Vísir - 10.10.1974, Page 2
2
Visir. Fimmtudagur 10. október 1974.
vfeasra:
LesiO þér erlend blöO?
Höröur GuOmundsson, kennari:
— Ég kaupi yfirleitt og les Bo
Bedre. Þaö er margt skemmtilegt
i þvi, sem hægt er aö nota til
heimilisins. Einstaka sinnum kiki
ég i Andrés önd, en annar lestur
fer bara eftir þvi hvaö til fellur á
biöstofum og þess háttar.
Hængur Þorsteinsson,
tannlæknir: — Ég les aöallega
þýzk blöö, þ.e. Spiegel helzt. Ég
vil frekast lesa um þaö sem snert-
ir alþjóðamál I erlendum blöö-
um. Onnur erlend blöö, sem ég
les, eru fagrit I sambandi viö
vinnu mina.
Helga Ragnarsdóttir, skrif-
stofumaöur:— Ég held bara ekki.
Alla vega kaupi ég engin slik blöö.
Þaö er helzt aö maöur liti I erlend
blöö á biðstofum o.þ.h.
mmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmBmaatmmmmmmmmstammmmamtBimmmmBumBHmmgmtmammmmmmmHKHmmtmsmmmmmmammmí
M LESENDUR HAFA ORÐIÐ i
Biblían fer ekki með íygi
Jón Baldvinsson skrifar:
Asgeir H.P. Hraundal skrifar 8.
október i VIsi undir fyrirsögninni:
„Drottinn blessi prestsvigsluna”
og ræöst þar allharkalega á Bibli-
una þar sem hann likir henni við
Mánudagsblaðiö og kallar hana
sorprit. Aumingja maðurinn get-
ur varla gengið heill til skógar.
Ég get glatt Asgeir með þvi að ég
er giftur og það er farsælt og
blessað hjónaband og ekki til
þetta „þegiðu kona” hjónaband
eins og Ásgeir talar um. Ég get þá
liklega frætt þennan bibliuhatara
á þvi að Biblian segir ennfremur
að maðurinn á að elska konu sina
og virða, svo orð hans fá ekki
staðizt. Ég kalla hann bibliuhat-
ara af þvi að hann spottar Bibli-
una og talar á móti henni með þvi
aö segja Drottinn blessi prests-
vigsluna. Það mun Drottinn
aldrei gera þvi þá væri hann ekki
samkvæmur sjálfum sér. Þessi
Asgeir hefur liklega aldrei i Bibli-
una litið eftir skrifum hans að
dæma, eða þá að hann er svona
mikið á móti Auði Eir með þvi að
hrópa húrra fyrir prestsvigsl-
unni. Auður Eir hlýtur ekkert
hnoss fyrir að vera prestur og hún
getur aldrei á sinni ævi gert neitt
svo gott og blessað hér á jörð að
hún verði hempunnar verð. Ég er
ekki á móti þvi að konur vinni
innan safnaðar, en Biblian tekur
skýrt fram að konur eiga ekki að
vera prestar, forstöðumenn eða
stjórna söfnuðum. Það kann vel
að vera að Ásgeir sé i rauðsokka-
hreyfingunni og vilji jafnrétti i
þessu eins og öðru en það er ekki
hægt þvi þá brýtur hann lögmálið,
eða er Ásgeir tilbúinn að fara upp -
á fæðingarheimili og fæða af sér
barn og brjóta það lögmái lika?
