Tíminn - 27.04.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 27.04.1966, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGCR 27. aprfl 1966 ÞIN6FRETTIR TIMINN ÞINGFRETTIR Ósannindi dómsmálaráðherra hrakin lið fyrir lið Undir lok 1. umræðu um ál- samninginn í efri deild seint í fyrraikvöld flutti Helgi Bergs ræðu og rakti í meginatriðum störf hinnar svokölluðu þingmanna nefndar, sem átti að fá að fylgj- ast með gangi samningaviðræðn- anna fyrir þingflokkanna hönd. las hann bókanir og úr fundar- gerðum nefndarinnar og hrakti með því gersamlega ásakanir dóms málaráðherrans um að Framsókn- armenn hafi vitað um gerðardóms ákvæðin frá upphafi og látið þeim ómótmælt og jafnvel látið sér þau vel líka. Fara hér á eftir nokkur helztu atriðin úr ræðu Helga: Helgi Bergs sagði, að skýrsla iðnmrh., sem hann flutti Alþ. í maí í fyrra hefði ekki getið um nein gerðardómsákvæði. Slík ákv. hafði þá, af því að ég gat séð í fundargerðum alls ekki komið tjl umræðu í nefndinni. Okkur nefndarmönnum var þá ekkert kunnugt um hið fyrsta uppkast, sem ráðh. hafði látið gera af samn ingi og Ólafur Jóhannesson gerði að umræðuefni. Við gerðurn alls ekki ráð fyrir því, að í samning- nm þyrftu að vera ákvæði um þessi efni, heldur mundi það koma af sjálfu sér, að fyrir.tæki, sem starfrækt væri á fslandi mundi Mta íslenzkri lögsögu, enda hafði það verið tekið fram af hálfu Framsóknarmanna á öðrum vett- vangi fyrr. Við gerðum alls ekki ráð fyrir neinu slíku um þær mund ir og það studdi þær hugmyndir okkar, að á öðrum fundi þing- mannanefndarinnar lýsti aðal- samningamaður ríkisstj., dr. Jó- hannes Nordal, því yfir að semj- endur okkar yrðu að treysta því, að feiand væri réttarríki. Eftir því, sem ég get bezt mun- að og séð af fundargerðum, komu slflc atriði alls ekki til umr. fyrr en á 13. fundi nefndarinnar. En ég vil aðeins fyrst geta um 12. fund nefndarinnar, sem haldinn er 17. júní s.l. Ráðh. skýrði þá n. frá uppkasti, sem hann hafði feng ið svissneskum viðsemjendum sín um. Hann skýrði sáralítið frá efnisatriðum þess en hitt var al- veg ljóst, að hann var sáróánægð- ur og hafði orðið fyrir vonbrigð- um. Mér virtist þó að hann væri fyrst og fremst óánægður með form samningsins. Eg gerði því á þeim fundi fyrirspurn til ráðh. og spurðist fyrir um hvort aths. ráðh. við samningsuppkastið snertu for- hlið málsins eða efni. Ráðh. svar- aði því, að um hvort tveggja væri að ræða. Ég spurði þá ráðh. að því, hvort hann teldi, að efnisat- riði samninganna væru í aðalatrið um ráðin og svaraði ráðh. því ját- andi. Eftir það fór að verða ljós- ara, að lfklegt væri, að þeir samn- ingar mundu enda þannig, að við Framsóknarmenn gætum ekki veitt þeim stuðning. Á 13. fundi nefndarinnar, sem haldinn var 13. júlí, er nefndinni afhent þetta samningsuppkast. Þá sjá nefndarmenn í fyrsta sinn ákvæði um gerðardóm. Þó voru þau ákvæði, sem um gerðardóm- inn fjölluðu í þessu uppkasti tölu- vert öðru vísi heldur en þau eru í þeim samningi, sem nú liggur hér fyrir. Á 14. fundi n., fyrsta fundinum, sem haldinn var, eftir að við höfð um fengið fyrsta samningsupp- kastið óskaði ég eftir því fyrir mína hönd og Ingvars Gíslasonar, að eftirfarandi yrði bókað: „Við leggjum áherzlu á, að áframhaldandi samningaumleitan ir við Alusuisse verði m.a. miðað- ir við eftirfarandi: 1. „Að staðarvalið fyrir verk- smiðjuna verði endurskoðað í því skyni að velja verksmiðjunni stað utan mesta þéttfbýlissvæðis lands- ins. 2. Að verksmiðjufyrirtækið lúti í einu og öllu íslenzkum lögum. 