 1969, og franska þjóðin, sem haft hef ur jafn sterk áhrif og raun ber vitni á stjórnmálalega og menn ingarlega þróun mikils hluta heims, getur því haldið áfram tengslum sínum við sameigin- legar hervarnir Vestur-Evrópu. Það hlýtur að vera hagur At- lantshafsbandalagsins — og Danmerkur um leið — að f.iall- að verði um þær framkvæmda- breytingar, sem ákvörðun Frakka gerir óhjákvæmilegar, með það höfuðsjónarmið fyrir augum, að varðveita tengsl Frakka við samtökin að svo miklu leyti, sem yfirleitt er unnt. ÁLSAMNINGUR Framhald at bls. 1. samkvæmt ákvæðum 47. greinar". Með þessum ákvæðum er samn- ingurinn, álbræðslan o.g „íslenzka" dótturfyrirtæki ISAL tekið undan íslenzkri lögsögu og endanlegum úrskurði íslenzkra dómstóla, ef binurn erlenda aðila þóknast, og sett í alþjóðlegan dóm. Meira að segja ágredningur milli Landsvirkjunar og ISAL, tveggja íslenzkra fyrirtækja skal fara fyrir erlendan gerðardóm. Aðaisamningnum fylgir síðan frumvarp að raforkusölusamn- ingi milli áibræðslunnar og Landsvirkjunar, og einnig frumvarp að samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og álbræðslunnar um lönd og lóðir í Straumsvík, hafnargerð þar og gjöld og greiðslur til bæjarins. Einnig fylgja allmiklar athugasemdir ríkisstjórnarinnar um samninginn svo og margvísleg fylgiskjöl og teikningar til skýringar. ÞAKKARÁVÖRP Alúðar þakkir færi ég öllum vinum mínum fjær og nær, samstarfsfólki, eldra og yngra og öðrum, sem minntust mín með hlýhug og heiðruðu mig á margvís- legan hátt á sjötugsafmæli mínu 27. marz síðastliðinn. Eg þakka ykkur allar gjafir, blómasendingar, kveðjur og heiðurssamsæti. Láfið heil! Þórarinn Guðmundsson, fiðluleikari. Innilegt þakklæti til aHra þeirra, er með skeytum og gjöfum auðsýndu mér vinarhug á sextíu ára afmælinu. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, sem færðu mér ógleymanlega gjöf. Kristján Soebeck. Þökkum Innilega öllum þeim sem, sýndu okkur samúð og vináttu, vtö andlát og jarSarför móður okkar, tengdamóður og ömmu. Helgu Gísladóttur Unnarsholtskoti, Dóra Hjörleifsdóttir, Valgerður Hjörleifsdóttir, Kjartan Skúlason, Helga Runólfsdóttir, Gísli Hjörlelfsson, og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu vinarhug við andlát og útför, bróðurdóttur minnar, Ingibjargar Jónsdóttur (Stellu Steingríms) Sérstaklega þakka ég hjartanlega frú Vigdísi Stelngrímsdóttur og fjölskyldu hennar fyrir þá miklu umönnun og tryggð er þau sýndu hinnl látnu frá fyrstu tíð til hinztu stundar. Fyrir mina hönd og systkina hlnnar látnu. Fllippla Ólafsdóttlr. Steinn Dofri ættfræðingur, andaðist aðfaranótt 1. apríl. Jarðarförin ákveðin síðar. Vandamenn. Maðurinn minn og faðir okkar, Sigurfinnur Sveinsson frá Bergsstöðum, Biskupstungum. lézt í Landsspítalanum þann 31, marz s. I. Guðrún Þorsteinssson og börn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.