Tíminn - 27.04.1966, Side 8

Tíminn - 27.04.1966, Side 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUE 27. aprU 1966 Blaðamaður Tímans ræðir við Halldór E. Sigurðsson, sveitar- mm , x-.-> '•••• •>•. y ;.:i. M : r' ■ -ý-:/■■■■■:._ <v Borgarnes er fagurlega ■' sveit sett. Að því liggja blóm- leg héruð, umkringd fögrum fjöllum.. Frá Borgarnesi blas- ir við Hafnarfjall að sunnan og Snæfellsnesfjallgarður að norðan með hin hátignarlegu fjöll, Snæfellsjökul að vestan og Baulu að austan. Upp úr Borgarfirðinum að austan- verðu risa svo fiöll upp til heiða og jökla. Blaðamaður Tímans sat fyrir skemmstu inni í stofu Halldórs E. SigurSssonar, alþingismanns og sveitarstjóra í Borgarnesi og dáð- ist að hinu fagra útsýni. Ekki spillti hin fráJbæra gestrisni heim- ilisins fyrir fegurðinni í kring. Við Halldór létum fara vel um okkur, ■ og hann var að tala um sögu Borgarness: — Eins 'ö‘g þú sérö, er Borgar- nes hluti af Borgarlandi og því á höfuðstöðvum þeirra Skallagrims og Egils. Sjálfstætt sveitarfélag hefur Borgarnes verið í rúm 50 ár. Það varð sveitarfélag 1913 og átti því 50 ára afmæli sem slíkt 1963. Þess afmælis var ekki minnzt sérstaklega, en hins vegar verða liðin hundrað ár frá því að Borg- arnes varð verzlunarstaður í marz- mánuði 1967 og er gert ráð fyrir að minnast þess afmælis og er nokkur viðbúnaður hafinn. Til dæmis mun Jón Hclgason, ritstjóri skrá sögu staðarins og hér er haf- in myndasöfnun og fleira í sam- bandi við þessi merku tímamót í sögu Borgarness. Borgarnes hefur verið miðstöð Borgarfjarðarhéraðs frá því að það fór að verða einhvers megn- ugt og hér hefur verið rekin verzlun og þjónusta fyrir héraðið. Ferðamannastraumur hefur verið hér mikill og fyrirgreiðsla ferða- manna um langan aldur.- Fyrsti veitingamaður hér í Borgarnes var hinn kunni veitingamaður Vigfús Guðmundsson, sem síðar var kenndur við Hreðavatn. Á síðari árum hefur kauptúnið allt færzt í aukana og á árinu 1965 komst ibúafjöldinn fyrst yfir þús- und og eykst stöðugt. — Hverjar eru helztu atvinnu- greinar, sem allt þetta fólk stund- ar? — Eins og ég sagði áðan byggja Borgnesingar mest á ýmsum þjón- ustugreinum, svo sem verzlun, samgöngum og ýmiss konar iðnaði. Borgarnes er miðstöð víðáttumik- ils héraðs, sem leita verður hingað um margháttaða þjónustu. Þá er Borgarnes einnig miðstöð félags- iega séð, því hér er héraðsins, sýsiumaður, héraðslækn ir, dýraiæknir og þess háttar. Eins og þú sérð af þessu, er Borgarnes eitt af þeim kauptún- um hér á landi, sem hafa byggzt upp án þess að vera tengd sjávar- útvegi. Það var ríkjandi slcoðun hér á landi, að þéttbýli gæti ekki 1 skapazt hér, án þess að sjávarút- j vegur væri undirstöðuatvinnuveg- lur. Þetta hefur breytzt á síðari i árum og , nokkur kauptún hafa sannað tilveru sína án sjávarút- vegs. Borgarnes er eitt af þeim. Það er sem sé verzlun, iðnað- ur og samgöngur, sem eru hér aðalatvinnuvegir. Stærsta fyrirtækið í Borgarnesi ;er Kaupfélag Borgfirðinga, sem hefur starfað meira en hálfa öld og er í fremstu röð kaupfélaganna á landinu, hvað varðar umsetn- ingu og allan myndarskap í rekstri. Það hefur skapað okkur hér vissa undirstöðu, því það veitir fjölda manns traustan atvinnugrundvöll. Kaupfélagið rekur hér, auk verzl- unarinnar, mjólkursamlag, slátur- hús, kjötfrystihús, brauðgerðarhús og bifreiðastöð. Auk þess er það tengt fleiri atvinnufyrirtækjum hér í kauptúninu. Kjötfrystihús Kaupfélags Borgfirðinga mun vera eitt stærsta kjötfrystihús Kaupfé- lags Borgfirðinga mun vera eitt stærsta kjörfrystihús landsins og nú er verið að byggja sláturhús, sem einnig mun verða með full- komnustu sláturhúsum hér á landi. — En hvað um önnur fyrirtæki? — Meðal annarra fyrirtækja hér, sem veita undirstöðu í at- vinnulífinu, má nefna Bifreiða- og trésmiðju Borgarness, sem hefur verið rekin á þriðja áratug og er myndarlegt og vel rekið fyrir- tæki. Þar starfa nú yfir 20 manns. Þetta fyrirtæki er í fremstu röð hvað snertir snyrtimennsku og um gengni. Verzlunarfélag