Tíminn - 02.04.1966, Page 16
77. tbl. — Laugardagur 2. apríl 1966 — 50. árg.
MIKIÐ UM
APRlLGABB
isinn stytzt 15 mílur frá landi
KT, Reykjavík, föstudag.
Landhelgi'sgæzlan efndi í dag
til ískönnunarflugs og kom í
Ijós, að hafísinn hefur enn
færzt nær landinu við norð-
urströndina. Er ísröndin kom
in hálfhring um Gríms-
ey í nokkurra mílna fjarlægð
frá eyjunni. Næstur er ísinn
landinu við Rauðanúp á Mel-
rakkasléttu, eða í 15 mílna
fjarlægð.
Blaðið hafði í dag samband
við Höskuld Skarphéðinsson,
en hann var sikipherra í þessu
ískönnunarflugi. Sagði hann, að
flogið hefði verið norður að
Langanesi og þaðan út að ís-
röndinni. Hefði henni svo
verið fylgt vestur fyrir land.
Komið hefði í ljós, að ísinn hef
ur færzt nær landinu og var
hann næst landi út af Rauða
núp á Sléttu, eða í 15 mílna
fjarlægð. Þá væri ísinn bominn
í hálfhring um Grímsey, í
nofckurri fjarlægð að visu.
Vestur frá Grímsey lægi ísinn
riotokuð fjær landi í sveig og
væri um það bil í 32 mílna fjar
lægð frá Kögri. Þegar svo
vestarlega kæmi, væri ísinn
miklu þéttari og mætti segja,
að það færi hinn raunverulegi
ís, sem mældur hefur verið
undanfarið.
GÞE—Reykjavík, föstudag.
Leigubílstjórar fóru í dag
hverja fýluferðina á fætur ann-
arri, lögreglan var margsinnis
göbbuð út, kennarar háðu eltinga
leiki við nemendur sína, sem voru
á sífeldum þeytingi milli bekkja.
Krakkar kveiktu í skúr og slökkvi
liðið stormaði á vettvang, kaup
menn afgreiddu sendingar, sem
enginn kannaðist við að hafa pant
að, og allt var þetta gert í tilefni
dagsins.
Morgunblaðsmenn birtu nú tvær
platfréttir í stað einnar, oig mun
sú, sem á baiksíðunni var, hafa
átt að draga úr athygli manna á
forsíðufréttinni uim miðaldakortið.
Annars er allur almenningur orð
inn svo ringlaður á allri bessari
kortaþvælu, að fréttin fór fyrir
ofan garð og neðan hjá flestum.
Önnur blöð birtu ekki aprilfrétt
ir að sinni. Laust upp úr hádegi
var slökkviliðið kvatt að vinnu
skúr sfcamimt frá Kassaigerðinni,
þar kxgaði glatt, en greinilegt var
að fcrakkar höfðu kveikt í hon
um. Slökkviliðið var annars efcki
narrað út í dag, en slíkt hefur bft
fcomið fyrir 1. apríl. Hins vegar
var lögreglan nokkrum sinnum
fcvödd út að tilefnislausu eins og
yfirleitt á þessum degi. Þá voru
mikil brögð að því að krakkar
göbbuðu út leigu- og sendiferða-
bíla, og kvað jafnvel svo rammt
Framhald á 14. síðu.
AKRANES
Framsóknarfélag Akraness held
ur skemmtisamkomu í félagsheím
ili sínu Sunnubraut 21, sunnudags
kvöldið 3. apríl kl. 8,30 síðdegis.
Til skemmtunar Framsóknarvist
og kvikmyndasýning, öllum heim
ill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Njarðvíkur
Aðalfundur Framsóknarfélags
Njarðvíkur verður haldinn í Stapa
(suður dyr) í dag laugardag kl.
16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal
fundarstörf. 2. Ræddur kosninga
undirbúningur. 3. Önnur mál. Fé-
lagar fjölmennið. Stjómin.
