Vísir - 12.08.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 12.08.1974, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 12. ágúst 1974 3 FEKK JÁRN- GADD V I LÆRIÐ Tólf ára gamall drengur fékk járngadd i annaö læriö á sér, er hann klifraði á giröingu og datt. Drengurinn var ásamt félaga sinum með einhvers konar jafn- vægisæfingar uppi á háum stein- vegg við hús i Vonarstræti. Járn- gaddar standa upp úr veggnum. Drengurinn missti jafnvægið, og datt á einn járngaddinn. Gaddurinn reif úr lærinu á honum, og var hann fluttur á slysadeild. Talsvert blæddi, en þegar fariðvar að gera að sárinu, kom i ljós, að meiðslin voru ekki eins alvarleg og upphaflega var álitið. Drengurinn fékk að fara heim til sin að lokinni aðgerð. —ÓH VEÐURGUÐIR BLÍÐKAST Svo virðist sem sólin og góða veðrið hafi ekki alveg snúið við okkur bakinu ennþá, og það sem betur fer, hugsa eflaust margir. í dag er tæpast hægt að segja annað en spáin hljómi þokkalega. Norð- austan gola og léttskýjað með köflum, þegar líða tekur á daginn. Hiti í dag á að vera 11-14 stig en 8-10 stig í nótt. Sólin var strax farin að láta sjá sig í morgun, og skýin, sem grúfðu yfir öllu, þegar menn nudduðu stírurnar úr augunum, létu minna á sér bera. Túristar og aðrir ferða- langar, sem leggja land undir fót — eða hjól — í dag, þurfa víst tæpast að kvarta, að minnsta kosti ekki i bili. Það er heldur ekki annað að sjá en þeir kunni vel við sig þessir, sem Bjarnleifur smellti mynd af niðri við höfn. Kviknaði í tjaldi — en þjöðháfíðin í Eyjum annars með rólegasta móti Mönnum ber saman um þaö, aö þjóðhátiðin i Eyjum, sem haldin var um helgina, hafi veriö meö rólegasta móti Aðeins eitt verulegt óhapp átti sér stað, en það var i gærkvöldi um miðnættiö, að kviknaði i hús- tjaldi. Hústjöldin eru nokkuö stór og eru flest á grind. Þau eru hvit Bikarkeppni smóstrókanna i Breiðholti Þáð var mikið sparkað á leik- vellinum i neöra Breiðholti i gær. Þar fóru fram hvorki meira né minna en átta knattspyrnuleikir. Sniástrákarnir i hverfinu efndu til bikarkeppni og tóku lið úr átta fjölbýlishúsum þátt i keppninni. að lit, og hafa allir heimamenn með sér slik tjöld, þegar þjóð- hátið er haldin. Talið var, að neisti frá flugeldi hefði lent i tjaldinu, en rétt um þetta leyti stóð yfir flugelda- sýning. Tjaldið sjálft er ónýtt, en engin slys urðu á mönnum og ekkert fé- mætt hafði verið inni i þvi. Nokkur ölvun var um helgina, en engin slys urðu né önnur óhöpp. Veðurguðirnir bliðkuðust á laugardag, en á föstudag hafði rignt mikið, —EA Fyrsti leikurinn hófst klukkan tiu i gærmorgun, en sá siðasti klukkan sex.Klukkan átta I gær- kvöldi fór svo úrslitaleikurinn fram að viðstöddu fjölmenni. Var viðureignin á milli Hjaltabakka 2- 16 og Grýtubakka 18-32 og bar liðið úr fyrrnefnda fjölbýlishúsinu sigur úr býtum. Var það skemmtileg tilviljun, að bikarinn, sem keppt var um, hafði einmitt verið gefinn til keppninnar af formanni og varaformanni húsfélagsins i þvi húsi. Bikarinn er farandbikar, en vinnsttil eignar eftir fimm sigra i röð. —ÞJM íkveikjutilraun við Golfklúbb Ness Þegar félagar I Golfklúbbi Ness komu i kiúbbhús sitt um hádegi á laugardag, kom i ljós að eldur hafði verið kveiktur upp við húsið, þannig að það hafði talsvert sviðnað. Húsið er timburhús og stendur utarlega á Seltjarnar- nesi, nokkuð fjarri ibúðar- húsum. Aðfaranótt laugar- dagsins, hefur einhver safnað drasli upp að einni hlið hússins, oe kveikt eld i bvi. Auðséð er af verksummerkjum, að talsvert miklu drasli hefur verið brennt. vegna þess að nokkuð stór blett- ur á jörðinni er sviðinn. En /vegna rigningar hefur ikveikju- tilraunin farið út um þúfur, og húshliðin aðeins sviðnað litil- lega. Tóm flaska fannst hjá hús- inu en ekki er fullrannsakað, hvort i henni hafði verið eldfim- ur vökvi. Ekki er loku fyrir það skotið, að hér hafi einhver verið að kynda bál til að hlýja sér. Staðurinn til þess er þó undarlega valinn. Þeir, sem kynnu að hafa orðið varir mannaferða við golf- klúbbinn þessa nótt, eru beðnir að láta lögregluna á Seltjarnar- nesi vita. __________________________—ÓH Kindin mölbraut framrúðuna I vætutíðinni að undan- förnu hefur fé leitað æ meira til höfuðborgar- innar. Kindurnar sækja í bezta grasið/ og oft er það að finna við vegina. Af- leiðingin er svo sú, að si- fellt fleiri kindir verða fyrir bílum og drepast Tvær drápust i nótt, er þær hlupu fyrir bila á Suðurlands- veginum. ökuhraði þar er tals- vert mikill og þvi oft ómögulegt fyrir ökumenn að nema staðar I tæka tíð, ef kind hleypur fyrir bilinn. t öðru tilfellinu i nótt varð áreksturinn svo harður, að kindin kastaðist á framrúðu bilsins, að mölbraut hana. Þá hafa hátt á annan tug kinda drepizt i sumar á þeim hluta Suðurlandsvegarins sem að Reykjavikurlögreglunni snýr. Annar eins fjöldi er drepinn á öðrum vegum i nær- sveitum borgarinnar. Þess má geta, að almennar bilatryggingar bæta ekki skaðann fyrir bileigendur i þessum tilvikum, en það gerir hins vegar kaskótrygging. —ÓH ötu 23 Sími 18533

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.