3. Að það gjald, sem verksmiðj- an greiðir fyrir raforku nægi í raun til þess að verksmiðj- an standi undir stofn- og rekst- urskostnaði virkjana á hverjum tíma, m.a. með samningsákvæðum um tíða endurskoðun raforkuverðs ins. Jafnframt minnum við á nauð- syn þess, að ráðstafanir séu gerð- ar til þess að koma í veg fyrir, að ráðstafanir séu gerðar til þess koma í veg fyrir, að bygging verksmiðjunnar hafi óhagstæð áhrif á verðlags -og efna hagsþróunina í landinu, en fyrsta skrefið í þá átt teljum við vera, að gerð sé ýtarleg áætlun um vinnuafl og framkvæmdaverkefni naestu ára.“ Ég vek athygli á 2. tölulið þess- arar bókunar, þar sem stendur, að verksmiðjufyrirtækið lúti einu og öllu íslenzkum lögum og eins og Ólafur Jóhannesson gerði svo glögglega grein fyrir hlýtur auð- vitað í þessu að vera fólgið einn- ig að það Mti íslenzkri lögsögu. Ég gerði grein fyrir því á þessum fundi, að við legðum þessa bók- un fram, til þess að koma í veg fyrir, að áframhaldandi þátttaka í störfum nefndarinnar væri tal- in þýða fráhvarf frá grundvallar- afstöðum, sem áður hefði verið gerð grein fyrir. Hvernig tók nú ráðh. þessu? Það segir í fundargerðinni: „Ráðh. kvað þáttöku í störfum nefndarinnar ekki bindandi fyrir alþm. um afstöðu til málsins, þeg- ar til meðferðar þess á Alþ. kæmi, heldur aðeins til þess ,að allir þingflokkar gætu kynnzt málinu, áður en það kemur til kasta Alþ. verið gerðar um ýmis atriði í nefndinni, en aldrei um gerðar- dóminn. Hvað segir nú fundargerð 17. fundar um þetta efni? Þar kemur fram, að ég taldi, að sterkara þyrfti að taka* til orða neðst á bls. 4. og efst á bls. 5 í uppkasti að greinargerð sem þá lá fyrir þingfnannanefndinni. Neðst á bls. 4 og efst á bls. 5 stendur þetta. „Grundvallarlög og deilumál." í ákvæðum samn- ingsins um ofangreind efni ætti í fyrsta lagi að koma fram eðli- legur greinarmunur milli efnislegs réttar og réttarfars. Svo virðist, sem þetta hafi ekki tekizt í drög- unum, þó að skilið sé þar á milli innihalds 52. gr. og 53.-55. gr. í öðru lagi er talið að því, er varðar efnislegan rétt, sem leggja á til lagagrundvöllinn að sam- komulagi aðilanna, að samning- inn og fskj. eigi að túlka og fram kvæma í samræmi við íslenzk lög og geta þá viðeigandi reglur þjóð arréttarins átt við með venjuleg- um hætti. Það er skoðun fulltrúa ríkisstj., að þróun íslenzks réttar og réttarstofnana réttlæti fyllilega þá saðhæfingu, að Alusuisse ætti taka það með í reikninginn, sem hverja aðra viðskiptalega áhættu af fyrirtækinu, að hágs- munir þess af verksmiðjunni yrðu látnir lúta handleiðslu þeirra. f þriðja lagi er talið að því, er varð- ar dómstóla þá og réttarfar sem notfærð yrðu til að setja niður hugsanlegar deilur milli aðilanna út af samningum og fskj., að þekking og Vamm- leysi íslenzkra dómstóla séu hafin yfir allan efa um það, að heppi- legt sé að leggja þessi mál í þeirra dóm. Af þessu leiðir, að ekki ætti að þurfa að leita til gerðardóms um deflur aðilanna, hvort sem hann er íslenzkur, al- þjóðlegur eða annars konar nema sú leið hafi í för með sér ótví- ræða og mikilvæga kosti við lausn deilu'mála, svo sem verulegan sparnað í fjármunum. Er dregið í efa að fyrirkomulag það, sem greinir í drögunum muni í öll- um tilfellum hafa í för með sér slíka kosti.“ Það sem hér er sagt er það, að 1 trygging fyrir Alusuisse." 