Tíminn - 26.04.1966, Qupperneq 9

Tíminn - 26.04.1966, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 1966 TflWIWW 9 Prjónastofan Sólin hefst á því, að leikskáldið er að hræra graut í grýtu á allsnægtaborðinu sínu. Á dyrunum hægra megin er spjald með uppskrift. Þetta er „úrvals- uppskrift“ og hljóðar hún svona: 1 matskeið af realisma 1 Vi matskeið af symbolisma. 1 matskeið af þjóðfélagsádeilu. lbí matskeið af taóisma. 3% matskeið af absurdisma. 2 teskeiðar af ediki. Krydd: Öfugmæli og torskilin spakmæli. Hrærið vel. Fyrr en varir krunkar krummi úti á þekju og nagdýr tísta í kjall- ara. Matsveinninn verður svo felmtraður við þetta, að hann stekkur frá öllu saman og sést ekki framar. Hann hefði þó betur hrært duglega í grýtu sinni, af því nú sýður upp úr og þessi hálf- soðni og tormelti ismagrautur flæð ir yfir allt leiksviðið. Ýmsir nútimahöfundar úti í íöndum hafa tekið á sig rögg og leyst leikgyðjuna úr læðingi og losað hana úr þeirri spennitreyju, sem hún hefur verið bundin í ald- araðir. Þeim þótti tími til þess kominn að sníða henni víðari stakk eða nokkurs konar poka- kjól, þar sem henni væri frjálst að sprikla eins og hana lystir Frumkvæðið að þessari nýbreytni SviðsatrlSi úr Prjónastofunni SólinnL Halldór Þorsteinsson: manna hins vegar er ámóta mikill og á mannamyndum Frans Hals og þessum felumyndum, sem feng- ust hérna í gamla daga og á var letrað eitthvað á þessa leið: „Finn ið veiðimanninn.“ Sumum kann að finnast að hér sé kveðinn upp nokkuð strangur dómur yfir dul- málsmönnum almennt en það er á misskilningi byggt eins og reynd ar hverjum lesanda ætti að vera fullljóst. Skeytum mínum hef ég aðeins beint til öfgamanna innan þessa framúrstefnuhóps. Er það ekki íhugunarefni, að lonesco og Beekett skuli báðir vera svo blendnir í trúnni, að þeir snúi baki að minnsta kosti að allveru- legu leyti við absúrdismanum í beztu verkum sínum. Nashyrning- arnir og Beðið eftir Godot hafa á sér sterkan veruleikablæ, þrátt fyrir stílfæringu höfunda, enda eru verkin bæði byggð á traust- um grunni, þ.e. a.s. á mjög heil- steyptri grundvallarhugmynd og hnitmiðaðri. Ástæðan til þess að listviðhorf um og vinnubrögðum svörtustu dulmálsmanna hafa verið gerð hér nokkur skil er einfaldlega sú, að Halldór Laxness sver aðallega við kenningar þeirra. Ógjörningur væri að rökstyðja þá skoðun, að persónur hans séu förunautar á sömu lífsleið, þaðan af síður föru- nautar, sem deila með sér vega- nesti sinu. Þeim er algjörlega meinað að eiga nokkurt andlegt samneyti hver við aðra. Það er DULMALIÆÐRA VELDI áttu blindaðir og bókstafstrúaðir „framúrstefnuhópar," sem sáust ekki fyrir. Þeirra fyrsta verk var að slíta tengsl leikpersóna á milli, gera innbyrðis átök þeirra að engu og afskræma þau orð, sem þeir leggja leikbrúðum sínum í munn. Hér blanda menn ekki lengur geði hver við annan á leik- sviði, heldur syngur hver með sínu nefi í ósamstilltum og óradd- blönduðum kór. Leikskáld af þessu sauðahúsi ætla sér þá dul, að þeir hafi frelsað leikgyðjuna frá hrum leika og kölkun. .