Tíminn - 20.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.04.1966, Blaðsíða 9
MTOVIKUDAGUR 20. aprj 1966 9 í verksmiðjunni Héðni hitt um við Stefán Kragh, sem stundar nám í vélvirkjun. Hann er átján ára gamall og okkur datt í hug að leggja fyr ir hann nokkrar spurningar um nám hans og störf. — Er dýrt að læra vélvirkj un, Stefán? — Núna hef ég í laun á mán. um 13 þús. krónur. Þeim ver ég til að greiða kostnað við nám mitt. Einnig fæði og húsnæði, strætisvagnagjöld, sem eru dálítið há, svo að oft vill ærið lítið vera eftir af þessum mán aðarlaunum mínum og gersam- lega ómögulegt, að ég hafi nokkur tök á því að leggja fyr tr og safna til komandi ára — Er vinnutfmi þinn langur og vinnan erfið, spyrjum við? — Ég vinn frá hálf átta á morgnana til sex á kvöldin. I rauninni er líkamlegt erfiði við þessa vinnu ekki mikið. Þess. er ekki krafizt að ég reyni mikið á kraftana. Sé mað ur handlaginn, þá blessast þetta flest frekar auðveldlega. — Hvað gerirðu í tómstund um þínum? — Ég stunda ýmiss konar veiðar t. d. á haustin fer ég stundum á rjúpnaskytterí og á sumrin fæst ég dálítið við laxveiðar með kunningjum mfnum. Eins og flestir aðrir unglingar fer ég stundum á skemmtistaði. Finnst mér mik ill galli á skemmtanalífi höfuð borgarinnar, að ekki eru til skemmtistaðir ætlaðir ungu fólki, þar sem ekki er vín- drykkja. Vínneyzla unglinga á þessum aldri leiðir þá oft út f algeran skepnuskap. Ástæðan er sú að ungu fólki er_ ekki kennt að fara með vín. Ég tel að mikil bót yrði fræðsla um þessi mál og ýmis önnur, eins og t. d. kynferðismál, tekin upp í skólum. Því miður er allt of lítið um slíka fræðslu í skólum. — Hvers vegna er ekki meira um þessa fræðslu í skól spyrjum við? — Það er vegna skilnings- skorts, bæði kennara og for- eldra. Um leið og við kveðjum Stefán, skýtur hann því að okkur, að bæta þurfi og efla mjög íþróttaaðstöðu unglinga í borginni og skapa þeim þann ig skilyrði til þess að verja tómstundum sínum á hollan og heilbrigðan hátt. Því fari fjarri að borgaryfirvöldin geri nægi lega mikið til að skapa æsk- unni góð skilyrði til þess arna. TÍMINN Ýmsir hafa orðið til að álasa leiklhúsunum í Reykjavík fyrir það að hafa ekki sinnt tveim íslenzk um leikritum, sem komið hafa út á prenti með nokkru millibili siðustu árin, sem sé Prjónastofan Sólin eftir Halldór Laxness og Minkarnir eftir Erling Halldórss., því að ár leið eftir ár án þess að leikhúsin freistuðust til að setja þau á svið, og það gildir enn urn hið síðamefnda. En svo var það boð látið út ganga á þorra, að tvö aðalleikhúsin í borginni ætl uðu samtímis að færast í fang að, byrja að æfa ný leikrit eftir Lax- nes, Þjóðleikhúsið með Prjóna- stofuna Oig Leikfélag Reykjavíkur með annað alveg nýtt af nálinni, Dúfnaveizluna. Hið fyrrnefnda verður frumisýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld, hið síðarnefnda í Iðnó ’ík lega í næstu viku. Prjónastofan Sólin kom ut á prenti fyrir fjórum árum, fyrst sem ein af aímælisóskum Máls og menningar, síðan í útgáfu .