Vísir - 16.09.1974, Side 6

Vísir - 16.09.1974, Side 6
6 Vísir. Mánudagur 16. september 1974. visir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: KitslTórn: Áskriftargjaid 600 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Ilaukur Ilelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 ■Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. lausasöiu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Tilfinningaleg spenna en ekki málefnaleg Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eiga sumir hverjir erfitt með að átta sig á, að flokkar þeirra eru nú komnir á sama bát eftir nærri tveggja áratuga harða andstöðu. Þeir hafa ekki enn gert sér fulla grein fyrir, að þessir tveir flokkar eiga nú þeirra sameiginlegu hagsmuna að gæta, að rikisstjórninni lánist að framkvæma verkefnin, sem hún hefur sett sér. Hin langa andstaða flokkanna hefur að sjálf- sögðu sett sin mörk á suma stuðningsmenn þeirra. Tilfinningalegir erfiðleikar munu áreiðanlega verða stjórnarsamstarfinu fjötur um fót. Það sést til dæmis af dagblöðunum, að enn fljúga hnútur um borð, þrátt fyrir samstarfið. Margir i flokkunum er óánægðir með sam- starfið. Meðan þeir biða tækifæris, reyna sumir þeirra að blása i glæðurnar og breiða óánægjuna út. Þetta gildir um báða flokkanna, en er liklega meira áberandi i Framsóknarflokknum, einkum vegna þess að Möðruvellingar eru nú að læðast aftur inn um bakdyrnar i flokknum eftir ósigurinn i kosningunum. Miklu siður er ástæða til að ætla, að málefna- ágreiningur spilli stjórnarsamstarfinu. Báðir aðilar geta verið ánægðir með stjórnarsátt- málarin. Og fyrstu skref hinnar nýju rikisstjórnar benda til þess, að einhugur sé innan hennar um brýnustu verkefnin. Báðir aðilar munu t.d. vera ráðnir i að halda á lofti merki þingræðisins gegn hugsanlegum tilraunum utanþingsaðila til að sölsa sér vald, sem þeim ber ekki. Ef eingöngu er litið á málefnin, virðist svo sem grundvöllur sé fyrir varanlegu samstarfi, sem geti staðið töluvert lengur en eitt kjörtimabil. Flokkarnir tveir eru ekki aðeins sammála um björgunaraðgerðir i efnahagsmálum liðandi stundar, heldur einnig um mikinn fjölda fram- faramála, sem taka mun langan tima að koma á verulegan rekspöl. Þrátt fyrir þetta efast margir um, að stjórnin haldi samstöðu sinni út kjörtimabilið og hvað þá lengur. I þessari vantrú kemur fram vitneskjan um hina tilfinningalegu spennu, sem getið var hér að framan og lengi hefur grafið um sig meðal stuðningsmanna flokkanna. Þessi tilfinningalega spenna á sér sögulegar forsendur, en ekki mál- efnalegar eins og málum er nú háttað. Heiðarlegt og opið samstarf ráðherra i rikis- stjórn er alger forsenda þess, að stjórnin verði farsæl i starfi. Og ekki heyrist annað en að sam- starfið sé ákjósanlegt og að þaðan megi þvi vænta góðs fordæmis, er smám saman geti eytt hinum sögulegu og tilfinningalegu fordómum. Báðir flokkarnir þekkja vankantana á fyrra samstarfi og eiga að geta komizt hjá þvi að lenda i svipuðum ógöngum. Það reynir fyrst á þetta i alvöru, þegar kosningaskjálftinn sækir á menn fyrir næstu kosningar. Og nógur timi er til stefnu. Nú riður á, að fylgismenn flokkanna tveggja liti fremur á það sem sameinar en það sem sundrar. Flokkarnir eru i sama báti að vinna að björgunar gerðum i efnahagslifinu og að framkvæmd þeirra