AFLAHÆSTUBATARNIRA VER■
TÍÐINNIMEÐ UM 800 LESTIR
SKARÐSVÍK 0G HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR HAFA FENGIÐ MESTAN AFLA
RIKIÐ KAUPIR TOG
ARANN GYLFAFRÁ
PATREKSFIRÐI
SJ—Patreksfirði, föstudag.
í gær var togarinn Gylfi, sem
er í eigu hlutafélagsins Varðar,
seldur hér á uppboði. Það var
Ríkisábyrgðasjóður, sem keypti
togarann fyrir hönd ríkissjóðs.
Forgangskröfur námu 1.2 milljón
um króna og var rjkisábyrgðasjóð
ur aðalveðhafi. Ríkisábyrgðasjóð
ur mun bjóða togarann til sölu,
og þar sem hann er talinn í góðu
ásigkomulagi, má búast við viðun
andi endursölu.
Gylfi var smíðaður í Englandi
1952, dieseltogari af sömu gerð og
Hallveig Fróðadóttir. Hann hefur
ekki verið gerður út á veiðar s.l.
ár.
SJ-Reykjavík, föstudag.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
er Tíminn aflaði í dag, þá hefur
vertíðin gengið sæmilega vel hjá
bátum, er gera út frá Rifi og Pat-
reksfirði. Bátar á Faxaflóasvæð-
inu hafa cinkum sótt Breiðafjarð-
armiðin, sem hafa verið óvenju
gjöful á þessari vertíð, en aftur á
móti hafa miðin á Faxaflóa og við
Vestmannaeyjar brugðizt fram til
þessa.
Á Patreksfirði hefur tíð verið
rysjótt á vertíðinni og erfitt um
sjósókn. Þetta er ein erfiðasta ver-
tíð í mörg ár, en aflamagn bát-
anna er talsvert þrátt fyrir ógæft
ir. Aflahæstu bátarnir eru:
Dofri 626,6 lestir, Sæborg 445
lestir, Þrymur (nýr bátur) 257.2
lestir, Jón Þórðarson 733,9 lestir,
Helga Guðmundsdóttir 775—80
lestir, Svanur (30 tonna bátur)
82 lestir, Sæborg 2. 53,2 lestir.
Patreksfjarðarbátar afla nú mun
minna en í fyrra, þegar heildar-
afli hæsta báts var um 1400 tonn.
Jón Þórðarson hefur fengið
ágætis afla tvo síðustu dagana,
um 40 tonn í hvorri ferð. Bátarn-
ir sækja misjafnlega langt suður
á Breiðafjörð. Allur flotinn hefur
verið á þessu svæði — frá Bjarg-
töngum og suður undir Jökul. Þeg
ar ásóknin var mest, var talið að
rúmlega þúsund trossur hefðu leg
ið í sjó í einu, og ef reiknað er út
samanlögð lengd trossanna er hún
530—40 mílur!
Togaraflotinn var á þessum tíma
að veiðum við mörkin og togaði
óslitið að heita má alla leið norð
ur í Djúp. Menn ræða það sán á
milli að slík áníðsla eins og hefur
verið á Breiðafjarðarmiðum geti
ekki gengið til lengdar.
Hjá bátum, sem leggja upp á
Rifi, hefur aflinn verið nokkuð
góður, en heldur hefur dregið úr
veiðinni að undanförnu. Á land
eru komnar 3520 lestir í 368 sjó-
ferðum. Fiskurinn er nú genginn
á grynnri mið og hafa minni bát-
arnir fengið betri afla að undan-
förnu.
Skarðsvíkin er aflahæst með 787
lestir í 44 veiðiferðum og er með
langmestan afla þeirra báta, er
leggja upp á Rifi. Skarðsvík, sem
er 150 lestir rær ekki nema út
þennan mánuð, því að senda á bát
inn til Noregs, þar sem hann verð
ur lengdur í 200 lesta stærð.