Mikið er ég hræddur um að það
yrði erfið fæðing. Ekki vildi ég
vera viðstaddur og á sama hátt
vil ég ekki hlusta á kvenprest þar
sem Biblian þvertekur fyrir það. í
skrifum Asgeirs koma engin rök
fram sem styðja það að kona eigi
að þjóna fyrir altari. Svo segir
Asgeir að ég sé með þessu að
segja blessuðum konunum að
þegja. Ekki veit ég hvaðan hann
hefur þetta orðalag, ég veit það
bara að það getur verið mjög svo
gott að vera þar sem konur eru og
heyra I þeim hljóðið. Ja, minna
má það nú ekki vera en að ætla
sér að breyta heilögu orði bara af
þvi að nú er tuttugasta öldin, það
er of mikið af þvi góða. Kirkjur
landsins eru nú ekki allar jákvæð-
ar svo kannski þær mættu vera
færri og jákvæðari. Ég vil ein-
dregið hvetja Ásgeir til að kaupa
sér Bibliu og byrja strax aö lesa
hana. Þá mun ekki líða á löngu
þar til augu hans opnast og hann
sér þá hve mikið glappaskot hann
hefur gert. Þegar Biblian er ann-
ars vegar og verið er að ræða á-
kveðin mál þá er Óvinurinn alltaf
hins vegar og reynir aö tæla og
blekkja. Vei þeim manni sem
fylgir honum að máli, betur væri
að sá maður hefði aldrei fæðzt. Til
ykkar sem kristnir eru þarf ég
ekki að segja að þið vitið jafnvel
og ég að Biblian er sönn og fer
ekki með lygi og vil ég biðja ykk-
ur að biðja með mér fyrir Asgeiri
og Auði Eir um það að Asgeir
öðlist þroska og trú og að Auður
Eir segi af sér og fái rikuleg laun
hjá Guði. íbúar á Suðureyri við
Súgandafjörð ættu að lita i Bibli-
una og sannprófa það sem ég
skrifaði þriðja október I Visi og
sjá hvort það hafi verið ég sem
var að skálda eða hvort þetta eru
heilög orð, þvi þau voru skrifuð
beint upp úr Bibliunni, og þurfa
menn þvi ekki að vera að tala ó-
hróður um Ritninguna. Ég ætla
að biðja fyrir þér, Asgeir minn,
svo og Auði Eir, að augu ykkar
megi opnast þvi Ritningin segir:
biöjið og yður mun veitast, og þvi
trúi ég þvi að Guð muni snúa þér
og Auði Eir á réttan veg. Um
biskupinn vil ég segja að ekki var
vfgslan honum lofsverð og til
sóma og það ætti hann sjálfur að
vita. En það er nú svona að vera
biskup, að þótt hann sé nokkurs
konar verkstjóri, þá er hann ekki
einvaldur og verða öll mál að fara
fyrir prestaþing, og er ég hrædd-
ur um að þeir prestar sem hafa
stutt Auði Eir séu ekki verðugir
prestsnafnbótarinnar og bið ég þá
lika að skoða hug sinn og gera
breytingu á þvi að útnefna kven-
mann sem prest, þvi Drottinn
fyrirgefur þeim sem vita ekki
hvað þeir gera ef þeir aðeins biðj-
ast fyrirgefningar og þakka fyrir
bænheyrsluna eins og Biblian
segir.
Hví fœst Vísir ekki
í Landakotsspítala?
Forvitinn skrifar:
„Hvers vegna er ekki hægt að
fá Visi á Landakotsspitalanum
nema með ærinni fyrirhöfn fyrir
sjúklinga?
A þennan spitala koma öll hin
dagblööin, og þeim er dreift
ókeypis. En Visir er settur hjá. t
anddyri spitalans er litil verzlun,
en þar fæst Visir ekki.
Þvi verða Visisaödáendur,
(sem ekki eru svo fáir) að biða
og biða frammi i köldu anddyrinu
eftir þvi, að sölubörn fari framhjá
og komi inn til þess að selja
blaðiö. Astæðan fyrir þvi, að
sjúklingarnir veröa að hima
frammi i anddyrinu, er sú, aö
blaðasala i húsinu er bönnuð. Láir
reyndar enginn stjórn spitalans
slikt bann. Sölubörnin verða
þvi að „stelast” inn i anddyriö til
þess aö selja blaðið.
Ég fæ ekki séð, að sjúklingar
hafi gott af þvi að dvelja of lengi i
anddyrinu, þar sem sifellt er
verið að opna og loka dyrum.
Ég veit, að margir aðstand-
endur sjúklinga koma með blaðið
með sér i kvöldheimsóknum til
þeirra.
Er ekki hægt að bæta úr þessu,
með þvi að Visir liggi jafnt
frammi og önnur blöð eða a.m.k.
að hann fáist seldur i verzlun
Rauða krossins i spitalanum.”
Viö leituöum svara fyrir „For-
vitinn” hjá afgreiðslustjóra
Visis, Óskari Karlssyni. Hann
sagði, að verzlunin i
spitalanum vildi ekki taka
blaðiö til sölu án þess að hann
vissi ástæðurnar fyrir þeirri
ákvörðun.
Þetta er verzlunin I Landakotsspitala sem lesandinn kvartar yfir aö
selji ekki Visi. Ljósm. Bj. Bj.
Guömundur Ragnarsson,
sjómaöur: — Nei, það geri ég
yfirleitt ekki, enda kaupi ég engin
erlend blöö.
Helga Jósepsdóttir, nemi: —Ég
geri mjög lltið að þvi. Ég kaupi
yfirleitt ekki slik blöö. Stundum
kaupi ég þó einhverja enska
sakamálareyfara.
Gissur Simonarson, húsasmiður.
