Tíminn - 26.04.1966, Qupperneq 11

Tíminn - 26.04.1966, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 1966 TÍMINN 46 Hume og hafði einnig gengið undir nöfnunum Terenoe (eða Terry) Hume, Brian Hume og John Lea Lee. Snjallt skráningarkerfi Alþjóðalögreglunnar hafði ekki brugðizt frekar en fyrri daginn. Nú vissi lögreglan í Ziirich hvers konar mann hún hafði í haldi. Nákvæm sakasaga fylgdi brátt. Hún sýndi að Hume hlaut tólf ára þrælkunar- vinnudóm í janúar 1950 fyrir hlutdeiid í morði á Stanley Setty, bílasala í London. Hann var látinn laus eftir að hafa afplánað átta ár og fjóra mánuði, lengst af í hinu fræga Dartmoorfangelsi. Glæpur hans, sem hann játaði eftir réttarhöldin í viðtöl- um við stórblaðið Sunday Pictorial, vakti á sínum tíma hryll- ing í Bretlandi. Hann stakk Setty til bana, biytjaði lÓcið í sundur heima hjá sér og bjó um það í tveim bögglum sem hann varpaði síðan í sjóinn úr smáflugvél, sem hann stýrði sjálfur. Glæpurinn varð ekki uppvís mánuðum saman, en þá rak hluta af mannsbúk á land í fjörunni nærri Tillingham í Essex. Francis Camps, víðfrægur meinafræðingur í þjónustu inninríkisráðuneytisins, komst að þeirri niðurstöðu að líkinu hefði verið fleygt úr mikilli hæð og það að líkindum komið niður í vatn. Þaðan lá slóðin til minnihátbar flugvaUa á Suðaustur-Englandi, og í skrám á flugvellinum í Southend fannst nafn Hume. Colin MacDougall, lögregluforinginn, sem rannsókninni stjórnaði, var ekki seinn á sér að nota bend- inguna. Áður en mánuður var liðinn hafði Hume verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Máisvörn hans fyrir réttinum var, að sjálfur hefði hann ekkert morð framið, heldur hefðu þrír menn, sem hann nefndi „Green, Boy og Mac“ fengið sig til að kasta bögglunum í sjóinn. Síðar skýrði hann frá því í blaðaviðtölum að fyrírmyndir hans að lýsingunum á þessum þremenningum hefðu verið MacDougall lögregluforingi og tveir leynilögreglumenn, sem störfuðu með honum að rannsókn málsins. Þó málsvörnin væri fjarstæðukennd og fáránleg, vakti hún vafa hjá kvið- dómendum og nægði til þess að Hume var sýknaður af morðákærunni. Hann játaði sig sekan um hlutdeild i morði og hlaut tólf ára fangelsi. Þessi var þá maðurinn, sem lögregla Zurich hafði í haldi og eins og hann var vanur laug hann og beitti leikara- skap. Bragðvísi hans og leikarahæfileikar, furðulegur hroki hans og meira en meðal vitsmunir gerðu fyrstu yfirheyrsl- urnar mjög erfiðár. En Alþjóðalögreglan lét í té þá þýðing- armiklu vitneskju að Browns, eins og Hume hét öðru nafni, væri leitað fyrir tvær ránstilraunir í útibúum Midland-bank ans í Brentford nærri London dagana 2. ágúst og 12. nóv- ember 1958 í bæði skiptin var skotvopni beitt og á öðrum staðnum særðist gjardkeri. Svissnesku blöðin birtu mynd af Stanislav, eins og mað- urinn nefndist í Ztirich, og árangurinn lét ekki á sér standa. Lagleg hárgreiðslustúlka þar í borg, Trudy Sommer að nafni gaf sig fram við lögregluna og skýrði frá að fanginn væri unnusti sinn, og héti John Bird. Hún lagði einnig fram bréf frá honum, póststimplað í Englandi. Frakklandi, Þýzkalandi, Bandaríkjunum og Kananda. Lögreglan leitaði í ríkmann- legri íbúð hennar, þar sem Bird hafði verið til húsa og stúlk- an sýndi föt hans, ferðatöskur og aðra muni .Þar fannst þýðingarmikið sönnunargagn, farangursgeymslukvittun, und- ir fóðri í hanzka. Gegn henni voru afhentar tvær ferðatöskur í farangursgeymslu aðaljárnbrautarstöðvarinnar í Ztirích. í annarri fannst minnisbók með nöfnum og heimilisföngum ásamt annarri vitneskju sem að gagni mátti koma. Lögreglan reyndi nú að rekja ferðir Hume (eða Browns) frá þeirri stundu að hann var látinn laus úr Dartmoor. Á leiðinni burt frá fangelsinu með járnbrautarlest kom hann við í Exeter til að hitta gamlan kunningja. Þaðan hélt hann áfram til London og tók að bjóða viðburðaríka sögu sína til sölu á ritstjórnarskrifstofum blaðanna í borginni, en að svo stöddu vildi hann einungis rekja endurminningar sínar úr