Vísir - 14.09.1974, Blaðsíða 4
4
Vísir. Laugardagur 14. september 1974.
KIRKJAN OClr BJÓÐINÍ
Gamla myndfn
Gflaust er það margt af eldra
fólki, sem kannast við þessa
mynd, því að hún birtist á sinum
tima bæði i Óðni og Nýju
Kirkjublaði.
Hún er af hinum mikla
lærdómsklerki sr. Þorvaldi
Bjarnasyni á Mel (eins og hann
nefndi Melstað jafnan). Er vel
við eigandi að myndin er tekin
af honum á hestbaki, þvi að
hann var hinn mesti hestamað-
ur, —hafði 50 hross á Melstað —
og átti marga gæðinga.
Þórhallur biskup segir frá
þvi, að eitt sinn kom hann i hópi
15 skólasveina i haustmyrkri
norðan Reynivallaháls og tóku á
sig náðir i garða i fjárhúsi á
Reynivöllum þar sem sr. Þor-
valdur var þá prestur. Um
morguninn gengu þeir heim á
staðinn og áttu þar hinar beztu
viðtökur. Vel var veitt, en fátt
var um húsgögn þvi að efni voru
litil. 1 stólaleysinu var hlaðið
dýrindis bókum undir gestina á
moldargólfinu.
„Þar var ástin hans — á hest-
unum og bókunum”, segir sr.
Þórhallur um sr. Þorvald.
Frœkorn
HIRÐISSTARFIÐ
Enginn maður getur lagt það
niður, hversu mikið vel mennt-
aður prestur i Kristi ávinnur til
framfara i söfnuði sinum, þegar
hann lætur aldrei sér úr minni
liða þá köllun, sem hann er til
kallaður, sem er að vaka yfir
hjörð sinni i öllum greinum og
hvarvetna að efla hennar kristi-
lega lif bæði i andlegum og ver-
aldlegum efnum.
(Helgi biskup Thordarsen).
ANDLÁT
ORGANISTANS
Siðasta sunnudaginn, sem
Pétur Guöjohnsen lifði, var
hann timanlega á fótum og lék á
slaghörpu sina, eins og vandi
hans var á sunnudagsmorgnum ,
áður en hann fór i kirkju. Setti
þá að honum skjálfta og vildi
kona hans eigi að hann færi i
kirkjuna, þvi að hann mund’
vera sjúkur. Ekki kvað nann
brögð að þvi. Dróst hann þá við
illan leik fárveikur I kirkjuna til
að gegna þar skyldustörfum
sinum. En er hann settist við
orgelið, þyrmdi svo yfir hann,
að hann orkaði ekki að leika á
það, og var fluttur heim við litla
rænu. Andaðist hann fáum dög-
um siðar, 25. ágúst 1877.
Dyr kirkjunnar
Það er sagt um kirkju eina
hér sunnanlands, að aldrei
megi dyr hennar lokaðar vera,
ella farist einhver sæfarenda á
sundinu' milli|lands og eyjar|
þeirrar, þar' sem hún stend-
ur...
Dyr hinnar sýnilegu kirkju
mega ekki lokast. Um þær á að
gefa sýn I helgidóm eilifðar-
innar, þar sem Jesús Kristur er
æðsti prestur. Sú sýn ein fær
bjargað frá bráðum boða. —
Þjónusta kirkjunnar manna á
að vera varðstaða við þessar
dyr’ (Kirkjuritið)
BROTTFÖR
A efri árum sinum kvað
Björn i Grafarholti visu þessa:
í húsum oftast inni,
nú iðju litt ég sinni,
dvinar fjör — daprast minni,
dregur að brottförinni.
HJALPRÆÐIÐ
Ekki er hjálpræðið i neinum
öðrum, þvi’ að eigi er heldur
annað nafn undir himninum, er
menn kunna að nefna, er oss sé
ætlað fyrir hólpnum að verða.
Post. 4.12.
ÞEKKTUR AF GUÐI
Vér vitum, að þekkingu höf-
um vér allir. Þekkingin blæs
menn upp, en kærleikurinn
byggir upp. Ef einhver þykist
hafa þekkingu á einhverju, þá
þekkir hann ekki eins og þekkja
ber. En ef einhver elskar Guð,
þá er hann þekktur af honum.
IKor.8.1—3.
Eitt sinn kemur.
Þegar Eggert riki Hannes-
son á Bæ á Rauðasandi fór al-
farinn af landi brott, steig
hann á skip á Vatneyri og
kvaddi vini sina með þessari
visu:
Eitt sinn kemur hvert enda-
dægur
allra lýða um siðir.
Svo finnst enginn sikling
frægur,
sinum dauða ei kviðir.
Vegur meira
Eitt hlýjubros, eitt ástúðleik-
ans orð
eitt ylrikt handtak stundum,
meira vegur
en pyngja full og borin krás
á borð
og bikar veiga dýr og
glæsilegur.
G.G.
DREGUR AÐ
Umsjón: Gísli Brynjólfsson
Prófið
allt
— haldið því sem gott er
Á þessari öld fjölbreytninnar
og hinna mörgu og margvislegu
tækifæra á öllum sviðum, þá er
þaö margt, sem manneskjan
prófar og tekur sér fyrir hendur.
