Vísir - 10.10.1974, Qupperneq 3
Vlsir. Fimmtudagur 10. október 1974.
Þetta er tiltölulega ódýrt efni"
Þjóðhátíðir 4 sunnudaga í viðbót
„Það er nú nokkuð
vandreiknað, hvað
þessar upptökur hafa
kostað,” sagði Gunnar
Vagnsson, fjármála-
stjóri rikisútvarpsins, i
samtali við blaðið i
morgun. Undanfarna
mánuði hefur útvarpið
verið að útvarpa
upptökum sinum frá
þjóðhátiðum viða um
landið. Útvarpið sendi i
sumar menn um landið
til að fylgjast með
þessum hátiðum og
festa þær á tónband.
„Þetta efni er tiltölulega
ódýrt. Viö sendum 2 menn á
hvern staö. Þaö er yfirleitt
rólegra hjá okkur i upptökum á
sumrin, þannig aö við gátum
notað okkar fasta starfslið i
þetta verkefni. Kostnaðurinn er
því ekki annar en launa-
kostnaður viðkomandi manna,
en mest af vinnunni var að visu
unnið I eftirvinnu.
Þar að auki er einhver tækja-
og feröakostnaður. Nýi
upptökubill útvarpsins var ekki
keyptur fyrir þetta verk, þannig
að verð hans reiknast ekki hér
með. Þetta er almennur
upptökubíll, sem nauðsynlegt er
að hafa við slíkar stofnanir, en
að vlsu má segja, að það hafi
komið sér ákaflega vel að fá
hann einmitt til landsins rétt
fyrir þjóðhátiðirnar.
Um 14 þjóðhátlöum hefur nú
verið útvarpað, enda heyrist
á útvarpshlustendum, að þéir
séu orðnir harla leiðir á þessu
slfelLda þjóðhátlðarútvarpi
annan hvern sunnudag. Þó
munu þeir eiga eftir að heyra
það I eina 4 sunnudaga til
viöbótar. Sennilega verður svo
öllum heilu hátiðarhöldunum
útvarpað aftur að 100 árum
liðnum, þvi einn megintilgangur
upptakanna var að eiga þessa
miklu hátið á spólum til seinni
tlma.
Þjóðhátiðin var einnig fest á
filmu af sjónvarpinu vfða um
landið. Tveir menn á vegum
þess óku á milli staðanna, og
verða filmur, þær, sem þeir
tóku, settar saman I væntanlega
stórmynd i nokkrum hlutum um
hátlöina miklu. Inn i myndirnar
frá hátlðarhöldunum verður svo
skotiö myndum, sem Magnús
Bjarnfreðsson og flokkur hans
tóku á ferðalagi sinu um
byggðir landsins sumarið 1973.
Kostnaðinn af þeirri mynd gat
Gunnar Vagnsson heldur ekki
tjáð okkur, en taldi, að hún
kostaði svipað og aðrar land-
kynningamyndir, sem sjón-
varpið hefur látið gera.
—JB
„Stjörnur" framtíðarínnar í fjárkröggum
Topparnir I umbúðahönnun þetta árið — frá vinstri Kristin
Þorkeisdóttir hjá Auglýsingastofu Kristfnar, Þröstur Magnús-
son, Guðjón Eggertsson hjá Auglýsingastofu Gfsla B. Björnsson-
ar og Hilmar Sigurðsson hjá Argus. Ljósm. Visis: ÓH
Þegar skammdegið hellir sér
yfir okkur, kveikjum við venju-
íega öll þau ljós, sem við getum.
Vlsismenn ráku augun I stórt og
myndarlegt neonljósaskilti,
sem Fíat umboðið hefur komið
sér upp og nýtur birtunnar frá
Neon-rafljósageröin fram-
lciddi skiltið, sem er um 1 1/2
metri á hæð. Þeir hafa einnig
framleitt skilti fyrir Loftleiðir
og Landsbankann. Það er
áreiðaniegt, að ekki ganga við-
skiptin verr fyrir bragðið. Um
leið lýsa þau upp gráan hvers-
dagsleika okkar hinna i skamm-
deginu
—JH—
— Leiklistar-
nemar
heimsóttir
Það er enginn leikur að verða
leikari, þó margir séu e.t.v. þeirr-
ar skoðunar. Skyidi fólk almennt
vita, að nú leggja milli 50 og 60
manns stund á leiklistarnám i
tveim skólum. A tlmabili
myndaðisl gap I leikarastéttina.
Engir leikarar útskrifuðust I
nokkur ár og vissa aidursflokka
vantaði i hópinn.
Árið 1972 fannst sumum komið
nóg og voru mynduð samtök
áhugafólks um leiklist (SÁL) sem
vildu ýta undir stofnun rikisleik-
skóla. Ekkert gekk og stofnaði
það sinn eigin skóla. Fékk það
til kennara og húsnæði hjá æsku-
lýðsráði við Frlkirkjuveg, þar
sem það hefur lagt stund á leik-
listarnám.
Nú I haust var svo stofnaður
annar slikur leikskóli leikhús-
anna.
