Vísir - 16.09.1974, Blaðsíða 5
m
i
Vlsir. Mánudagur 16. september 1974.
UN ÚTLÖND IMORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson
Japanirnir slepptu
tveim gíslanna
enginn vill fljúga
þeim á brott
Riffilhlaupi sást
bregða fyrir í glugga í
franska sendiráðinu í
Haag í morgun samtímis
því, sem tveir gíslar
japönsku hryðjuverka-
mannanna gengu út úr
Annar gislanna sést hér borinn
á sjúkrabörum út úr bandariska
sendiráðinu i morgun og inn I
sjúkrahil. Þetta voru tvær ung-
ar stúlkur, sem sjúkrabillinn
ílutti á öruggan stað, sem lög-
reglan hélt leyndum „öryggis
þeirra vegna”.
húsinu, yfir götuna og inn
í bandaríska sendiráðið,
þar sem lögreglan hefur
haft bækistöðvar yfir
helgina. — Enginn kom
þó skothvellurinn.
Japanirnir slepptu tveim
gislanna, en eru þó ennþá með 9
gisla á sinu valdi, sem þeir
segjast ekki láta lausa, fyrr en
þeir hafi fengið flugvél undir sig
og Japanann Fiuruya, sem
frönsk yfirvöld hafa sleppt úr
fangelsi og flogið meö til
Schiphol.
Þar biður hann og Boeing-
þotan, sem fengin hefur verið til
að fljúga Japönunum hvert
sem þeir vilja. — Hins vegar
vantar áhöfn á vélina, þvi að
enginn fæst til að fljúga
mönnunum. Franskir flugmenn
neita alveg að fljúga vélinni, og
hollenzkir taka það ekki i mál,
nema það veröi tryggt aö
Japanirnir veröi vopnlausir,
þegar þeir stigi um borð.
Þar við sat, þegar siöast frétt-
ist.
Japanirnir lögðu undir sig
sendiráðið fyrir helgi og hafa
haft það og franska sendi-
herrann á valdi sinu siðan. —
Þeir vildu þvinga frönsk yfir-
völd til aö sleppa úr haldi félaga
þeirra úr „Rauða hernum”.
Þeir segjast munu sleppa
gislum sinum i skiptum fyrir
Fiuruya, en halda þó áfram
sendiherranum, þar til þeir
komast með Fiuruya i öruggt
hæli.
„Ágœtis aðstoðarmaður"
skrifar Willy Brandt um njósnarann, sem varð honum að falli
Willy Brandt, fyrrverandi
kansiari, lýsir i nýútkominni bók
sinni kommúnistanjósnaranum,
Gunter Guillaume — manninum,
sem var orsök þess að Brandt
hvarf úr stjórnmálaiifinu — sem
„ágætis aðstoðarmanni”.
1 bók þessari, sem timaritið
Spiegel mun birta i framhalds-
sögu, gerir Brandt grein fyrir,
hvernig það bar að, að hann
neyddist til að segja af sér kansl-
araembættinu.
Þingnefnd vinnur nú að rann-
sókn á þvi, hvernig það mátti
verða, að hinn 49 ára gamli njósn-
ari og útsendari Austur-Þjóð-
verja komst til hárra trúnaðar-
starfa hjá embætti kanslarans. —
Guillaume hefur verið i gæzlu-
varðhaldi siðan i april.
Brandt skrifar, að Guillaume
hafi gengið i gegnum sérstaka
rannsókn og mælt hefði verið með
honum sem sérstaklega traust-
verðum og öruggum manni.
Kanslarinn fyrrverandi skrifar,
að hann hafi látið Guillaume
starfa áfram, að ráði leyniþjón-
ustunnar, eftir aö grunur var fall-
inn á hann. Það var til að auð-
velda að finna sannanir gegn hon-
um, svo að lögum yrði yfir hann
komið.
Gunter Guillaume, njósnarinn,
sem varð Brandt að falli, hefur
nú setið i gæzluvarðhaldi siðan i
apríl, meöan þingnefnd rann-
sakar feril hans.
'Kraftaverk, ef
Nixon nœr sér'
HEFTA MATAR-
FLUTNING UM BORÐ
- NÓG TIL JÓLA ÞÓ
Læknir Richards Nixons
segir, að forsetinn fyrr-
verandi sé alvarlega veik-
ur, ,,og þarf kraftaverk til
að hann nái sér".
Tímaritið Newsweek
hefur það eftir dr. Walter
Tkach, að blóðtappinn,
sem Nixon hefur í fæti,
hafi versnað.
Læknirinn segir, að afsögnin
hafi verið mikið andlegt áfall
fyrir forsetann fyrrverandi og að
ákvörðun Fords um að náða hann
af öllum hugsanlegum afbrotum I
Watergatemálinu hafi „ekkert
hjálpað til”.
Segir hann, að „heilsa Nixons
sé miklu verri heldur en þegar ég
sá hann fyrir tveim vikum. Hann
virðist ekkert viðnám hafa leng-
ur.”
En blaðið hefur ennfremur eftir
Kenneth Clawson, einum af
tryggustu stuðningsmönnum
Nixons og fyrrum starfsmanni
við Hvita húsið, að Nixon hafi
sýnzt leika við hvern sinn fingur,
þegar Clawson heimsótti hann i
siðustu viku. Hafði Clawson ekki
markað nein veikindi á yfirboð-
ara sinum fyrrverandi.