28. október eru menn því sam- mála um, að gerðardómsákvæðin sé æskilegt að takmarka enda væru íslenzkir dómstólar nægileg trygg- ing fyrir Alusuisse. En þó er ráðh., þegar að þarna er komið í lok október, greinilega farinn að lin- ast, því að svo heldur fundargerð- in áfram: „En þetta atriði, sagði ráðh., að Alusuisse legði mjög mik ið upp úr, teldi sig ekki geta met- ið, hvort nægileg trygging væri í meðferð íslenzkra dómstóla einna og vitnaði til þess, að ljóst væri, að samþykkt Alþjóðabankans um gerðardóm í ágreiningsmálum ríkja og erlendra fyrirtækja, að hér væri um alþekkt vandamál að ræða og engin áhætta væri fyrir okkur að sætta okkur við slíkan gerðardóm." Þetta er skoðun ráðh. sjálfs og bókuð eftir honum einum. Það er því Ijóst af þessu, að þá, í lok októbermánaðar, er enn í gangi full viðleitni af hálfu ísl. samningamanna, til þess að kom- ast hjá að taka þessi gerðardóms ákvæði inn í samning. 20. fundur nefndarinnar, er haldinn 26. nóv. Þá eru lagðar fram aths. Hjartar Torfasonar, lög fræðings, við síðasta uppkastið, sem komið hafði frá Svisslend- ingunum. Af þeim .er það alveg ljóst, að ráðh. og samningamenn hans eru mjög farnir að linast í baráttu sinni, til þess að losna við gerðardóminn. Hins vegar er það líka ljóst, að svo seint sem 26. nóv. var ekki Ijóst hvernig slik gerðardómsákvæði í samning- unum mundu verða. 21. fundur nefndarinnar er svo haldinn 30. nóv. og þá er ekkert rætt um lagagrundvöll eða gerðardóms- ákvæði heldur eru önnur málefni til umræðu á þeim fundi og siðan er enginn fundur haldinn fjrr en 10. des. En 3. des. birtir iðnaðar- mn. yfirlýsingu um, að samkomu lag hafi tekizt um öll efnisatriði við Alusuisse. Af þessu er það ljóst, að á seinasta fundi nefnd- arinnar, sem haldinn er, áður en þessi yfirlýsing er gefin út, er ekki ljóst með hvaða hætti þessi gerðardómsákvæði eiga að vera og þau eru þar af leiðandi í sínu endanlega formi ákveðin á síðustu stundu og þegar þessi yfiriýsing frá ráðherranum kom fram þann 3. des. var að sjálfsögðu Ijóst, að öll meginatriði í kröfum og skil- yrðum Framsfl. fyrir stuðningi við þetta mál, höfðu verið snið- gengin og þá var heldur ekki eft- ir neinu að bíða og við fyrsta tækifæri þar á eftir flutti formað- ur flokksins yfirlýsingu um af- stöðu flokksins, hér á Alþingi. Þetta ætti að sýna, að ummæli ráðh. um að þingmn. hafi verið kunnugt um gerðardómsákvæði samningsins, án þess að hreyfa andmælum, eru gersamlega röng og tilefnislaus. A ÞINGPALLI Ráðh. kvað vitað, að ágreiningur; það eigi að leggja íslenzk lög til væri um ýmis prinsípatriði máls- grundvallar og það eigi að láta ins og um það í heild.“ Þetta sýnir Ijóslega, að á fyrsta fundi, sem nefndin hélt eftir að við höfðum fengið fyrsta samn- ingsuppkastið í hendur, gerðum við grein fyrir þeim meginatrið- um, sem við töldum, að mundu ráða okkar afstöðu til .álsins. Þar kemur og fram vitneskja ráð- herrans, að það sé ágreiningur í grundvallaratriðum og þeir menn sem þátt taka í nefndarstörfum séu óbundnir þegar málið kemur til Alþ. Þegar gerð hefur verið grein fyrir þessu hljóta menn að sann- færast að-mikið skortir á, að það sé sannleikanum samkv., þegar ráðh. og aðrir gefa það í skyn að enginn aths. hafi verið yið þetta gerð. Á 17. fundi nefndarinnar, sem haldinn er 27. ágúst er þessi þátt ur málanna mest til umr. en minna má á það, að við umr. þessa máls í neðri deild sagði iðn.rh., að ýmsar aths. og bókanir hefðu íslenzka dómstóla dæma um deilu málin. Þetta var ráðherrann mér alveg sammála um, og eins og hann tók fram, hafði hann gert aths. við sína samningsmenn um sama efni. Það er því ekkert um það að villast, að á þessum fundi er ég og ráðh. alveg sam- mála um það, að íslenzk lög eigi skilyrðislaust að vera ráðandi og íslenzkir dómstólar að dæma nema hentugt þyki og það hafi sérstaka kosti að setja málið í gerð. Á 19. fundi n., sem er haldinn 28. október s.l., kemur þetta fram: „1. Rætt um ýmis atriði skýrslunn ar, einkum force majeure, sem menn voru sammála um, að æski- legt væri að túlka þröngt. 