Þaö er engu likara en að
maðurinn hafi tekið sem algilda
lifsreglu þessa stuttorðu og
markvissu dagskipun Páls
postula til safnaðar sins i
Þessaloniku:
Prófið allt (1 þess. 5.21)
Þessi fáorða setning ein út af
fyrir sig án sambands við það,
sem á eftir kemur, er að visu
ærið vafasöm og hæpin
fyrirmæli. Þetta — að prófa allt
— getur raunar verið girnilegt
til fróðleiks — lærdómsrik
reynsla. En hversu oft er ekki sú
reynsla of dýru verði keypt. Það
getur verið dýrt spaug, svo
viðhaft sé alkunnugt orðafar, að
láta eigin reynslu — persónu-
lega prófun skera úr um gildi og
hæfni hvers og eins, sem fyrir
verður á lifsleiðinni. — út i
slikar öfgar má heldur ekki
færa þessa ráðleggingu
postulans. Þá yrði hún ófær
fyrir hvern þann, sem reyndi að
fara eftir henni i bókstaflegum
skilningi. Hitt mun sanni nær,
að hér sé átt við þá afstöðu
manneskjunnar gagnvart
umhverfi sinu og hræringum
timans, að vera með opinn hug
og vakandi fyrir þvi.sem er að
gerast, kynna sér það eftir
föngum og freista þess að
mynda sér heilbrigða og
fordómalausa skoðun á gildi
þess, sem maður hefur kynnzt
að meira eða minna leyti af
eigin raun. En enda þótt sú
niðurstaða fáist, má kristinn
maður ekki láta við svo búið
standa. Það er að visu gott —
nauðsynlegt.að hafa skoðun. En
það verður að framfylgja þeirri
skoðun, láta hana gilda i afstöðu
sinni til hinna mörgu viðhorfa
og viðfangsefna daglegs lifs. —
Hér þarf að gefa góðan gaum
og eiginlega leggja megin-
áherzlu á næstu setningu i bréfi
Páls. Hún vill gleymast þegar
vitnað er til þessara orða. En
hana þarf rækilega að undir-
strika. Hún er þannig:
Haldið þvi sem gott er
Það er sama hversu reynslu-
rikur maðurinn verður af þvi að
prófa allt. Ef hann ekki dregur
rétta lærdóma af þeirri reynslu
— ja hverju er hann þá að
bættari!
Haldið þvi sem gott er! þarf
þvi að hljóma eins og dagskipun
Drottins i eyru hvers kristins
manns, hvetja hann til að hafa á
öllu góða gát, varpa á það ljósi
fagnaðarerindisins, velja og
hafna með hliðsjón af þvi
hvernig hlutirnir þola það ljós.
• 1 beinu framhaldi af þessum
gagnorðu setningum Páls
postula, sem hér hafa verið til-
færðar úr fyrra Þessaloniku-
bréfi, kemur upp i hugann
alkunn setning úr öðru bréfi
hans þ.e. fyrra Korintubréfinu.
Hún stendur þar i 26. versi 14.
kapitulans: Gefum að henni
góðan gaum:
Allt skal miða
til uppbyggingar
Þetta er mælikvarðinn á
hlutina — hvort þeir stuðla að
uppbyggingu eða niðurrifi,
hvort þeir gera manninn bjart-
sýnan og öruggan i trú,
rósaman i trausti til Guðs
máttuga kærleika, hans eilifu
forsjón — eða hvort þeir fylla
hjarta mannsins vonarsnauðri
vizku.
Hversu mjög hafa mennirnir
ekki dáöst að visindunum og
tækninni, hagvextinum og lifs-
þægindaframförunum og talið
sér trú um, að á vegum þeirra
væri aö finna þá einu og sönnu
uppbyggingu, sem endast
mundi manninum til varan-
legrar gæfu um alla framtið.
Þetta hafa þeir prófað I rikum
mæli. Það hefur vissulega ekki
verið sparað. Enginn hefur af
sér dregið i þvi kapphlaupi. All-
ir munu nú sammála um, aö
slikt voru falsvonir einar —
blekkingin einber og annað
ekki. Enn eru I fullu gildi orð
Frelsarans: Hvað stoðar það
manninn að eignast allan heim-
inn, ef hann biður tjón á sál
sinni?
Leggjum þess vegna stund á
það eitt sem miðar til sannrar
uppbyggingar. Til þess skulum
við prófa margt, en þó umfram
allt halda þvi sem gott er.
Biblían og þú
— Og Móses fór og stefndi
saman öldungum lýðsins og
flutti þeim öll þau orð, sem
Drottinn hafði boðið honum”.
(11 Mós. 19,7). Það má segja að
orð þau, sem Guð lét Móses
flytja israelsmönnum við Sinai-
fjall, hafi verið frumstæð. En
þau hafa staðizt timans tönn og
aldrei fallið úr gildi. Jesús
sagði, að ekkert orð lögmálsins
væri fallið úr gildi.
Við sjáum á tilvitnuðum
orðum, að Móses hafði orð að
flytja beint frá Guði. Og orð
hans höfðu sitt gildi fyrir
Israelsmenn, sem hann var að
leiða gegnum þrautir og erfið-
leika áleiðis til fyrirheitna
landsins. Biblian segir hér frá
einstöku sambandi milli Guðs
og manns. Og öll fyrirheit
Gamla Testamentisins hafa
kristnir menn tileinkað kirkju
sinni, og þeir hafa séð upp-
fyllingu þeirra i endurlausnar-
verki Jésú Krists. Að svo miklu
leyti, sem við kristnir menn
erum trúir þvi fagnaðarerindi,
erum við lýður Guðs, sem hefur
að erfð tekið orð Guðs til
mannanna i Gamla- og Nýja
Testamentinu. (O.Th.)