Vísir - 16.09.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 16.09.1974, Blaðsíða 12
12 Vísir. Mánudagur 16. september 1974. Gamlir meistarataktar - síðan allt í baklás! — og Leeds tapaði enn einu sinni — nú gegn Burnley Enski landsliðsein- valdurinn, Don Revie, hélt norðurtil Lancashire á laugardaginn, norðurtil Burnley, og horfði á leik hei ma liðsins gegn meistaraliðinu, sem hann stjórnaði þar til í sumar — Leeds United. Annar frægur kappi var einnig í áhorfendastúkunni í litlu borginni — Edward Heath, fyrrum forsætis- ráðherra Breta, sem nú gerir meira af því að sigla kringum boða og sker á skútu sinni en krappar öldur stjórnmál- anna. Svo virtist sem nærvera þessara kappa hefði áhrif á leik Leeds- liðsins til hins betra. Það lék eins og meistaralið — en aðeins i fyrri hálfleik. Liðið, án framkvæmda- stjóra eftir brottrekstur Brian Clough, var ekki hið sama eftir leikhléið og mátti enn þola tap. Já, Leeds sýndi gamla snilli fyrstu 45 minúturnar, en tókst ekki að skora nema eitt mark. Það var á 42. min. Poul Madeley lék þá snilldarlega á þrjá varnarmenn Burnley — gaf sið- an á Peter Lorimer sem skor- aði. En á 58. min. tókst Burnley að jafna með marki Poul Fletcher og eftir það var leikur Leeds ekki hinn sami og áður. Léttleikinn hvarf — harka kom i staðinn. Óttinn að tapa stigun- um og Burnley náði yfirhönd- inni. Leighton James skoraði sigurmarkið á 69. min. úr vita- spyrnu — en áður hafði knöttur- inn bæði lent i þverslá og stöng Leeds-marksins. Atök urðu á vellinum og dómarinn rak mið- herja Burnley, Ray Hankin, af velli ásamt miðverði Leeds, Gordon McQueen, á 78. min. A sama tima léku sunnar i Lancashire þau liðin i enskri knattspyrnu, sem bezta knatt- spyrnu geta sýnt, þegar sá gáll inn er á leikmönnum þeirra, Manchester City og Liverpool. Það var á Maine Road i Man- chester, sem þessi stóru Lan- cashireíið léku — og það merki- lega var, að það var raunveru- lega aðeins eitt lið á vellinum. Bikarmeistarar Liverpool voru yfirspilaðir af Rodney Marsh, fyrirliða City, og félögum hans — svo mikill var sóknarþungi Manchester-liösins, að Ray Kennedy var oftast eini fram- herji Liverpool i leiknum. Allir aðrir leikmenn Liverpool urðu að einbeita sér að vörninni og því ekki von að bikar- meistararnir skoruðu. Fyrsta tap þeirra á leiktimabilinu varð staðreynd. Strax á 3ju min. sendi Marsh knöttinn i mark Liverpool, en af einhverri ástæðu var markiö dæmt af. Asa Hartford (áður WBA), sem átti snilldarleik hjá Manch. City, reiddist svo mjög að dómarinn bókaði hann. A 38. min. skoraði Marsh og þá reidd- ust leikmenn Liverpool. Þeir héldu þvi fram, að Marsh hefði lagað knöttinn fyrir sér með hendinni áður enn hann skoraði — en dómarinn var á annarri skoðun og bókaði fyrirliða Liverpool, Emlyn Hughes, og einnig Peter Cormack. Það var ekki fyrr en fjórum min. fyrir leikslok, að Dennis Tueart skor- aði annað mark Manch. City eftir undirbúning Mike Summerbee — en þrátt fyrir það virtist aldrei von hjá Liverpool að „bjarga” leiknum. En úrslitin á laugardag urðu þessi. 1. deild Birmingham — Derby 3-2 Burnley — Leeds 2-1 NAUTASKROKKAR Kr. kg. 390.