Tíminn - 20.04.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.04.1966, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 20. aprfl 1966 árfegi sum arfagnaður Fram na í verð- ur haldinn í Sel- fossbíói í dag miðvikudag. vetrar- dag) kl. 21 Dag Einar skrá: 1. ræðaEin ar Ágústsson alþingism,, 2. Karla- kór Selfoss syngur, undir stjórn Guðmundar Gilssonar. * 3. Alli RÍSts skemmtir. 4. Hljómsveit Þor steins Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Borðapantanir í Selfossbíói xnilli kl. 16—18 sama dag. Á VfÐAVANGI Framhald af bls. 3. um einkarekstrarins í efstu sæti. En leit að slíkum mönnum þar er dálítið erfið. í þeim sæt um, er von er um að nái kosn- ingu í borgarstjórn, er eng inn slíkur maður. Fyrsti mað- urinn sem eitthvað er kennd- ur við sjálfstæðan atvinnurekst ur er í 11. sæti. Það er Þor- bjöm kaupmaður í Borg. Næstu menn, sem eitthvað er hægt að kenna við sjálfstæðan atvinnurekstur eru svo ekki fyrr en í 15. sæti (annar kaup- maður), 20. sæti, 21. sæti, 23. sæti og 26. sæti — samtals sex menn, og eru f jórir þeirra kaup menn Virðist auðsætt, að Sjálf stæðisflokkurinn telji varla aðra einkarqjcstrarmenn hæfa til að vera á lista en kaup- menn. Einn iðnrekandi er á listanum, og fær 20. sætið, svo og einn útgerðarmaður, og fær hann 21. sætið. Er varla furða, þótt dugandi einkarekstrar- menn telji þetta ekki sinn Jista í borgarstjúrnarkosningunum, og telji réttast, að einkenn- ismerki hans væri hið sama og á kjötbúðinni Borg. MJÓLKURBÚIÐ Framhald af bls. 1. Flóabúið á árinu og hafði fækk að um 25 frá árinu áður. Seld nýmjólk á árinu var 22.297. 730 lítrar á mlóti 21.784.000 lítrum árið áður. Seldur rjómi var 507.483 lítrar, árið áður 501.123 lítrar. Framleitt smjör var 338.958 kg. á sl. ári á móti 232.016 kg. árið áður. Framleitt skyr var 783,766 kg. á móti 846.013 kg. árið áður. af mjólkurmijöli var framleitt 543. 715 kg. á þessu ári á móti 613. 095 kg. árið áður. Af mjólkurosti voru framleidd 422.848 bg á árinu á móti 290. 392 kg. Heildarvörusala búsins á árinu nam kr. 294.388.471,00. Meðalinnlegg á dag 1965 var 106.473 kg. Verið er að undirbúa byggingu að bifreiðaverkstæði og verður hin nýja bygging reist í nágrenni mjólikurbúisins og hefur hlotið nafnið Samvinnusmiðjan. Stjörn fyrirtækisins, sem er sameign Mjölkurbús Flóamanna og K. Á. ihefur þegar verið kosin. Formaður stjórnarinnar er Þórarinn Sigur jónsson, Laugardælum. Á þessu ári verður hafinn flutn inigur mjólkur til Flóabúsins frá framleiðendum er hafa mjólkur- geyma. Verður byrjað á að koma upp flutningakerfi í fjnsta áfanga úr Eyjafjallasveitum, Hraungerðis ihreppi og hluta af Skeiðahreppi. Um 80 heimilismjólkurgeymar eru þegar fullsmíðaðir I mjólkurbúinu, verða þeir rafkældir og skapa mik ið öryggi í meðferð mjólkurinnar. Eftir kaffihlé flutti Stefán Björnsson, forstjóri Mjóliknrsam sölunnar, yfirlit yfir störf sam- sölunnar á s. 1. ári. Sveinn Tryggva son, fraimkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs, flutti erindi um verð lagsmál og söluhorfur iandbúnað arafurða, og Grétar Símonars., for stjöri mjólkurbúsins, flutti skýrslu um floMom og fitu mjólkurinnar. Áætlað er að u,m 500 manns hafi sótt fundinn. Guðlaugur Jóhannesson kennari frá Klettstíu Verður iarðsunginn að Skarði á Landi laugardaginn 23. apríl kl. 2 e. h. Bllferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11. f. h. Minningarat- höfn verður f iFossvogskirkju föstudaginn 22. þ. m. kl. 3 e. h. Vilborg Jóhannesdóttir, Jón Jóhannesson, Páll Jóhannesson, ■HTírífflii— iii iii i iiiiiiiHiraiiraiiwnnTiMBirTirwiinwi Símon Pétursson frá Vatnskoti, Þingvallasveit, andaðist 19. þ. m. