Vísir - 16.09.1974, Page 2
2
Vísir. Mánudagur 16. september 1974.
risBsm:
Hvaö ferðu oft til tannlæknis?
Hrönn Guðmundsdóttir, nem-
andi,— Ja, einu sinni eða tvisvar
á ári. Það er bara til að athuga
tennurnar og halda þeim við.
Yfirleitt er fyllt i eina tönn.
Guðmunda Valdim arsdóttir,
nemandi.— Tvisvar á ári. Manni
er sagt, að það sé bezt. Það er
voðalega misjafnt, hvað gera
þarf mikið við tennurnar. Siðast
þegar ég for var gert við tvær.
”£g hef lofað syni minum að endurnýja skirteinið á 30 ára flugafmælinu minu”. — Valgerður starfar nú i aðalbanka Landsbankans.
Hlif Guðmundsdóttir, nemandi:
— Ég fer tvisvar á ári, svona um
hálf þrjú leytið vanalega. Ekki á
neinum sérstökum árstima
heldur bara eftir þvi hvernig
liggur á manni. Já, ég hef tvisvar
fengið tannpinu, einu sinni mikla.
Aðaisteinn H a llgrím sson,
nemandi: — Ég fer fremur
sjaldan, svona einu sinni á ári til
endurskoðunar. Nei, það hefur
ekki þurft að gera við mikið, enda
borða ég litið af gotterii. Jú, ég
bursta tennurnar alltaf á morgn-
ana á kvöldin.
Salvör Olgeirsdóttir, nemandi? —
Ég fer einu sinni á ári. Siðast
þegar ég fór þurftu tvær tennur
smá lagfæringa við. Það var
ekkert þægilegt aðláta spóla i þær
en þó ekki svo sárt. Ég hef nokkr-
um sinnum fengið tannpinu. Þá
verður bara að setja spritt á tönn-
ina, þangað til maður kemst til
tannlæknis. Jú, ég bursta
tennurnar á morgnana og á
kvöldin.
Björn Stefánsson, nemandi: —
Maður er alltaf hjá þessum
tannlæknum. Ég á t.d. að fara
núna i dag. Maður borðar svo
mikið nammi og þá fara
tennurnar svona. Það er allt i
lagi, kannski verra, ef maður fær
tannpinu, Jú.ég bursta tennurnar
á hverju kvöldi, en ég nenni þvi
ekki á morgnana.
„Þeir vildu alls ekki
kvenfólk"
„kvenfólk ó að vera heima
og passa börn og bú", var
fyrstu íslenzku flugkonunni
Valgerði Þorsteinsd. m.a.
svarað, þegar hún hugðist
gera flugið að atvinnu.
,,Ég fór i þetta, vegna þess að ég hafði flugiö i huga sem atvinnu”. —
Valgerður Þorsteinsdóttir, þegar hún tók sólóprófið 17 ára á Tiger
Mouth árið 1946.
„Ég fór upphaflega i
flugið vegna þess að ég
hafði það i huga sem
atvinnu. Ég var mjög
hrifin af islenzkum
flugmönnum, þótti þeir
dugmiklir og kjark-
góðir og hafði ekki á
móti þvi að feta i fót-
spor þeirra.”
Þetta sagði fyrsta konan sem
tók flugpróf á Islandi,
Valgerður Þorsteinsdóttir,
þegar við röbbuðum við hana,
en Valgerður tók sóló-próf árið
1946, þá 17 ára gömul. En þóað
Valgerður hafi nú lagt flugið til
hliöar, þá er ekki þar með sagt
aðhún hafi gleymt þvi. Hún hef-
ur meira að segja gefið syni sin-
um það loforð, að hún endurnýi
sklrteinið sitt, þegar hún á 30
ára flugafmæli. Og það er farið
að styttast i það.
„Sigurður Jónsson, sem var
prófdómari þá, sagði strax að
kvenfólk fengi aldrei vinnu við
flugið, og það hefur staðizt hjá
honum hingað til”, segir
Valgerður. ,,En ég sótti um að
komast að i tveggja ára flug-
nám i Oklahoma, þar sem
flestir Islendingar lærðu þá. Ég
fékk pláss, og sneri mér þvi að
þvi að tala um fasta atvinnu hér
heima. En ég fékk þau svör að
kvenfólk ætti að vera heima og
passa börn og bú. Mér var gerð
grein fyrir þvi að það kæmi ekki
til mála að ég fengi nokkurn
tima vinnu við að fljúga. Þeir
vildu alls ekki kvenfólk.”
,,Ég hætti þvi við námið,og
það varð ekki úr að ég tæki fleiri
próf en sólóprófið. En ef ég væri
ung I dag, þá myndi ég sjálfsagt
fara i meira nám og reyna að fá
atvinnu við að fljúga.”
— Hvernig leizt fólki á að
kvenmaður tæki flugpróf i þá
daga?
„Sumum fannst þetta kjark-
mikið, en ég leit aldrei á þetta
sem miklu meiri hlut en að
keyra bil. Fólki þótti þetta lika
óvenjulegt.”
„Annars gæti ég trúað þvi að
karlmenn hefðu ekki mikla trú á
kvenfólkinu i þessu. En það
hefur bara aldrei fengið að
reyna neitt á þetta hér á landi.”
„Ég hef alltaf haft mjög mik-
inn áhuga fyrir flugi og hef það
enn. Það er eitt af þvi dásam-
legasta sem ég veit að fljúga.
Annars hef ég ekki séð neinn
tilgang i þvi að halda við skir-
teininu minu. Ég hef ekki flug-
vél sjálf, og gæti þvi litið flog-
ið.”
„En ég er búin að lofa 16 ára
syni minum að endurnýja skir-
teinið á 30 ára flugafmælinu.
Hann er sjálfur að læra, en
hefur ekki tekið sóló-prófið, þvi
hann er ekki orðinn 17 ára. En
hann ætlar að reyna að fá að
taka það á afmælisdaginn
sinn.”
„Þegar ég finn hvað hann er
áhugasamur, þá lifna ég við.
Kannski hann vinni i happdrætti
og eignist flugvél, þá fer ég að
fljúga með. Annars verð ég bara
aö sjá mina drauma rætast i
honum”.
Valgerður segir okkur að enn
i dag muni fólk eftir þvi þegar
hún fóraðlæra að fljúga, og hún
segist meira að segja oft hafa
notið þess, og jafnvel
fengið fyrirgreiðslu hjá ýmsum.
Einn af kennurum hennar i
fluginu var Jóhannes Snorra-
son. Meðan hann var enn að
læra á striðsárunum, þá hafði
hann kvenmann fyrir kennara.
Það var að visu erlendis, en þá
fengu konur að starfa við þetta.
Rétt á eftir Valgerði, eða
sumarið 1948 tók svo Erna
Hjaltalin sólópróf. Hún komst
langt I náminu, en aldrei hefur
hún fengið atvinnu heldur. En
þess væri óskandi að konur
fengju tækifæri til þess að sýna,
að þær gefa kárlmönnunum
ekkerteftir i fluginu. Fleiri hafa
svo tekið próf, en það má geta
þess að þær flugkonur sem við
birtum mynd af um daginn, eru
þær sem hafa réttindi til þess að
fljúga nú.
—EA