— Það er helzt að ég kaupi dönsk
blöð endrum og sinnum. Það eru
Hjemmet og Familie Journal.
Svo er ég áskrifandi aö erlendu
fagtimariti.
„HVAD VÍRÐUR UM ÁFtNGIÐ?"
Utanlandsfari, ungur að árum,
s P y r :
„Hvað verður um það áfengi,
sem upptækt er gert i tollinum á
Keflavikurflugvelli? Ég spyr nú
vegna þess að i sumar kom ég
ásamt unnustu minni til Kefla-
vikur eftir utanlandsferð. I fri-
höfninni keyptum viö okkur
skammt af áfengi og tóbaki.
Tollurinn tók þetta svo af okkur,
þar eð við vorum undir lögaldri,
að mér skildist. Að auki var lögð
á okkur sekt. Mér var sagt
þarna á staðnum að áfengið færi
aftur til frihafnarinnar. Ég er
mikill áhugamaður um bókhald
ýmiskonar, og i þessu tilfelli hef
ég áhuga á aö vita hvernig þetta
áfengismagn, sem þannig
streymir að nýju til frihafnar-
innar er bókfært.
Stendur rikið (tollurinn) i þvi
að selja rikinu (frihöfninni)
áfengi þetta? Ef svo er, þá skil
ég vel.aö ekki skuli farið fram á
að fólk sýni nafnskírteini i fri-
höfninni þegar verzlað er. Það
sýnist líká álitamál hver hefur
brotið af sér, sá sem kaupir
áfengið eða sá sem selur. Er það
ekki nokkuð undarlegt hjá
þessari blautustu þjóða allra
blautra að leyfa aöeins fólki yfir
21 árs að kaupa áfengi með eðli-
legum hætti. Mér virðist að þeir
sem á annað borð ætla að ná sér
i þessa vörutegund kræki i hana,
og þá viröist aldur ekki skipta
neinu máli, en svartamarkaðs-
braskarar einir græða á þessari
tilhögun”.
„ÞÚSUND MANNS" ■ HVAÐ?
Við erum tvö
hundruð þúsund manns
— Ibúar íslands —
aðeins tvö hundruð
þúsund, likt og I götu I
stórborg erlendis.
Og helmingurinn af
þessum tvö hundruð
þúsundum er það sjálf-
sögðu börn, aldraðir og
krankir.
En af hinum, þessum
fullorðnu og fullhraustu, hafa
884 verið teknir ölvaðir eða
grunaðir um ölvun við stjórn á
bifreið þessa niu mánuði, sem
liðnir eru af ári, þar sem fólki er
þó hrósað fyrir hófsemi á
hátiðastundum.
Og nú telja menn vist, að
þarna verði slegið met á þessu
ári, og yfir þúsund ölvaðir
ökumenn verði teknir i ár. Og
það er eins og þetta sé mörgum
bara „glens eða nýjar fréttir”,
„allt i gamní, maður, allt i
gamni”, sagði karlinn, sem var
að gera út af við kerlu sina.
En hvað skyldi fólki finnast,
ef það mætti eiga þess von —
ekki einhvern daginn — heldur
daglega, að mæta óargadýri á
götunni? Samt má fullyrða, að
hættan af lausu ljóni eða
tigrisdýri yrði ekki i raun og
veru nærri eins mikil og af
bifreið með fullum bilstjóra.
Enda yrðu vist flestir sammála
um að ráða niðurlögum slikra
kvikinda sem fyrst. Nú er okkur
hinum vegfarendum á götum og
gangstéttum spurn: Er ekki
orðiö býsna dýrt að hætta
bflnum sinum svona, þótt sleppt
sé nú að hugsa svo hátt að nefna
limi og lif — sleppum nú hinu
hyskinu, sem kynni að hafa
götuna til afnota?
Og við gætum lika spurt i
mestu einfeldni, hvaða viðurlög
liggja viö þessum ökuferðum
óviturra ökumanna?
Mér er sagt að I Noregi, sem
stundum er taíið landið, sem
stendur okkur næst, sé
fangelsisdómur óumflýjanlegur
ásamt sviptingu ökuleyfis. Og
þar eru færri umferðarslys og
færri ölvaðir við akstur en i
öðrum löndum hér nærri hvað
þá heldur i Ameriku,
samkvæmt sömu skýrslum.
En hvað er gert hér? Ætli
sektir séu háar? Fangelsin yrðu
of fá, enda fullnýtt, og
feiknadýr. En mætti maður
leyfa sér að spyrja: Hvar er
sómatilfinning og tillitssemi
Islenzkrar mannssálar? Það er
lika dýrmæt eign.
Arelius Nielsson