|j ; Ý: 'ij x,:, Ipt • 'l|| Yflr brunarústum Prjónastofunnar Sólarinnar. Tímamynd—BB. PRJONASTOFAN FRUMSYNDIKVOLO Þjóðleikhúsið með Prjónastoíuna Sólina og Leikfélag Reykjavikur með annað enn nýrra af nálinni, „Dúfnaveizluna". Prjónastofan er nú fullæfð og verður frumsynd í Þjóðleikhúsinu í kvöld, en Dúfna veizlan verður líklega frumsýnd í Iðnó í næstu viku. Prjónastofan Sólin var gefin út á prenti árið 1962 og þá raunar í tveim útgáfum, en aftan við titilsíðu á Helgafellsútgafunni stendur skrifað: „Prjónastofan Sólin eftir Hall dór Laxness er gefin út í 3030 eintökum, 2500 eintökum á bóka útgáfunni Helgafelli, en 530 ein- tök af bókmenntafélaginu Máli og menningu í minningu 25 ára afmœlis félagsins. Þar af eru 100 eintök prentuð á Matteote pappír frá Spicers, Lundúnum, og eru þau eintök tölusett og árituð af höfundi. Bókin er prentuð í Vik- ingsprenti, en káputeikningu hefur gert Syavar Guðnason." Persónur í leiknum eru: Ihsen Ljósdal, Sólbong prjónakona, Sine Manibus, Fegurðarstjórinn, Þrídís (La Belle Dame Sans Merci, La Plastiqueuse, María úr Magdölum) Það opinbera (Þrír pípuhattar etc.) Líkkistusmiður, Kúabóndi (f. hrossabóndi), Moby Dick, Bruna lögregla, Pípari, Nokkrar fátækar þokkadísii. Leikurinn gerist í forskála „frönsku villunnar", nema síðari hluti þriðja þáttar á rústum lienn ar. Tími: fyrsti þáttur gerist fyrri part dags á þorra. Annar og þriðji að kvöldlagi nær sumarmál Helgafells. Á síðarnefndu útgáf- unni, frá Helgafelli, segir: Ýmsum góðum mönnum hefur runnið það til rifja, að tvö prent uð ný íslenzk leikrit, sem bæði væru sviðsverk mjög girnileg lil fróðleiks, lægju misserum saman án þess að leilkhúsin í borginni sinntu þeim nokkuð, en það eru leikritin „Prjónastofan Sólin“ eft- ir Halldór Laxness og „Minkarnir" eftir Erling Halldórsson. Hið stð arnefnda liggur enn óhreyft af leikhúsanna hálfu. En nú loks eft ir nýárið voru þau boð látin út ganga, bæði Þjóðleikhúsið og Leik félag Reykjavikur væru í þann veginn að hefja fruniæfingar á leikritum eftir Halldór Laxness Prjónastofan Sólin I útgáfu Helga- fells. Káputeiknlng eftir Svavar Guðnason listmálara. um, nema lok þriðja þáttar undir afureldingu í hönd farandi dags. Staðaheiti í leiknum, t. d. Arn arhóll, Baffínsland, Bárðardalur, hafa enga landfræðilega merkingu og má breyta þeim eftir því sem hentar. Sama máli gegnir um neiti félaga og fyrirtækja. Leikstjórinn er Baldvin Hall- dórsson, en leikendur helztu hlut verka: Helga Valtýsdóttir, Lárus Pálsson, Rúrik Haraldsson, Ró- bert Arnfinnsson, Sigríður Þor- valdsdóttir, Bessi Bjarnason, Gisli Alfreðsson, Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörnsson, Jón Júlíusson, en ónefnd stjama leikur Moby Dick, eins og Þjóðleikhússtjóri bomst að orði á blaðamannafundi. Leikstjórinn og skáldið. Tímamynd—BB. Páll Magnússon, Bögfræðingur: HÆSTIRÉTTUR VERÐUR AÐ DÆMA UM ST JÚRNLAGAGILDIÁL SAMNINGSINS ÁÐIIR EN NANN ER LÖGGILTUR AF ALÞINGI Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Alþingi hefur í seinni tíð orðið uppvlst að því með dómum frá Hæsta- rétti að þverbrjóta hvað eftir annað stjómarskrá ríkisins. Má í því sambandi minna á dóm réttarins frá 1943 í hinu svonefnda Hrafnkötlumáli um brot á 72. gr. hennar um prentfrelsi og dóma Hæsta- réttar um brot á 67. gr. um friðhelgi eignarréttarins í málunum út af stóreigna- skattslögunum frá 1957. Þekkja allir hneykslissögu þeirra laga og ummæli fyrrv. fjármálaráðherra. Gunnars Thoroddsens, um þau á Al- þingi 1964, þar sem hann kvað þau vera Alþingi til van sæmdar og víti til vamaðar í framtíðinni. Það er því engin furða, þótt þjóðin beri ekki mikið traust til Alþingis, þeg ar um friðhelgi stjómarskrár ríkisins er að ræða. Þegar ég ritaði greinina „Þjóðaratkvæði um alúmín- málið“, hafði mér ekki gef- izt færi á að sjá hinn svo- nefnda álsamning. Eg færði þar aðeins rök að þvf, að máJið væri svo stórt og á- hættusamt fvrir þjóðina að ó- Framhald á bls. 12. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.