fangelsinu. Blöðin í London eiga kost á miklu meira af slíku efni en þau kæra sig um, ekkert nema sannleikurinn um morð Stanley Setty gat vakið forvitni lesenda. Um þessar mundir hitti ég Hume í öldurhúsi við Fleet Street. Hann var svipaður í útlití og í sakborningsstúkunni í Old Bailey, unglegur í andliti, þrekinn, hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig og var staðráðinn í að komast með DANSAÐ A DRAUMUM HERMINA BLACK 8 meint af ferðinni frá London, Systir? spurði hann. — Alls ekki neitt, herra. Ég mældi púlsinn og líkamshita henn- ar. Hvorutveggja var eðlilegt. Hún tók línuritið sem hún hafði þegar hengt yfir rúmið og rétti honum. Vere Carrington leit snöggt á það. — Þakka yður fyrir. Jill gekk aftur að ferðatösk- unni sem hún hafði verið að taka upp úr og sagði hljóðlega um leið og hún lokaði henni: — Það er kominn tími til að þér fáið teið yðar, ungfrú St Just. Má bjóða yður tesopa, herra? — Já, auðvitað, sagði Sandra. — Þér eruð ekki að fara strax, er það læknir? Hann leit á klukkuna. — Ég verð að leggja af stað héðan klukk an fimm og ég verð að tala við fólkið hérna og gera ráðstafanir áður en ég fer. En, jú — ég hef kannski tíma til að fá mér tebolla. Þegar Jill fór að ná tebakkann nokkrum mínútum síðar fór hún aftur að velta því fyrir sér, hvort Vere hefði heyrt það sem þær Sandra voru að tala um áður en hann kom. Það væri hræðilegt ef hann hefði heyrt það! Enn verra I ef hann hafði þekkt hana aftur! Og það var ómögulegt að segja hvort hann hefði þekkt hana aftur : eða ekki, þrátt fyrir kuldalegt til- litið sem hann hafði sent henni. Líklega ekki! Allar hjúkrunarkon- ur litu eins út fyrir manninum „á toppinum.“ Og það gerði kjána skap hennar enn verri! E.t.v. var það þess vegna, sem hann hafði verið svo sérstaklega vingjarnlegur við Söndru, vegna þess að hann hafði nægilegan áhuga til að óska eftir því að hún skipti um skoðun á honum. Hún fékk sáran, grimman sting fyrir hjartað. Síðan kom fát á hana, þeg ar hún spurði sjálfa sig hvort, eftir allt sem hún hafði þolað, hún þyrfti að komast í kynni við hina niðurlægjandi afbrýðisemi. Hún hafði sett bollana á bakk- ann og var nýbúin að hella á te- pottinn, þegar Judy kom inn í eld- húsið, Jill til dulins angurs. — Halló! Ætlarðu að fara að drekka te með Söndru St. Just? spurði hún og benti á auka boli- ann. — Ekki ég, vinan. Jill vonaði að hlátur hennar hljómaði eðli- lega. — Hinn bíllinn er fyrir skurð lækninn. Judy blístraði lágt. — Guð sé oss næstur! Mikli maðurinn er á batavegi. Heyrðu, Jill, bætti hún við um leið og hún teygði sig eftir öðrum bakka og fór að taka til á hann, — yrði það ekki dýrð- legt, ef hann félli fyrir ballerín- unni? Hún hefur vissulega útlitið til að bera. En ég er viss um að hún er viljasterk. Hún mundi aldeilis taka hann í karphúsiðí — Vitleysa sagði Jill höstug- lega. — Hún er eingöngu eins og hvert annað „tilfelli." Gallinn við þig er, að þú hefur ofþroskaðan „ævintýrahnúð" — eða lest of margar ástarsögur. — Langt í frá, sagði Judy snögg lega. — Bíddu og sjáðu. Hann lítur kannski út fyrir að vera óskaplega þögull og sterkur á svellinu og giftur starfinu (en finnst þér hann samt ekki lítá út eins og óskadraumur hverrar stúlku? Ég sá hann þegar hann kom og lýsing Kathleen er ekki næstum nógu sterk ) en ég hef séð þessa tegund áður, þegar þeim verður fótaskortur, koma þeir hastarlega niður — trúðu mér dúfan mín. — Judy, elskan, ég elska bi£ I heitt, sagði Jill við hana. — E: upp úr þér veltur hin fáránleg asta vitleysa. Ég hef séð hr. Can ington starfa og hann er kaldu sem ís. Og samt hafði Judy aðeins sag það sem hafði tekið sér bólfesti í hennar eigin hugarfylgsnunn Eitthvað sem hún vildi sen minnst hugsa um og hafði þvf a ásettu ráði byggt sér vegg til a! dyljast bak við En Judy neitaði að láta af skoð un sinni. — Auðvitað get ég ekk gert af þvi sem þú hefur séð, sagð hún þrjózkulega. — Hann heldui kannski, að mannlegar tilfinn igar bíti ekki á sig — en maðui með