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för, Einars Þorsteinssonar fyrrum bónda á Skammadalshóli í Mýrdal. Halldóra Gunnarsdóttlr, Steinunn Stefánsdóttir, Einar H. Einarsson. Faðir mlnn, Guðjón Jónsson frá Tóarseli, Breiðdal, andaðist mánudaginn 18. aprfl á Elliheimilinu Grund. Fyrir hönd vandamanna. Guðmundur Guðjónsson. Móðir okkar Anna Björg Benediktsdóttir frá Upsum andaðlst að Elll- og hjúkrunarhelmilinu Grund þann 18. þ. m. Þórunn Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Benedikt Þorsteinsson, Helgi Þorsteinsson. TÍMINN HANDRITAMÁLIÐ Framhald af bls. 1. og í þessu tilfelli ætti ekki að greiða neinar bætur, þar sem ráðu nejrtið sem ríkisstofnun ætti ekki að fá neinar bætur. Schmitih hæstaréttarlögmaður sagði, að handritin væm gersem- ar, íslenzkar að uppruna og upp- haflega hafi þau verið lítið þekkt utan fslands. Því næst rakti hann, hvernig handritin urðu til á fs- landi, og söfnun þeirra þar í landi og flutning þeirra til Danmerkur, sem margir hafi staðið að, en þó einkum Árni Magnússon. Einkum vegna hins mikla verks Árna end- aði það svo, þegar hann hafði lok ið söfnun sinni og var látinn, að ísland hafði misst öll sín handrit, flest til Danmerkur, sagði hæsta- réttarlögmaðurinn. Þá sagði Schmitih einnig í sam- bandi við hinn mikla áhuga fslend inga á handritunum: — „Að fs- lendingar hafa ekki hugsað til hreyfings með handritin fyrr en nú, á rætur sínar að rekja til þess, að í þau ár, sem ísland_ var bund- ið Danmörku, höfðu fslendingar annað við krafta sína að gera — menn geta ekki beint kröftum sín um að menningu, þegar þeir verða að berjast við náttúruhamfarir og sjúkdóma". Því næst rakti Schmith orðsend- ingar íslands til Danmerkur í sambandi við handritin, og nefndi marga þekkta stjórnmálamenn, sem hefðu verið jákvæðir í af- stöðu sinni til kröfu íslendinga, og stuðningsmenn þess, að málið yrði leyst — aftur á móti hefði Viggo Starcke þegar frá fyrstu stund lýst sig andstæðing þess, að eitt einasta handrit yrði afhent, sagði Schmith. Síðar í ræðu sinni kom Schmith að lagalegri hlið á kröfu íslands, og sagði, að íslendingar hefðu eng an lagalegan rétt á að fá hand- ritin afihent. í því atriði var hann andstæðingi sínum sammála. Schmith sagði einnig, að ýmsir nefndarmanna í Árnanefndinni hefðu áður verið reiðubúnir að afhenda nokkurn veginn það, sem afhenda á í dag, og einn hefndar- manna hefði lagt til, að afhenda skyldi svo til allt. Hann benti á, að lögin hafi verið samþykkt með jrfirgnæfandi meirihluta — 110 atkvæðum gegn 31 — í þjóðþing- inu, og atkvæðagreiðslan ekki far- ið eftir flokkslínum. — Þetta er hlutur, sem taka verður tillit til, þegar hinn hái réttur tekur ákvörðun um, hvort lögin séu andstæð stjórnarskránni, — sagði hann. Schmitih sagði, að sú staðreynd, að beðið hafði verið um álit há- skólans á því, hvort afhenda ætti handritin, sýndi. að menntamála- ráðuneytið væri æðsta yfirvald í þessu efni. Ilann kvaðst vilja benda á, að fjnrsta ríkisstjórnin, sem hafi talað um að afgreiða handritamálið á lagalegan hátt, hafi verið