Vísir - 17.09.1974, Qupperneq 6
6
Vísir. Þriðjudagur 17. september 1974
VISIB
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Kitstjóri:
Fréttastjóri:
Kitstjórnarfulltrúi:
Fréttastj^erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Kitstjörn:
Askriftargjald 600 kr
i lausasölu 35 kr. ein
Reykjaprent hf.
Sveinn K. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Hétursson
Ilaukur Ilelgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
llverfisgötu 44. Simar 11660 86611
llverfisgötu 44. Simi 86611
Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
. á mánuöi innanlands.
takið. Blaðaprent hf.
Cóður andi í viðræðum
Viðræður rikisstjórnarinnar við Alþýðusam-
bandið ganga hægt, en vel og vinsamlega. Þetta
eru mikilvægustu viðræðurnar af þeim, sem
rikisstjórnin á nú við flesta aðila efnahagslifsins.
Þess vegna er ekki ónýtt, að góður andi skuli vera
i þeim.
Til þessa hafa viðræðurnar einkum snúizt um
launauppbætur til láglaunafólks. Með hugmynd-
inni um þessar uppbætur er stefnt að þvi að sam-
ræma tvö meginsjónarmið i efnahagsmálunum,
tryggja endurreisn atvinnuveganna á þann hátt,
að það komi sem minnst niður á láglaunafólki.
í þessu felst einnig, að horfið er frá niðurstöðu
kjarasamninganna i vetur sem leið, þegar há-
launamenn fengu yfirleitt töluvert meira en lág-
launamenn. Eftir samningana voru menn sam-
mála um, að það hefðu verið mistök að láta þá
fara úr skorðum á þennan hátt. Og nú er verið að
tala um að stiga skref til tekjujöfnunar i þjóðfé-
laginu.
Gengissig og gengislækkun og aðrar ráðstafan-
ir til að koma atvinnulifinu á traustari grundvöll
hljóta að koma niður á lifskjörum þjóðarinnar.
Við höfum lifað um efni fram á siðustu misserum
og einkum á siðustu mánuðum. En hinir lægst
launuðu i þjóðfélaginu geta siður en aðrir borið
skerðingu lifskjaranna. Þess vegna snúast við-
ræður rikisstjórnarinnar og Alþýðusambandsins
einkum um hag láglaunafólks.
Ekki hafa enn komið fram mótaðar hugmyndir
um , hvernig bæta megi láglaunafólki kjara-
skerðingu efnahagsaðgerðanna. Ýmsar leiðir
koma til greina og auðsjáanlega er æskilegast, að
sem bezt samráð verði höfð um valið. Aðalatriðið
er, að lausnin komi þeim að gagni, sem þurfa á
henni að halda, og komi þar að fullu gagni, en út-
vatnist ekki með greiðslum til þeirra, sem betur
mega sin.
Nefnt hefur verið, að uppbótin komi að fullu á
mánaðartekjur, sem eru 50.000 krónur eða lægri,
og hluta til á tekjur, sem eru milli 50.000 og 60.000
króna, en ekki á tekjur þar fyrir ofan. Þegar
vinstri flokkarnir voru að ræða þessi mál i sam-
bandi við stjórnarmyndunartilraunir þeirra i
sumar, voru þeir með markið við 35.000 krónur,
en það er greinilega fulllág tala.
Viðræðuaðilar hafa enn ekki orðið sammála
um, hve lengi visitöluskerðingin og láglaunaupp-
bótin eigi að gilda. Rikisstjórnin hefur talað um
tólf mánuði en Alþýðusambandið sex. Unnt ætti
að vera að finna lausn á þessum ágreiningi.