slíkt andlit er ekki eingöngi | mannlegur ísskápur. Trúði mér einn daginn mun hann standa anc hú kastaði til höfðinu í átt aí hesberi Söndru, — hann stendui ekki þegar andspænis henni. Judy og hennar ástarævintýri Ef hún væri bara áhugasamri vi? vinnu sína! hugsaði Jill. En þegar hún stóð aftur fyrú utan sjúkrastofuna, bergmál uðu orð vinkonu hennar enn : huga hennar. Þegar hún opnað dyrnar var Vere Carrington at hlæja að einhverju, sem Sandrz hafði sagt. Hann stóð á fætur þef ar Jili kom inn og tók bakkanr af henni og aftur varð hún vöi við strangt, einbeitt tillit sem hann sendi henni með þessum grá- bláu augum, sem virtust svo ljós samanborið við dökka, sóibrennda húð hans. Hann setti bakkann á borð und- ir glugganum og gekk aftur í sæti sitt. Meðan Jill hellti teinu f boll- ana var hún óþægilega vör við hin tvö fyrir aftan sig, sem höfðu tek- ið upp samræður sínar að nýju. Sandra hafðí sa»;l aS cór ua»-J ___________________________n illa við að láta „hrinda sér til og frá,“ en þrátt fyrir óhagganlega ákvörðun Vere um uppskurðinn gat Jill ekki annað en tekið eftir því, að hegðun hans við sjúkling'- inn einkenndist af góðlátlegri kímni og vinsemd, sem hún — Jill — hafði aldrei séð hann nota áður. En auðvitað, áminnti hún sjálfá sig, var hann vinur Lafði Amöndu Skeyne, sem hafði fyrst kynnt hann fyrir guðdóttur sinni, og þau höfðu oft hitzt í skemmt- analífinu auk þess sem hún var sjúklingur hans. Hún uppgötvaði það nú í fyrsta skipti, að maður- inn, sem hafði unnið aðdáun henn ar á glæsilegum starfsferli sínum löngu áður en hún uppgötvaði hve mikilvægur maðurinn var henni sjálfur, lifði lífi sem var algerlega aðskilið þeim kringumstæðum, er hún hafði kynnzt honum undir. í þetta skipti lét hann þjóna sér og þegar hún bar þeim boll- ana eftir að hafa komið fyrir borði yfir rúmi Söndru, tók hann við bolla sínum og sagði snögglega: — Þökk fyrir — engan sykur, takk. Sandra sagði: — Áður en þér komuð, læknir, var ég að segja við hjúkrunarkonuna, að ég væri að velta því fyrir mér hvort ég væri bara ekki að biðja um meiri vandræði með þvi að láta Lafði Mandy og yður telja mig á að koma hingað. — Þér munuð brátt koanast að ÚTVARPIÐ Þriffjudagur 26. aprfl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Við vinnuna 15. 00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síð- degisútvarp 17,40 Þing- fréttir. 18.00 Hljóðfæraleikur. 18.45 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregn ir 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöng ur í útvarpssal: Haukur Þórðar son frá Keflavik syngur við undirleik Guðrúnar Kridins- dóttur. 20.15 Ferð til Suður- Ianda Jóhannes Teitsson hú-sa smíðameistari segir frá Feneyj um og Róm. 20.55 Þýzk rnessa eftir Schubert. Þýzkir listamenn flytja. 21.25 „Tunglskin'* smá- saga eftir Guy de Maupassant Valur Gíslason leikari ies. 21. 45 Sónata í F-dúr fyrir fifflu cg pianó (K376) eftir Mozart 22. 00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 15 „Bréf til Hlina" saga eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höf flytur (1). 22.35 A vökunni a. Þýzkar hljómsveitir leika smá- Iög. b. Ian Stewart leikur á pianó gömul lög úr ýmsum átt um. 23.00 A hljóffbergi Bjðrn Th. Björnsson listfræðingur vel ur efnið og kynnir. 23.45 Dag- skrárlok. Miffvikudagur 27. april 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Viff vinnuna 15.00 Miffdegisútvarp 16.30 Sið degisútvarp 16.30 Síðdegisut- varp 17.40 Þingfréttir. 18.00 Lög á nikkuna: Francone o. fl. leika. 18.45 Tilkynningar 19.20 Veð urfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugi Björgvin Guðmundsson og Björn Jóhannsson taia um erlend málefnl. 20.35 Raddir lækna Karl Strand talar um þáttaskil i sögu geffspftala 21. 00 Lög unga fólksins. Gerður Guðmundsdóttir kynnir. 22 06 Fréttir og veðurfregnir. 22 ÍS „Bréf til H1ina“ saga eftir Þórunni Elfu Maznúsdottur Höf flytur (2 ) 22.35 Beígisk tónlist. 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.