Borgarfjarðar i hefur verið rekið hér um áratugi i og í samvinnu við það er rekið hér sláturhús og niðursuðuverk- smiðja, sem eru þó sjálfstæð fyr- irtæki. Á síðari árum liafa risið upp mörg ný fyrirtæki. Má t. d. nefna verksmiðjuna Vírnet h.f., sem framleiðir saum og bindivír og annað slíkt. Það fyrirtæki er nú að flytja í nýtt húsnæði hér aust- an í kauptúninu. Þá má nefna Byggingarfélagið Stoð, sem hefur annazt hér byggiiígar á barnaskól- anum og stærstu verksmiðjuhús- um, auk þess sem það hefur byggt mörg íbúðarhús. Nú er félagið að byggja Hvanneyrarskólann. Þá er hér húsgagnaverkstæði Sigurðar Jóhannssonar og flutningafyrir- tæki Steinars og Jóhanns og Sæ- mundar og Valdimars. Einnig er hér Bifreiðaverkstæði Kjartans og Ragnars. Tvö nýleg fyrirtæki reka hér vélar, bæði þungavinnuvélar og litlar gröfur en það eru Þunga- vinnuvélar Borgarfjarðar og Ara- synir. Að víðustu vil ég nefna eitt fyrirtæki enn, en það er Vör, fyrir tæki, sem rekið er á vegum Sam- bandsins og framleiðir alls konar hlífðarfatnað og yfirhafnir. — Úr þvi þú ert farinn að tala um atvinnumálin, getur þú sagt Hin nýja viðbygging við barnaskólann. uiui cU’Viiruu Eins og þér er vafalaust kunnugt, hefur Borgarnes alltaf verið mikil samgöngumiðstöð, því áður en vegurinn fyrir Hvalfjörð varð til, lá leiðin milli Norður- og Suðurland um Borgarnes. Borgnesingar hafa haft hér skip í förum frá því fyrir siðustu alda- mót og hafa Suðurlandið, Laxfoss og nú síðast Akraborg verið þekkt ust þeirra. Þessi þáttur í skipaút- gerð Borgnesinga var veruleg lyfti stöng í samgöngumálum og gerði Borgarnes að samgöngumiðstöð. En með bættu vegakerfi hefur þetta breytzt og nú er yfirleit ekki um annað að ræða en land- flutninga milli Borgarness og Reykjavíkur og Borgarnes er ekki lengur sá tengiliður í samgöng- um sem það var áður. Á síðasta ári hætti Akraborgín að koma hingað nema einu sinni í viku og svo er enn. Horfur eru á því, að þessi liður í samgöngiwál um Borgnesinga leggist niður. Þrátt fyrir þetta hefur Borggrnes verið mikil ferðamannamiðstöð. Hér hefur alltaf verið rekið hótel, eins og ég drap á, og Borgnes- ingar hafa verulegan hug á því að gera sitt til þess að Borgarnes verði áfram ferðamannabær og miðstöð samgangna. Það, sem við höfum einkum áhuga á, er nú brú yfir Hvítá, eða Borgarfjörð, milli Seleyrar og Borgamess. Því máli hreyfði ég á Alþingi 1958 og áður hafði nokkuð verið um það skrifað og rætt m.a. af Sigurði Guðbrands- syni, mjólkurbússtjóra, Gunnari Bjarnasyni, kennara á Hvanneyri, og fleirum. Málið fékk daufar und- irtektir þá, en þó var það afgreitt með ályktun frá Aiþingi um að rannsaka möguleika á því, hvort framkvæmanlegt og hagkvæmt væri að gera þessa brú. Nú á síð- ustu árum eru viðhorfin að breyt- ast og mönnum er að verða ljóst, að þetta verk er ekki mikið og mun reynast hyggilegt, þegar meta þarf þær framkvæmdir, sem gera þarf, ef ekki verður horfið að þessu ráði. Þess vegna er það skoðun okkar og jafnframt von, að þessi brúarhugmynd verði að veruleika, en þá verður Borgar- nes aftur samgöngumiðstöð milli Norður- og Suðurlands. — Þegar ég lít hér yfir bæinn, sé ég að ýmsar framkvæmdir eru hér í gangi. Hvað getur þú sagt mér um framkvæmdir siðustu ára? — Eins og ég gat um áðan, er sveitarfélag okkar ungt og hefur haft mörg verkefni við að fást, ekki sízt nú á síðustu árum. Hér hafa verið miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins síðustu ár- in, m.a. höfum við hafið þá fram- kvæmd að steypa hér götur, eins og þú sérð og hefur okkur tekizt að steypa götur hér fyrir framan helztu fyritæki bæjarins og þar sem umferð er allra mest. Þó að mikið verkefni sé framundan, má þó segja, að „hálfnað er verk þá hafið er“ og öllum er ljóst, hve mikil nauðsyn er á þvi i þétt- Byggóin eykst hröSum skrefum. Eitt helzta vandamálið eru hinar ýmsu lagnir til og frá húsunum, en mjög vjSa veröur aS sprengja fyrir þelm, eins og sjó má á skurðinum á míðri myndinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.