Nokkuð hefur verið rætt um f jölskyldubætur og
niðurgreiðslur. í ljós hefur komið, að fjölskyldu-
bæturnar njóta minni vinsælda en áður, enda
hefur notkun þeirra sem hagstjórnartækis gengið
út i öfgar. Fulltrúar Alþýðusambandsins vara
hins vegar við mikilli skerðingu niðurgreiðslna,
þótt þeir viðurkenni jafnframt, að óheilbrigt sé,
að niðurgreiðslur séu meiri en sem nemur dreif-
ingarkostnaði.
í viðræðunum hefur komið fram áhugi á að
kanna skattakerfið. Rikisstjórnin mun i dag eða
næstu daga leggja fram upplýsingar um áhrif
siðustu breytingar á þvi. Að þeim upplýsingum
fengnum, má búast við töluverðum umræðum um
skattamál.
En kjarni málsins er sá, að báðir aðilar lita á
vandamálið sem verkefni til úrlausnar og hafa
þvi hingað til tekið ábyrga afstöðu til þess.
— JK
Haustsýning f'.t.M. er
einhver sú stærsta sem
félagið hefur haldið
fram að þessu. En deila
má um hvort þessi f jöldi
listamanna hafi haft
jákvæð áhrif á heildar-
svipinn, miðað við
sýningarnar undanfarin
ár. 366 verk voru sýnd
eftir 60 höfunda. Og ætti
að vera hægt að gera
einhvers konar úttekt á
málaranna á þessari sýningu láta
sér nægja að mála i rólegheitum,
hver i sinu horni. Það vantar alla
gerjun i andrúmsloftið,
spurningar um hversvegna og
hvernig. Sjúkdómurinn kemur
svo fram, t.d. i smæð myndanna,
sem á ekkert skylt við ,,intim-
isma” heldur þröngt sjónarsvið.
Smæðin leiðir svo óbeint til þess
að margir góðir málarar verða af
ófróðum dregnir i sama dilk og
skrautlistamenn, og myndir
þeirra keyptar sem skrauthlutir.
Það er að visu satt að erfitt er að
takast á við stórflötinn hér á
landi, fæstir hafa vinnustofur sem
gera slikt kleift, og erfitt er að
búsett i New York. Ég hef ekki
áður séð svo margar myndir eftir
hana saman, og verð ég að játa að
ég varð fyrir nokkrum vonbrigð-
um. Hvað myndbyggingu snertir
eru myndir hennar allar meist-
aralegar. f uppstillingum
afmarkar og vegur hún stöðu
hlutanna á fletinum með fáum
breiðum pensildráttum, með
einni áferð aðeins, að þvi virðist,
ofan á sterka lárétta-lóðrétta
beinagrind. Litirnir eru glóandi
og hlýir (og besta myndin, Nr. 11,
er hrifandi sambland þungra
forma og leikandi léttra pensil-
drátta).
Hygg ég að þetta auga fyrir
Sigurjón Ólafsson: Biö að heilsa, frauðplast 1973
stöðu islenzkrar listar i
dag, eins og hún kemur
fram hjá hinum opin-
bera fulltrúa hennar,
FÍM.
Ekki er hægt annað en að ætla
aö mikil værð liggi yfir listum i
landinu, — værð sem á minna
skylt við hógværð en doða.
Minnir þetta ástand mig á slen
það sem einkenndi franska list
eftir heimsstyrjöldina siðari
þegar striðið hafði sogið merginn
úr yngri listamönnunum og hinir
gömlu meistarar virtust ekki
færir um að takast á við and-
rúmsloft eftirstriðsáranna.
Þá varð endurfæðing nútima-
listar ekki i Frakklandi, heldur i
New York. Ég veit ekki hvaðan
ætti að vænta endurfæðingarinn-
ar hérlendis. Ef til vill meðal
SÚM manna, þótt ekki hafi þeir
sýnt tilburði i þá átt ennþá. Hver
er ástæðan fyrir þessu sleni hér?