2. Að- stöðu til að nota erlent vinnuafl, einkum á byggingarímanum, sem talið var að ætti að fara eftir hin- um almennu reglum, sem um slíkt gilda hér á landi. 3. Gerðardóms- ákvæðin, sem talið var æskilegt að hægt væri að takmarka, enda væru íslenzkir dómstólar nægileg ★★ Frumvarp Framsóknarmanna í efri deild (flm. Helgi Bergs o. fl.) um að hið sérstaka innflutnimgsgjald af bifreiðum og bifhjólum og nú neanur 124 milljónum á ári renni frá mæstu áramótum í vega- sjóð til vegaframkvæmda en ekki til almennra þarfa rfldssjöðs var til 2. umr. í efri deild í gær. Meirihluti samgöngumálanefndar lagði til að frumvarpinu yrði vísað til rflrisstjómarinnar í tilefni af því, að áikveðið er að endurskoða gildandi vegaáætlun á næsta hausti en viðurkenndi um leið að brýna nauðsyn bæri til að auka, verulega tekjur vegasjóðs. ★★ Páll Þorsteinsson mœlti fyrir áliti minndhlutans, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Benti hann á, að frumvarpið hefði verið sent vegamálastjóra til umsagnar og hann mælt með samþykkt þess. f urnsögn vegamálastjórans hefði m. a. komið fram, að tekjur vegasjóðs hrökkvi skammt til að standa straum af kostnaði við þau verkefni, sem fram undan séu í samgömguimálum og vegalög eða regaáætlun beinlínis mæla fyrir um að unnin séu. Hraðbrautir séu nú taldar 148 km. en aðeins búið aðvfullgera 42 km. og það verk unnið fyrir lánsfé. Áætlað sé að 200 fem. bætist við þá vegi, sem koma í flofek hraðbrauta þegar næsta vegaáætlun verður sett og á næstu árum þarf að gera stórátak við brúargerðir og við að leggja þjóðbrautir og landsbrautir. Lán til vegagerðar hafi numið um sl. áramót 268 milljónum og vextir og afborganir á þessu ári nema 44.3 milljónum kr. eða um 54% af þvf fé, sem á árinu verður varið til nýrra þjóðvega og brúargerða. — Verði frumvarpið samþykkt leiðir af því skerðingu á tekjuin ríkissjóðs en það kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári og fyrir nœstu áramót á að setja ný fjárlög og endurskoða vegaáætlunina og væri þá unnt að taka tillit til þeirra breytinga, sem af frúmvarpinu leiddi, ef það yrði að lögum. ★★ Nofekur orðaskipti urðu um málið milli Helga Bergs og Jóns Þorsteinssonar, framisögumanns meirihlutans. Meirihlutinn sam- þyfekti að vísa málinu frá og til ríkisstjórnarinnar. ★★ Allmiklar umræður urðu í neðri deild við 2. umræðu um eins árs undanþáguheimildir til handa sjávarútvegsmálaráðherra til að leyfa vinnslustöðvum að kaupa afla erlendra skipa í íslenzkum höfn- um. Sjávarútvegsnefnd deildarinnar varð sammála um að mæla með samþyfekt frumvarpsins með þeim breytingum að heimildirnar tækiu ekki til afla botnvörpuskipa og tæki aðeins til staða þar sem brýn þörf er að bæta úr atvinnuástandi. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson mælti fyrir áliti nefndarinnar og sagði að nefndin teldi nauðsynlegt að farið yrði með mikilli gát í þessum efnum. Hið sama sögðu aðrir ræðumenn, en fcváðust fylgjandi frumvarpinu vegna þess að þar væri um tilraun að ræða og mjög takmarkaðar heimildir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.