Vísir - 18.10.1974, Side 3
Vísir. Föstudagur 18. október 1974.
3
Fáum við olíu frá Noregi?
— Indriði Pólsson forstjóri
Skeljungs hefur gert frum-
athuganir, sem benda til að
það geti orðið hagkvœmt
„Astæðurnar til þess,
að ég fór að kanna
þessi mál, eru fjöi-
margar. Meðal þeirra
má nefna, að olia hefur
fundizt i verulega
auknum mæli undan
ströndum Noregs og
miklu meiri en menn
gerðu sér vonir um.”
Þannig svaraði Indriði Páls-
son, forstjóri oliufélagsins
Skeljungs, er við spurðum hann
nánar um ummæli hans varð-
andi oliukaup af Norðmönnum,
sem er að finna i nýútkomnu
heft.iFrjálsrar verzlunar.
,,Þa má lika minna á,” sagði
Indriði, ,,að á r.lþingi i fyrra
fluttu þeir Geir Hallgrimsson og
Matthias A. Mathiesen þings-
ályktunartillögu um að fela
rikisstjórninni að kanna, hvort
ekki væri timabært að hyggja að
þvi, hvort heppilegt væri og
eðlilegt að beina nú oliukaupum
til Norðmanna.”
1 viðtali við Frjálsa verzlun
segist Indriði telja, að gíund-
völlur sé fyrir að leita eftir sam-
komulagi til langs tima við
Norömenn um jarðoliukaup og
fela oliuhreinsunarstöðvum i
Vestur-Evrópu að vinna úr
henni nokkrar þeirra aðaloliu-
tegunda, sem. við þörfnumst.
Hann hefur aflað frumútreikn-
inga og gert áætlun um slik oliu-
kaup frá Noregi, sem gætu
reynzt okkur hagkvæm.
,,Ég hef afhent viðskiptaráðu-
neytinu þessa útreikninga og
áætlun,” sagði Indriði. „Það
hlýtur að verða verkefni stjórn-
valda að athuga, hvort þetta er
hagkvæmt eða ekki, og taka
ákvörðun að þeirri frumathug-
un lokinni. Hins vegar rennur
núgildandi rammasamningur
um viðskipti Islendinga og
Rússa út á næsta ári, og búast
má við viðræðum um nýjan
rammasamning fyrri hluta
næsta árs. Þá verða niðurstöður
könnunar um hagkvæmni oliu-
kaupa af Norðmönnum að liggja
fyrir, ef um þau á að hugsa.
Þegar ég tala um aðaloliu-
tegundir, á ég eingöngu við
bensin, gasoliu og svartoliu.
Það er að sjálfsögðu opin leið að
kaupa af Rússum að hluta, þótt
samkomulag verði um að kaupa
að einhverju leyti af Norðmönn-
um. En mér finnst eðlilegt, að
við hugsum okkar gang, þegar
viðskiptakjörin við þann aðila,
sem við kaupum mest af okkar
oliuvörum frá, eru orðin þau, að
olian hefur hækkað um 300%
siðan 1972, en á sama tima hafa
þær vörur, sem við seljum I
stahinn, aðeins hækkað um 50-
60%.”
í viðtalinu við Frjálsa verzlun
segir Indriði, að hann telji verð
á oliuvörum frá Rússlandi hafa
verið okkur hagstætt, þegar litið
er i heild á þau 22 ár, sem við-
skiptin hafa staðið. Geysilegar
hækkanir hafi þó orðið á oliu-
verði Rússa, eða mjög i sam-
ræmi við þá þróun, sem orðið
hefur á heimsmarkaðsverði. Og
meö tilliti til þeirra breytinga á
viðskiptakjörum, sem að fram-
an er frá sagt, hljóti það að
verða mat stjórnvalda, hvort
nauðsyn séfyrir þessi viðskipti I
sama mæli og áður.