framtiðarverkefna, sem rikisstjórnin hefur sett sér. —JK Eina stóra samstillta átakiö, sem Bandarlkjamenn og Rússar hafa gert I geimferöum, er undirbúning'ur sameiginlegrar geimferöar þeirra, sem á aö veröa f júlf 1975. — Hafa oröiö skipti á heimsóknum geim- fara ýmist til Moskvu eöa Washington I þessu sambandi. Nýlega komu til Houston Rússarnir, sem eiga á stýra Sojusgeimfarinu, er tengt veröur Apollogeimfarinu úti I geimnum. Þeir eru hér t.h. á myndinni: Alesey Leonov og Valriy Kubasov. T.v.eru Tom Stafford, Vance Brad og Donald Slayton, sem veröa I Appollogeimfarinu. Á milli þeirra er likan af farkostum þeirra. Við báðum leiðandi öflum geim- ferðanna blasir nú að taka ákvörðun um, hvað þeir ætla sér að gera, eftir að lokið verður sameiginlegri geim- ferð þeirra, Rússa og Bandarikja- manna á næsta ári. Eiga þeir að fara hvor sina leið, hvor að vinna á eigin spýtur og draga með sér út i himinhvolfið þjóðar- rembing og togstreytu? Eða eiga þeir að þreifa sig áfram að umfangsmeiri samvinnu i geimrannsóknum og spegla utan úr geimnum þvi samlyndi, sem friðarsinnar hafa allt- af látið sig dreyma um. Hversu fljót veröa þessi stórveldi geimrannsókna að ákveða sig i þessu efni? Undir þeirri spurningu er það komið, hvenær maðurinn flýtur i fyrsta sinn til annarrar plánetu. Til þessa hafa menn spáð þvi, að úr þvi gæti orðið i fyrsta lagi upp úr aldamótun- um 2000. Þegar eru þó hafnar mikilsverðar ráðstafanir til undirbúnings næstu geimferðum af hálfu Moskvu og Washington og aðeins með smávægilegri aðstoð hvors annars og algerlega án nokkurrar áætlunar um að auka upplýsingamiðlunina á milli. Ekki heyrist minnzt á nein sameiginleg átök á nlunda og siðasta áratug aldarinnar vegna þess, að ekki hefur verið gert ráð fyrir neinum. En þessi undirbúningur, sem hafinn hefur verið, snertir hönnun og gerð geimferja, sem eiga að flytja menn og efni með ódýrara móti en hingað til hefur verið hægt milli jarðar og varanlegrar geimstöðvar, sem komið verði fyrir á brautu umhverfis jörðu. Sllkar geimstöðvar, sem menn hugsa sér á mörg- um hæðum og eiga að geta hýst 20,50 eða jafnvel 100 visindamenn, gætu fullt eins verið á brautu um- hverfis tungl eins og jörðu. Þeirra hlutverk á að vera sambland af mörgu. Fyrst hagkvæmum mælingum á jörðu, til að sjá fyrir veður, Isrek, jöklamyndanir, fellibylji, flóð, mengun, skógarelda, auðlindir neðanjaröar og fleira og fleira. 1 annan stað eiga þær aö verða geimtilraunastöðvar, þar sem prófað veröur viðnám mannsins gegn geislun og þyngdarleysi á lengri ferðum hans milli pláneta I sólkerfinu. Slíkar langferðir á milli fastastjarna með þeim farkostum og orkuhreyflum, sem kostur er á núna, mundu taka mánuði og jafnvel ár. Þann tlma yrði áhöfn sliks geimskips að berjast við áhrifin af lang- varandi þyngdarleysi, skapa sér eigin fæðu með ræktun i geimgróðurhúsum og hrinda frá sér geisl- unarhættunni. Verkefnin eru þvi þarna ærin, sem tveir mundu leysa léttar af hendi en einn. Nokkur skilningur er kominn á milli vlsindastofn- ana Sovétrikjanna og Bandarikjanna á þessu. Alexander Vinogradov prófessor, varaforseti sovézku visindaakademiunnar, sagði nýlega við Vincent Buist, fréttamann, sem sérhæft hefur sig I skrifum um geimrannsóknir, að nauðsyn væri sam- vinnu I geimferðum. Prófessor Vinogradov er einn af fremstu sérfræðingum