Tíminn - 26.04.1966, Qupperneq 2

Tíminn - 26.04.1966, Qupperneq 2
2 TIMINM ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 1966 FERROGRAF DYPTARMÆLAR fyrir smábáta útvegum við frá Englandi með stutt- um fyrirvara. Sama lága verðið. PETTER - UMBOÐIÐ Ránargötu 12, sími 18-1-40, símnefni: Vélskip. TIL SðLU Höfum til sölu nokkrar 2ja, 3ja, 4ra og 5 her- bergja íbúðir í sambyggingu við Hraunbæ. fbúð- irnar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. Sameign full frágengin. HÚSA &ÍBÚÐASALAN Laugavegi 27. Símar 18-4-29 og 14-6-90. ÚTBOÐ Þeir, sem gera vilja tilboð í stækkun Langholts- skóla, 3. byggingarstig, vitji útboðsgagna í skrif- stofu vora, Vonarstræti 8, gegn 3.000 króna skila- tryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. TIL LEIGU 3ja herbergja íbúð í Þorlákshöfn. Allar nánari upplýsingar veitir SKJÓLBRAUT 1*$ÍMi 41250 KVÖLPSÍMI 40647 MINNING Haraldur Guðmundsson frá Litlu Sandvík F. 11. febrúar 1913, d. 18. apr. 1966 Haraldur Guðmundsson var uppalinn að Litlu-Sandvík í Flóa, yngstur fimm bama Guðmundar bónda Þorvarðssonar og Sigríðar konu hans Lýðsdóttur frá Illíð í Gnúpverjahreppi, en heimili þeirra var rómað vítt um land að ágætum. Haraldur var þjóðhagasmiður að upplagi. Sé nokkuð satt í því, sem sumir halda fram, að ráða megi innræti manns af handbragð inu, þá átti það við um HaralJ, því hann gerði hvað eina vel. Ung ur sótti hann námskeið á Eyrar bakka í útskurði hjá Stefáni hin um oddhaga og náði góðum tök um á þeirri listiðn. Síðar var Har aldur einn vetur við nám í Laug arvatnsskóla, en réði'st til Híkis- útvarpsins haustið 1932 og vann þar til dauðadags, — fyrst við nám í útvarpstækni, síðar sem starfsmaður tæiknideildar og siðari árin sem yfirmaður deildarinnar. Árið 1952 kvæntist hann Guðrúnu Bjarnadóttur hjúkrunarkonu, ætt aðri úr Borgarfirði eystra. Þau eignuðust eina dóttur bama. Haraldur hafði misst konu sína fyrir tæpu ári. Sjálfur lézt liann í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík að morgni 18. apríl s. 1. en Sigríður einkadóttir hans var fermd dag- isnn áður þann 17. og hafa máttar völdin vegið þar af lítilii miskunn að ungri stúlku síðustu misserin. Við Haraldur Guðmundsson vor um samstarfsmenn hjá Ríkisútvarp inu í nær aldarfjórðung. Eg ætía mér ekki þá dul að gefa neinum einikunn fyrir frammistöðu á ævi- -skeiði, fyrir mér verður hann jafn an ímynd hins vamimlausa sóma- manns. Ekki vil ég deila við almættið um torskildar götur þess í rétt lætismálum, en undarlegt má heita, hversu oft það eru megin dyggðirnar, sem verða mönnum að falli. Haraldur var haldinn þeirri áráttu að geta ekki gengið frá óunnu verki, né heldur gat hann synjað bón nokkurs inanns sæi hann þess nokkurn kost að leysa vanda hans. Af þessum sökum varð vinnudagur hans miklu lengri en hæfilegt er heilsu nokkurs manns. Slíkum mönnum verður öðrum fremur hætt þar sem þunnskipað er undir árum. Haraldur veiktist fyrir rösku ári og töldu læknar þá, eftir lauslega rannsókn, að um ofþreytu væri að ræða. Hann kom til vinnu aftur, vegna aðkall andi nauðsynjar, jafn ofþreyttur og þegar hann fór. Vafalaust hef ur sá sjúkdómur verið samkynja þeim er leiddi hann til dauða hinn 18. þessa mánaðar. f dymbilviku er mikill annatími í tæknideild Ríkisútvarpsins, — störfin sem kalla að gjarnan miklu meiri en svo að starfsliðið rái ann að því. Haraldur