Ekki höfum við staðið i styrjöld
og tapað stoltinu. Ekki ætti dýr-
tiðin að hafa fengið svona mikið á
okkur, við erum vanir henni. Ég
held að slenið stafi að einhverju
leyti af listrænni einangrun, lista-
menn okkar hafa slórað við að
taka afstöðu til þeirrar þróunar
sem átt hefur sér stað i Banda-
rikjunum og Evrópu undanfarin
15-20 ár. Og slik sjálfseinangrun
er ófyrirgefanleg á þessum tim-
um fjölmiðlanna.
Hluti af þessum sjúkdómi er án
efa skortur á framsækni, flestir
lifa af stórum myndum. En ef
viljinn er fyrir hendi, þá er þetta
ekki óleysanlegt vandamál.
Sjúkdómurinn kemur einnig
fram i þvi að málarar hérlendis
virðast ekki gera sér ljóst að til
eru fleiri túlkunarmeðul og
aðgerðir en olia, akrýlik og vatns-
litir — og penslar. Þessi einbeit-
ing islenzkra listamanna i notkun
oliu og pensla hefur hins vegar
haft i för með sér að hér vinna
menn sem hafa náð stórkostlegu
valdi yfir þeim, menn eins og t.d.
Jóhann Briem, Einar Þorláksson
og Hringur Jóhannesson svo
aðeins fáir séu nefndir. En þessir
menn skara fram úr á kostnað
efnisdirfsku og myndstærðar.
Hvað er það svo sem hin stóra
mynd getur gert, og sú litla getur
ekki? Hún getur fyrst og fremst
(ef hún er góð) náð nánara sam-
bandi við áhorfanda. Ahorfandi
stendur ávallt utan við
smámyndir, þær eru fyrst og
fremst gluggi. Stór mynd verður
umhverfi, veggur, sem umlykur
áhorfanda, neyðir hann til að taka
afstöðu og gerir hann jafnframt
að leikara i þvi leikverki sem
myndin er.
Bygging og
burðarþol
Að þessu sögðu, ber að geta
þess sem lof á skilið, innan þess
sviðs sem listamennirnir hafa af-
markað sér. Gestur sýningarinn-
ar i þetta sinn er Lovisa Matthi-
asdóttir sem lengi hefur verið
myndbyggingu hafi Lovisa hlotið
i arf frá meistara Hans Hofmann.
En við aðrar myndir hennar en
uppstillingar er ég ekki sáttur
(nema e.t.v. ,,Innan dyra”), þvi
tilhneiging Lovisu til „burðar-
þolsfræði” á myndfleti gerir hálf-
gerða steingjörvinga úr
mannverum og hestum. Maður
þarf að finna að listamaður (og
kona) sé að eiga við sérstaka
fyrirmynd vegna þeirra
eiginleika sem aðeins sú
fyrirmynd hafi. Ég hef á
tilfinningunni að Lovisu hafi
staðið nokkurn veginn á sama
hvort hún notaði mannverur og
dýr, eða epli.
Af öðrum málurum i sama sal
bera af þeir Hringur Jóhannesson
og Eirikur Smith, — menn með
gjörólikt skapferli. Hringur er
natinn, rólegur og markviss og
byggir upp myndir sinar með
fáguðu handbragði og skáldlegri
innsýn inn i „epifaniur” daglegs
lifs, hvernig pollur og ræsi i vegi
endurspegla byggðina i kring,
hvernig sjónvarpsskermur litur
út þegar slökkt er á honum.
Eirikur er aftur á móti meiri
ólgumaður og myndir hans eru
allar einhvers konar barátta,
návigi mannsins við náttúruöfl
sem hann annað hvort hverfur inn
I eða yfirbugar, túlkuð i sterkum
„dramatiskum” litum. Mynd
hans „Jónsmessunótt” er ein
stærsta myndin á sýningunni, en
veldur ekki stærðinni að ég hygg.
Neðri hlutinn er of þétt hlaðinn
gagnvart þeim efri.
cTVIenningarmál
EINANGRUN EÐA