Vísir - 16.09.1974, Page 3

Vísir - 16.09.1974, Page 3
Vísir. Mánudagur 16. september 1974. 3 Tveir fyrir bíl í einu — og annar til Berjast gegn dauðarefsingu — Islandsdeild Amnesty International stofnuð hér „ÍSAFJÖRÐUR ER DÁ SAMLEGUR STAÐUR" — segir Kristín Ingimundardóttir kona Matthíasar Bjarnasonar sjóvarútvegsróðherra ,,Ég get nú eiginlega varla sagt, að ég eigi heima í Kópavogi, þó að við höf um haft hér vetur- setu undanfarin ár", seg- ir Kristín Ingimundar- dóttir, kona Matthíasar Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra, sem er nýkomin heim frá því að tína ber á ísafirði (10 potta tíndi hún á tveim tímum). Vitanlega eru þetta allt aðalbláber og þau fara að mestu niður í frystikistu fyrir gesti og aðra til að borða í ábæti. Þau Matthias og Kristin búa að Skólagerði 63, en auk þess eiga þau heimili á ísafirði, þar sem þau hafa rekið bókabúð um langt skeið. ,,Ég býst við.að það verði mikil viðbrigði að fara að stunda heimilisstörf eingöngu, eftir að hafa afgreitt bækur og annað tilheyrandi i svona langan tima”, segir Kristin, en þau hjónin hafa nú leigt bóka- búðina út. , ,Ég skil ekkert i fólki að vilja endilega flytja hingað suður. Mér finnst Isafjörður dásam- legur staður og mikill er munur- inn á veðrinu þar og hér”, segir Kristin. Þau hjónin hafa mjög mikið yndi af gönguferðum og Kristin segir, að mikil veður- sæld sé fyrir vestan, en hér sé aldrei hægt að vita hvort eigi að vera i vindþéttri kápu, með regnhlif eða léttklæddur. Það aftrar henni samt ekki frá þvi að fara i gönguferðir og henni finnst ekkert átak að ganga alla leið niður i miðbæ, sem tekur um 1 og 1/2 klst. Þau hjónin eiga sumarbústað i Trostansfirði, sem er fjöður inn úr Arnarfirði. Trén þar eru sum 8-10 m há, og þar eiu Kristin og Matthias eins mikið og þau geta, þó að litill hafi timinn verið i sumar. Börn þeirra eru 2, Auður, sem starfar hjá sálfræðingi og Hrinrik, sem starfar hjá Samábyrgð og eitt barnabarn eiga þau. Sem kunnugt er þarf ekki að fara langt til að geta rennt sér á skiðum á tsafirði. ,,Það er nú orðið nokkuð langt siðan ég hef iðkað þá iþrótt. Hver veit nema maður bregði sér i Bláfjöllin i vetur,” segir Kristin. ,,Ég held, að ég geri nú allt annað frekar, jafnvel að vaska upp” bætir þá Matthias inn i. -EVI. Svona var hún stór blcikjan, sem hann Matthias litli Hinriks son veiddi með afa sinum, Matthiasi Bjarnasyni sjávarút- vegsráðherra, og ömmu sinni, Kristinu Ingimundardóttur. — aðfaranótt sunnudags Tvö umferðarslys urðu á svip- uðum tima aðfaranótt sunnudags, eða á milli klukkan tvö og þrjú. Á þessum tíma var skyggni nokkuð slæmt, rigning og náttmyrkur, og akstursskilyrði ekki góð. Fyrra slysið varð rétt eftir klukkan tvö á Suðurlandsbraut- inni, rétt við Grensásveg. Þar varð maður fyrir bifreið, sem var ekið austur Suðurlandsbraut. Sá slasaði var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans reyndust ekki alvar- leg. Um klukkan 2.25 var tilkynnt um annað slys á mótum Snorra- brautar og Laugavegs. Þar urðu tveir menn fyrir bfl. þeir voru að ganga yfir gangbraut á Snorra- brautinni, og urðu fyrir bifreið sem ekið var suður Snorrabraut- ina. Þeir voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra reyndust heldur ekki alvarleg. -EA Asamt því fyrstnefnda, vinn- ur Amnesty International að þvl, að „fangar vegna sann- færingar verði leystir úr haldi, og veitir þeim eða fjölskyldum þeirra aðstoð svo sem þörf kref- ur.” islandsdeild samtakanna Amnesty International var stofnuð I Norræna húsinu I gær, og þá tók Bragi þessa mynd. Komu að dyrum sínum upp- sprengdum Þeint hefur sjálfsagt orðið ilia við ibúunum, sem búa i kjallara hússins við Bergþórugötu númer 53, þegar þeir komu að ibúð sinni opinni á laugardagskvöld. Það hefði kannski ekki þurft að vera svo slæmt, þótt fbúðin væri opin, en útidyrahurðin hafði verið sprengd upp af einhverjum óboðnum gesti. Við nánari athugun kom i ljós, að sá óboðni hafði ekki látið sér nægja að brjótast inn, heldur hafði hann haft með sér úr ibúð- inni tösku og útvarpstæki. Enginn i húsinu varð var við innbrotið fyrr en ibúar kjallarans komu heim. Ekki hefur náðst til þess sem réðst inn. Að sögn lögreglunnar virðist vera nokkuð um það að farið sé inn i ibúðir fólks, og er þvi full ástæða til að hvetja það til að skilja allt eftir lokað og læst. -EA Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1961, og saman- standa af landsdeildum i 31 landi og rúmlega 1100 starfs- hópum. Senda samtökin m.a. sendinefndir til landa, sem þau fjalla um hverju sinni, og sendir fulltrúa sina til að ræöa við rikisstjórnir. Samtökin senda einnig full- trúa sina til að fylgjast með réttarhöldum, þegar slikt þykir æskilegt og mögulegt. Samtökin koma á sambandi við fanga — vegna sannfæringar og fjöl- skyldur þeirra, til að veita þeim aðstoð. Samtökin lúta stjórn alþjóð- legs ráðs, sem kemur saman ár- lega. —EA 19 teknir grunaðir um ölvun við akstur Alltaf er allnokkuð um það, að menn scu teknir grunaðir um ölv- un við akstur, og virðast þeir seint ætla aö láta sér segjast. I Reykjavik voru til dæmis teknir 19 um helgina, sem grun- aðir voru um að aka bil sinum undir áhrifum áfengis. Á lög- reglustöðinni við Hlemm fengum við upplýsingar um, að 17 hefðu verið færðir til rannsóknar, og á miðbæjarstöðinni var okkur sagt, að tveir hefðu verið teknir. Þetta var á timabilinu frá að- faranótt föstudags til sunnudags- ins. -EA indayfirlýsingarinnar”. Þannig segir meðal annars i tilkynningu, sem okkur barst i tilefni af þvi, að i gær var stofn- uð Islandsdeild i samtökunum Amnesty International.. Var deild þessi stofnuð i Norræna húsinu. Amnesty International hefur það að stefnumiði, að hvarvetna sé framfylgt Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. „...berst gegn dauðarefsingu, og hvers konar pyntingum eða slæmri meðferð á hverjum sem fangelsaður er, hafður i haldi eða hindraður á annan hátt I trássi við fyrirmæli Mannrétt- Pjbbutn pbur cinsb’ngu úrbalðbb’rur til gjafa TÉKK - KRISTALL \ Skólavörðustig 16 simi 131II

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.