Vísir - 14.09.1974, Blaðsíða 1
VISIR
64. árg. — Laugardagur 14. september 1974 — 175. tbl.
Hvað kostar
Lénharður
í raun
og veru?
— bls. 3
Margir sjónvarps-
áhorfendur telja Ann
Hammond hið mesta
skass. íslenzk kunn-
ingjakona hennar er á
öðru máli...
Sjá bls. 2.
LITSJONVARP KEMUR
— spurningin bora: HVENÆR?
Núna, þegar sólin er farin aó draga úr örlæti slnu, dregur ljósmyndarinn okkar, hann Bragi, fram nokkrar litmyndir af ungum
stúlkum, sem hann hefur myndað i sumar. Fyrsta myndin sem við birtum er af Gyðu Ilafdfsi Margeirsdóttur, cn næstu stúlku kynnum
við f blaðinu á þriðjudag.
Hún óskar eftir skrifstofustarfi
„Ilvert ég inundi fara á ball
um helgina, ef fjariægðin skipti
ekki máli? Á diskótek skammt
fyrir utan Glasgow. Þaö er mjög
góður staður meö góðum hljóm-
sveituin og skemmtilegu and-
rúmslofti, ólikt þvi sem maður á
að venjast hér heima. Ég kynnt-
ist þessu diskóteki þegar ég var
i Skotlandi með vinkonu minni
fyrir nokkrum vikum”.
Þannig svaraði Gyða Hafdis
Margeirsdóttir, 17 ára stúlka úr
Garðahreppi, fyrstu spurningu
blaðamanns Visis. Hún er fyrsta
stúlkan, sem við kynnum i sam-
keppninni um Útsýnarferð til
sólarlanda, en frá þeirri ferð er
nánar sagt á baksiðu blaösins.
„Þessi skemmtistaður”, hélt
Gyða áfram máli sinu, „heitir
Red McGregore og er i
skemmtanahverfinu Avimore.
Þar eru mörg hótel og margir
góðir skemmtistaðir. Það er
lika hægt að fara þar á skiði i til-
búinni skiðabrekku og skemmta
sér við annað þviumlikt”.
Gyða viðurkennir, að hún hafi
ekki þorað að nota sér skiða-
brekkuna. „Ég hef mjög gaman
af þvi að fara á skiði, en mér
leizt bara ekki á þessa brekku.
Það stóðu þúfur upp úr henni
hér og þar. Nei, ég bið frekar
þangað til ég kemst á skiði i
Bláfjöllunum, þegar snjóar”.
Næst spurðum við Gyðu að
þvi, hvað hún heföi fyrir stafni.
„Mest litiö”, svaraði hún. „Ég
er atvinnulaus eins og sakir
standa. Ég vann i fyrrasumar
og framan af þessu sumri við
afgreiðslu i sælgætisverzlun i
Lækjargötu. Það var svosem á-
gætt, en núna langar mig til að
komast að á skrifstofu. Ef þið
auglýsiö eftir skrifstofustarfi
fyrir mig i blaðinu, þá megið þið
geta þess, aö ég hafi verið i
fimmta bekk framhaldsdeildar i
fyrravetur...”. —ÞJM
Hver þeirra fer með Útsýn til Sólarstrandar eða Gullnu-strandar? - baksíða
Litsjónvarp er stór
pólitiskt mál. Það er
a.m.k. álit forráða-
manna rikisútvarpsins.
Á fundi með frétta-
mönnum kvaðst Gunnar
Vagnsson, fjármála-
stjóri útvarpsins, gizka
á að það mundi kosta
þjóðarbúið 3-5 milljarða
króna aukalega, ef sjón-
varpseigendur i landinu
skiptu yfir i littæki i
stað svarthvita sjón-
varpsins. Að visu ber
þess að geta, að tals-
verður hluti þessa fjár
rynni aftur i rikissjóð i
formi tolla.
Andrés Björnsson útvarpsstjóri
viöurkenndi, að „talsvert væri
um málið rætt innan stofnunar-
innar”. Kvað Andrés augljóst, aö
málið yrði athugað gaumgæfilega
á næstu árum. Hitt væri svo ann-
að mál, aö vegna kostnaðar viö aö
kaupa littækin, sem kosta um 60
þúsund krónum meira en hin
venjulegu, væri hér um stórkost-
legt fjárhagslegt mál að ræða fyr-
ir þjóöarbúiö. „tslendingseðliö er
svo sérstakt,” sagði útvarps-
stjóri, „það rjúka allir upp til
handa og fóta, þegar svona tæki-
færi gefst”.
Þá kom þaö fram á fundinum
að verksmiðjur, sem framleiða
ýmis i.tæki til notkunar i vinnu-
sölum sjónvarpsstöövanna, eru
mikiö til aö hætta að framleiða
nema fyrir litaútsendingar. Gæti
svo farið, að þetta atriði hrein-
lega neyddi islenzka sjónvarpið
til aö fvlgjast með rás timans.
Fjölmargir sjónvarpsþættir frá
útlöndum berast nú á litsegul-
böndum, en útsending á segul-
böndunum er mjög einfalt mál.
Öllu erfiðari er sending á innlend-
um kvikmyndum, og upptaka á
litsegulband er erfið og fjárfrek.
Þá kom fram að reiknað er
meö, aö sjónvarpseigendur úti
um landsbyggðina mundulita þaö
öfundaraugum, ef ibúar Stór-
Reykjavikur fengju litsjónvarp,
en þeir sjálfir látnir sitja á
hakanum.
Litsjónvarpstæki hafa fengizt
að undanförnu i vérzlunum i
Reykjavik, og nokkrir hafa þegar
gerzt eigendur slikra tækja, enda
þótt ekkert liggi fyrir um hvenær
litmyndir sjáist i tækjunum.
Fyrir ári eða svo náðist litsend-
ing á sjónvarpstæki i Hafnarfiröi.
Var það erlendur framhaldsþátt-
ur, sem „slapp út”, eins og
Magnús Bjarnfreðsson oröaði
það. íslenzka sjónvarpið getur
sem sé meö núverandi tækjabún-
aði sent litsegulbandsupptökur i
lit.
Sum tækja sjónvarpsins munu
vera fyrir litsendingar, og von er
á 20milljón króna segulbandstæki
fyrir litmyndatökur. — JBP —