Rússa I rannsóknum á mánanum. „Ég held, að visindamenn upp til hópa I báðum þessum löndum séu sammála um nauðsyn góðrar samvinnu,” sagði prófessorinn i viðtali við Buist. Boris Petrov, prófessor, sem einnig á sæti I sovézku vlsindaakademiunni, hefur hvatt til þess að Bandarikjamenn og Rússar gerðu með sér einn sjóð úr þvi, sem jörðin hefði til að leggja til geimferða — til að hraða með þvi móti smiði geimskipa. Hann kviðir þvl, að mannaðar geimstöðvar, sem komið yrði fyrir á brautum umhverfis jörð eða mána, verði óhagkvæmar, ef þetta verði ekki gert, vegna þess kostnaðar, sem þessu hefur fylgt hingað til. En þótt það sé allt gott og blessað út fyrir sig, að visindamenn beggja hafi öðlazt fullan skilning á þessu, þá er enn eftir að færa það niður á blað, gera samninga, timaáætlanir og þess háttar, sem krefst stjórnmálalegra ákvarðana leiðtoga þessara þjóða. Og áður en til sliks getur komið, verða leiðtog- arnir að vera sannfærðir um, að rétt sé að leggja höfuðáherzlu á geimrannsóknir og láta þær ganga fyrir öðru. — Sú var einmitt tiðin, að þeim fannst svo. En sá áhugi dofnaði, þegar Bandaríkjamenn unnu geimferðarkapphlaupið með þvi að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins. 1 Moskvu telja visindamenn þó, að timinn sé heppilegur núna til að semja um langtima áætlanir um geimrannsóknir og I nánari smáatriðum en hingað til hefur verið hugleitt. Það mundi fá þvi áorkað, að áhugi þessara tveggja þjóða fyrir geimnum mundi ekki bara skipta honum i svæði — eins og Marz fyrir Sovét- menn og Venus fyrir Bandarikjamenn — heldur sameina sjóði og fjárhagsáætlanir og þróun i geimtækninni. Ein ástæðan fyrir þvi, að menn eru trúaðir á þetta I Moskvu, er sú, að svo sýnist sem samkeppnis- broddurinn, sem var milli USA og USSR, hafi dofnað. — Þegar Rússar urðu fyrstir til að skjóta ómönnuðu geimfari, gervihnettinum Sputnik á loft 1957, supu Bandarlkjamenn hveljur. Svona langt voru þá Rússarnir komnir á undan þeim! Fleiri slikir sigrar fylgdu á eftir, eins og fyrsti maðurinn i geimnum, fyrsta konan I geimnum, fyrstu myndirnar af hinni hlið tunglsins, fyrsta gangan I geimnum og svo framvegis. — Fjármagni var dælt I bandariskan iðnað, tækni og visindi og Bandarlkja- menn unnu sér viðurkenningu og aðdáun fyrir lendingar sinar á tunglinu o.fl. — Siðan hafa þeir nokkurn veginn sætzt á jafntefli. Þó að flug lengra út I geiminn og á milli pláneta þyki fjarlægur draumur, sem krefjast mun tækni, erenn er ófundin upp, þá þarf vart að efast um vilja Sovétmanna til slíkra tilrauna. Þeir eru þegar búnir að ná árangri I tilraunum við gróðurhúsaræktun, þar sem reynt hefur verið að haga öllu, eins og það hlyti að verða á langri geim- ferð. Þeir, sem um tækni skrifa og vlsindi I Sovétrikj- unum, eru allir með hugann við þá tækni, sem pláneturnar munu kalla fram, svo sem eins og að koma með lofttegundir I andrúmsloft plánetu til að breyta hitastiginu, kalla fram rigningu og gera þar minna fráhrindandi fyrir áhöfn gestkomandi geim- skips. En eins og sakir standa, snúast tilraunir Sovét- manna að mestu leyti um þá tækni, sem þarf til geimflugs i nágrenni jarðar, og ýmis öryggis- sjónarmið. Um það hafa Sojus-geimskotin snúizt að undanförnu. Umsjon: 53 HVAÐ TEKUR VIÐ HJÁ ÞEIM NÆST í GEIMFLUGINU?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.