— Innifalið í verðí: Útbeining. Merking. Pökkun. Kœling. #R M, Pli-A $ M MM m, 'wœFM&' Ljtkjarveri, Laugal»k 2, almi 3 50 20 Chelsea — Arsenal 0-0 Everton — Wolves 0-0 Leicester —QPR 3-1 Luton —Ipswich 1-4 Manch. City — Liverpool 2-0 Newcastle —Carlisle 1-0 Sheff. Utd. — Middlesbro 1-0 Stoke — Coventry 2-0 Tottenham — West Ham 2-1 2. deild Bolton —Sheff. Wed. 2-1 Bristol Rov. — Aston V. 2-0 Cardiff —BristolCity 0-1 Millvall —Oxford 0-0 Norwich — Notts Co. 3-0 Nottm.For. — Hull 4-0 Oldham — Blackpool 1-0 Orient — Fulham 0-0 Southampton — Portsmouth 2-1 WBA —Manch.Utd. 1-1 York — Sunderland 0-1 Aður en við litum nánar á stórleikina skulum við hverfa niður i 3. deild. Lundúnaliðið Crystal Palace gerði sér litið fyrir á föstudagskvöld og vann efsta liðið i 3. deildinni Southend United — liðið frá borginni i mynn i Thames-árinnar, Southend-on-Sea, með 0-1. A laugardag var tilkynnt, að Pal- ace hefði látið kunnasta leik- mann sinn, Don Rogers, sem verið hefur á varamannabekkj- um að undanförnu, til annars Lundúnaliðs, Queens Park Rangers, og fengið i staðinn þá Terry Venables og Evans. Sama dag seldi Palace einnig Blyth til Southampton — svo einhver hreyfing er nú á félaginu, sem féll niður úr 1. deild i þá 3ju á tveimur leiktimabilum. Þá má geta þess, að Ian St. John, fram- kvæmdastjóri Motherwell á Skotlandi, — hinn áður kunni miðherji Liverpool og Skot- lands, gerðist framkvæmda- stjóri Portsmouth á laugardag. Nú, en nóg um það. Ispwich- liðið hélt hina stuttu leið til Luton á laugardag og vann þar stórsigur. Komst við sigurinn i efsta sæti 1. deildar. Ipswich lék snilldarlega. Strax á 9. min. skoraði Brian Talbot eftir að spyrna Suður-Afrikumannsins Colin Viljoen hafði verið blokkeruð. Bryan Hamilton, irski landsliðsmaðurinn, skor- aði annað mark Ipswich á 29. min. —skallaði knöttinn inn eft- ir fyrirgjöf Clive Woods — og þannig var staðan i hálfleik. Talbot skoraði 3ja markið úr vitaspyrnu skömmu eftir leik- hléið og siðan kom að Luton að skora. Adrian Alston, sem lék i HM-liði Astraliu, sendi knöttinn i mark Ipswich á 67. min. — fyrsta mark hans i ensku knatt- spyrnunni. En Ipswich hafði ekki sagt sitt siðasta orð — Tre- vor Whymark skoraði fjórða markið. Þess má geta, að Alan Hunter, irski landsliðsmið- vörðurinn, sem átti i útistöðum við framkvæmdastjóra Ipswich, Robson, gerði á föstudag nýjan samning við Ipswich til 2ja ára. Ipswich haföi samþykkt að taka tilboði Leicester, 200 þúsund sterlingspund, i Hunter — en leikmaðurinn neitaði þá að skipta um félag. Stoke komst i 4. sæti i 1. deild eftir öruggan sigur gegn Coven- try, þar sem vörn Coventry tókst að verjast áföllum, þrátt fyrir mikla þressu Stoke, þar til á 58. min. Þá fékk John Mahoney lágsendingu frá Jimmy Greenhoff og skoraði. A 80. min. skoraði John Ritchie annað mark Stoke. Sheff. Utd. hefur 10 stig eins og Stoke og vann sinn fimmta sigur i röð á laugardaginn — einn i deilda- bikarnum. Það var á kostnað Middlesbro og á 33. min. skoraði Keith Eddy eina mark leiksins úr vitaspyrnu. Sigurinn var i minnsta lagi og greinilegt, að United ætlar að gera það gott undir stjórn Ken Furphy, sem áður var með Watford. Nýi framkvæmdastjórinn hjá Tottenham, Terry Neil, sá lið sitt sigra annað Lundúnalið, West Ham, 2-1. Þar voru þó greinilega tvö botnlið á ferð. Mike England skoraði fyrra mark Tottenham á 57. min. eftir hornspyrnu Peter Knowles, en hið siðara skoraði Martin Chiv- ers eftir fyrirgjöf Martin Pet- ers. Hvort tveggja skallamörk — og Frank Lampard skoraði mark WH. Sunnar i Lundúnum sótti Chelsea mjög gegn Arsenal og litlu munaði, að Charlie Cooke, Gary Locke og John Hollins skoruðu i fyrri hálfleik. En inn vildi knötturinn ekki — og undir lokin munaði sáralitlu, að Brian Kidd „stæli” báðum stigunum fyrir Arsenal. Skall- knöttur frá honum gerði „allt” nema fara i markið!! Uppi i Newcastle sótti heimaliðið mjög gegn Carlisle, en það var ekki fyrr en tveimur min. fyrir leiks- lok að sigurmarkið kom. John Tudor skoraði. Þeir skora Eftir leikina á laugardaginn eru þessir leikmenn marka- hæstir i deild og deildabikar á Englandi. 