Tíminn - 20.04.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.04.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓ7TIR ÍÞRÓTTÍR MIÐVIKUDAGUR 20. april 1966 TÍMIWN 13 Þetta er „Top of ttie Scots": Efst til vinstri er Alex Smith, Dunfermline, a3 neðan George Murray, Mother- well. IFyrir miðju a3 ofan er John Gemmel, Celtic, og Peter Buchanan, Queens Park. Fyrir miðju blaði er John McCormick, Aberdeen, og neðst Þórólfur Beck, Rrangers. Og til hægrl er John Wright, Clyde. FOOTBALL MONTHLY: ÞÓRÓLFUR meðal topp- manna Skotlands Alf—Reykjavík, þriðjudag. Ili'ð víðlesna enska knattspyrnu blað, „Football Montlily", birtir í apríl-blaði sinu myndir af leik mönnum á Skotlandi, sem blað ið nefnir „Top of the Scots“ (Topp menn Skotanna) og er Þórolfurl Beck þar á meðal, en alls eru birtar myndir af 7 leikmönnum, sjá mynd að ofan, sem tekin er úr blaðinu. Íþróttasíðan átti nýlega stutt samtal við Þórólf og sagði hann, að mikið væri um að vera í her búðum Rangers um þessar mund ir. Á lauigardaginm kemur mætir Glasig. Rangers erki'óvini sínum, Celtic í úrslitaleik í skozku bikar- keppninni, en í deildakeppninni er staðan nú þannig að Celtic hef ur hlotið 51 stig, en Rangers er tveimur stigum á eftir, með 49 sti'g. Bæði liðin eiga eftir að leika 3 leiki, og er þvf keppnin geysi hörð, þótt Celtic standi óneitan lega betur að vígi. Framhald á bls. 12. IR tókst nær allt, en Þrðtti ekkert Þrjú lið verða að leika að nýju Alf—Reykjavík. Þrótturum tókst ekki að verða sér úti um sæM í 1. deild í hand- knattleik í gærkvöldi, því að þeir töpuðu fyrir ÍR í leik, þar sem ÍR tókst nær allt, en Þrótti ekkert. Lokatölurnar urðu 32:24 fyrir ÍR og fyrir bragðið eru 3 li® jöfn og efst í 2. deild, þ.e. Þróttur, ÍR og Víkingur, öll með 12 stig og verða því að leika upp á ný um sæti í 1. deild. Fjórðungsglímumót Vestfirðingafjórð- ungs háð 23. apríl. Fjórðungsglímumót Vestfirðinga fjórðungs verður háð í Stykkis hólmi laugardaginn 23. apríl n. k. Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu sér um mótið. Keppt verður um fagran silfur bikar, sem Sigurður Ágústsson, al- þingismaður hefur gefið til keppninnar. Auk þess verða þrenn verðlaun veitt. Þetta er í fyrsta skipti sem Fjórðungsglímumót Vestfirðinga- fjórðungs er haldið og er von andi að góð þátttaka verði í keppn inni. Þátttöku skal tilkynna til Más Sigurðssonar, íþróttakennara í Stykkishólmi. Það verður ekki annað sagt, en ÍR-ingar hafi staðið sig vel í gær kvöldi, og það voru einkum 3 menn, sem voru á bak við sigur- inn, hinn gamalkunni Hermann Samúelsson, Guðmundur Gunnars son, markvörður, sem stóð sig af bragðsvel, og síðast en efcki sízt Vilihjálmur Sigurgeirsson, ungur nýliði, sem átti snjallar línusend- ingar. í hálfleik hafði ÍR yfir 19:12 og jók það bil ffjótlega í síðari hálf leik upp í 23:14 og náði því 9 marka forskoti. Sigur liðsins var því aldrei í hættu. Þróttar-liðið var mjög miður sín og lék sinn langversta leik, reyndi t.d. allan tímann misheppnað línuspil og fráleit langskot. Daníel Benjamínsson dæmdi leikinn nokkuð vel, en mistókst í nokkrum tilvikum. Liverpool í úrslitum Ensku bikarmeistararnir Liver- pool tryggðu sér í gær rétt til að leika úrslitaleikinn í Evrópu- keppni bikarhafa, er þeir sigruðu skozku meistarana, Celtic, með 2:0 á Anfield Road. f hálfleik var staðan 