Ályggst þú gera meira en að taka mig af lífi?“ spyr Antígona Kreon og hann svarar: „Nei, ekki meira. Það er nóg.“ Ríkarður þriðji hrópar, þegar 1 nauðirnar rekur: „Ég býð kórónu mína fyrir hross.“ Dofrinn seigir við Pétur Gaut: Þar úti, sem nótt fyrir árdegi víkur er orðtakið: „Maður ver sjálfum þér líkur." En meðal vor, þar sem myrkt er öll dægur er máltækið: „Þursi, ver sjálfum þér nægur.“ Höfundar þeirra verka, sem hér ; hefur verið vitnað í, tala skýrt j og skorinort svo að engum dylst, I hvað er að gerast á leiksviðinu. ;Þeir höfða beiní til áhorfenda. Þótt j talið kunni að vera opinskátt og j umbúðalaust, þá býr vitanlega margt að baki, enda má sitthvað milli linanna lesa. Verk, sem sam- in eru í svipuðum anda og þau, er hér hafa verið rædd, eiga sér þvi hvert fyrir sig sinn sérstaka undirtón og jafnskjótt og þau eru til mergjar brotin kemur líka ber- lega í ljós, að persónurnar þræða iðulega leyni- eða krákustigu í. innbyrðis togstreitu um völd eða; áhrif, frægð eða ástir, svo ein- j hver mannleg vandamál séu nefnd. | Framsetning Sófoklesar, Shake- j speares og Ibsens er ljós, einföld og eðlileg. Leikskáld á borð við þá kappkosta um að koma til móts við áhorfendur og það undan bragðalaust. Það mun ekki vera á færi margra nútfmaleikskáída að láta persónur sínar haga sér í full- komnu samræmi við innra eðli og því sem gerist í undirvitund þeirra eða koma þvi þannig fyrir að orð og æði endurspegli beint eða óþeint sálarlif hverrar per- sónu fyrir sig, hvort heldur er um duldar tilfinningar eða niðurbæld ar hvatir að ræða. Þennan hvíta galdur kunna þó Tennessee Will- iams, Arthur Miller og Svisslend- ingar tveir, þeir Max Frisch og Diirrenmatt og það gerði líka hann Brecht sálugi. Heittrúaðir og kreddufullir absurdistar eða dulmálsmenn fylla ekki þennan hóp. Þeir halda óspart fram þeirri skoðun, að börn séu gefin fyrir töfrabrögð, furðusögur og allt það, sem dularfullt má kallast, og að þeirra dómi eru áhorfendur ekki annað en stór börn. „Furðusögur“ krossgátur og gestaþrautir eru þeirra ær og kýr. Málfar þeirra er ankannalegt, óeðlilegt og sam- hengislaust. Mismunurinn á verk- um óafbrigðilegra leikskálda ann- ars vegar og svörtustu dulmals- engu líkara en heyrnarleysingjar, sem ekki geta lesið varamál, séu að gera tilraun til að ræðast við. Orsakatengsl og leikstígandi fyrir finnast hvergi og persónusköpun leikskáldsins er í molum. Hvað stendur þá eftir kynni einhver að spyrja. Orð, ekkert nema orð og aftur orð, sem glatað hafa merk- ingu sinni og bragði í ismahrær- unni, og slík orð eru einna líkust manni, sem tapað hefur skugga sínum eða misst glæpinn. Athygli skal vakin á leiktjöld- um Gunnars Bjarnasonar. Þar fer saman listfengi og hárnæmt stíl- skyn. Höfundur Prjónastofunnar kýs aðra leið eða réttara sagt leið ir en leiktjaldameistarinn. Sjón- leikurinn sjálfur sver sig í ætt við Heilsuverndarstöðina, er bygging Framhald á bls. 15. Rúrik og Helga í hiutverkum sínum. Jón Sigurbjörnsson og Helga Valtýsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.