stjórn Vinstri flokksins. Schmith vitnaði í margar ræður sem fluttar voru í þjóðþinginu, þegar afhendingarlögin voru til umræðu, þar sem vísað var til þess, að tillit yrði að taka til vináttubanda íslands og Danmerk ur. Þetta hefði þó ekkert að segja í sambandi við lausn þess vanda- máls, hvort hér væri um þvingun- arafhendingu að ræða eða ekki. Lögin byggjast aðeins á ósk manna um, að auka og bæta hið vísindalega samband milli Dan- merkur og íslands, sagði hann, og benti á, að þegar lögin voru sam- þykkt í annað sinn, var enn mikill meirihluti með samþykkt laganna. Lokakafii ræðunnar var lög- fræðilegs eðlis og var vitnað í ýmsa hina þekktustu og lærðustu lögfræðinga allt frá tíð Örsteds til vorra daga. Snerist þessi kafli um ýmsar túlkanir á stjórnarskránni, og þó einkum 73. grein hennar, og í ljós kom, að aldrei hafði ver ið kveðinn upp dómur, sem næmi úr gildi lög, sem löggjafaþingið hafði samþykkt. Schmith sagði, til stuðnings full yrðingu sinni um, að afihending- in væri ekki andstæð stjórnar- skránni, að ekki væri hér um eignarnám að ræða, þar sem um væri að ræða ríkiseign en ekki einkaeign. Hann ræddi hina lög- fræðilegu hlið málsins frá ýmsum 'hliðum, og komst að þeirri niður- stöðu, samkvæmt sönnunargögnum þeim, er hann lagði fram, að Árna safn væri ekki, réttarlega séð, að- skilið ríkinu, og því væri ekki hægt að tala um neinn eignarrétt, sem vernda ætti, og því ekki held ur um eignarnám. Hann undirstrik aði það sérstaklega, að frá sjón- arhóli ráðuneytisins séð, ætti sér ekki stað nokkur eiginleg breyt- ing í sambandi við Árnastofnun- ina, einungis af því, að þeim stað, þar sem handritin skuli geymd, er breytt. Að lokum kom Schmith inn á þann möguleika, að mál þetta hefði verið hægt að afgreiða með stjórnarathöfn, og samkvæmt þeim rökum, sem hann lagði fram, hefði það verið auðvelt í fram- kvæmd. Hann kvað þó þann kost- inn hafa verið valinn, að láta and- stæðingana koma fram með sín sjónarmið, og láta dómstólana þannig hafa síðasta orðið, svo að ekki væri síðar hægt að draga í efa, að rétt hefði verið með málið farið. HRAFN Framhald af bls. 1. eystra vissi til að hrafn hefði gert sér hreiður í útihúsum og hefðu sumir á orði að þetta hlyti að boða hart vor. Hrafnarnir komu í fjárhúsið fjrir einni viku og hafa síðan haft nóg að sýsla við að koma upp hreiðrinu og kennir margra grasa í því, m. a. bein og gaddavír! Hrafnarnir hafa fram að þessu verið ákaflega rólegir, enda eru útihúsin á Bakkakoti um tvo kílómetra frá bænum, og menn koma þar jrfirleitt ekki nema einu sinni á dag til gegn- inga. Jón sagði að lokum að hann myndi forðast að styggja hrafn ana og vonaðist til að þeim tækist að unga út í hlöðunni. MARGIR Bkamhald af bls. 1. eins sagt fólki, að hann vissi ekkert um hana. Virtist svo, sem þetta væri enn eins konar feimnismál, þótt sögur heyrð- ust stundum um yfirboð í fólk í þessu sambandi. Stefán sagði, að unnið hefði verið við tunnuverksmiðjuna fram í marz, en þar störfuðu um 40 manns. Þá hefði síldar- niðursuðan bjargað miklu í vet ur, en við hana starfa rúmlega 100 stúlkur. Þó væri alltaf töluvert af fólki, sem þjrfti að leita annað eftir atvinnu, og nokkrir nytu atvinnuleysisbóta. Hefðu um 400.000 krónur farið í bætur í vetur. En í heild væri atvinnu- ástandið gott miðað við það, sem gerðist stundum áður fyrr. Iðnskólanum á Sauð- árkróki