Hjá viðskiptaráðuneytinu
fengum við þau svör, að ekki
væri timabært að segja neitt um
málið að svo stöddu, þótt frum-
gögn hefðu nýlega verið send
þangað. En nú um helgina fer
sendinefnd undir formennsku
Þórhalls Ásgeirssonar, ráðu-
neytisstjóra, til Moskvu að ræða
um oliukaup á næsta ári. Við-
ræðurnar hefjast þar 21. októ-
ber. — SH
Deildarkeppnin í skák:
Sunnlendingar
og Kópavogs-
búar unnu
stórt 11
Við skýrðum fyrir stuttu frá úr-
slitum i keppninni milli Tafl-
félags Reykjavikur og Skákfélags
Akureyrar, sem fram fór um
helgina. Sú keppni fór 16-4 fyrir
Reykvikinganna. (Jrslit I keppni
annarra skákfélaga i deildar-
keppni Skáksambands íslands nú
um helgina voru eftirfarandi:
Taflfélag Kópavogs gegn Tafl-
félagi Hreyfils 17 1/2 gegn 2 1/2,
Skáksamband Suðurlands gegn
Skákfélagi Hafnarfjarðar 13 1/2
gegn 6 1/2. Næsta umferð verður
tefld 27. október, og þá leiða
saman hesta sina Taflfélag
Ilafnarf jarðar og Skákfélag
Akureyrar, Taflfélag Reykja-
víkur og Skákfélag Hafnarfjarðar
og Skákfélag Suðurlands og
Skákfélags Kópavogs.
-JB.
TÁKNRÆNT?!
Ljósmyndarinn var eins og
Palli, sem var einn I heiminum,
aleinn i strætisvagninum.
Kannski er þessi mynd táknræn
fyrir ástandið hjá þeim, sem
reka strætisvagna og aðra
flutningastarfsemi fyrir al-
menning. Fólkið hreinlcga mæt-
ir ekki, — aliir virðast eiga sinn
einkabil, og islendingar vilja
vlst ferðast EINIR i bil, en ekki
með ÖÐRUM, enda taldir ein-
stakiingshyggjumenn svo að af
ber.
Ljósm. Gunnar Ingimundarson.
Mánuði á
undan áœtlun
— sjúkrahús Suðurlands gengur vel eftir
„hútt í hundrað úra aðdraganda"
Sjúkrahús Suðurlands er nú
orðið mánuði á undan áætlun i
byggingu, en byggingaráfangan-
um i heild á verktaki, Sigfús
Kristinsson Selfossi, að skila
samkvæmt útboðslýsingu l.ágúst
á næsta ári. Bendir allt til, að það
heppnist.
Sjúkrahús Suðurlands er að
grunnmáli 1250 fermetrar, 72 m
að lengd. Það eru tvær hæðir,
kjallari undir þvi öllu og mann-
gengt ris yfir.
I blaöinu Suðurland skrifar
Guömundur Danielsson um bygg-
ingu hússins og segir þá m.a., að
aödragandinn að byggingu þess
hafi orðið hátt upp i hundrað ár.
Hefur Guðmundur skrifað tals-
vert um málið, meðal annars i
bók sinni Vefarar keisarans.
Þar lýsir hann þvi yfir, að hann
muni ekki greiða nema helming-
inn af tekjuskatti sinum, álögðum
áriö 1973, en leggja hinn helming-
inn inn á Landsbankann á Sel-
fossi, með það fyrir augum, að
hann renni i sjúkrahúsbygging-
una, til að bæta stofnuninni að ör-
litlu þær tugmilljónir, sem rikis-
valdið hefði þegar stolið frá
henni. Ekki myndi skattpeningur
þessi látinn laus fyrr en að undan-
gengnum fógetaúrskurði og siðar
lögtaki.
Yfirlýsingu sina dagsetti Guð-
mundur 5. ágúst 1973. Upp úr ára-
mótum ’73-’74var honum tjáð, að
i þann veginn væri verið að bjóða
út stóran áfanga byggingarinnar.
Treysti Guðmundur þvi og
greiddi siðari helming skattpen-
ingsins. „Enda gerðist nú það
ótrúlega. útboðið var auglýst.”
Byrjað var á byggingunni 20.
marz s.l. og gengur verkið vel.
Aætlað er, að i kjallara hússins
verði aðstaða fyrir kistulagning-
ar, einnig verður þar kæld
geymsla fyrir kistur. Þar verða
einnig búningsherbergi fyrir
starfsfólk, matvælageymsla,
þvottahús og fleira.
A fyrstu hæð verða 4 stofur fyr-
ir lækna, eldhús, endurhæfingar-
stofa, röntgenmyndastofa, rann-
sóknarstofa, biðsalur o.fl.
