Vísir - 14.09.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 14.09.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Laugardagur 14. september 1974. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP Minnisvarði Krúsjeffs Afhjúpaður var á þriðjudaginn minnisvarði Nikita Krúsjeffs, fyrrum forsætisráðherra Sovétrfkjanna. Fór athöfnin fram við leiði Krúsjeffs í Novodevichy-kirkjugarðinum i Moskvu. — Viðstaddur var myndhöggvarinn Neizvestny, sem minnismerkið gerði. Við þetta tækifæri lagði Nina, ekkja Krúsjeffs, bióm á leiði hins framliðna, en þrjú ár eru liðin, siðan hann lézt. — Margir hafa siðan streymt að leiðinu og vottað hinum látna virðingu sina. Þeim getur þótt það leiðigjarnt til lengdar, feguröardrottning- unum, að slaka aldrei á bros- böndunum framan I ljósmynd- arana. Ungfrú Amerika 1975 lét það þó eftir sér núna á dögun- um, þegar hún var að skoða sig um í New York og fékk engan frið fyrir ljósmyndurunum. Jarlinn af Snowdon, Tony Armstrong, sem kvæntur er Margréti, systur Elizabetar Englandsdrottningar er ljós- myndari, eins og allir vita. Hann efnir i dag til sinnar fyrstu sýningar i Bandarikjunum, og var þessi mynd tekin af honum við að koma myndunum fyrir. Fótboltoaðdáendur leiddir fyrir rétt islenzkir sjónvarpsáhorf- endur fengu á dögunum nasa- sjón af þvi, hvernig það getur gengið til á áhorfendapöllun- um i brezku knattspyrnunni. Munu þeir minnast þess, sem sáu brezka framhaldsþáttinn um „Viölagasveitina”. Nýlega var frá þvi sagt i fréttum, að einn af ungum knattspyrnuáhugamönnum hefði fundizt stunginn til bana á áhorfendapöllunum. i annan staö hefur veriö sagt frá ofbeldi, árásum og skemmdarverkum, sem fylgja þessum unglingum, er elta lið sitt frá ieikvelii til leik- vallar, leik frá leik. Það vakti mikil viðbrögð al- mennings i Bandarikjunum, þegar Gerald Ford forseti náðaði Nixon forvera sinn af öllum afbrotum, sem honum kynnu hugsanlega að hafa orðið á i starfi. — Bréfin hafa hrannazt upp I Hvita húsinu. Að langmestum meirihluta hafa þau verið andvig þessari ákvörðun Fords. Hér á mynd- inni sjást um 16.000 skeyti, sem honum bárust. Missti höfuðleðrið Þessi 21 árs skrifstofustúlka I Melbourne brosir á ný eftir að búið er að sauma aftur á hana höfuðleðrið allt eins og það legg- ur sig og hluta af andlitinu. Astralskir læknar telja þetta fyrstu aðgerð sinnar tegundar. Stúlkan missti höfuðleðrið, þegar hún festi hárið, sem hún greiddi aftur i tagl, i vél.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.