Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 14
14 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 26. aprfl 1966 LEYNIVÍNSALAR TEKNIR KT-Reykjavífc, imánudag. IJögreglan í Vestmannaeyjum handtók í gær þrjá Spánverja fyrir meinta leynivínsölu og eftir há- degið í dag játuðu þeir að hafa STÚLKAN Framhald af bls. 1. nóttina, en stúlka og piltur voru flutt með sjúkraflugvél il Reykja víkur um morguinn. Pilturinn, Hörður A. Sigmundsson, Hásteins vegi 38, lézt rétt eftir hádegið, en nú er einnig látin stúlkan, Sigríð- ur Kolbrún Ragnarsdóttir, Stór- holti 12 í Reykjavík. Sigríður Kol- brún var aðeins 15 ára gömul. Hörður var 18 ára, en Stefán var 17 ára að aldri. SEGJA UPP Framhaid af bls. 1. muni í þjóðfélaginu verkafólki í óhag og raskar sífellt öllum kjarasamningum. Fundurinn mót mælir þessari stefnu í verðlags- og dýrtíðarmálum og krefst að- gerða til að stöðva hana, meðal annars með stórauknu verðlags eftirliti, er tryggja að kjara- bætur verkafólks séu ekki not aðar sem skálkaskjól fyrir nýj um verðhækkunum." Þá hefur Eining á Akureyri þeg ar sagt upp samningum frá og með 1. júní, og má búast við að flest verkalýðsfélögin á Norður- landi geri slíkt hið sama fyrir mánaðarmótin. selt 35 flöskur af víni. Segjast þeir haaf tekið 600 krónur fyrir flösk una, en þeir hafa selt mest af genever og vodka. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú tekið á stuttum tíma 4 Spánverja og einn íslending fyr ir leynivínsölu, að því er Guð- mundur Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn, sagði í dag. Ekki DSANNINDI Framhald af bls. 8. dómsmálaráðherra yrðu en ráð- herrann getur sjálfum sér um kennt, hvernig nú er komið fyrir honum. Ólafur sagði í lok ræðu sinnar, að augljóst væri, að stjórnarsinn- ar ætluðu ekki að sinna aðvörun- um Framsóknarmanna. „Þeir ætla“ sagði Ólafur, „að samþykfcja þessa samninga óbreytta, þrátt fyrir alia þá stórkostlegu galla, sem á þeim eru og við höfum rækilega bent á. Þeir fást ekki heldur til að gefa þjóðinni kost á að segja álit sitt á þessum samningum. Það er þvi ijóst, að þessir samningar verða samþykktir. Við teljum okkur hafa gert skyldu okkar með því að vara við. Vera má, að framkvæmd þess- ara samninga fari þrátt fyrir allt betur úr hendi, en við höfum trú á. Vegna þjóðarinnar vil ég vona, að svo verði. En hvernig sem fer munu gerðardómsákvæði þessara sammninga standa um ókomna tíð sem óbrotgjarn minnisvarði um þann dómsmálaráðherra, sem gegndi því embætti á íslandi á því herrans ári 1966“. ÞAKKARÁVÖRP Wm Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin- semd á sjötíu ára afmæli mínu 9. apríl s.l. með heim- sóknum og dýrmætum gjöfum. Hreiðar Gottskálksson, Heiðartúni 7, Mosfellssveit. Hjartans þakkir fyrir vinarhug viS andlát, Biörns Þorgrímssonar og alla alúð honum sýnda síðustu árin. Marta Valgerður Jónsdóttir, Anna Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Pálsson. H Maðurinn minn, Sveinbjörn Högnason fyrrv. prófastur, verður jarðsunginn að Breiðabólstað í Fljótshlíð fimmtudaginn 28. apríl. Athöfnin hefst með húskveðiu að heimili hans, Staðarbakka, kl. 2 e. h. Þórhildur Þorsteinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og iarðarför bróður okkar Guðlaugs Jóhannessonar kennara frá Klettstíu, Vilborg Jóhannesdóttir, Jón Jóhannesson, Páll Jóhannesson. Hjartans þakkir fy^jiauðsýnda samúð og vináttu í veikindum og við andlát og iarSarförlHw; ;?J$artans Stefánssonar Flagbjarnarholtl. Ennfremur þökkum við sveitungum, sem heiðruðu minningu hans með höfðinglegri minningargjöf. Börn, tengdabörn og barnabörn. kvaðst Guðmundur álíta, að hinir þrír síðustu hefðu játað allar sín ar syndir, þar eð slíkt væri mjög óvenjulegt. Spánverjunum þremur hefði verið sleppt í dag eftir að þeir játuðu, þar sem þeir væru við vinnu í Eyjum og mi'kið væri að gera. Gætu vinnuveitendur eklki séð af þeim. ASÍ Framhald af bls. 1. Skv. frumvarpinu skipar ráð- herra í nefndina fyrir hönd neytenda eða framleiðenda ef að- ili neitar að skipa fulltrúa í nefnd ina og á sama hátt, ef aðili neit- ar að skipa í yfirnefnd. Hannibal sagði, að ríkisstjórnin væri bezti aðilinn til að semja fyr ir hönd neytenda um búvöruverð bænda. KEFLAVÍK Framsóknarflokkurinn í Kefla vík hefur opnað kosningasfcrif- stofu á Framnesvegi 12, síini 1740. Skrifstofan er opin fyrst um sinn frá klukkan 13—22. Hafnfirðingar Kosningaskrifstofa B-listans í Hafnarfirði er að Norðurbraut 19. Opin alla daga kl. 10—22. Sími 51819. Stuðningsmenn eru hvattir til að hafa samband við skrif stofuna. