Vísir - 16.09.1974, Side 20

Vísir - 16.09.1974, Side 20
Mánudagur 16. september 1974. Ráðizt á leigubílstjóra Sizt af öllu átti hann von á árás, leigubllstjórinn sem á laugardagskvöldið var að sinna skyldustörfum sinum sem oftar. Um klukkan 20.50 á laugar- dagskvöldið fékk lögreglan til- kynningu um að ráðizt hefði verið á leigubllstjóra fyrir utan Domus Medica. Fór lögreglan þegar á staðinn og handtók árásarmanninn sem var ofur- ölvi. Leigubill hafði verið pantaður á staðinn og beið fyrir utan, þegar ofurölvi manninn bar að. Hann vatt sér að bilstjóranum, og eitthvað hefur þeim orðið sundurorða, þvi að bilstjórinn fékk hnefahögg I andlitið frá þeim ölvaða. Bilstjórinn var fluttur á slysa- deildina, en ekki reyndust meiðsli hans alvarleg. Sá drukkni mundi ekkert eftir verknaðinum, þegar af honum bráði. -EA Spóluðu og stóðu upp á anntm endann... UM 70% IAUNÞEGA „LÆGST LAUNAÐIR" drif I honum, en menn létu þetta allt litið á sig fá. Keppni þessi var reyndar sú fyrsta sinnar tegundar hér. Mynduð hafði verið torfæru- braut,rúmlega kilóipetra löng, og var hún farin á tima, sem aldrei hefur verið gert hér áður, þ.e. sá sem fór hana á skemmstum tima, sigraði. Keppnin var haldin i Sandfelli við Þrengslaveg og var keppnis- brautin mjög vel útbúin og með það fyrir augum að ekki yrðu nein náttúruspjöll af völdum þessa né áhorfenda. Það kom I ljós, að staðurinn var sérstaklega góður, og menn þurfa vist ekki að vera hræddir um að skemmá bila sína, þegar aksturinn fer fram i sandi. 13 keppendur létu skrá sig til keppninnar, en reyndar mættu ekki nema 11. Keppendur skemmtu sér ekki siður en áhorfendur, en það var Bif- reiðaklúbbur i Hafnarfirði, GÓ, sem gekkst fyrir keppninni. Fyrstu verðlaun voru 25 ' þúsund krónur, og féllu þau i hlut Daniels Sigurðssonar, sem ók Willys ’64. Onnur og þriðju verðlaun voru 12.500 krónur. Pétur Hjálmarsson á Willys ’67 hlaut önnur verðlaun, en Ragnar Guðsteinsson á Willys ’67 þriðju verðlaun. 10 Wiilys jeppar voru i keppninni, einn rússneskur jeppi og svo Ford ’42, að visu með 8 strokka vél. -EA. Ölvaður bað lögregluna að draga í gang Þessi fljúgandi furðuhlutur rninnir helzt á tilraunir hins bandariska Evel Knievets á dögunum. Myndin lýsir annars mæta vel meðferöina á jeppum i torfærukeppnULjósm. Ragnar Sigurðssor.) „Gætuð þið, hik, dregið bilinn minn I gang, hik”, sagði maöur- inn, sem kom inn á miðborgar- stöð lögreglunnar um miðjan daginn I gær. Hann hafði veriö á heimleið er bill hans stanzaði skyndilega i Tryggvagötunni og fékk maður- inn engu tauti viö hann komið. Nú voru góð ráð dýr, en þar sem lög- reglujeppi stóð fyrir utan lög- reglustöðina þarna rétt hjá. datt manninum i hug að leita eftir að- stoð þar. Lögreglumö.inunum þótti það frekar maðurinn en billinn, sem væri i óökufæru ástandi og var mál hans tekið fyrir þarna á lög- reglustöðinni samstundis. Maðurinn viðurkenndi, að hann hefði kannski fengið sér einn eða tvosjússa, en lögreglumönnunum þótti liklegra, að þeir hefðu verið fleiri. Þegar enn dýpra var grafið i málið kom i ljós að maðurinn var réttindalaus. Hann hafði misst ökuleyfið nokkru áður vegna svipaðs athæfis. —JB Ákváðum að safna þegar Maó fór fyrir bíl“ Það gekk á ýmsu i torfæru- Jeppar sáust standa upp á keppninni, sem haldin var í gær. endann, þeir spóluðu og næstum þvi flugu. Einn jeppinn féll úr keppni, þar sem það brotnaði — efndu til hlutaveltu fyrir dýraspítalann „Við ákváðum aö safna fyrir dýraspitalann, þegar kötturinn okkar sem hét Maó, fór fyrir bll og dó”, sögðu krakkarnir fjórir, sem heimsóttu okkur á rit- stjórnarskrifstofurnar i morgun með tæpar fimm þúsund krónur, sem þau hafa safnað fyrir dýra- spitalann með þvi að halda hlutaveltu. Krakkarnir eiga öll heima i Skerjafirði eða „litla Skerjó” eins og þau segja, og þau stóðu reyndar sjö að hlutaveltunni. Þrjár stúlkur komust ekki með i morgun. Systkinin Sigurður Orri og Anna Þóra Steinþórsbörn áttu köttinn Maó. „Hann