Spyr timaritið Newsweek
siðan, hvort Nixon hafi virkilega
verið hættulega veikur eða hvort
fjölskylda hans og vinir hafi
viljað útmála veikindi hans til að
fá fremur talið Ford forseta á að
náða hann? Eða til að mýkri
höndum yrði farið um hann i
réttarhöldum? — Nixon hefur
verið kvaddur til sem vitni fyrir
rétt I máli fyrrverandi starfs-
manna hans.
Menn hafa viljað skýra náðun
Fords á forvera sinum á þá lund,
að það hafi verið af njannúðar-
ástæðum gert og ennfremur
vegna þess að Ford hafi viljað
forða þjóð sinni frá þvi að horfa
upp á fyrrverandi forseta sinn
falla saman.
Nixon vissi
Newsweek hefur nú bætt oliu á
andúðina á náðuninni með þvi að
skýra frá þvi, að það hafi öruggar
heimildir fyrir nýjum upplýsing-
um um aðild Nixons að Water-
gatemálinu. Segir blaðið að Leon
Jaworski saksóknari hafi undir
höndum hljóðritanir, sem sanni,
aö Nixon hafi verið kunnugt um
Watergateinnbrotið, áður en það
var framið.
Skiptast á
Griskir og tyrkneskir Kýpurbú-
ar munu skiptast i dag á 200 særð-
um og sjúkum föngum. Eru það
fyrstu meiriháttar fangaskiptin,
siðan Tyrkir gerðu innrásina 20.
júli.
Friðargæzlusveitir S.Þ. munu
hafa eftirlit með þvi að fanga-
skiptin fari fram samkvæmt
samningum. Hefur ekki verið lát-
HAIG
Þessu er varpað fram rétt i sömu
mund, sem terHorst fyrrum
blaðafulltrúi Fords forseta hefur
upplýst, að það hafi raunverulega
verið Alexander Haig, hershöfð-
ingi, starfsmannastjóri Hvita
hússins, sem öllu hafi stjórnað
siðasta árið fyrir Nixon forseta.
—- Segir terHorst, sem sagði af
sér, þegar Ford náðaði Nixon, að
Haig hafi neyðzt til að axla æ
meira af starfi forsetans, þegai
Nixon einangraði sigsmámsaman
frá forsetastörfunum eftir þvi
sem leið á Watergatemálið.
Kvisazt hefur, að Haig hers-
höfðingi sé i þann veginn að hætta
störfum i Hvita húsinu til að
hverfa aftur I þjónustu hersins.
Hefur flogið fyrir, að hann yrði
settur hæstráöandi i herafla
NATO i Evrópu.
sjúkum og
ið uppi, hvar fangaskiptin muni
fara fram, en þó mun það vera
einhversstaðar nærri höfuðborg-
inni, Nikosiu.
Fangaskiptin eru árangur við-
ræðna Cleridesar forseta Kýpur -
Grikkja og Denktash leiðtoga
Kýpur-Tyrkja. Er gert ráð fyrir
þvi, að innan skamms verði
skipzt á öðrum 600 föngum til við-
bótar. Þar verður þá um að ræða
Sjómenn, sem starfa á þeim 400
skipum, er franski verzlunarflot-
inn hefur á höfunum, eiga að
hefja 2ja sólarhringa verkfall sitt
I dag til að mótmæla þeirri
ákvöröun stjórnvalda að ætla aö
leggja lúxusfarþegaskipinu
„France”, sem nú liggur við akk-
eri I innsiglingu Le Havre.
990 manna áhöfn skipsins, sem
gerði uppreisn um borð og hertók
það úti fyrir strönd Frakklands,
sœrðum
fólk undir 18 ára aldri, eða yfir
fimmtugt.
Seint i nótt byrjaði fólk að tinast
aftur til Nikosiu, eftir að bilar og
flutningatæki, hlaðin búslóðum,
höföu streymt út úr borginni I
gær. Hafði fólkið verið slegið
þeim ótta, að Tyrkir hefðu i
hyggju nýja árás og að þessu
sinni á Nikosiu. Höfðu tyrkneskar
þotur sézt mikið á sveimi i gær.
hefur skipið enn á sinu valdi, en
rúmir 5 dagar eru liðnir, siðan
uppreisnin var gerð.
Yfirmenn á fragtskipaflotanum
hafa ekki boðað verkfall, en látiö i
ljós stuðning við verkíallið.
Ahöfn „France” hefur neitað að
hreyfa skipið úr lægi sinu, en þar
er það fyrir stórskipum, sem ætla
inn eða út úr höfnninni i Le
Havre. Hafnarlögreglan og yfir-
völd hafa látið umkringja skipið
til að hindra að matvæli verði
flutt um borð.
Sjómannasamtökin segja, að
áhöfnin eigi nægar birgðir um
borð, birgðir, sem gætu enzt til
jóla, nema þá helzt grænmeti. Þó
hefur verið tekin upp skömmtun á
rauðvini um borð. — A hinn
bóginn er skipið að verða oliu-
laust. Eru eftir aðeins 9 daga
birgðir af oliu um borð, miðað við
að vélarnar séu látnar ganga
stanzlaust, eins og nauðsyn þykir
krefja.