vann að jafnaði tvöfaldan vinnutíma. Hann var við störf á laugardag fyrir páska; á pýskadagsmorgun vaknaðl hann ekki og aldrei framar. Fyrir hönd starfsmanna kveð ég ágætan vinnufélaga og góðan dreng. Sjálfur er ég í vandræðum með lokaorðin, því Haraldur Guð mundsson var ekki venjulegur maður að kveðja, en þeim sem því trúa má vera það nokkur huggun, að í öðrum heimi verði mönnum búin ævikjör og gifta meir að verðleikum en í þessum. Eg votta samúð mína eftirlifandi systkinum hans og venzlafólki og þó sérstaklega Siggu litlu einka dótturinni sem hann unni svo mjög og bið þess að hún fái þann styrk sem yfirvinnur allar sorgir. Jón Sigbjörnsson. í tvo tugi ára stóðu kynni og vinátta okkar Haralds Guðmunds sonar. Jafnlengi vissi ég fyrir víst að þar fór mannkostamaður, og hann eigi smár. Og ekki er vafa- mál að slíkt hið sama segir hver og einn, sem kynntist Haraldi. Hann var í tölu vönduðustu manna, sem við fáum til sam- fylgdar á lífsgöngunni milli vöggu og grafar. Er að honum mikill sjónarsviptir, ekki sízt vegna ó- vænts fráfalls hans, manns á miðjum aldri. Margt var Haraldi vel gefið. Greindur var hann í bezta lagi og kunni á mörgu skil. Sem fag- maður í útvarpsvirkjun var hann afar fær, og sem starfsmaður var hann allra manni liprastur, vinnu fúsastur og húsbóndahollastur. Má segja að hann hafi stundum verið óþarflega eftirlátssamur, því slíkt kunna sumir aðrir að notfæra sér um of Hlutskipti hans var æði oft að leysa vanda annarra manna, hljóðlátt og æðrulaust og af fullkominni ósérplægni. Mátti gerla sjá á Haraldi, að hann hafði oft tekið til hendi, því að hann var töluvert slitlegur orðinn og það fyrir alllöngu. Ríkisútvarpið hefur nú misst einn sinn elzta og bezta starfs mann, og við vinnufélagarnir hinn vammlausasta úr okkar hóp. Er okkur ennþá næsta ótrúleg til- hugsun, að við skulum ekki fram ar mæta vini okkar Haraldi Guð- mundssyni, sviphreinum og ljúf mannlegum, hlédrægum en hjálp fúsum, oft með smákímið orð á tungu eða greindarlega athuga- semd. Löngum var hann hvatur í spori, og nú hefur hann hvatað för heim til hinna eilífu bústaða. Þangað var kona hans farin á undan honum fyrir skömmu, og þar verður þeim báðum vistin góð Dóttur þeirra hjónanna, Sigríði, sem er á æskuskeiði, færi ég inni legar samúðarkveðjur og bless- unaróskir. Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstaklinga hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hvera- völlum. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar sem væntanlega hefst í sí^ari hluta ágústmánaðar 1966. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir, og æskilegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokk- ur skil á meðferð véla. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skulu hafa borit til Veðurstofunnar fyrir 15. maí n.k. Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri á- haldadeildar Veðurstofunnar Veðurstofunni, Sjó- mannaskólanum, Reykjavík. ÁHALDASMIÐUR Staða áhaldasmiðs í áhaldadeild Veðurstofu ís- lands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launa- kerfi ríkisins. Allar nánari upplýsingar í áhalda- deild Veðurstofunnar, Sjómannaskólanum, Reykja vík. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störl skulu hafa borizt Veðurstofunni fyr- ir 15. maí n.k. Baldur Pálmason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.