Vísir - 12.08.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 12.08.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Mánudagur 12. ágúst 1974 HORNSÓFASETT Hentar alls staðar. Settið getur meðal annars samanstaðið af stól, tveggja sæta sófa óg þriggja sæta sófa ásamt hornborði og sófa- borði. SVEFNBEKKIR ýmsar stærðir og gerðir. SKRIFBORÐSSETT fyrir börn og unglinga. 2 stærðir. Orvaláklæða, hagstætt verð og greiðsluskil- málar. Sendum gegn póstkröfu um allt land. HOSGAGNAVERZLUN SMÍDI s GRENSÁSVEGl 50 SÍMI 84818 BwlÖRNÍNIM Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Simi 15105. | VELJUM iSLENZKT » ISLENZKAN IDNAD | Þakventlar Kjöljárn Kantjárn ÞAKRENNUR J. B. PETURSSON SF. ÆGISGÖTU 4-7 13125,13126 AP/NTB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖ Ford rœðst gegn verðbólgunni — rœðir við þingmenn um skipun varaforseta Gerald Ford, forseti Bandarikjanna, bauö blaöamönnum aö koma til sundlaugarinnar i garði sinum I gærkvöldi og var þá þessi mynd tekin. Gerald Ford, forseti Banda- rikjanna, mun leggja fram þá ósk við bandarisku þjóðina í kvöld, að hún snúi sér frá Watergate- málinu og einbeiti samhuga kröftum að lausn innanlands- mála. Ford ávarpar Bandarikja- þing i kvöld og verður þetta þungamiðja ræðu hans, að sögn NTB. Að öðru leyti mun Ford leggja áherzlu á það, að af hörku verði snúizt gegn verðbólgunniiBanda- rikjunum. Talið er liklegt, að for- setinn mæli með þvi, að dregið verði úr opinberum útgjöldum og hertar reglur um takmörkun lán- veitinga. Stjórnmálafréttaritarar búast við þvi, að þingið muni sýna Ford sama velvilja og það sýndi Lyndon Jóhnson, þegar hann settist óvænt I forsetaembættið að John Kennedy látnum. í allan gærdag átti Ford fundi með þingmönnum og ræddi m.a. við þá um skipun varaforseta. Hann verður að hljóta stað- festingu þingsins á sama hátt og Ford s.l. haust. Fréttamaður AP segir, að tveir menn komi nú einna helzt til álita I varaforsetaembættið: George Bush, formaöur landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Nelson Rockefeller, fyrrum rlkisstjóri I New York. Barry Goldwater mælir eindregið með Bush, sem hefur setið á þingi fyrir Texas og starfað sem sendiherra Banda- rlkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- Hugh Scott, leiðtogi repú- blikana i öldungadeildinni sagðist styðja Barry Goldwater til embættisins, en hann mælti fyrst og fremst með Nelson Rockefeller. Goldwater væri I Gerald Ford og Henry Kiss- inger hafa lagt sig fram um að fullvissa bandamenn Bandarikj- hópi þeirra þriggja, sem til greina kæmu að sinu mati. Goldwater sagði sjálfur, að hann sæktistekki eftir embættinu en „auðvitað mundi ég þiggja það”. anna og pólitiska andstæðinga um það, að utanrfkisstefnan sé óbreytt þrátt fyrir forsetaskiptin. Sendiherra Islands i Washington var að sögn NTB I hópi þeirra erlendu sendimanna, sem voru kallaðir til sérstaks fundar með Ford og Kissinger, eftir valdatöku Fords. En sendi- herrar NATO-rikjanna fengu slikt boð. A föstudag sendi Ólafur Jóhannesson heillaóskaskeyti til Fords i tilefni af valdatöku hans. Nixon ekki í vaxmyndasafni Vaxmyndin af Richard Nixon i vaxmyndasafni madame Tussaud i Lundúnum hefur verið lögð á hilluna. „Eftir að við heyrðum, að hann hefði sagt af sér, töldum við hann ekki eiga heima með lengur,” sagði tals- maður safnsins. „Hann var enda ekki lengur I neinu opinberu embætti.” Vaxmyndin af Nixon stóð áður i stórum sal, þar sem er að finna vaxmyndir af helztu leiðtogum heimsins. En hún var sem sé flutt þaðan strax á föstudag. 79% með Nixon Timaritið „Newsweek” birti um helgina niðurstöður skoðana- könnunar, sem efnt var til að kvöldi þess dags, er Richard Nixon sagði af sér forseta- embætti. Benda þær til þess, að 79% bandarisku þjóðarinnar telji, að Nixon hafi gert rétt, þegar hann sagði af sér. Auk þess sýndu þær, að 55% vilja ekki rannsókn á hugsanlegum lögbrotum hans. um. Julie Eisenhower, dóttir Nixons, tók það mjög nærri sér, þegar foreldrar hennar yfirgáfu Hvita húsið á föstudag. Þessi mynd er tekin f garði Hvfta hússins, þegar þyrlan hélt á brott meö forsetahjónih. David, maður Julie, er við hlið konu sinnar. Sendiherra íslands hjá Ford NIXON NÝTUR CINVERUNNAR Richard Nixon fyrrum forseti, varði sunnudeginum I ró og næði með fjölskyidunni I San Clemente í Kaliforníu. Tveir nánir vinir hans heimsóttu hann, en aðrir ekki. Með tilstilli aðstoðarmanna sinna hélt Nixon blaðamönnum fjarri, þvi að hann óskaði að njóta einveru og næðis. Fyrst um sinn mun Nixon eiga nokkurt annriki við bréfaskrift- ir, er samfara voru forsetaem- bættinu, og heldur hann nokkrum starfsmanna sinna sér til aðstoð- ar I þvl efni. Hann hafði ekki seint I gær haft neitt samband við Gerald Ford, eftir að hinn siðarnefndi var sett- ur I forsetaembættið. Um leið og Nixon sagði af sér embætti, settist hann á bekk með öörum borgurum gagnvart lands- lögum og nýtur ekki lengur þeirr- ar friðhelgi, sem forsetaembættið veitir. Menn eru þó alls ekki á eitt sáttir um, hvort áframhaldandi réttarrannsókn sé lögfræðilega, stjórnmálalega eða mannlega séð verjanleg eða æskileg. Það þykir þvi sennilegt, að dómsmálaráðuneytið og þingið þvoi hendur sinar af málinu og feli það algerlega á hendur Leon Jaworski, saksóknaranum, sem stjórnar Watergaterannsókninni, aö ákveða, hvað gera skuli gagn- vart Nixon. Það þykir þó ekki sennilegt, að hann aðhafist neitt gegn Nixon öðruvisi en vita, að hann hafi til þess stuðning bæði þingsins og þjóðarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.