Skarðsvík fékk á einni viku 231
lest, meðan aflahrotan stóð sem
hæst.
Hér er geysilega mikil vinna í
landi og hefur orðið að flytja hluta
af aflanum til Stykkishólms.
Á Rifi eru tvær verkunarstöðv-
ar og á Hellissandi aðrar tvær.
Sigurður Magnússon, sem hafði út-
gerðina á Víði frá Eskifirði með
höndum, ætlar að reisa hér mikla
verkunarstöð.
Meginhluti af verkuninni er
Framhald á 14. sfðu.
Unglingar í kröfu-
"öngu heimtuðu
LIDO aftur
GB—Reykjavík, föstudag.
Sjðdegis í dag stofnuðu ungling
ar til kröfugöngu í borginni, fóru
fylfctu liði um miðbæinn 30—40
talsins, klæddir sumir eins og
trúðar, báru kröfuspjöld áletruð
og heimtuðu Lídó aftur.
Tilefnið hefur að sjálfisögðu
verið það, sem ölium er bunnugt
að hætt hefur verið við að hafa
veitingastaðinn Lídó opinn áfeng
islausan skemmtistað fyrir ung-
linga. Var þessi staður oðrinn
mjög vinsæll meðal unglinga, sem
fjölmenntu þar á dansskemmtun-
um. En forráðamenn veitingastað
arins töldu sér ekki fært að reka
staðinn áfram með þessu sniði, og
er hann því ekki lengur slíkur
griðastaður, sem hann áður var.
Síðasti unglingadansleikurinn
í Lídó verður annað kvöld, laugar-
dagskvöld.
Hauksstaðir á Jökuldal brenna
HA—Egilsstöðum, föstudag.
Snemma [ morgun kom up<p
eldur í ibúðarhúsinu ag Hauks
stöðum í Jökuldal. Magnaðist
eldurinn á mjög skömmum
trma og hafði heimilisfólkið
nauman tíma til að bjarga
sjálfu sér, en komst þó allt út
en fáklætt. Brann á skömmum
tíma allt, sem brunnið gat í í-
búðarhúsinu, svo og hlaða og
fjós ,sem voru byggð vi® hús-
ið. Brunnu nokkrar skepnur
inni í fjósinu.
Það var , á sjöunda tíman-
um í morgun, að heimilisfólkið
á Hauksstöðum varð vart við,
að eldur hafði kviknað í hús
inu. Húsið er tvílyft og var
fólkið j svefnherbergjum á
efri hæðinni. Var farið að
loga við stigann, þar sem geng
ið er niður. Ætlaði bóndinn,
Óli Sigurðsson, að reyna að
bjarga einhverju, en eldurinn
var þegar orðinn svo magnað-
ur, að hann varð að snúa sér
að því að bjarga heimilisfólk-
inu út. Komst fólkið út um
glugga út á skúrbyggingu, sem
var áföst húsinu og forðaði
sér þaðan í fjárhús, sem er
þarna nærri. Hafði fæstum
unnizt ráðrúm til að klæða sig
að öðru leyti en að smeygja
sér í buxur eða þess háttar.
Á heimilinu bjuggu átta
manneskjur. Voru það hjónin
Óli Sigurðsson og Guðný Guð
mundsdóttir og fimm börn
þeirra á aldrinum 5 mánaða til
8 ára. Þá bjó einnig á bænum
faðir Guðnýjar, Guðmundur
Guðmundsson, 73 ára að aldri.
og blindur.
Síðast komst út húsmóðirin,
en hún hafði farið í síma og
reynt að koma boðum áleiðis
um, að eldur hefði komið upp.
Þegar hún ætlaði að komast
út, var leiðin út á skúrþakið
orðin lokuð af eldi, svo að hún
varð að fleygja sér út um
glugga niður á steinstétt fyrir
utan og var það um þriggja
Framhalr) 3 14 dðu