var tveggja og hálfs árs, þegar hann fór ný- lega fyrir bil og dó. Við náðum ekki i neinn dýralækni fyrr en eftir heilan dag, en kisa lifði þangað til. Þegar dýralæknirinn kom, varð að aflifa hana. Þá ákváðum við að safna handa dýraspitalanum, og við ætlum kannski að halda aðra hlutaveltu fyrir jólin. Kannski höfum við svo brúðuleikhús eða leikum leikrit eða eitthvað.” Krakkarnir eru öll heilmiklir dýravinir. Þau Olafur Agúst Aðalsteinsson og Anna Maria Ingadóttir, sem komu með syst- kinunum i morgun, eiga lika kis- ur, sem heita Napóleon og Danni. Þau Sigurður Orri og Anna Þóra kváðust ekkert vera að hugsa um að fá sér kött aftur. Frekar kváðust þau vilja hund. Þær stúlkur, sem einnig stóðu að söfnuninni, heita Elisabet Katrin Jósepsdóttir,. Anna Bella Jóspesdóttir og Bjarney Aðal- steinsdóttir. Og það er ekki að efa, að þessi börn hlakka mikið til, þegar dýraspitalinn er kominn upp. -EA. Hverjir eru „hinir lægst launuðu” i is- lenzku þjóðfélagi? ,,Þvi er kannski svolitið erfitt að svara,” sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ, i viðtali við Visi i morgun. ,, En það má hugsa sér bilið milli 40-53 þúsund, og á þvi bili eru liklega um 70% launþega.” Samninganefnd ASl sat á fundi i morgun og ræddi viðhorfin i samningamálunum við rikis- stjórnina. Björn sagöi, að stefnt væri að þvi að fá botn i þetta mál i vikunni. Hlutverk ASl væri raun- verulega að skipta þeim skerf, sem næðist og yröu- hinir lægst launuöu að sitja i íyrirrúmi. „Við höfum ekki fengið upphæðina raunverulega gefna,” sagði Björn. „En ekki virðist frá- leitt, að hún verði um 4% af heildarupphæðinni. Og það verður mikill vandi að skipta henni, hver sem hún verður. Andrúmsloftiö á fundum með rikisstjórninni hefur verið gott. Það er það alltaf, þegar pólitik er ekki með, og við höfum ekki efni á að vera með pólitik i þessu máli.” Hann sagði ennfremur, að eng- ar uppsagnir hefðu enn borizt frá verkalýðsfélögunum, en bjóst við, að fundahöld myndu hefjast hjá þeim innan tiðar. Talsmenn rikisstjórnarinnar töldu ekki rétt að segja neitt um samningamálið i morgun. -SH. „Við höldum kannski aðra hlutaveltu fyrir jólin eða þá höfum brúðu- leikhús”, sögðu krakkarnir, sem söfnuðu tæpum 5 þúsund krónum fyrir dýraspitalann. A myndina vantar Elisabetu, önnu Bellu og Bjargey. En frá vinstri eru Siguröur Orri, Anna Maria, Anna Þóra og Ólafur Agúst. Ljósm.: Bj. KORCHNOI OG KARPOV HEFJA EINVÍGIÐ í DAG Viktor Korchnoi dró hvitt og mun þvi stýra hvitu mönnunum i fyrstu einvigisskák hans og Anatoli Karpovs, sem tefld verður i Moskvu i dag. Sigurvegarinn úr einvigi þeirra vinnur réttinn til að skora á heimsmeistarann, Bobby Fischer, til ein- vigis um titilinn. En fariö gæti þó alveg eins svo, að sá þeirra, sem vinnur þetta einvigi, verði heims- meistarinn I skák, án þess að tefla frekar. Fischer hefur hótað þvi að verja ekki titilinn. I júni i sumar sendi Fischer Alheimsskáksambandinu (FIDE) simskeyti, þar sem hann krafðist breytinga varðandi skilyrðin fyrir þvi, hve margar skákir þyrfti að vinna til að heimsmeistarinn héldi titli sinum eða hve margar áskor- andinn þyrfti að vinna til að hrifsa titilinn. — Þegar FIDE hafnaði þessum kröfum, til- kynnti Fischer, að hann afsalaði sér titiinum og segði sig úr lög- um við FIDE. — En honum hefur verið settur frestur til 15. febrúar til að skoða hug sinn á nýjan leik til þessa. Allt þetta eykur til muna spennuna i einvigi þeirra Korchnois og Karpovs. Þeir munu tefla i mesta lagi 24 skák- ir, en sá þeirra, sem verður fyrstur til að vinna fimm skákir, fer með sigur af hólmi. Báðir hafa þeir Karpov og Korchnoi orðið að leggja fyrr- verandi heimsmeistara að velli til að komast þangað, sem þeir eru staddir núna. — Karpov vann Spassky, meðan Korchnoi sigraði Petrosjan. — Þykir mjög jafnt á komið með þeim. í innbyrðis skákum hafa báðir unnið sinar tvær og gert eina jafntefli. GP.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.