Vísir - 12.08.1974, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 12. ágúst 1974
5
í MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP
Stefnt að sambands-
ríki á Kýpur
Hermaöur I friöargæzlusveitum Sameinuöu þjóöanna á Kýpur fylgist
meö þvl, þegar vistum er skipaö á land úr tyrkneskum herbirgöa-
skipum úti fyrir strönd eyjarinnar.
Bardögum er enn
haldið áfram á Kýpur,
enda þótt fundizt hafi
leiðir við samningaborð-
ið i Genf til að draga úr
spennunni milli Kýpur-
Grikkja og Kýp-
ur-Tyrkja. Samninga-
viðræðurnar voru næst-
um farnar út um þúfur
um helgina, og AP-
fréttastofan segir, að
þeim hafi verið bjargað
á siðustu stundu, þegar
Henry Kissinger hringdi
i Bulent Ecevit, forsæt-
isráðherra Tyrkja.
Griskar hersveitir byrjuðu i
gær að hverfá á brott úr þeim
tyrknesku byggðum Kýpur, þar
sem þær settust að eftir að Tyrkir
Sleppo
Guineu
Rikisstjórn Portúgals hefur
ákveöið að veita nýlendunni
Guineu-Bissau sjálfstæði. Frá
þessu var skýrt i gær, en ekki er
ljóst frá og með hvaða degi
nýlendan verður sjálfstæð.
Veiga Simao kemur i dag á fund
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
og leggur þar til, að Guinea-
Bissau verði viðurkennt sem
sjálfstætt riki og tekið i samtökin.
Enn hefur ekki verið frá þvi
gengið i samningaviðræðum
Portúgalsstjórnar við frelsis-
hreyfinguna i Guineu-Bissau,
hvernig stjórn nýlendunnar
verður færð i hendur ibúa hennar.
gerðu innrás i eyjuna 20. júli s.l.
t Genf fór hins vegar allt i upp-
nám út af kröfu Tyrkja þess efnis,
að Kýpur verði skipt á milli tyrk-
nesku og grisku þjóðarbrotanna.
Sagt er, að Kissinger hafi
hringt i Ecevit og farið þess á leit
við hann, að Tyrkir sigldu ekki
viðræðunum i strand. Fór svo eft-
ir niu klukkustunda hlé I gær, að
samningamennirnir komu að
nýju saman i Genf, en ekki var
það árangursrikur fundur.
Turan Gunes, utanrikisráð-
herra Tyrkja, leggur til, að Kýpur
verði skipt i sambandsriki þjóð-
arbrotanna tveggja. Hann segir,
að Tyrkir eigi rétt til aö ráða yfir
einum þriðja eyjunnar, þótt þeir
séu aðeins 18% af ibúum hennar.
Næðu kröfur Tyrkja fram að
ganga i Genf, þyrftu að fara fram
stórfelldir búferla-flutningar á
Kýpur, þegar þjóðarbrotunum
yrði safnað saman hvoru á sitt
svæði.
George Marvos, utanrikisráð-
herra Grikkja, mælir með þvi, að
Kýpur myndi eina heild, 'en tyrk-
neska þjóðarbrotið fái viður-
kennd sérréttindi. James Callag-
han, utanrikisráðherra Breta,
hefur lagt fram málamiðlunartil-
lögu, sem miðar að þvi, að mynd-
aðar verði kantónur innan sam-
bandsrikis. Þannig yrði komið i
veg fyrir búferla-flutninga.
13 millj. í flóðum
Myndin er frá flóöasvæöunum I
Bangladesh og sýnir þorp á kafi
ivatni. Þrettán milljónir manna
á þessum slóðum og á Indiandi
eiga um sárt aö binda vegna
flóöanna, sem eru þau alvar-
legustu, sem nokkru sinni hafa
orðiö á þessu svæöi. Afleiðing-
arnar eru geigvænlegar.
SPENNA MAGNAST
UMHVERFIS BERLÍN
Hótanir ganga nú á milli
Austur- og Vestur-Þýzkalands,
sem eiga rætur aö rekja til hinnar
gömlu þrætu um stöðu Berlínar
og tengsi hennar viö Vestur-
Þýzkaland, Rúm vika er nú liöin
siðan austur-þýzkir landamæra-
verðir byrjuðu aö trufia umferö á
hraðbrautinni frá Vestur-Þýzka-
landi til Berlinar, þar sem hún
liggur um austur-þýzkt land.
Vestur-Þjóðverjar telja þessar
hindrunaraðgeröir brot á fjór-
veldasamningnum um Berlin frá
1971.
Hin opinbera ástæða fyrir
aðgerðum Austur-Þjóðverja er sú
ákvörðun stjórnarinnar i Bonn að
opna umhverfismálaráðuneyti
sitt i V-Berlin. Sovétmenn hafa
stutt sjónarmið bandamanna
sinna i þessu máli.
Nú hefur það gerzt, að Vestur-
Þjóðverjar hafa gefið til kynna,
að þeir muni ekki endurnýja
samning um vaxtalaus lán til
Austur-Þjóðverja, þegar hann
rennur út á næsta ári, ef öllum
vegatálmunum á leiðinni til
Berlinar verði ekki tafarlaust rutt
úr vegi.