Blaðamaður Visis fór á kreik I
Fólkið, sem mun skemmta okkur I framtlðinni, situr nú á skólabekk.
gær og heimsótti báða skólana.
Leikskólileikhúsanna er til húsa i
Lindarbæ, og voru þeir hressir I
bragði krakkarnir þar, en þeir eru
Umbúðir utan um
ost, kftti og
físk verðlaunaðar
Fjórar auglýsingastofur og
nokkrir iðnrekendur hiutu i
gær verðlaun Félags islenzkra
iðnrekenda fyrir hönnun um-
búða -utan um Islenzkan iðn-
varning.
Verðlaunin afhenti Tove
Kjarval, formaður dómnefnd-
ar, i Norræna húsinu i gær. Þá
um leið var opnuð sýning á
finnskum umbúðum I kjallara
hússins. Asamt finnsku
umbúöunum verða sýndar
Islenzku umbúðirnar, sem
hlutu verðlaun i umbúðasam-
keppninni.
Islenzku umbúðirnar, sem.
verðlaun hlutu, eru utan um
alla mögulega hluti, eins og
öskubakka þjóðhátíðarnefnd-
ar, konfektkassa, kítti, ost,
smjör, tilbúinn áburð og hrað-
frystan fisk, svo nokkur dæmi
séu nefnd. Var almennt álit
þeirra er skoðuðu sýninguna
I gær, að margt hinna islenzku
umbúða stæðu þeim finnsku
alls ekki að baki. Þó eru
Finnar viðfrægir fyrir sérlega
vöndun við umbúðagerð.
1 tengslum við sýninguna er
haldið námskeið i Norræna
húsinu um umbúðir. —óH
að hefja þriggja ára nám. Hjá
þeim eru kennarar næstum jafn-
margir og nemendur, eða tíu, en
nemendurnir eru tólf. Andlit skól-
ans út á við er þriggja manna
skólaráð skipað þeim Vigdisi
Finnbogadóttur fyrir Leikfélag
Reykjavikur, Kristbjörgu Kjeld
fyrir Þjóðleikhúsið og Klemenz
Jónssyni fyrir Félag íslenzkra
leikara. Sjálf stjórn skólans er
raunar I höndum nemendanna
sjálfra og kennara. Skólinn er
dagskóli, um 35 tlmar á viku.og
þvl fullur vinnudagur. Þar sem
þau lifa ekki á loftinu frekar en
annað fólk, verða þau að vinna
með skólanum.
Leilistarnám hefur hingað til
ekki verið metið til jafns við
annaö nám, sem þó er sjálfsagt,
þar sem það er sizt léttara.
Vonast þau til, að fólk almennt
geri sér grein fyrir þvi, og ætla, I
von um góðan skilning, að æskja
inngöngu i námslánakerfið. Þau
vonast til, að rlkis leikskóli verði
kominn i gagnið næsta haust, og
þar sem þau telja að báðir skól-
arnir, sem nú eru starfandi.séu i
rauninni einn hópur, vonast
þau til að þeir veröi sameinað-
ir I einn rlkisleikskóla. Viðræö-
ur eru þegar hafnar milli Vig-
dlsar og Ingibjargar Briem,
framkvæmdastjóra SÁL, um
sameininguna. Ef af sameiningu
verður, mun hópurinn verða
sterkara afl gagnvart yfirvöld-
um og meiri llkur á styrkj-
um til dæmis i formi námslána.
Þegar blaðamaður Visis yfirgaf
þetta duglega fólk, var það
einmitt að útbýta i hópnum um-
sóknareyðublöðunum um lánslán.
Næst lagði blaðamaður Visis
leið sina niður i Hótel Vik, en það
húsnæði hefur leiklistarskóli Sál
tekið á leigu undir starfsemi sína.
Þau hafa sjálf gert nauðsynlegar
breytingar á húsnæðinu, og þar er
heimavist fyrir tiu manns.
Nemendur skólans eru 43, og
skiptast i þrjár bekkjardeildir.
Annars er skólinn fjögurra ára
skóli og slðasta árið verður
nemendaleikhús. Hann er rekinn
með skólagjöldum nemenda, sem
eru þrjú þúsund krónur á mánuði,
og fé af framlögum frá rikinu, en
skólarnir fengu vissa upphæö
sameiginlega I styrk. Það
fullnægir þó engan veginn
fjárþörfinni, og eru þau fyllilega
sammála nemendum Leikskóla
leikhúsanna um að skólarnir
þurfi báðir að ganga inn i náms-
lánakerfi framhaldsskólanna.
Sameiginlegt eiga skólarnir það
að vera miðaðir við nútima
aðstæður, það er þeim er ekki
eingöngu ætlað að útskrifa starfs-
krafta til leikhúsa heldur einnig
útvarps, sjónvarps og kennslu i
leiklistarskólum og öðrum
skólum. Má I þessu sambandi
geta þess, að grunnskólafrum-
varpið gerir ráð fyrir kennslu i
leiklist. _ ju.
LYSA UPP
SKAMM-
DEG/Ð