Vísir - 07.10.1974, Síða 17
Vlsir. Mánudagur 7. október 1974.
17
— Hvað kostar tvöföld kaskó-
trygging:?..Það kemur nefnilega
svo oft fyrir að ég keyri á tvo bila
i einu.
Þann 14.9. voru gefin saman i
hjónaband af sr. Þorsteini
Björnssyni Guðrún Ásmundsdótt-
irog Magnús Þorkelsson. Heimili
þeirra verður að Álfhólsvegi 43,
Kópavogi. (Ljósmst. Gunnars
Ingimars)
Þann 21.9. voru gefin saman i
hjónaband i Þjóðkirkjunni i
Hafnarfirði af sr. Braga Bene-
diktssyni Þórhildur Sigurjóns-
dóttir og Jón ólafsson. Heimili
þeirra verður að Hverfisgötu 50,
Hafnarfirði. (Ljósmst. Gunnars
Ingimars)
Þann 14.9. voru gefin saman i
hjónaband i Langholtskirkju af
sr. Sigurði H. Guðjónssyni Laufey
Hrönn Þorsteinsd. og Isleifur
Arni Jakobsson. Heimili þeirra
verður að Kársnesbraut 79,
Kópav. (Ljósmst. Gunnars Ingi-
mars)
4
*
+
4
4
4
4
4
4
4
4
$
4
4
4
4
4
4
i
i
!
-x-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-kJ
★
i
★
I
I
!
★
★
!
★
!
i
i
★
★
★
W
Nt
fc-
Hrúturinn, 21. marz.-20. sept.Fulla tungliö gerir
þig órólegan. Þú ættir aö reyna að taka lifinu
með ró, gættu þin á öllum vélum. Reyndu að æsa
þig ekki upp yfir þvi sem ekkert er.
Nautið, 21. aprll-21. maiMorgunstund gefur gull
i mund, eins og þú veizt. Með minnkandi tungli
færðu ný áhugamál, sem lifga upp skammdegiö.
Reyndu aö fá sem flesta með þér.
Tvlburarnir, 22.mai-21. júni.Peningamálin eru
eitthvað óörugg núna. Skipuleggðu þau betur.
Ljúktu áriðandi verki af snemma dagsins. Hafðu
samband viö nákomna i fjarlægö.
Krabbinn, 22. júni-23. júli Morgunninn er
upplagður i nákvæmnismálin. Þú dettur niður á
patentlausn i einhverju máli. Hafðu gát á
mannasiðunum.
Ljónið, 24.júlI-23. ágúst. Þú átt I einhverjum
erfiðleikum og gætir auðveldlega tekið vitlausa
afstöðu til þeirra. Reyndu þvi að leita hjálpar
hjá þeim, sem þú telur liklegastan til að ráða þér
heilt.
Meyjan, 24. ágúst-23. sept.Láttu ekki smáerfið-
leika seinnipartinn eyðileggja góöa morgun-
skapið. Vertu bara viss um að hafa peninga-
málin á hreinu. Hringdu i gamlan kunningja i
kvöld.
Vogin, 24. sept.-23. okt.Eitthvað merkilegt er i
uppsiglingu. Vertu búinn að ljúka öllu áriðandi
af snemma. Yfirmenn eru eitthvað tæpir á
tauginni i dag.
Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Láttu námið sitja i
fyrirrúmi I dag. Ekki láta undan freistingunum.
Varastu að lenda i stælum við ættingja.
Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des.Varastu að flækja
þig inn i fjármál annarra. Hugsaði heldur um
þin eigin peningamál. Kvöldið býður upp á
óvæntan atburð.
Stcingeitin, 22. des.-20. jan.Láttu ekki ástandið
valda þér streitu. Segðu ekkert sem komið gæti
vinnufélaga i uppnám. Mundu að of mikil kaffi-
drykkja er slæm fyrir heilsuna.
Vatnsberinn, 21. jan-19. feb.Endurskoðaðu lifn-
aðarhættina heilsunnar vegna. Varaðu þig samt
á að fara eftir þvi sem aðrir segja.Þú veizt bezt
sjálfur hvernig þér liður.
Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Gefðu ungviðinu
meira af tima þinum. Varastu að nöldra heima
við. Reyndu að stuðla aö meira ástriki innan
heimilisins.