0:0. Celtic sigraði í fyrri leik liðanna 1:0, Til úrslita leik- ur Liverpool gegn Borussia Dort mund, sem sigraði bikarhafana, West Ham, í undanúrslitum, sam anlagt 5:2. Menntaskóla- nemar á skíðum Hið árlega skíðamót Mennta- skólans í Reykjavík var haldið í VILJA RAÐA FRAMKV. STJ. Útbreiðslunefnd Körfuknattleiks sambands íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra vegna fyrirhug aðs útbreiðslustarfs. Væntanlegir umsækjendur hafi j samband við Ásgeir Guðmundsson j sími 24558 fyrir 1. maí en hann ; veitir allar nánari upplýsingar. Útbreiðslunefnd, Körfuknattleikssamb. íslands. Hamragili við ÍR-skálann og hófst mótið kl. 4 e. h. Mót þetta er svigmót og er keppt um bikar sem Skíðadeiid ÍR gaf til keppni í svigi karla. Gísli Erlendsson f. R vann bikarinn í annað skipti, áður hafa unnið bikarinn Júlíus Magnússon og Ingólfur Eyfells, en þetta er fjórða árið, sem keppt er um bikar þennan. Mótsstjóri var Sigurjón Þórðarson formaður Skíðadeildar ÍR og brautarstjóri Valdimar Örnólfsson. 7 keppend ur voru skráðir til leiks, en að- eins 3 luku keppni, enda veður mjög óhagstætt til keppni. Úrslit urðu þessi: 1. Gísli Erlendsson, 5-R 2. Trausti Eiríksson, 6-U 3. Bragi Jónsson, 4-R Keppendur á Skíðamóti MR, talið frá vinstri: Valdimar, íþróttakennari. Auður, Gísli, Trausti, Bragi, Ragnar, Júlíus og Pétur. (Ljósm. Bragi Jónss.) Þátttakendur á dómaranámskeiði KDR um helgina. (Tímamynd — BB) KDR efndi til helgarráðstefnu Alf-Reykjavík, þriðjudag. S. I. laugardag og sunnudag efndi Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur til ráðstefnu með knattspyrnudómurum í Reykjavík og nágrenni. Er þetta fyrsta helg- arráðstefnan, sem KDR gengst fyrir ,en ætlunin er að efna til fleiri slikra í framtíðinni. Þarf ekki að fara mörgum orðum um gagnsemi ráðstefna eins og þess- ara og á Knattspyrnudómarafélag- ið þakkir skildar fyrir framtak sitt. Það er skemmst frá því að segja, að ráðstefnan heppnaðisí í alla staði vel. Þátttaka var góð, en yfir 20 dómarar sátu ráðstefn- una. í upphafi var ráðgert, að kunnur sænskur dómari, Áke Brom, héldi fyrirlestur, en á síð- ustu stundu tilkynnti hann forföll og gat ekki mætt. Varð því KDR að breyta dagskránni, þrátt fyrir stuttan fyrirvara og er það mál þeirra dómara, sem ráðstefnuna sátu, að hún hefði í alla staði verið til fyrirmyndar. Á laugardaginn hélt Guðjón Einarsson, fyrsti milliríkjadómari íslands, erindi um starf, hlutverk og mikilvægi knattspyrnudómar- anna. Að því búnu hafði Hannes Framhald á bls. 12. r ,lff »■ ■■■ ■■ — Ingólfur ekki með Fram Ailf-Reykjavík, þriðjudag. Eins og kunnugt er, fer úr- slitaleikurinn milli FH og Fram í 1. deild fslandsmótsins í handknattlcik fram n. k. sunnudagskvöld. Fram hafði mikinn hug á því, að fá Ingólf Óskarsson til að leika með lið- inu og var búið að ganga frá því. En nú hefur það hins veg ar skeð, að Ingólfur hefur sent skeyti, þar sem hann tilkynn ir, að hann geti ekki komið frá Svíþjóð. Ingólfur er íþróttakenn ari í Malmberget og hafði út vegað mann til að kenna fyrir sig meðan hann skryppi tU fs lands, en sá, sem hann var búinn að útvega, fótbrotnaði fyrir nokkrum dögum og fær Ingólfur engan til að hlaupa í skarðið. — Má segja, að með þessu vænki sigurvonir FH, sem er í mjög góðri pjálf un um þessar mundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.