Orðróminum um þessar að-
gerðir Vestur-Þjóðverja hefur
verið svarað fullum hálsi af
ADN, opinberri fréttastofu A-
Þýzkalands. 1 skeyti frá ADN i
gær segir, að neitun um að fram-
lengja vaxtalausu lánasamning-
ana sé brot á vináttusamningi
rikjanna frá 1972.
r
0
fundi
Uppþot
kirkjuráðsins
Það varð uppþot við setningu
árlegs fundar miðstjórnar
Alheims kirkjuráösins i Berlin i
gær, þegar hópur ungmenna
ruddist inn i fundarsalinn til að
mótmæla meintum pyndingum I
vestur- þýzkum fangelsum
— Biskupinn i Berlín, Kurt
Scharf, visaði ásökunum þessum
á bug sem rógburði, og mót-
mælendum var komið út úr
salnum
Þetta er i fyrsta sinn, sem árs-
fundur miðstjórnarinnar er
haldinn i Þýzkalandi. 120 full-
trúar sitja fundinn
Meðal þýðingarmestu mála,
sem til umræðu eru á fundinum,
er ákvörðun um framhald á
baráttu kirkjunnar gegn
kynþáttamisrétti, og svo undir-
búningurinn fyrir allsherjarfund
Alheims kirkjuráðs, sem senni-
lega verður haldinn i Djakarta
1975.
Ennfremur mun miðstjórn
fjalla um matvælaeklu heimsins,
afstöðuna til rómversk-kaþólsku
kirkjunnar og hugmyndina um
„kirkjubanka”.
Auknar líkur á
kjarnorkustyrjöld
Edward Teller, sem nefndur er
„Faðir vetnissprengjunnar”,
segir að hætta á kjarnorku-
styrjöld sé nú meiri en fyrir
áratug. Um leið heldur hann þvi
fram, að Sovétrikin séu betur
búin kjarnorkuvopnum en
Bandarikin og séu enn að bæta við
sig eldflaugabirgðum.
1 viðtali, sem birtist i blaðinu
„People” á sunnudag, segir bessi
ungverskættaði visindamaður, að
Rússar bæti á hverju ári viö
forskot sitt i flugskeytum.
Teller segir i viðtalinu, að upp-
haflega hafi hann verið mót-
fallinn SALT-viðræðunum um
sameiginlegar afvopnunartil-
raunir USA og USSR, vegna þess
að hann kveið þvi, að snúið yrði á
Bandarikin í þeim samningum.
Nú sagðist hann vera orðinn
miklu öruggari um hag Banda-
rikjanna.
Kínverjar vilja sam-
vinnu Evrópu og USA
— segir Henry Jackson eftir Kinaferð sína
— Kinverjar hafa áhyggjur af
aflleysi Evrópu og vilja, að
bandamennirnir á Vesturlöndum
taki betur höndum saman, segir i
skýrslu, sem Henry Jackson,
öldungardeildarmaður i flokki
bandariskra demókrata, hefur
birt um nýlega ferð sina til Kina.
Rœndu vopnaverksmiðju
5 menn aö minnsta kosti létu lif-
iö, þegar skæruliöar I Argentinu
réöust á lögreglustöövar og varö-
stöðvar hersins inni i landinu
miðju i gær.
Tveim liösforingjum úr hernum
var rænt I þessum bardögum.
Menn halda, að þarna hafi veriö
að verki félagar i „Byltingarher
alþýðunnar”, eins og þau samtök
kalla sig, sem staðið hafa að
mannránum I Argentinu undan-
íarin 2 ár. — Réðust þeir á vopna-
verksmiðju hersins i Villa Maria,
sem er um 30 km sunnan við Cor-
doba. Ræningjarnir höfðu með
sér vopn og einkennisbúninga úr
verksmiðjunni.
Fyrst náðu skæruliðarnir á sitt
vald gistihúsi einu, skammt frá
verksmiðjunni, og lokuðu gesti og
þjónustulið inni. Siðan réðust um
60 skæruliðar, klæddir einkennis-
búningum hersins, til atlögu við
verksmiðjuna. Sló I brýnu viö
verðina, sem voru yfirbugaðir, og
tvo liðsforingja höföu skærulið-
arnir á brott með sér, meðan
skothriðin stóð yfir.
A sama tima réðst annar
skæruliðahópur á lögreglustöðvar
og varðstöðvar hersins i Cata-
marca-héraðinu, sem er norð-
vestur af Cordoba.
Þetta eru umfangsmestu að-
gerðir skæruliða i Argentinu siö-
an Juan Peron komst til valda.
Virtust þeir sitja meira á sér, eft-
ir að hann kom til valda, en núna
eftir dauða hans, eru þeir komnir
aftur á kreik. — Það var einmitt
það. sem sumir höfðu spáð i
Argentinu, þegar kona kom i for-
setastólinn. Kviðu þeir þvi, að
skæruliöar teldu sig geta boðið
byrginn Mariu Estela Peron,
ekkju Perons og núverandi for-
seta landsins.
Jackson segir, að þótt Kin-
verjar séu að meginstefnu þvi
fylgjandi, að erlendar herstöðvar
séu lagðar niður, þá sjái þeir ekki
ástæðu til að gagnrýna varnar-
samning Japan og Banda-
rikjanna eða dvöl bandarisks
herafla i Japan.
„Þeir viðurkenna, að Japanir
búi við ógn sovézkra eldflauga og.
hermanna” segir i skýrslunni.
Jackson fullyrðir enn fremur, að
Kinverjar séu sannfærðar um
það, að stefna Sovétrikjanna
miði að þvi að umkringja Kina og
einangra.
Henry Jackson, sem er einn
helzti andstæðingur stefnu Henry
Kissingers gagnvart Sov-
etfikjunum og talinn liklegur
frambjóðandi i forsetakosningun-
um 1976 fyrir demókrata, leggur
til I skýrslu sinni, að fullt stjórn-
málasamband verði tekið upp við
Kina. Hann segir, að það muni
aðeins spilla sambúðinni við For-
mósu um stuttan tima.