1. deild: 6 — Phil Boersma, Liverpool, Frank Worthington, Leicester. 5 — Colin Bell, Manch. City, Brian Kidd, Arsenal, Bob Latchford, Everton, Rodney Marsh, Manch. City, Malcolm McDonald, Newcastle, Trevor Francis, Birmingham. 2. deild 5 — Viv Busby, Fuiham, Gerry Daly, Manch. Utd. Ray Graydon, Aston Villa, Billy Hughes, Sunderland, Peter Osgood, Southampton. 3. deild 6 — Bill Rafferty, Plymouth, Alan Whittle, C. Palace. 5 — Chris Guthrie, Southend, Melville Holden, Preston. 4. deild 6 — Robin Friday, Reading, Dick Habbin, Reading. 5 — Alan Durban, Shrewsbury, Bob Finney, Rotherham. Trevor Francis var „stjarn- an” i Birmingham-liðinu gegn Derby. Hann gaf á Bob Hatton, sem skoraði á 28. min. og kom Birmingham siðan i 3-0 með tveimur vitaspyrnum. Loka- sprettur Derby var mikill — Bruce Rioch og Roger Davies skoruðu báðir siðustu sex minúturnar og Derby-liðið var heldur óheppið að tapa. Jim Pearson, sem Everton keypti nýlega frá St. Johnstone á Skotlandi fyrir 100 þúsund pund, kom inn á 20 min. fyrir leikslok gegn Úlfunum. Risinn i Úlfa-markinu, Phil Parkes, sýndi mikla dirfsku og hindraði Pearson i að skora með þvl að kasta sér fyrir fætur hans. Mið- herji Englands, Frank Worthington, skoraði tvivegis gegn QPR i 3-1 sigri Leicester. Hið fyrra á 29. min. Gerry Francis jafnaði fyrir QPR á 64. min. Endasprettur Leicester var mikill — Len Glover skoraði á 79. min. og Worthington 3ja markið á 89. min. í 2. deild sýndu WBA og Manch. Utd. snilldarknatt- spyrnu — Merrick skoraði fyrir WBA á 6. min. en eftir að Stuart Pearson, sem lék nú með að nýju eftir meiðsli, jafnaði fyrir Manch. Utd. voru rauðar peysur alls staðar, en ekki tókst United að knýja fram sigur. Norwich er með 10 stig eins og Manch. Utd. og skoruðu þeir Sullivan, Mc- Dougall og Boyer mörk Norwich gegn Notts County. Sunderland sigraði i Jórvik — Vic Halom skoraði eina mark leiksins. Tony Knapp leitar nú að leik- mönnum fyrir Sheff. Wed., sem er á botni 2. deildar. Ekki vitum við hvort það var fyrir tilmæli islenzka landsliðsþjálfarans að Sheff. Wed. keypti Colin Har- way frá Everton fyrir 70 þúsund pund i vikunni. En hvað um það — Sheffield-liðið tapaði enn, nú i Bolton. A Skotlandi léku erki- fjendurnir Celtic og Rangers á leikvelli Celtic i Glasgow, Parkhead. Celtic skoraði fyrsta mark leiksins — en Rangers sigraði 2-1. Brogan, Celtic, og Jardine, Rangers, voru reknir af leikvelli —■ Brogan talsvert fyrr I siðari hálfleiknum. A meðan vann Hibernian stórsig- ur gegn Partic Thistle og það i Glasgow. Úrslit 1-5. Mansfield i 4. deild gerði jafntefli á laugar- dag 0-0 við Crewe og hafa þá öll liðin i deildunum ensku tapað stigum i keppninni. Staðan i 1. deild er nú þannig: Ipswich 7 6 0 1 13-4 12 Liverpool 7 5 11 14-6 11 Manch. City 7 5 11 13-8 11 Stoke City 7 4 2 1 11-4 10 Sheff.Utd. 7 4 2 1 11-8 10 Everton 7 3 3 1 8-6 9 Wolves 7 2 4 1 8-7 8 Newcastle 7 3 2 2 13-12 8 Carlisle 7 3 13 6-5 7 Middlesbro 7 2 3 2 7-6 7, Burnley 7 3 13 11-10 7' Leicester 7 2 3 2 11-10 7 Chelsea 7 2 3 2 9-11 7 Derby 7 14 2 8-9 6 Birmingham 7 2 2 3 9-12 6 Arsenal 7 2 14 6-7 5 Q.P.R. 7 13 3 5-8 5 Tottenham 7 2 0 5 7-11 4 Leeds 7 12 4 5-10 4 Luton 7 0 4 3 5-11 4 Coventry 7 0 3 4 7-15 3 West Ham 7 115 6-13 3 Staða efstu liða i 2. deild er þannig: Manch. Utd. 6 4 2 0 12-4 10 Norwich 7 3 4 0 9-4 10 Sunderland 5 4 0 1 13-4 8 Oxford 5 3 2 0 7-3 8 Fulham 7 3 2 2 9-5 8 —hsim. Meðan þú sefur ætla ég að hlusta á lýsinguna! -1 búningsherbergjunum — j HpfllrhönM^^ Hann heldur að ég hafi rotazt. Nú er mitt tækifæri!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.