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni. Athugið hvort þið eruð á kjörskrá. Skrifstofan ann ast kjörskrárbækur, ef þarf. Kjósendur, sem verða fjarver andi á kjördegi hafi samband við skrifstofuna sem allra fyrst. ÓSKA Framhald af bls. 1. blaða og almennings. Hefur Blaðamannafélagið því hreyft nauðsynjamáli, sem getur orð- ið til þess, ef rétt er á haldið, að skapa gagnkvæmt traust og lægja deilur um hugsanlegt ó- réttmæti einstakra ákvæða lag- anna. Vonandi tekur ríkis- stjórnin þessum tilmælum blaðamanna vel og skipar nefnd í málið hið fyrsta, enda má segja, að Blaðamannafélag- ið sé hinn rétti aðili til að óska endurskoðunar á þessum á- kvæðum þar sem þau svo mjög snerta starf blaðamanna og blaðaútgáfu. Það kom skýrt fram á fund- inum, að þessi tillaga var ekki borin fram út af einhverju ein stöku tilfelli. heldur var talið, að þarna væri um nauðsyn að ræða. sem hefði dregizt úr hömlu að framkvæma. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 12. unum brauzl Gunnlaugur fram og komst inn í sendingu FH-inga, óð upp völlinn og skoraði 9. mark Fram. Áræðni Gunnlaugs hafði borið góðan árangur og með þessu hafði Fram tryggt sér fjögurra marka forskot. Það var meira en FH- gát með góðu móti þolað, eins og kom í ljós í síðari hálf- leiknum, en þá stóð keppnin ein-j göngu um það, hvort FH tækist að jafna forskot Fram, en það tókst hinum bardagaglöðu FH-ingum ekki. Lokatölur urðu 20:16, eins og fyrr segir, og var sigur Fram aldrei i hættu allan síðari hálf- leik. Fram-liðið átti ekki sérlega góð- an dag — og vann meira á því, hve FH-liðið var slakt. Gunnlaug- ur Iíjálmarsson var langbeztur, skoraði 7 mörk, en mistókst 2svar við vítaköst. G;. ’.G Jóhannesson og Sigurður E. voru einnig nokkuð góðir, að ógleymdum Þorsteini Björnssyni í markinu. Sóknarleik- urinn var misgóður hjá liiðnu, vörnin góð í fyrri hálfleik, en oft afleit í þeim síðari. Mörkin: Gunn- laugur 7, Gylfi J. 5, Sig. E. 3, Gylfi og Guðjón 2 hvor og Hinrik 1. Hjá FH var Birgir beztur á meðan hans naut við, en snemma í síðari hálfleik varð hann að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla og var það mikið ólán fyrir FH. Hjalti varði mjög vel í fyrri hálfleik og var einn skársti maðurinn ásamt Birgi, en annars var liðið mjög slakt. Mörkin: B’'-"’- ' - ' • og Guð- laugur 3 hver, Örn, Páll og Jón G. 2 hver og Einar 1. Reynir Ólafsson dæmdi leikinn og slapp vel frá honum, þegar til- lit er tekið til þess, leikurinn var erfiður viðfangs. ÍÞRÓTTIR Framhald / 1? síðu Ingólfsdóttir 10:7. Þá skoraði Val- gerður 8. mark FH, en Sigríður Sigurðardóttir innsiglaði sigur Vals með glæsilegu marki, 11:8. Sveinn Kristjánsson dæmdi leik- inn vel. SVISSNESKAR BORBYSSUR Góðar og ódýrar. HEÐINN vélaverzlun EYJAFLUG með HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNiS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREiÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. y/ SÍMAR: ___ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 EKCO SJÓNVARPSTÆKIÐ SERSTAKLEGA HAGSTÆÐ STAÐGREIÐSLUKJOR. OCP'ÍCGJ Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, EKCO-SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L L D 0 R . Skólavörðustíg 2. NITTO JAPÖNSKU NITT0 HJOLBARDARNIR í flestum stærðum fyrirliggjandi í Tolivörugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 — Sími 30 360 UTANKJÖRSTAÐAKOSN. Framhald af bls. 16. hjá bæjarfógetum sýslumönnum og hreppstjórum. Þeir sem dvelja erlendis á kjördegi geta kosið í sendiráðum íslands og hjá þeim ræðismönnum, sem tala íslenzku, en atkvæðin verða að hafa borizt hingað til lands, áður en kjörfundi lýkur 22. mai. í Reykjavík er kosið hjá borgarfógetanum. Hann hefur opnað kjörstað í Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu. Kjörstaðurinn verður framvegis opinn alla virka daga frá kl. 10—12, 2—6, og 8—10, en á sunnudögum frá ki- 2—6. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík, Tjarn argötu 26, veitir aiiar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Allt Framsóknarfólk er beðið að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni uppiýsingar um fóik, sem verður fjarverandi á kjördag innanlands og utan. Símar kosningaskrifstofunnar eru: 16066-15564—12942 og 23757.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.