4
I
4
4
4
4
4
I
Í
i
4
4
4
4
O
|í KVÖLD | | í DAG T □ J :□ > * | f DAG |
Útvarp kl. 21.25 „Gullfestin"
Kvikmyndahandrit
sem útvarpssaga
í kvöld les Erlingur
E. Halldórsson þriðja
lestur sogu sinnar Guí-
festin, en lestrarnir
verða i allt fjórir. Við
ræddum við Erling um
þessa sögu:
,,Ég skrifaði þeta upphaflega
sem kvikmyndahandrit, og
labbaði mig með það til Jóns
Erlingur E. Halldórsson les I
kvöld þriðja lestur útvarpssög-
unnar Guiifestin,
Þórarinssonar hjá sjónvarpinu.
Hann taldi.aö gerð myndar eftir
þvi myndi kosta um 80 milljónir,
en hann gekkst þó fyrir þvi aö
handritið var þýtt og sent til
norrænna sjónvarpsstöðva.
Litið hefur nú komið út úr þvi
ennþá, nema hvað finnska
sjónvarpið sendi mér langa
greinargerð um verkið og var
hún fremur lofsamleg.
Það var fremur auðvelt að
snúa handritinu i skáldsögu, en
sagan fjallar i mjög stuttu máli
um gömul hjón i sveit annars
vegar og hins vegar stórfram-
kvæmdir með jarðýtu i túnfæt-
inum hjá þeim.
Þau berjast hart fyrir þvi að
halda húsi sinu og það kemur til
árekstra milli kotbóndans og
tækninnar.
Umhverfið er Islenzkt og sag-
angeristinútimanum. Sagan er
hlutlaus frásögn, en myndrik.
Ég hef haft kaflana stutta og
nokkuð sjálfstæða”, sagði Er-
lingur.
„Sagan er þannig saga gömlu
hjónanna og viðbragða þeirra
gagnvart manninum i ýtunni og
verkstjóranum, fulltrúa félags-
ins, sem sér um framkvæmd-
irnar.” — JB.
SJÓNVARP •
Mánudagur
7.október
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.35 Onedin skipafélagið Nýr,
breskur framhaldsmynda-
flokkur. 1. þáttur. Blásandi
byr. Þýðandi Óskar
Ingimarsson. Myndaflokkur
þessi gerist á árunum um og
eftir 1860 i Liverpool i Eng-
landi, sem þá er ört vaxandi
útgeröar- og verslunarbær.
Aöalpersónan, James
Onedin, er ungur skipstjóri,
harðskeyttur og óvæginn og
ákveðinn i að eignast sitt
eigið skip og afla sér auðs og
metorða, hvað sem það
kostar. James Onedin er
leikinn af Peter Gilmore, en
meðalleikaranna eru einnig
Anne Stallybrass, Edward
Chapman, Brian
Rawlinson, Howard Lang,
Jessica Benton og James
Heyter.
21.25 íþróttir Svipmyndir frá
iþróttaviðburðum helgar-
innar. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
22.00 Söngur Andalúsiu
Heimildamynd frá BBC um
spænska skáldið Federico
Garcia Lorca, ljóð hans og
æviferil. Þýðand og þulur
Óskar Ingimarsson.
23.00 Dagskrárlok.
ÚTVARP #
Mánudagur
7. október
13.00 Viðvinnuna: Tónleikar.
14.30 Slðdegissagan: „Skjóttu
hundinn þinn” eftir Bent
Nilsen Guðrún Guðlaugs-
dóttir les þýðingu slna (9).
15.00 Miðdegistónleikar
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16,15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 Sagan: „Sveitabörn,
heinia og iseli”, eftir Marie
Hamsun.Steinunn Bjarman
les þýðingu sina (11)
18.00 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
k v ö 1 d s i n s .
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Mælt mál. Bjarni
Einarsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn
Björn Teitsson sagn-
fræöingur talar.
20.00 Mánudagslögin
20.35 Ævikvöldið-Séra Arelius
Nfelsson flytur fyrra erindi
sitt um málefni aldraðs
fólks.
21.00 Sellókonsert i a-moll op
129 eftir Robert Schumann
Janos Starker og Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna leika.
Hljómsveitarstjóri: Stanis-
law Skorowaczewski.
21.25. Útvarpssagan: „Gull-
festin” eftir Erling E.
Halldórsson. Höfundur les
(3).
22.00 Fréttir.-
22,15 Veðurfregnir. tþróttir
Umsjónarmaður: Jón
Asgeirsson.
22.40 Hljómplötusafnið I
umsjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.