slitið GÓ—Sauðárkróki. Iðnskólanum á Sauðárkróki var sagt upp í tuttugasta skipti hinn 6. apríl s.l. Nemendur voru 32 í tveim bekkjum. Þar af 18 í öðrum bekk. en 14 brautskráðust. Kennarar voru 7 auk skóla stjórans. Skólaslit fóru tram að þessu sinni við hátiðlega at- höfn þar sem viðstaddir vor fjölmargir af eldri nemendum skólans. Tildrög að stofnun skólans voru þau, að tveir eða fleiri ungir menn vildu læra iðn á Sauðárkróki, en gátu það ekki fullkomlega nema iðnskóli væri starfandi á staðnum. Séra Helgi heitinn Konráðsson á- samt nokkrum iðnaðarmönnum gerði hugmyndina um iðnskóla að veruleika í ársbyrjun 1947. Á þessu 20 ára tímabili hef- ur skólinn útskrifað á annað hundrað iðnnema, sem starfa nú sem iðnaðarmenn víðs veg ar um landið. Fjusti skólastjóri var séra Helgi heitinn Konráðsson og gegndi hann því hlutverki i 4 ár. Friðrik Margeirsson, mag ister var skólastjóri í 13 ár og núverandi skólastjóri, Jóhann Guðjónsson, múrarameistari, hefur annazt starfið í 3 ár. — Kennarar hafa verið margir, allan tímann Ámi Þorbjörns- son, lögfræðingur. Erlendur Hansen, rafvirki, skýrði frá því fyrir hönd fyrstu nemenda skólans, að þeir ætl uðu að gefa skólanum máb'crk af fyrsta skólastjóra hans, séra Helga Konráðssyni. Málsvari 10 ára nemenda, Stefán Petersen, Ijósmyndari, lagði fram kr. 5.500,00, .sem vera skyldu stofn að tæknibóka safni skólans. Skólastjórinn þakkaði hin- ar virðulegu gjafir og skýrði jafnframt frá þeirri vitneskju sinni, að lóð undir væntanleg- ar byggingar Iðnfræðsluskóla í Norðurlandskjördæmi vestra yrði ákveðinn staður í sam- ráði við sMpulagsyfirvöld ríkis ins, en mikill og almennur á- hugi er á því að sá skóli verði á Sauðárkróki. Iðnskóla Siglufjarðar slitið Nýlega var Iðnskóla Siglu- fjarðar slitið, og lauk þar með 30. starfsári skólans. Iðnskól- inn var óskabarn Iðnaðar- mannafélags Siglufjarðar, og jafn gamall því. Iðnaðarmanna félagið rak skólann fyrstu nítján árin, eða þar til ríkið tók við rekstri iðnskólanna, og hefur ætíð síðan verið honum stoð og stytta, bæði með útveg un á kennaraliði, og öðru því sem til þess hefur verið sótt. f vetur voru rúmlega 40 nem endur í skólanum, er star/aði í tveim deildum, 1. og 4. bekk. 27 nemendur tóku burtfaiar próf úr skólanum að þessu sinni, og mun það vera stærsti hópurinn, sem hann hefur út- skrifað í einu. Hæstu einkunn ir úr 4. bekk hlutu: Birgir Vil- helmsson, húsasmíðanemi, er hlaut einkunnina 9.43 i aðal- einkunn, sem mun vera önnur hæsta burtfarareikunn, sem tekin hefur verið frá skólan- um frá byrjun, annar var Sig- urður Þorsteinsson, húsasmíða nemi. með 9.28. f fyrsta bekk varð Guðmundur Bjarnasun, húsasmíðanemi, hlutskarpastur með 8.90. — Allir eru þessir nemar í námi hjá sama fyrir- tækinu, Byggingaverkstæðinu h.f., Grundargötu 1. Við skól- ann störfuðu sex kennarar auk skólastjórans, Jóhanns Þor- valdssonar. Nú eru í þinginu lög um iðnfræðslu. og ef þau ná fram að ganga. er efni þeirra á þann veg, að aðeins einn íðn skóli skuli vera starfandi í hverju kjördæmi. Það er ósk og von allra Siglfirðinga. að skólinn þeirra megi enn um hríg gegna því hlutverki, sem hann hefur gert í s.l. 30 ár í þessu byggðarlagi, og eru sigl firzkir iðnaðarmenn staðráðnir i að slá um hann skjaldborg, og eru þegar farnir að undir- búa verknámsdeildir við hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.