Vísir - 14.09.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 14.09.1974, Blaðsíða 16
16___________ ____ Visir. Laugardagur 14. september 1974. | I PAB | í KVÖLD | í DAG | í KVÖLP | í DAG ~ Sjónvarpið í kvöld kl. 21.40: Leyndarmál konu Biómynd frá 1949 Ung söngkona, Marion (Maureen O’Hara), veröur fyrir þvi óláni aö hún missir röddina. Hún og vinur hennar Luke (Melvin Dougias), sem er þekktur lagasmiöur og planóleikari, rekast af tilviljun á stúlku aö nafni Susan (Gloria Grahame) og kemur þaö i ljós, aö hún hefur mjög fallega söngrödd. Marion tekur nú Susan upp á sfna arma og vill gera hana aö stjörnu og láta þannig á ein- hvern hátt draum sinn rætast um mikla frægö. Susan er hins vegar ekkert allt of hrifin af aö láta skipuleggja lff sitt fyrir sig og heföi frekar kosiö aö lifa venjulegu lffi. Susan fer i feröalag til New Orleans, og þegar hún kemur til baka er hún breytt manneskja. Vill hún hætta viö sönginn, en Marion reynir á allan hátt aö tala um fyrir henni. Allt i einu heyrist skot, og Marion játar á sig aö hafa ætlaö aö drepa Susan, sem ekki deyr, en er flutt hætt komin á spftala. A spftalann heimsækir Susan maöur, sem kemur mikiö viö sögu viö að upplýsa ákvöröun Susan um aö hætta viö aö veröa stjarna. — Þýöandi er Sigrún Helgadóttir. Cortina 1300 ’72. Mazda 1300 ’74. Fiat 128 Hally ’74. Mazda 818 ’74. Citroén Special ’71. Opel Caravan ’68. Austin Mini '74, nýr, óskráöur. Opið á kvöldin kl. 6-10 iaugardaga kl. 10-4 e.h. f Félagsstarf eldri borgara að Norðurbrún 1. ■ " ^ verður þannig fyrst um sinn: Mánudagar: Fótsnyrting, handavinna, leirmunagerð (byrjar 16. sept.) Báðir salir opnir. Þriðjudagar: Fótsnyrting, teiknun — málun (byrjar 17. sept.) Félagsvist annan hvorn þriðjudag (byrjar 17. sept.) Miðvikudagar: Fótsnyrting, handavinna bókmenntir — leshringir (byrjar 18. sept.) Stóri salur opinn. Fimmtudagar: „Opið hús”, spilað, lesið bókaútlán, upp- lýsingaþjónusta. Handavinna, böð (með aðstoð hjúkrunar- konu), Skákkennsla (byrjar 19. sept.) Föstudagar: Hársnyrting, föndur, tauþrykk. Báðir salir opnir. Aðrir þættir félagsstarfsins auglýstir siðar. Ath. kaffiveitingar alla daga, húsið opnað kl. 1 e.h. Upplýsingar i sima 18800 kl. 10-12 f.h. Geymið auglýsinguna. _______________________________________J fFélagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 Ævar Kvaran kynnir fyrir okkur Vestur-tslendinga I þætti I kvöid. Ljósm. Bj.Bj. Útvarpið í kvöld kl. 20.30: Hinn dœmigerði vesturfari Frá Vestur-íslendingum „Þátturinn i kvöld er i léttum og gaman- sömum dúr. M.a. ætla ég að kynna höfundinn Gunnstein Eyjólfsson og mun Gisli Halldórs- son leikari lesa upp skemmtilega sögu eftir hann,” sagði Ævar Kvaran, sem segir okkur hálfsmánaðar- lega i útvarpinu frá Vestur-íslendingum. Saga Gunnsteins er um sveitarlim, sem sendur er vest- ur um haf til aö losna viö hann, og heitir sagan „Hvernig ég lék á sveitarráðiö”. Titillinn segir til um efni sögunnar, enda hún sögö af sveitarlimnum sjálfum. Ævar les upp ritgerö eftir Jóhann Magnús Bjarnason um „Jón vesturfara”. Sagöi Ævar, aö Jón þessi væri eins konar samnefnari fyrir þá semfluttust vestur. Gefin er lýsing á klæða- buröi hans og störfum. Ævar sagöi, aö til gamans mætti geta þess, aö Jónarnir 3 f íslands- klukku Halldórs Laxness og Jón Daviös Stefánssonar i Gullna hliöinu hefðu veriö hinir dæmigeröu tslendingar þeirra tima I hnotskurn, en Jón vestur- fari hans Magnúsar er glöggt dæmi um vesturfarana. —EVI— Útvarpið í kvöld kl. 21.40: Maður, sem var ó- drepandi „Ég skrifa fyrst og fremst með þaö i huga, aö sá sem hlustar eöa les hafi ánægju af þvi. Þaö er enginn sérstakur boöskapur I sögunum”, segir Einar Logi Einarsson sem les upp sögu slna Maöur, sem var ódrepandi, I útvarpinu. Einar Logi er tónlistar- kennari, sem kennt hefur mikiö úti á landi. Sl. ár var hann I Húnavatnssýslu. Hann kennir stundum á 8 hljóöfæri, en mest á pianó. Hann æfir líka kóra bæöi börn og fulloröið fólk, senrsiðan skemmtir ýmist á árshátiöum eöa þorrablótum. Einar er einnig áhugamaður um leiklist og hefur skrifað og sett upp smáþætti fyrir skólaskemmt- anir úti á landi. Þá hefur hann veriö leikstjóri aö heilskvölds- sýningum bæöiá Hvammstanga og Blönduósi. Leikfélag Blöndu- óss flutti barnaleikritiö Dverg- riki eftirEinar og hefur hann nú samið sögu upp úr þvi, sem hann mun lesa upp i morgun- stund barnanna i vetur. A eyðiey, Útilegumennirnir og Myndastyttan eru leikrit sem flutt hafa verið I útvarpinu, og hefur A eyöiey verið endurflutt og til stendur að flytja aftur Útilegumennina á næsta ári. Sagan, sem Einar Logi les i kvöld, er um mann, sem legið hefur veikur i rúmi sinu og ekki getað hreyft sig þaðan nema i brýnustu nauðsyn. Þá kemur til hans persóna, sem segist geta læknað hann og gert hann ódrepandi. Hann geti lifað i 100 ár 1000 eða 1000000. Eina skil- yrðið sem persónan setur er aö hann eigi hann, þegar að þvi sé komið að hann veröi leiður á lif- inu. Sjúklingurinn furðar sig á þvi, hvað hann vilji með dauðan likama, en svarið við þvi er, aö sálin lifi þótt likaminn deyi. Samningar takast, og sjúklingurinn kemst að raun um, að hann er orðinn alheill. Hann kastar sér út úr flugvél, hendir sér fyrir járnbrautarlest o.fl. og fær ekki svo mikið sem skrámu. Hvort hann verður leiöur á lifinu fáum við að heyra um i kvöld. —EVI- Einar Logi Einarsson les fyrir okkur sögu sina Maöur, sem var ódrepandi, I kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.