A efri hæð verða 8 sjúkrastofur
með alls 35 sjúkrarúmum, skurð-
stofa og tvö fæðingarherbergi,
einnig setustofa. I risinu verður
komið fyrir loftræstingarkerfi
fyrir allt húsið.
—EA
Hœnan kostaði 20 þúsund!
„Hann minnir ekki á neitt,
sem lifir, en hann vakir þó
ennþá,” var okkur sagt, er við
spurðumst fyrir um þulinn i
Keflavikurútvarpinu, sem I
morgun hafði vakað 52 tima við
útsendingu, eða frá þvi klukkan
6 á miðvikudagsmorgun.
„Hann fer 2-3 sinnum i sturtu
á dag, og við reynum að ganga
með hann um, svo að hann sofni
ekki. Ég hef trú á þvi, að hann
standi sig”, sagði einn útvarps-
mannanna.
Nú hefur þulurinn vakað það
lengi, að röddin er orðin fremur
óskýr og hann má ekki neyta
fastrar fæðu lengur.
Vakaþessier til að minna á
söfnun, sem fram fer til
góðgeröamála i Bandarikjun-
um, og i morgun höfðu safnazt
um 3.400 dollarar eða um 400
þúsund.
Söfnunin minnir á sambland,
hlutaveltu, basars, veðmála og
áheita. T.d. var gefinn lif-
andi hæna til söfnunarinnar og
var hún flögrandi um útvarps-
stöðina, þar til hún var slegin á
200 dollara eða um 23 þúsund.
Sennilega dýrmætasta hæna
landsins. Þegar hænan haföi
selzt, var krókódill boðinn til
kaups, og voru stór boð farin að
berast i hann, þar til
uppgötvaðist, að hann var að-
eins úr plasti.
Þrlr náungar hétu þvi, að ef
300 dollarar söfnuðust i þvi
skyni skildu þeir skriða á
maganum frá herstöðinni út I
Rockville, sem eru sennilega
um 7 kilómetrar. Ef af þvi yrði,
tæki það sennilega eitthvað
fram á vorið.
Aörir tveir hétu að ganga til
Reykjavikur ef 300 dollarar
væru gefnir til söfnunarinnar i
þvi skyni.
Þá höfðu smærri heit verið
gefin, sá sem við töluðum við
haföi þannig heitið að raka af
sér skeggið, ef i það yrðu boðnir
200dollarar og fyrir 1000 dollara
meira átti hárið á höfðinu að
fylgja með.
„Ég fæ mér bara hárkollu, ef
af þessu verður. Mér yrði svo
fjandi kalt annars”, sagöi hann
í gær drógu svo þrir æðstu yfir-
menn herstöðvarinnar um það,
hver þeirra ætti að fá vel úti
látna tertu í andlitið frá hinum
tveim. En til þess að svo mætti
veröa, þurfti viss fjárhæð að
safnast.
Fjárhæðin fékkst og fyrir
framan sjónvarpsvélarnar í
gærkvöldi gátu hermennirnir
horft á yfirmann sinn fá tvær
tertur beint á „smettið”.
Á Innsiðu eftir helgina verður
sagt frá áhrifum langrar vöku á
menn og jafnframt skýrt frá af-
drifum þeirra, sem lengst hefur
tekizt aö vaka.
-JB.
TURISTUM
FÆKKAÐI
Sjálfsagt hafa fáir islendingar
komið til dvergrikisins Lichten-
stein. Þaðan komu aftur á móti
þrir til islands i september-
mánuði. Þar á mcðal var ein
prinsessa og tóku Visismenn hana
tali eins og lesendur ef til vill
rnuna.
Annars eru útlendingar sem
komu til Islands i september 347
færri en i september i fyrra og
hafa verðhækkanir þar vafalaust
sitt aö segja.
Hingað komu menn alls staðar
aö. Þrir komu frá Kóreu, einn frá
Ceylon, tuttugu og fimm frá Nýja
Sjálandi og sextíu og einn frá
Astralíu svo eitthvað sé nefnt.
Þeir setja ekki fjarlægðirnar
fyrir sig þarna úti i heimi. Alls
komu til landsins i september
6121 útlendingur. Heimkomnir Is-
lendingar voru 9664, og gleðjumst
við yfir hverjum endurheimtum
syni. —JH